Tíminn - 07.01.1969, Síða 14
14
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 7. janúar 1969.
FJÖLMENNIÁ SISE-
FUNDIMED RÁÐHERRA
EKH-Reykjavík, fimmtudag
Samband fsl. stúdenta erlendis
boðaði til almenns fundar með
öllum stúdentum. sem nám þurfa
að sækja til útlanda, s.l. fimmtu-
dagskvöld í fundarsal Norræna
hússins. Salurinn var fullur út úr
dyrum, og var þar aðalTega um
að ræða stúdenta, en einnig sóttu
fundinn allmargir aðstandendur
námsmanna, sem erlendis dvelja
um þessar mundir. Menntamála-
ráðtoerra, Gylfi .Þ Gíslason, svar-
aði fyrirspurnum en tuttugu aðr-
ir fundarmenn tóku til máls og
stóð fundurinn til klukkan að
verða eitt.
í upphafi fundarins í Norræna
húsinu voru bornar fram fyrir-
spurnir til menntamálaráðherra
varðandi lánamál og kjör stúdenta
af hálfu stjónar SÍSE og ýmissa
annarra.
Ráðherrann svaraði fyrirspurn-
unum skilmerkiiega og vel, en
þótti sumar ekki sanngjarnar og
firrtist við. Lýsti hann því hvað
gert hefði verið til þess að bæta
VERÐMÆTI ULLAR
Framhald ai Dls. i
í greinar Stefáns um þessi athygl-
isverðu efni, sem mjög eru til um-
'ræðu manna á meðaT nú í sam-
bandi við aukna möguleika á út-
flutningi fullunnra íslenzkra iðn-
aðarvara.
f grein Stefáns um ræktun á al-
'tovítu fé segir m.a.:
„Loðsútun á ísienzkum gærum
eykur útflutningsverðmæti þeirra
stórlega. Þó stendur það loðsút-
uninni fyrir þrifum, hve hár
hundraðshluti gæranna er með
rauðgular illhærur, sem spilla gæð
um þeirra. Áhugi sútunarverk-
smiðjanna á alhvítum gærum er
því mikill og fer vaxandi.
Rætt hefur verið um að gera
gærusútun að stóriðnaði í land-
inu. Ákvörðun um þá framkvæmd
getur byggzt að verulegu l’eyti
á því, hve gott hráefnið verður —
hvort nóg verðuj hægt að fá af
alhvítum gærum.
Undanfarin ár hafa farið fram
víðtækar tilraunir méð aðgrein-
ingu á ullinni í þel og tog í vél-
um. Kemur í ljós, þar, að rauð
gulu illhærurnar geta stórspillt
notkunarmöguleikum þelsins.
Verði hafizt handa um aðgrein-
ingu á ullinni í stórum stíl, þarf
ullin að vera alhvít, ef góður ár-
angur á að nást.
Brýna nauðsyn ber til, að kann-
að verði sem fyrst, með hvaða
móti verði hægx að greiða bænd-
um hærra verð fyrir alhvíta ull
og alhvítar aærur, heldur en ull
og gærur, sem notandi eru í rauð-
gulum illhærum
Enginn vafi l’eikur á því, að al-
hvíta ullin og alhvítu gærurnar
eru verðmætari vara heldur en
ull og gærur með rauðgulum ill-
hærum.
Eins og sakir standa, fær fram-
leiðandi góðu vórunnar ekkei-t fyr
ir sinn snúð. Aukaverðmætið, sem
fóTgið er í betri vörunni, fer til
bóndans, sem framleiðir gölluðu
vöruna, svo að báðir fá sama verð.
Það getur tæpast talizt réttlátt að
skattleggja góða íramleiðslu til að
verðbæta léTega /oru.“
Grein Stefáns er síðan leiðbein-
ingar til bænda um það, hvernig
eigi að fara áð því að rækta upp
alhvítt fé og greinir hann þar frá ^
rannsóknum og tilraunum, sem
gerðar hafa verið á ríkisbúunum. |
Niðurstöður Stefáns eru þær, að
hefji bændur undirbúning ræktun
ar á alhvítu fé á þessu ári með
kynbótum megi ætla að 37% lamb
anna verði aihvít haustið 1970,
51% gul á skæklum aðeins og
12% í lakasta íiokki með gulan
lit á belg. Með áframhaldandi kyn
bótum verði 68% lambanna al-
hvít haustið 1975. 27% gul á skækl
um og aðeins 5% gul á belg. Þess-
um árangri er sem sagt hægt að
ná eftir 6 ára xynbætur á ullar-
lit, að áliti Stefáns og ennfremur
telur hann að rannsóknir sýni, að
ekki sé ástæða til að ætla, að
afurðasemi ánna þurfi neitt að
breytast við bætt litarfar á fénu.
Hér eru stór mál á ferð fyrir
þjóðina alla og möguleika hennar
til bættrar lífsafkomu í landinu
með skipulegum aðferðum og
auknum iðnaði til útflutnings. Er
ekki fjarri að ætla að bylting gæti
átt sér stað í sauðfjárbúskap með
tilliti til ullar- og gæruframleiðslu
ef tekst að skila þel frá togi í
vélum og hreinrækta myndarl’eg-
an stofn alhvíts fjár í landinu. Hér
þurfa allir þeir sem aðild eiga að
þessum málum að taka höndum
saman í myndarlegu átaki. I
námsmönnum upp afleiðingar
gengisfellingarinnar. Það ' er í
fyrsta lagi, að ian úr Lánasjóði
íslenzkra námsmanna hafa verið
hækkuð sem nemur gengisfelling-
unni: í öðru lagi fá námsmenn á
fyrstu tveim námsárum erlendis
5% hærri hluta af umframfjárþörf
inni en áður sem lán úr lána-
sjóði og í þriðja lagi lagði ríkis-
Stjórnin Lánasjóðnum til 8 millj-
ónir króna, sem sjóðurinn hefur
til frjálsrar ráðstöfunar. Af þessu
fé getur sjóðurinn veitt náms-
mönnum lán meö kjörum venju-
legra ríkisábyrgðarlána. Taldi ráð-
herra þessa fjárveitingu eiga að
geta komið ’ veg fyrir að nokkur
ísl. námsmaður þyrfti að hætta
námi. Ekki voru allir fundarmenn
sammála honum í því efni.
TÍMINN hafði í dag tal af Guð-
finnu Ragnarsdóttur, formanni
SÍSE. Sagði Guðfinna að stefna
SÍSE hefði frá upphafi verið að
sú að fá 100% af umframfjárþörf-
inni í lánum og styrkjum frá rík
inu. (Umframfjárþörf er allur sá
kostnaður sem námsmaður þarf
að greiða á ári að frádreginni
eigin fjáröflun).
Gúðfinna sagði að gengið hefði
verið til móts við_ flestar þær
kröfur sem stjórn SÍSE gerði þeg-
ar eftir gengisfellinguna Hitt ætti
svo eftir að koma í ljós hvort
þetta dygði til pess að menn gætu
haldizt við nám í útlöndum og
einhverjir nýstudentar sæu sér
fært að sigla til r.áms næsta haust.
Ekki er enn hægt að greina frá
upphæðum lána og styrkja úr
Lánasjóðnum fyr r þetta námsár,
en fyrir 20. janúar er væntanleg
greinargerð frá SÍSE um þetta
efni og um Hkt leyti fer væntan-
lega fram úthlutun úr sjóðnum.
SAMLIGGJANDI
JARÐIR TIL SÖLU
Saurbær — Stakkadalur — Gröf — Krókur (V2)
á Rauðasandi í Barðastrandasýslu eru til sölu ef
viðunandi tilboð berast í hverja fyrir sig eða all-
ar sameiginlega.
Tilboð sendist í pósthólf 1357, Reykjavík
merkt „Fjórar jarðir“.
FLENSAN
nemendum sem er yfir 14%.
Flensan herjar mjög misjafnlega
ákaft á bekkjardeildir í skólum-
í sumum bekkjum er enginn veik-
ur en í öðrum helmingur nemenda.
Ákveðið var að hefja ekki
kennslu eftir jólaleyfi í öllum
heimavistarskólum á Suðurlandi
fyrr en viku seinna en ætlað var.
Hér er átt við framhaldsskóla,
en kennsla í barnaskólum hefst
ekki fyrr en síðar hvort eð er.
Þessir skólar erir Skógaskóli, Hlíð
ardalsskóli og skólarnir að Laug-
arvatni. Eiga þeir að hefjast 12.
janúar. Var þessi frestun ákveðin
í þeirri von að veikin hefði náð
hámarki fyrir þann tíma. Að sögn
er inflúensa ekki sérlega útbreidd
á Laugarvatni og nágrenni. Þá hef
ur kennslu verið frestað í einum
skóla á Austurlandi, Eiðaskóla.
og var sú ráðstöfun gerð vegna
illveðurs.
Móðir okkar og fósturmóðir
Sigríður Jónsdóttir,
Efra-Apavatni, Laugardal,
andaSist að heimiii sínu 5. janúar.
Guðmundur Helgason,
Jón Helgason,
Baldur GuSmundsson.
ATINNUTÆKI SELD
hluta af starfsliði sínu og enn er
verið að segja upp, Það er ekkert
annað að gera meðan þessi bylgja
ríður yfir.
— Gengið er feykilega hart eft-
ir að við greiðum opinber gjöld.
Eru gjöldin orðin svo mikil og
vægðarlaus, að við eygjum enga
aðra leið en draga saman seglin.
— Við gerum ráð fyrir að mik-
il afföll verði á vélunum, sem við
scljum út, en gengisfellingin getur
bætt svolítið þar um, vegna þess
að íslenzka krónan er orðin miklu
verðminni en þegar við keyptum
vélarnar, svo að krónutalan geti
verið svipuð. En um leið og við
seljum vélarnar úr landi þá er
framsækni járniðnaðarins lokið.
Járniðnaðurinn er í nútímaþjóð-
félagi undirstaða allra verklegra
framfara. Það eru ekki aðeins jórn
iðnaðarmenn sem atvinna minnkar
hjá. Ýmsir aðrir sem starfa við
iðnað missa atvinnumöguleika.
Hægt er t.d. að nefna tæknifræð-
inga og verkfræðinga. Járniðnað-
urinn er nú í dauðateygjunum.
Það eina sem getur bjargað er
ekkert annað en koma framleiðslu
í gang, skipasmíðum og tækjum
til skipa og aukið athafnalíf og
framleiðni hjá þjóðinni.
Meistarafélag járniðnaðarmanna
sendi meðlimum nýlega eftirfar-
andi bréf:
„Félagi góður!
Meistarafélag járniðnaðarmanna
hefir undanfarna mánuði unnið að
því að reyna að skapa að nýju
starfsgrundvöll fyrir málmiðnað-
inn í landinu. Eins og ykkur er
kunnugt hefir áratuga skammsýn
stjórnarstefna í iðnaðarmálum nú
tekizt að mola iðngrein okkar.
Stjórn félags vors hefir að und-
anförnu rætt málefni málmiðnað-
arins og túlkað sjónarmið vort fyr
ir ríkisstjór'n og róðandi mönnum
í bankamálum, en undirtektir hafa
einkennzt af skilningsleysi, ráð-
leysi og getuleysi, nema í þeim
málum er varða hótanir um upp-
boð á eignum vélsmiðjanna.
Eins og kunnugt er eru uppboð
hins opinbera ófyrirleitin og valda
þolanda verulegu eignatjóni, og er
þar ekkert tillit tekið til þess, þó
erfiðleikar þolanda stafi af opin-
berri stjórnsýslu.
Að athuguðu máli og með hlið-
sjón af stöðu málefna málmiðnað-
arins í dag vill stjórn félags'vors
benda félagsmönnum á eftirfar-
andi:
I. Að hjá stjórnvöldum ríkir
skilningsleysi, ráðleysi og
getuleysi á borði, þótt annað
kveði við í orði
II. Að hið opinbera er ákveðið í
að innheimta vægðarlaust op-
inber gjöld, hversu ósann-
gjörn sem þau eru, og mun
það sennilega leiða til þess,
að aðrir aðilar, sem hafa sýnt
skilning á vandamálum málm-
iðnaðarins verði tilneyddir að
hafa sama hátt á og það opin-
bera.
III. Að ráðlegt sé fyrir félags-
menn að kanna hvort ekki
væri nauðsynlegt að draga fyr
irtækin saman og selja hluta
af vélakosti sínum til út-
landa, til þess að forða eigna-
tjóni í þeim erfiðleikum, sem
við blasa.
Stjórn félags vors er nú að kanna
hvaða möguleikar eru á að selja
notaðar málmiðnaðarvélar erlend-
is, en ætla má að sæmilegt verð
fáist fyrir slíkar vélar nú vegna
síðustu gengisfellingarinnar.
Þau fyrirtæki, sem hyggja á að
leysa erfiðleika sína með því að
selja vélar sínar er bent á að hafa
samband við skrifstofu félagsins,
sem vinnur nú að undirbúningi
sölulista, sem sendur verður sölu-
fyrirtækjum, sem annast sölu not-
aðra véla í ýmsum löndum.
Með félags kveðju,
stjórnin."
! FRIÐRIK TIL HOLLANDS
j ið að koma sér fyrir í nýju
s'tarfi.
BTaðið hafði samband við
Friðrik í dag.
Hann kvaðst ekki hafa teflt
á móti síðan Fiske-mótinu hér
í sumar, en eitthvað hugsáð
um skákina, begar tími hefði
unnizt til. Af þessum sökum
vissi hann lít.ið um raunveru
legan styrkleika sinn nú eða út
Tialdið, svo han.n gæti lítið
áætlað um 'rammistöðu sína.
Að lokum sagði Friðrik: ,,Ég
vona bað bezta um mína frammi
stöðu, en ég get allt eins búizt
við því versta
Það eru góð tíðindi. að Fr:ð-
rik skuli -ú aftur halda á al-
þjóðlegt skákmót erlendis, því
það virðist benda eindregið til
þess að hann ætli ekki að
leggja skákmennina á hilluna
á næstunm.
500 MILLJÓNIR
Framhaía ai bls. 16
sameiginlegum sjóði þjóðarinnar
til að bæta þennan útfTutning upp
umfram þær tekjur. sem fást fyr
ir þennan gjaldeyri, en í því sam
bandi ber að hafa í huga, að iðn-
aðarvörurnar úr hráefnum landbún
aðarins, sem ekki eru verðbættar,
eru ekki taldar þarna með.
Það vill svo til, að þeir hinir
sömu og telja að landbúnaðurinn
sé helzti dragbítur hagvaxtarins
í landinu, eru manna æstastir til
inngöngu í EFTA og telja mögu
leika okkar á útflutningi á full-
unnum iðnaðarvörum aukast mik
ið við það. Þegar þessir sömu
menn eru spurðu að því, hvaða
vörur það ættu helzt að vera
nefna þeir fullvinnslu landbúnaðar
afurða, ull og gærur og fl., enda
ber þeim þar saman við þá er-
lendu sérfræðinga, sem fengnir
hafa verið hingað til lands til að
benda á þær íðngieinar, sem helzt
gætu oi’ðið útflútningsgreinar hér
á landi!
Áróðurinn gegn landbúnaðinum
eins og hann hefur verið rekin af
öflum, sem eiga þó að teljast
ábyrg í þjóðfélaginu, er því víta
verður. Almennmgur hefur vax-
andi skilning á því, vegna þess
að mikill fjöldi manna í kaupstöð
um og kauptúnum hefur atvinnu
sína beint og óbeint af vinnslu og
dreifingu afurðd landbúnaðarins.
Augu margra opnuðust einmitt fyr
ir gildi iðnaðar, sem fullvinnur úr
landbúnaðarafurðum og hve marg
ir hafa þar afkomu sína af, í sam-
bandi við bruna verksmiðjanna á
Akureyri.
I Þ R Ó T T I R
Framhald af bls. 13.
Mares, Anton
Mares, Vojta
PodrygaTa
Satrapa
Fararstjóri er Knotck, for'm.
landsliðsnefndar, þjálfari er König
en auk þeirra koma tveir aðrir
í fararstjórn.
Leikirnir fara fram sunnudaginn
12. janúar, kl. 16 og þriðjudaginn
14. janúar, kl. 20.15.
Dómarar verða Knud Hjuler og
Henning Svensson frá Danmörku.
Þessir leikir verða nr. 5 og
6 við Tékkóslóvakíu, fyrri leikir
voru þessir: _
27. 2. ‘58 fsl. — Tékkóslóvakía
17:27 í Magdeburg
5. 3 ‘61 ísT. — Tékkóslóvakía
15:15 í Stuttgart
3. 12 ’67 fsl. — Tekkóslóvakía
17:19 í Reykjavík
4. 12 ‘67 ísl. — Tékkóslóvakía
14:18 í Reykjavík
Forsala aðgóngumiða verður í
Bókaverzlunum Lárusar Blöndal
í Vesturveri og við Skólavörðu-
stíg fram til ki. 12 n. k. l'augar
dag. Aðgöngumiðar verða einnig
seldir i íþróttahöllinni milli kl.
2 og 6 á laugardag og frá kl. 11
á sunnudagsmorgun. Verð aðgöngu
miða er hi'ð sam,a og áður kr. 150.
00 fyrir fullorðna og kr. 50.00
fyrir börn.
I Þ R O T T I R
Framhald af bls. 12
sterkir. Ólafur Jónsson sýndi
nýja hlið á sér, en hann lék sem
línumaður og skilaði hlutverki
sínu sérstaklega vel. Taktiskur
sóknar'leikur liðsins var of stirð-
ur á köflum, en var annars at-
hyglisverður. Það veikti varnar-
I leik lands’liðsins, að Sigurður
| Einarsson lék ekki með og yfir-
: leitt var varnarlei'kurinn lélegri
þlið liðsins.
Hjá pressuliðinu vakti Sigur-
bergur einna mest athygli, svo og
Hjalti Einarsson í markinu, sem
varði vel, sérstaklega í fyrri hálf-
leik. Þórarinn Ólafsson var mjög
duglegur, en hafði ekki árangur
sem erfiði.
Karl Jóh. og Reynir Ólafsson
dæmdu vel. Áhorfendur voru
1 margir.