Vísir - 04.09.1977, Síða 2

Vísir - 04.09.1977, Síða 2
2 Sunnudagur 4. september 1977 VISIR Á horninu býr villingurinn i breskri kvikmyndagerð Ken Russell/ leikstjóri mynda eins og Women in Love, The Devils, Tommy, Lisztomania. I næsta húsi býr gamalkunnur breskur leikari, maður með allt aðra í- mynd en meistari Russell, mildilegur séntilmaður sem islendingar muna f lestir eftir í hlutverki Jolyons yngra í Forsytefjölskyldunni, — Kenneth More. ,,Við búum hérna öll stórmennin i kvikmyndaheim- inum!" segir viðmælandi Helgarblaðsins hlægjandi. Ladbroke Square er kyrrlát, falleg gata i snyrtilegu hverfi skammt frá Notting Hill Gate-neðanjarðar- stööinni i London. Við þessa götu býr ungur islending- ur, einn fárra sem hefur kviteviyndagerð að atvinnu sinni, og líklegast sá eini sem starfar alfarið við þá grein kvikmynda sem teiknimyndir nefnast. Helga Egilson er 26 ára. Hún hefur dvalið í stór- borginni í átta ár— fyrst við nám og síðar við starf. Og það hefur vafalaust kraf ist þolinmæöi að fá starfa i jafn eftirsóttri grein og kvikmyndagerð er, og vera þar fyrir utan útlendingur. Helga vinnur nú sjálfstætt („freelance" ) en áður var hún hjá Film Fair-teikni- myndafyrirtækinu. Og fyrir það fyrirtæki vann húrK við myndir sem að minnsta kosti flest íslensk börn þekkja og hafa í hávegum, — Bangsann Paddington og Símon og kritarmyndirnar. Fyrrnefndu þættina sýndi islenska sjónvarpiö við miklar vinsældir s.l. vor og þá siðarnefndu er einmitt verið að sýna núna á swnnu- dögum. Helga og eiginmaður hennar Einar Jóhannesson (Arasonar, útvarpsþuls) leigja kjallaraíbúð, firna langa og skemmtilega, við Ladbroke Square og búa þar ásamt fimm ára syni, Ólafi Daða. Einar er klarinettleikari, og lærði upphaflega hjá föður Helgu heima á Islandi, Gunnari Egilsyni. Einar gerir það reyndar ekki endasleppt heldur, því hann var nýlega valinn úr stórum hópi ásamt nokkrum fleirum ungum tónlistarmönnum, til að halda einleikstónleika nú í vetur í einum þekktasta tónleikasalnum í London, Wygmore Hall. Meðal dómara í þeirri keppai var Yehudi Menuhin. Helgarblaðið var á ferð i London fyrir skömmu og leit við hjá Helgu. Einar var ekki heima. ÁHRIF GÚSTA „Ég hef alltaf haft áhuga á teiknimyndum”, segir Helga, „alveg frá þvi ég var krakki. Það voru ekki sist ýmsar teikni- myndir sem maöur sá i sjón- varpinu heima sem ýttu undir mann og kveiktu löngun til aö læra þetta. Einkanlega hafði Gústi hinn ungverski mikil áhrif á mig i þá átt. Hann hafði svo sérstakan húmor, sem stilaður var frekar fyrir iullorðna en krakka”. Hún segist hafa verið teikn- andi siðan á barnsaldri, en hún fór ekki i myndlistarskólann heima. Segir að hann hafi ekki veriö orðinn jafn eftirsóknar- veröur þá og hann er núna. i staðinn fór hún i þann ágæta skóla Kvennaskólann, og þar kom sér reyndar ekki illa aö geta tjáð sig listrænt að ein- hverju marki. „Jú, það er lika óneitanlega margt listafólk i ættinni. Ég man aö þegar ég kom fyrst hingað til Englands þá var ég ekki með nógu mikla pappira úti „Gaman að vitma við otkSngton — Helgarblaðið heimsœkir Helgu Egilson sem starfar við teiknimyndagerð í Londan á flugvelli. Ég stóð i heil miklu stimabrakiá flugstöðinni og var i yfirheyrslu i tvær klukku- stundir. Ég sagðist ætía að læra teiknimyndagerð, en þeir trúðu þvi mátulega. Héldu vist aö ég ætlaöi að reyna a6 smygla mér inn i l^ndið, en þeir eru mjög á verði gagnvart sliku. Svo var ég loks spurð hvað pabbi minn gerði, og ég sagði: Hann er hljóðfæraleikari. Og þá sagði vegabréfaskoðarinn: Nú, þetta er þá i ættiAni, og hleypti mér þar með inn i landið!” Og meðal teiknaríá sem ná- komnir eru Helgi;, eru Muggur sem var ömmubróðir hennar, og Halldór heitinn Pétursson var frændi hennar. Sonur Hall- dórs, Pétur var einmitt við nám i auglýsingateiknun, á sama tima og Helga i London. TILVILJANIR Fyrst stundaöi Helga nám við almennan listaskóla i London, en þótti litiö til hans koma. Og þá kom London Film School til sögunnar. Skemmtileg tilviljun varð þess valdandi að hún hóf nám þar. „Það var eins og einhver væri að hjálpa mér til að finna þenn- an skóla”, segir Helga. „A með- an ég var i listaskólanum hafði ég verið að reyna að finna skóla sem kenndi teiknimyndagerð sérstakJega, en enginn virtist vita um neinn slikan. Hins veg- ar voru nokkrir sem kenndu hana sem aukagrein. Þetta var á mánudegi og skólanum var rétt að ljúka. A fimmtudag átti ég að fara aftur heim til tslands. Ég hafði gert enn eina tilraun- ina til að hafa upp á skóla sem kenndi teiknimyndagerð, en án árangurs. Ég fór heim i ótta- legri fýlu. Tók neðanjarðarlest- ina og þurfti að skipta um lest. A meðan ég beið á stöðinni fór ég að skoða auglýsingaplakötin á veggjunum, og lagði frá mér töskuna mina með málaraá- höldunum á meðan. Þá sá ég að einhver maöur var farinn að virða fyrir sér töskuna. Hann spurði svo hvað ég geröi, og ég sagði honum það. Upp úr þess- um samræöum við bláókunnug- an manninn fæ ég siðan nafn á skóla sem kenndi teiknimynda- gerð — London Film School. Ég hringi i skólastjórann og hann segir að nýir nemendur eigi að koma til viðtals vikuna á eftir. En þá hírföi ég verið komin heim til íslands. Mér verður það til happs að kennarinn i teikni- myndagerð er viö. Hann biður um aö fá að sjá eitthvaö af þvi sem ég hef gert, og samþykkir mig loks inn i skólann rétt áður en ég held heimleiðis. Mér þykir þetta skringileg röö af tilviljun- um, og alla vega mátti ekki tæp- ara standa”. NÁMIÐ Námið við London Film School tók Helgu tvö ár, — eitt i almennri kvikmyndagerð, ann- að i teiknimyndadeildinni. Hún fékk aö sleppa einu ári til við- bótar i almennu deildinni. I hennar bekk voru um 60 manns en aðeins 2-3 fóru þaðan i teikni- myndadeildina. „Maður var látinn ráða sér sjálfur i þessu námi að verulegu leyti. Ekki hvað sist var lagt mikið upp úr þvi að nemendur horfðu á myndir, sundurgreindu þær og ynrru siðan út frá þvi. Ég lærði vissulega heilmikið, þótt það kæitii ekki allt að gagni þeg- ar maður fór að leita sér aö vinnu. Mörgu kynntist maður ekki fyrr en maður fór að vinna i þessu. Það er svo mikiö af smá- atriðum sem maður þarf að læra og einn kennari kemst Viðtal og myndir: r Arni Þórarinsson VÍSIR l tHfíandi: Hrxkjaprrnthf Kramkvæmdastjóri: havlft (iubmundsson Kilsljorar: l'orstoinn l’alsson ahm olafur Haunarsson. Hitst jornarfullt rui: Bragi Guftmundsson Fréttastjóri erlondra frétta : (iuftmundur G Pétursson l ntsjón meft llelgarhlafti: Arm Þórartnsson Blaftamenn: Anders Hansen. Anna Heiftur Oddsdóttir Edda Andresdottir, Kinar K Guftfinnsson. Elias Snæland Jónsson. Finnbogi Hermannsson Guftjón Arngrimsson. Hallgrimur H Helgason. Kjartan L Pálsson. Oli Tynes. Sigurveig Jónsdóttir. Sveinn (íuftjonsson. Sæmundur Guftvinsson Iþrottir: Björn Blöndal. Gylfi Kristjánsson i llitsteiknun: Jón Oskar Halsteinsson. NTagnus Olatsson l.jósntyndir: Einar Gunnar Einarsson. Jens Alexandersson. I.oflur Asgeirsson Solustjori: Pall Stefánsson \ugl\singastjóri: Þorsteinn Fr Sigurftsson Dreifingarsijóri: Sigurftur K Petursson \ugl\singai : Siftumula h. Simar H22BO. KKfill. \skriftargjald kr. LHHi a ntanufti innanlands. \fgreiftsla Stakkholti 2-1 simi KKKII Verft i lausasölo kr 70 eintakift Hitstjórn: Síftumiila II. Sfmi KKKII. 7 línur. I'rentuii: Hlaftaprent hf Askriftarsími Vísis er 86611 Hringið strax og tryggið ykkur eintak af Vísi til lesturs hvern dag vikunncr fyrir aðeins 1300 krónur ó mónuði

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.