Vísir - 04.09.1977, Side 5

Vísir - 04.09.1977, Side 5
vism Sunnudagur 4. septembér 1977 5 Fólk vildi vera upp á búiö, þvegiö og greitt, áöur en þaö færi fyrir ljósmyndara. Skítverk Myndirnar lýsa vinnu- aðferð/ sem óviða er lengur við lýði og það er svolítið merkilegt að þetta eru myndir af svokölluðum skítverk- um. Það þótti áður fyrr sjaldnast ástæða til að taka myndir af fólki við slík störf. Fólk kærði sig ekki um það) það vildi vildi helst vera uppábúið# þvegið og greitt áður en það færi fyrir Ijósmynd- ara. Þetta eru myndir sem danskur maður tók norður í Skagafirði fyrir sosum 40 árum. lfér sést hvernig maöur er aö stinga taö út úr fjárhúsi. Mér er ekki kunnugt um aöramynd af þeim vcrknaöi. Taöiö er síöan boriö til dyra. Þar úti biöur hestur með kerru og taö- hnausarnir eru settir upp i kerr- una. Síöan dregur hesturinn kerruna út á tún og á þessari mynd sést þegar veriö er aö steypa eöa sturta úr kerrunni hlassinu niður á túniö. Næsta stigiö viö að þurrka taðiö er aö hnausarnir eru klofnir i nokkra sentimetra þykkar flögur. Siðast liðið sumar var haldin i Sviþjóð norræn ráðstefna um kvikmyndir i þágu safna og þá einkum með tilliti til þjóðháttafræði. Á Norður- löndum eru hugmyndir af þessu tagi ekki nýjar af nálinni. Hins vegar er mörgu ábótavant i þvi að söfnum sé gert kleift að taka kvikmyndina i þjón- ustu sina með þeim hætti, sem starfsmenn þeirra láta sig dreyma um. Um þessi mál og leiðir til úr- bóta var þingað. Vandinn er einkum tviþættur. Skortur á fé og aðstöðu að sjálfsögðu, samfara skilningsleysi þeirra sem ráða fjármagninu og svo visst vanda- mál i samstarfi safna og kvikmyndagerðar- manna, þar sem hér er um nokkuð sérstakt kvik- myndaform að ræða. Einn fjögurra íslendinga á ráðstefnunni var Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. Árni sagði frá ráðstefnunni á sinum tima i sjónvarpi, en fær ekki að láta þar við sitja fyrir ágangi undirritaðs, sem telur að hér sé þjóðþrifamál á ferð sem beri að halda á loft uns eitthvað fæst að gert er miði i framfaraátt. Við gefum Árna orðið, en spjallið verður síðan fleygað með ýmsum athugasemdum m.a. byggðum á gögnum frá ráðstefnunni : Alæta. „Nú, þaö hefur allt of litiö verið gert af þessu. Menn hafa svo mikið horft i kostnað við þetta. Ég veit ekki hvort það er að öllu leyti réttmætt. Frá sjon- armiði safna er ekki endilega litið á kvikmyndina, sem list- grein. Ekki skaðar að hún sé listgrein en það er ekki megin- sjónarmiðið, heldur að hún sé viss alæta. Þess vegna ætti að vera unnt að komast hjá kostn- aðarliðum sem miðast við þarf- irlistarinnar. Það hefur i sjálfu sér verið mikið reynt að bjarga upplýsingum um gamlar vinnu- aðferðir.Skriflegar lýsingar eru til af ansi mörgu en þær eru aldrei sambærilegar við það, að sýna þetta á kvikmynd. Ljós- mynd dugar ekki heldur. Kvik- myndin er það langbesta, ef henni er vel beitt.” „Maður hefur séð t.d. myndir frá Danmörku, þar sem það lit- ur einna helst út fyrir að kvik- myndarinn hafi stillt myndavél- inni upp á einn stað og svo sé hún þar. Kunnáttumenn geta auðvitað beitt kvikmyndavél- inniá fjölbreyttarihátt. Égheld að færir kvikmyndamenn geti beitt kunnáttu sinni til að búa til, ja viö getum kallað það ólist- rænarmyndir, sem hafi fyrstog fremst heimildargildiö i huga.” Þjóðhættir. „Ég tel alveg tvimælalaust, - að kvimyndin sé besta tækið af öllu til að varðveita sjónrænar heimildir um það, sem við köll- um þjóöhætti, þvi þjóðhættir eru jú fyrst og fremst daglegt lif. Sumir halda svo oft að við, sem erum að safna þjóðháttum, sé- um að sækjast eftir einhverju skringilegu og fáránlegu, sér- vitringum og einhverju sliku. Þetta ertóm vitleysa. Við erum fyrstog fremst að sækjast eftir hinu almenna daglega lifi. Þetta óvenjulega má auðvitað fljóta með, og þaö vill oft verða svo a ð menn hafa gaman af þessum svokölluðu sérvitringum og freistast til þess að skrifa eftir þeim. Nú það þarf kannski ein- mitt sérvitringa til að hafa áhuga á þessum gömlum hlut- um. Hingað til hefurmaðurorðið fyrst og fremst að halda sig við ritaðar heimildir og munnleg- ar: það sem fólk skrifar og segir frá. En það vantar sjónina, myndina af öllu saman. Maöur getur gert sér hugmynd eftir skrifaðri heimild, en það er aldrei það sama og að sjá þetta á mynd, lifandi mynd,” segir Arni. (sbr. myndröðina af tað- verkuninni) Almennt gildi. ^Finninn Aaltonen hefur gert grein fyrir gildi kvikmyndar- innar fyrir þjóðháttafræðina þannig: „Hreyfing og hljóð kvikmyndarinnar sér um að Árni Björnsson i Eldgjá. — Árni hefur starfað við þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands siðan 1969. Rœtt við Árna Björns- son hjó þjóð- háttadeild Þjóðminja- safnins um gildi kvikmynda fyrir söfn og þjóðhœtti vinnulagið varðveitist, hrynj- andi hreyfinganna, söngvar og þjóðlög, ásamt mállýskum, — ölluþessu heldur kvikmyndin til haga eðli sinu samkvæmt. ” Enn fremur leggur Aaltonen áherslu

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.