Vísir - 04.09.1977, Page 8

Vísir - 04.09.1977, Page 8
ER ÞA€ EKKI SKRfTIÐ? 4 Hin nýja öreigastétt Fyrir ári siðan hafði land- helgismálið algeran forgang. Siðastliðinn vetur, meðan þjóð- félagið var á uppboði á vinnu- markaðinum, voru það lág- launastéttirnar, sem höfðu al- geran forgang. En forgang um- fram hverja, annars? Nú, há- launastéttirnar, auðvitað. Það eina, sem vantaði i hina há- spenntu fjölmiðlakappræðu, var þetta sama og venjulega: að skilgreina hugtök. Að gefa orðum merkingu. Ég á góöan kunningja úti i Þýzkalandi. Hann fer senn aö nálgast þritugsaldurinn. Hann var dúx i menntasktíla á sinni tiö. Einn af þeim fáu útvöldu. Hann fór i eölis- fræöi viö einn af fremstu háskólum Þýzka- iands. Hann er nú um þaö bil aö ljúka doktorsprófi, vafalaust á þröngu sérsviöi innan sinnar fræðigreinar. Ég ber litiö skynbragöá þaö. En ég veit.aö námiöhans hefur ekki veriö tekiö út meö sitjandi sæld- inni. Hans vinnudagur er ekki 8 stundir á dag; ekki 37 stundir á viku. Þaö hefur veriö botnlaust strit. Námi sem þessu skilar eng- inn annar en sá, sem er gæddur miklum hæfileikum, skapstyrk, viljafestu, sjálfs- aga, og ég held ég megi segja, sjálfsafneit- un. Hann á ekki rika aö. Fjárhagslega heföi hann aldrei klofið þetta nema vegna þess að þýzkir skattborgarar hafa niöurgreitt menntun hans. Þýzkir skattborgarar — ekki islenzkir — takiö eftir. Ef þýzkir há- skólar innheimtu skólagjöld, sem samsvör- uöu kostnaöi viö menntun hvers náms- manns (eins og t.d. beztu háskólar Banda- rikjanna gera), næmi sú upphæö a.m.k. 10 milljtínum islenzkra króna yfir náms- timann. Og þeir fá góöa menntun, sem er fyllilega peninganna viröi. Islenzkir skattborgarar (islenzka ríkiö) veitti þessum úrvalsmanni sina mestu viðurkenningu: dúxastyrk. Hann var þann- ig hugsaður i upphafi, aö hann átti að end- ast til uppihalds við háskólanám i 5 ár. Rausnarlegt. Seinast þegar þessum verö- launum var úthlutaö námu þau kr. 120 þús- undum áári. Þaö dugar fyrir flugfari fram og til baka og tveimur máltiðum á dag fyrsta mánuöinn. Svo höföu Islenzkir skatt- borgarar ekki lengur efni á þessari rausn. Dúxastyrkurinn var afnuminn i fyrra. Um það er bezt að hafa sem fæst orö. Hins veg- arsakar ekki aögeta þess, aö einn dúxinn frá Menntaskóianum á Isafiröi fékk heiðursstyrk frá bandariskum skattborg- urum til náms istæröfræöi. Þeim þótti leitt, aö hann hrökk ekki fyrir öllum útgjöldum, en hann nam hálfri annarri milljón islenzkra króna. Um þaö mætti hafa mörg orð. En vikjum aftur aö doktorsefninu i Þýzkalandi. Hann ersenn á heimleiö. Hann fékk námslán frá islenzka rikinu, nú sein- ustu árin visitölubundin aö hluta. Skuldir hans munu nema á fjóröu milljón. Vafa- laust er þaö rétt, aö þær ættu að vera hærri, ef hann ætti aö endurgreiða lánin aö fullu i jafnverömætum krónum. Spurningin er bara: Ætlumst viö til þess af veröbólgu- bröskurum bankanna? Eigum viö ekki aö láta jafnt yfir alla ganga? Hvað kostar sönn þjóðrækni Og hvaö svo? Nú kemur þessi ungi maöur heim. Vonandifærhann vinnu. Hugsanlegir vinnuveitendur eru ekki margir. Háskól- inn, raunvisindastofnunin og e.t.v. einhverjar fleiri rannstíknarstofnanir. M.ö.o. hann gerist visindamaöur i þjónustu islenzka rikisins — islenzkra skattborgara. Og þar með er hann kominn inn i okkar há- spenntu þjóömálaumræöu: hann er oröinn hátekjumaöur. Máttarstólpi þjóöfélagsins. Einn af þessum meö breiöu bökin. Þótt viö vitum ekki nákvæmlega fyrir- fram, hvar hinum unga visindamanni verður skipaö á bás, skulum við ætla, aö hann taki ekki lægri laun en sem svarar lektorsnafnbót. Þá veröa mánaöarlaunin samkvæmt nýjustu launatöflu kr. 172.916.00. Ef þaö er ekki pláss i háskólan- um eöa á rannsóknarstofnunum, má vera, að hann veröi fyrst um sinn aö sætta sig við menntaskólakennslu. (Þaö hefur margur maöur meö doktorsnafnbót gert á undan honum). Þá væru mánaðar- launin hans kr. 138.138.00 af þvi aö hann hann er doktor. Annars væru þau kr. 130.241.00, ef hann væri réttur og sléttur magister. (Þaö er aldeilis munur aö vera doktor). Sumsé hátekjumaöur. Þaö þarf vart aö taka þaö fram, aö nú á maðurinn eftir aö koma sér fyrir i „verð- bólguþjóöfélaginu” okkar, hann á eftir aö koma sér upp þaki yfir höfuöiö og endur- greiöa skattborgurum námslánin. Svo má skjtíta þvf aö, að hefði maðurinn þegið lektorstöðu viö sinn þýzka háskóla, sem honum stóö til boöa, má margfalda Islenzku lektorslaunin meö 4. Þá vitum viö, hvaö sönn þjóörækni kostar. Hún kostar kr. 519.000 á mánuöi i verðlausum islenzkum peningum. Iiátekjur og láglaun. Þá vitum við sem sagt, hvað hátekju- maöur er. En hverjir eru þá iáglaunamenn- irnir? Er þaö strákurinn, nemandi minn, sem eftir þrjá og hálfan mánuð til sjós (viö- vaningur) dró aö landi árslaun skólameist- ara? (Meö botnlausum þrældómi, já. En hversu margir skyldu vilja skipta við skólastjóra heimavistarskóla?) Er þaö menntaskólastelpan, reyndar dóttir min! sem vann fyrirsér i frystihúsi i sumar frá kl. 0700 til 1800 og haföi 50.000 kr meira á mánuöi en eðlisfræöidoktorinn? Varla eru þaö strákarnir, lika nemendur minir, sem eru aö byggja blokkina (rausnarlega yfir- borgaöir að eigin sögn) með 300. þúsund á mánuði, fritt fæöi og friar feröir til Reykja- vikur aöra hverja helgi? Og ekki sölumaö- urinn, sem kom hér um daginn og sagðist hafa 250 þúsund á mánuöi plús bilastyrk? Ég er ekki aö tala um skipstjórann, sem kom meö 140 þúsund tonn um daginn eftir 3 sólarhringa með 120 þúsund kr á dag. Ekki um tannlækninn, sem lagöi inn reikning hjá sveitarfélagi fyrir börn, sem hann haföi aldrei augum litiö. Ekki um lögfræöinginn, sem lagöi fram reikning upp á kr. 120 þús- und fyrir klukkustundarráðgjöf viö samn- ing, sem hann reyndar ekki geröi. Ekki um arkitektinn, sem teiknaöi fyrir rikiö fyrir 430 milljónir eitt áriö og tók bara 7 prósent fyrir sinn snúö. Ég var bara aö tala um venjulegt, ófag- lært láglaunafólk til sjós, I frystihúsi, I byggingarvinnu og viö verzlunarstörf. Nú veit ég ósköp vel aö þessi dæmi skipta engu máli. Þau eru visindalega séö ger- samlega ómarktæk. Þótt ekki væri nema vegna þess aö afkoma fólks i okkar þjóö- félagi (þ.e. raunveruieg lifskjör) fer ekki eftir upphæö kaups i krónutölu. Hún fer eftir aöstööu til skattsvika. Löggiltur endurskoðandi, sem ég þekki, staöhæfir, að fast aö helmingur allra skattborgara sé skattsvikarar. Aö visu segir hann, aö þaö séu ekki allir skattsvikarar i fullu starfi. Margir hafi starf og þiggi fyrir venjuleg laun, en hafi svo rekstur eða þjónustu meö,, sem skapi aöstööu til skattsvika. Hann seg ir, aö akademiskir skattsvikarar (sérfræö- ingar meö eigin rekstur) séu litill minni- hluti. Flestir skattsvikarar séu þrátt fyrir allt félagsbundnir i verkaiýöshreyfingunni — þar af margir sem, samkvæmt opinberri skilgreiningu flokkist undir láglaunafólk. Jæja. A haustin er þaö kennaraskort- urinn, sem hefur forgang. Enn óráöiö i um 200 kennarastööur. Barnakennari sem gegnirábyrgöarmesta starfi, sem unniðer, i þessu mömmu- og pabbalausa þjóöfélagi, færkr. 106.265.00 i mánaðarlaun. Og svikur ekki undan skatti. P.s. Velkominn heim í riki þitt, ungi eölis- fræöingur. Þú hefur verk aö vinna. — Þótt þaö sé kannski ekki á þröngu sérsviöi eölis- fræðinnar. Sunnudagur 4. september 1977 VISIR VISIR Sunnudagur 4. september 1977 Úrgaröi Rutar Kristjáns- dóttur og óskars Hjartar- sonar aö Sæviðarsundi 100. T.h. Begonía, t.v. rós Grand' 'merse Jenny. Heiðursverðlaunagarður Róberts Arnfinnssonar og Stellu Guðmunds- dóttur að Hófgerði 8 í Kópavogi. Sigurður Steinsson og Guðný Árna- dóttir, Hrauntungu 38 fengu verð- laun fyrir listaverk í garði. •'Pr. Dalia Terpo í garði Hrefnu Júlíusdóttur og Kristjáns Jóhannessonar, Grenilundi 7 t.v. og t.h. rós Queen Elisabeth úr sama garði. Sumarið er sá timi sem menn á islandi nota öðr- um tímum f remur til þess að vera úti undir beru lofti. Menn verja þeim útivistartima á ýmsan máta sem kunnugt er. Einn máti er að dunda sér við hús sin, og þeir sem lengst eru komnir dedúa við að r®kta garðinn. Flestir eru þeir sjálf- sagt sem rækta garðinn sinn að gamni sinu eða skyldurækni fremur en ástriðu. En þeir menn eru til sem iðka garðyrkju út frá heimspekilegri af- stöðu og taka þar mið af frægu spakmæli Volt- aires (II faut cultiver notre jardin). Og þeir menn eru líka til sem iðka garðyrkju sem list— sem viðleitni í þá átt að breyta hversdagslegu náttúru- legu umhverfi manns i list. Hvað sem svoddan bollaleggingum líður er garðyrkja mikil og góð dægradvöl yfir sumar- timann og hér birtum við lesendum til augnayndis nokkur sýnishorn af garðyrkju hér á höfuð- - - : .. ......... . borgarsvæðinu sem Ijós- myndarar Vísis hafa smellt af i sumar. Annars vegar eru myndir sem Þórir Guö- mundsson tók á svoköll- uðum „opnum degi“ Garðyrkjufélags Islands i júlimánuði s.l. en þá voru garðar nokkurra félags- manna opnir fyrir al- menning. Hins vegar eru svo myndir Einars Gunnars Einarssonar úr tveimur görðum sem hlutu viðurkenningu fegrunarnefndar Kópa- vogs i ágúst. HBfuEB B 11 wh HBilH HV Ný framköllunarvél, nýi Pro-matt pappírinn, og nýja INTERCOLOR II filman, gerir okkur kleift að bjóða betri myndgæði og aukin afköst í framköllun - Enn betri litmyndir á lágu verði. Reynið viðskiptin og fáið fallegar litmyndir ásamt nýrri litfilmu og myndaalbumi innifalið í verðinu. Þar sem þjónustan og kjönn eru best myndiðjan ESÁSTÞÓRP Suðurlandsbraut 20, Hafnarstræti 17, Reykjavík Simi 82733 ex

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.