Tíminn - 12.02.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.02.1969, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. febrúar 1969. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framirvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarmn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnair: Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjómarskrifstoíur i i3ddu- húsinu, símar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðslustmi: 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr 150,00 á mán tnnanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan- Edda h.f. Krafa um nýja stefnu „Það stjómleysi, sem hér hefur ríkt í þessum málum, getur kannski gengið í góðæri, meðan aflinn eykst og verðlag á erlendum mörkuðum hækkar, en þegar slíkt er ekki lengur fyrir hendi, þá eykur þetta stjórnleysi erfiðleikana og gerir þá enn verri viðfangs en vera þyrfti, ef við hefðum búið við skipulega uppbyggðan at- vtnnurekstur, þar sem höfð hefði verið stjóm á fjár- festingu, lánum og styrkveitingum til atvinnuveganna. Hér verður núverandi ríkisstjóm að breyta um stefnu í þessum málum. Lengra verður ekki haldið á þessari braut. Ég geri mér fullkomlega ljóst, að núverandi erf- iðleikar okkar era að.hluta til vegna utanaðkomandi erfiðleika, svo sem verðfalls og aflabrests, en það er ekki öll sagan. Það er ekki hægt að afsaka úrelta og ranga stefnu í efnahagsmálum með verðfallinu og afla- brestinum einum. Efnahagsörðugleikarnir nú sýna okk- ur, hversu hið mikla frelsi í efnahagslífinu bjó okkur vel undir þau áföll, eða hitt þó heldur. Hér þarf að koma til heildarstefna byggð á raunsæi með þjóðar hag fyrir augum. . ;.:.J Það verður að taka upp nýtt kerfi í útlánum lánastofn- ana til atvinnuveganna, til þess að koma í veg fyrir það skipulagsleysi, sem þar ríkir. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að tala um að stofna enn eitt ráðið eða nefndina, svo margar eru þær nú orðnar. En ég tel eigi að síður nauðsynlegt að komið verði á fót eftirlits- stofnun með fjárfestingu atvinnuveganna.“ Hvaðan halda menn að þessi tilvitnuðu orð séu og eft- ir hvern? Jú, ókunnugir gætu haldið, að þetta væri úr ræðu með einhverju þeirra frumvarpa, sem Framsókn- armenn hafa undanfarið verið að flytja á Alþingi og miða að gjörbreyttri stefnu í efnahags- og atvinnumál- um. Svo er þó ekki. Þessi orð eru tekin úr Alþýðublað- inu í gær og höfundur þeirra, er einn af forystumönn- um ungra jafnaðarmanna, Kristján Þorgeirsson, sem situr í stjóm SUJ og var um all langt skeið formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Fetar hann þarna vel í fótspor, formanns SUJ, er ritaði grein í Alþýðublaðið fyrir skömmu í nákvæmlega sama dúr. Engrar stefnubreytingar verður hins vegar vart hjá ríkisstjórninni. Það hafa ýmsar sögusagnir verið á kreiki um það, að ráðherrar Alþýðuflokksins væru orðnir ókyrrir í stjórnarsænginni. Bjarni Benediktsson forsæt- isráðherra svaraði fyrir þá, er Alþingi kom saman að nýju síðastliðinn föstudag. Hann sagði að full eining væri ríkjandi í stjórnarflokkunum um stefnuna í efna- hagsmálunum c»g „ráðherrar væru sammála í einu og öllu“ er varðaði afstöðuna til atvinnumálanna og sjó- mannadeilunnar! Því miður er víst ekki hægt að taka mikið mark á því, hvað einstakir flokksmenn í Alþýðuflokknum eru að kvaka, jafnvel þótt þeir eigi sæti í einhverri af valda- stofnunum eða nefndum flokksins. Það er formaðurinn, sem ræður ferðinni. Hann er Gylfi Þ. Gíslason. Hann var kjörinn formaður í fyrsta sinn á flokksþingi, sem hafn- aði breiðri samstöðu um lausn efnahagsvandans en ját- aði Sjálfstæðisflokknum fylgispekt. í fyrstu áramótagrein Gylfa Þ. Gíslasonar sem formanns Alþýðuflokksins seg- ist hann hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að stefna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins séu svo til í öll- um greinum hin sama! Skyldi aldrei hvarfla að þeim mönnum í Alþýðuflokknum, sem nú segjast vera óánægðir með stjórnarstefnuna, að þannig sé nú komið, að þeir séu lentir í „vitlausum“ flokki? TIMINN i—----- • ~ ERLENT YFÍRUT Arabar haía lært skemmdar- verkastarfsemina af Gyðingum Verður stofnað nýtt Arabaríki á vesturbakka Jórdan? Það verður alltaf augþós- ara og augljósara, að höfuð- vandinn við lausn deilunnar milli ísraelsmanna og Arabá er að finna flóttafólkinú frá Palestinu heimkynni, sem það unir við. Þetta hefur orðið enn augljósara síðan skemmdar- verkasamtök flóttamanna fóru að láta til sín taka, en segja má, að þau hafi fyrst komið til sögunnar eftir júní- styrjöldina 1967/ ÍBretar höfðu yfirstjórn Pale stinu á hendi á milli heims- 0 styrjaldanna. Gyðingar skipu- lögðu á þeim tíma öflug skemmdarverkasamtök, sem höfðu það fyrir markmið að hrekja Breta í burtu, svo að Gyðingar gætu stofnað hið fyrirhugaða ríki sitt. Þessi sam tök hertu mjög baráttu sípa eftir seinni heimsstyrjöldina. IBretar ákváðu því að fara frá Palestínu og fela Sameinuðu þjóðunum að sjá um framtíðar skipan mála þar. í nóvember 1947 var lagt til af hálfu Sam- einuðu þjóðanna, að Palestínu yrði skipt í tvö ríki, Gyðinga- ríki og Arabaríki, og gerðu sér fræðingar ákveðnar tillögur um skipulagninguna. Bæði Arabar og Gyðingar höfnuðu þessum tillögum. Hermdar- verkamenn Gyðinga þrengdu jafnframt mjög að brezka setu liðinu í Palestínu, svo að brezka stjórnin ákvað að kalla það heim áður en Sameinuðu þjóðirnar voru lengra komnar við lausn málsins en að fram- an segir. Þegar brezki herinn var farinn úr landinu, tóku hermdarverkasveitir Gyðinga völdin í sínar hendur. Hinir arabisku íbúar-voru óundirbún ir og lutu strax í lægra haldi. Arabaríkin ætluðu þá að veita þeim lið, en höfðu engan liðs- kost til þess. Hin þaulskipu- lögðu hermdarverkasamtök Gyðinga, sem höfðu hrakið Breta í burtu, sigruðu Araba eftir stutta viðureign. Gyðing-^ ar’ stofnuðu síðan ísraelsríki' og létu það ná yfir miklu stærra landsvæði en það átti að fá samkvæmt áðurgreindum tillögum Sameinuðu þjóðanna, um skiptingu Palestínu. Aröb- Ium ,þeim| sem voru búsettir á þeim lapdsvæðum, er ísraels ríki náði til, var ýmist gert óvært þar eða þeir kusu að flýja land. Flestir þeirra sett- ust að í flóttamannabúðum í nágrannalöndunum í von um, að Sameinuðu þjóðirnar gætu komið því til leiðar, að þeir gætu bráðlega snúið heim aft- ur. Mál þeirra hafa líka verið stöðugt á dagskrá Sameinuðu þjóðanna og næstum öll þing þess skorað á ísraelsmenn að leyfa þeim flóttamönnum, sem þess óskuðu að snúa heim aft- Iur. fsraelsstjórn hefur neitað þessu, m.a; með þeirri rök- semd, að þeir hafi farið úr landi af frjálsum vilj.a. Sam- einuðu þjóðirnar hafa því ekki ARAFAT foringi helztu skemmdarverka samtaka arabiskra flóttamanna getað gert annað en að halda uppi hjálparstarfsemi til að halda lífinu í þessu fólki. SAMKVÆMT upplýsingum, sem nýlega birtust í Newsweek nemur tala þeirra arabisku flóttamanna, sem eru skráðir hjá flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna, um 1.364 þús. Af þeim eru 464 þús. í Jórdan- íu, 150 þús. í Sýrlandi, 166 þús. í Líbanori, en 584 þús. eru á herteknu svæðunum, sem ísra- el tók af Egyptalandi og Jórdaníu í júnístríðinu 1967, þar af 313 þús. á Gazasvæðinu (Egyptalandi) og 271 þús. á vesturbakka Jordan (Jórdan). Meðal flóttamannanna, sem eru í Jórdaníu, er um 130 þús. manns, sem flúði þangað í júní stríðinu 1967 og skoraði nýlok ið þing Sameinuðu þjóðanna nær einróma á fsraelsstjórn að leyfa þessu fólki að hverfa heim aftur, en hún hefur neit- að því. Bæði Bandaríkin og Bretland stóðu að þessari áskor un. JÚNÍ-STYR J ÖLDIN 1967 markar merkileg þáttaskil í sögu arabisku flóttamannanna. Fram að þeim tíma höfðu ekki þróazt meðal þeirra nein sam- tök skemmdarverkamanna, því að þeir höfðu treyst á, að S.Þ. og Arabaríkin myndu fyrr en síðar hjálpa þeim og rétta hlut þeirra. Júní-styrjöldin kollvarp Dökki litlurinn sýnir það land- svæði, er gæti komið til greina sem nýtt Arabaríki. aði þessari von þeirra. En þeir vildu samt ekki gefa upp alla von. Sú skoðun kom nú til sög- unnar, að þeir yrðu að gera það sjálfir, sem Arabaríkjun- um hefði mistekizt. Og til þess væri ekki nema ein leið. Hún væri sú, að beita sömu aðferð- um og Gyðingar höfðu beitt við stofnun Ísraelsríkis, þ.e. að skipuleggja hermdarverka- samtök og þreyta andstæðing- inn með stöðugum skemmdar- verkum. Á skömmum tíma risu upp mörg slik snmtök meðal flóttamanna, sem hafa unnið ’ fsraelsmönnum mikið tjón. Öflugust þessara samtaka er A1 Fatah, en foringi þeirra er Yasir Arafat, en hann er bæði frægur og dáður meðal Araba og skyggir bæði á Nasser og Hussein í augum þeirra. Arafat sem oftast gengur undir nefn- inu Abu Amar, er fæddur í Jerúsalem, en fluttist ungur til 1 Egyptalands og lauk verkfræði y prófi við háskólann í Kairó. | Síðar varð hann starfsmaður s f véladeild egypska hersins og B barðist með honum í styrjöld- u inni 1956. Arafat er ekki talinn i neinn öfgamaður og vinnur sér u yfirleitt vinsældir þeirra er- i lendra blaðamanna, sem ræða i við liann. Þeir telja hann líka i líta raunsætt á málin og mun I hann líklegur til að geta sætt j| sig við skynsamlega lausn. J Annars er það athyglisvert, að | það eru fyrst og fremst þeir 5 flóttamenn, sem hlotið hafa 'I menntun, er hafa skipað sér . undir merki hermdarverkasam- I takanna. Svo öflug eru þessi skemmd arverkasamtök arabisku flótta- mannanna að verða, að margir fsrelsmenn telja þýðingarlaust að semja við Arabaríkin, ef ekki sé einnig náð samkomu- lagi við þau. Þau éru ísrael miklu hættulegri en Araba- ríkin. Það er af þessum ástæðum, sem þeirri skoðun virðist nú óðum vaxa fylgi, að vænleg- asta lausnin í þessu máli sé að stofna nýtt Arabaríki á vestur- bakka Jórdan, eða því land- svæði, sem ísraelsmenn tóku af Jórdaníu í júní-styrjöldinni 1967. Þetta ríki yrði aðeins minna að flatarmáli en ríki það, sem Sameinuðu þjóðirnar | ætluðu Aröbum samkvæmt skiptingartillögunum frá 1967. Þetta er hins vegar frjósamt landsvæði og því gætu fleiri búið þar en þeir sem eru.þar nú., Það væri þó ekki hugsan- legt að allir flóttamennirnir gætu flutt þangað, en þeim, sem ekki kæmist þangað, yrði að hjálpa til að setjast að í hinum Arabaríkjunum. fsrael gæti og leyft nokkrum hluta þeirra að hverfa heim aftur, en ' þó ekki nema litlum hluta, eins og nú er komið. Um slíka lausn þessa vanda Framhald á bls. 15. ý -- ------------------------■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.