Tíminn - 07.03.1969, Síða 3

Tíminn - 07.03.1969, Síða 3
FÖSTUDAGUR 7. marz 1969. TÍMINN 3 Einu sinni kvaðst Abraham íjin- coln hafa lesið sögu um konung nokkurn, sem langaði á veiðar, og spurði ráðgjafa sinn hvort það myndi rigna. Ráðgjafinn sagði honum að veðrið myndi verða gott. Þegar konungurinn og fylgd arlið hans var á leið á veiðarnar, mætti hann bónda, sem reið asna. Hann sagði konunginum, að bráð lega myndi byrja að rigna. Kon- ungur hló og hélt áfram ferð sinni, en jafnskjótt og hann byrj- aði veiðarnar, kom hellirigning, svo að hann og fylgdarlið hans varð gegndrepa. Hann flýtti sér heim, rak ráðgjafann burt og kall aði á bóndann. — Segðu mér hvernig þú viss- ir að það myndi rigna. — Ég vissi það ekki, yðar há- tign. Það var asninn minn. Hann sperrir eyrun, þegar von er á rign ingu. Konungur lét bóndann fara, en lét sækja asnanna og veitti hon- um embætti ráðgjafans. — Og þar hljóp konungur al- varlega á sig, sagði Abraham Lin- coln. — Hvers vegna? spurði einhver áheyrendanna. — Vegna þess, að jafnan síðan heimtar hver asni embætti. Herr- ar mínir, skiljið umsóknir yðar eftir hérna hjá mér og þegar stríð inu er lokið mun ég láta yður vita hvað þeim líður. Mynd þessi sýnir átta blinda Afríkumenn sem nýlega hafa klifið hæsta fjall í Afríku, Kilimanjaro. Hinir átta blindu menn, sem fjailið kiifu, stóðu á tindi þess hinn tuttugasta febrúar síðastliðinn, en mynd þessi er tekin af þeim eftir að þeir komu til bækistöðvar sinnar við rætur fjalisins. Með blindu mönnunum var einn sjá andi leiðsögumaður, og er hann einnig á myndinni. í bak sýn er fjallið Kilimanjaro. Olsen var ekið á sjúkrahús i slæmu ástandi. Hann var spurður venjulegra spurninga, þ. á. m. hvort hann væri giftur. — Já, svaraði Olsen, en það var nú bíll í þetta skipti. Hérna eru stígvélin yðar, sagði skósmiðurinn við pólfarann, voruð þér ánægður með þau, sem ég bjó til fyrir síðustu pólförina? — Já, ég hefi satt að segja aldrei smakkað betri stígvél. Tónskáldið Niels Gade var lengi orgelleikari í kirkju. Dag nokkurn kom prestur til hans og spurði hvort hann gæti ekki haft orgelforleikina sína svo lítið styttri, þeir væru óneitan- lega dálítið langdregnir. — Þetta er skrýtið, svaraði Gade, ég hef líka oft hugsað um það, hvort ræðurnar yðar gætu ekki verið styttri, en svo hef ég alltaf hugsað: Vertu ekkert að skipta þér af þessu gamli minn, þessu hefur þú ekki vit á. Það fór illa fyrir skrifstofu manni nokkrum hér í borginni kvöld eitt, enda mætti hann með glóðarauga í vinnuna dag- inn eftir. Þegar samstarfsmaður hans spurði, hvernig á þessum á- verka stæði, svaraði maðurinn — Konan mín var ekki heima, þegar ég ætlaði út í gærkvöldi. Þegar ég hafði buxnaskipti, losnaði tala af buxnaklaufinni minni, og af því að ég hef tíu þumalfingur þegar um saumaskap er að ræða, skrapp ég yfir í næstu íbúð og bað nágrannakonu mína um áð festa töluna. Hún settist óðara á hækjur sínar fyrir framan mig með nál og enda, meðan ég stóð fyrir fram an hana, Hún var einmitt að ljúka við að festa töluna og var að bíta sundur tvinnann, þegar maðurinn hennar kom inn. Stína litla (við föður sinn, sem er að leggja af stað í flug vél): — Mundu það nú pabbi minn, að koma niður með fá- einar stjörnur handa mér, þeg ar þú kemur aftur, — ég ætla að leika mér áð þeim. Margar sænskar leikkonur hafa á undanförnum árum lagt leið sína út í víða veröld og freistað gæfunnar á hvíta tjaldinu, en einna frægust þeirra leikkvenna, sem erlendis starfa er eflaust Anita Ekberg sú brjóstamikla blondína sem sést á meðfylgjandi mynd. Annað slagið verða Svíar heima fyrir forvitnir um hag þessara stúlkna sinna sem út í heiminn hafa lagt, og vilja þá gjarnan frótta nánar af þeirra högum. Ekki alls fyrir löngu reyndi sænskt vikublað að hafa uppi á Anitu Ekberg, en sú varð einna frægust fyrir leik sinn í „Hið ljúfa líf“, ítalskri, kvikmynd sem sýnd var í Nýjabíói fyrir nokkrum árum. Sænska vikublaðið hringdi í alla hugsanlega að- ila í Evrópu sem bent gætu því á dvalarstað Anitu. í Róm var sagt að hún dveldist í Sviss. í Sviss sögðu þeir að hún væri flutt til Cannes á frönsku Riveríunni, en allt þetta reyndist vitlaust, því Anita Ekberg dvaldist ásamt manni sínum í leyfi á Spáni. Og þegar Svíarnir loksins náðu tali af henni á Spáni sagði hún ekki margt utan hvað hún tjáði þessum löndum sínum að nú orðið væri það fátt sem tengdi sig við Svíþjóð, því nú væri mamma sín dáin, hún yndi sér í staðinn vel á Spáni og hefði alls ekki í hyggju að fara heim til gamla landsins Margir hafa verið forvitnir um' hvernig Maríu Callas vegni í heiminum eftir að hún hætti nánum samskiptum við skipa kónginn gríska, Aristóteles On assis, en tíðum berast fregnir af henni í tigjum við hina og þessa glaumgosa. Nýjustu frétt ir herma að Callas muni leika í nýrri kvikmynd sem á að fara að gera, en framleiðandi er Franco Rossellini. Á þessari myind sjáum við þau Callas og Rossellini'koma saman af frum sýningu myndarinnar Funny Girl, en hún var nýlega frum sýnd í París, eins og frá hefur verið skýrt hér á síðunni. Þau Callas og Rossellini láta annars vel af sýnum högum, láta mjög vel hvort af öðru, og kunnugir segja að þau sjáist mjög oft saman á skemmtistöð um í París, eins og frá hefur verið skýrt hér á síðunni. Þau Callas og Rossellini láta annars vel af sínum högum, láta mjög rel hvort af öðru og kunn ugir segja að þau sjáist mjög oft saman á skemmtistöðum í París. Kvikmyndin sem Rosse lliini hyggst gera og Callas mun leika aðalhlutverkið í mun héita „Medea“.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.