Tíminn - 07.03.1969, Síða 11

Tíminn - 07.03.1969, Síða 11
TÖSTUDAGUR 7. marz 1969. TIMINN u DENNI DÆMALAUSI „Pabbi, láttu á þig gleraugun og vittu hvort þér sýnist seppi laslegur!" Lárétt: 1 Nes 6 Stuldur 8 Kann vel við mig 10 Fiskur 12 Kusk 13 Spil 14 Farða 16 Mann 17 Stefna 19 Undin. Krossgáta Nr. 258 Lóðrétt: 2 Maður 3 Kom- ast 4 Veðurþyt 5 Málms 7 At 9 Maður 11 Und 15 Málmur 16 Álpist 18 Strax. Ráðning á gátu nr. 257 Lárétt: 1 Sviss 6 Ana 8 Bál 10 Lík 12 Um 13 LI 14 Rak 16 Lap 17 Öró 19 Blámi. Lóðrétt: 2 Val 3 In 4 Sal 5 Áburð 7 Skips 9 Áma 11 íla 15 Kól 16 Lóm 18 Rá. ÓDÝRIR KLÆÐASKÁPAR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA HÚS OG SKIP HF. Ármúla 5 • Símar 84415 og 84416. VEUUMISLENZKT (M) ISLENZKANIÐNAÐ J.O. Curwóod einnar 29 að hún mundi þegar fara á eftir honum. Dónald var ur.drafljótur að verki sínu. Það var ekki liðin nema hálf klukkustund frá brott- för hans, en Aldous heyrði iágt blístur inni í skóginum. Þar stóð gamli maðurinn í leyni með nokkra smáhluti í höndum. Ald- ous gekk til hans, en leit þó áður til tjaldsins til þess að ganga úr skugga um, að Jó'hanna veitti brottför hans ekki athygli. Hann sá, að andlit Dónalda var ösku- grátt og augun hvöss. Hann ætl- aði að segja eitthvað þegar í stað, en Aldous kom á vettvang, en honum vafðdst tunga um tönn. Hann hélt á rauða vasaklútnum sínum í hendinni og rétti hann að Aldous. — Hún var ekki djúp þessi gröf, Johnny, sagði hann loks skjálfandi röddu. — Það var að- eins lítil hola undir steinaröðinni. í vasaklútnum var eitthvað þungt, og Aldous gat ekki stillt sig um að reka upp stutt undr- unaróp, er hann sá, hvað það var. Það var aðeins úr og hringur. hvort tveggja úr gulli, og letur það, sem grafið var á úrið, var svo máð, að það mátti heita ólæsi- legt. Hringurinn var nærri því óhugnanlegur skartgripur. Hann var í líki slöngu og nógu stór og giidur til þess að hylja efsta kögg- ul löngutangar. Mennirnir horfð- ust þegjandi í augu, og undrun Aldous beindist brátt að starandi augnaráði Dónalda og óhugnaði þeim, sem í svip hans bjó. Hann sagði þó ekkert en gekk að tjald- inu með munina. Dónaldi fylgdi honum eftir starandi sem fyrr, og hendur hans héngu aflvana við hiiðar hans. Jóhan.na heyrði þá nálgast og kom út úr tjaidinu. Hún tak upp skelfingaróp, er hún sá framan í Dónalda og varS að styðja sig við tjaldsúluna. En Aldous gekk hægt tii móts við hana með úrið og hringinn í lófa sér. Hún sá þá brátt og starði á þá stjörf og stór- eyg. Þanníg leið löng stund. Loks lyfti hún hendi. eins og hún vildi frá sér. — Farið — farið burt með það, stamaði hún. Síðan reikaði hún eins og ölv- uð inn í tjaldið, hné þar niður á ábreiðuna og fól andlitið í hönd um sér. Aldous rétti Dónaldi hlut ina aftur og gekk inn í tjaldið. Þar stóð hann þögull um stund og horfði á Jóhönnu. Á þeirri stundu, er Jóhanna sá úrið og hringinn, hafði Aldous séð bregða fyrir í augnaráði hennar glampa, sem vitnaði um gleði en ekki sorg, og þetta tillit hafði vak- ið óstjórnlega gleði í brjósti hans sjálfs. Meðan það reis og hneig á öldum þessarar gleði, gekk Dón- aldi aftur út að gröfinni með úrið og hringinn. Hann tautaði í skegg sitt: — Guð fyrirgefi mér. Eg gerði þetta aðeins vegna Jó- hönnu, ég geri það af því að hún líkist Jane. Sextándi kafli. Þetta snögga leiftur í augum Jóhönnu, sem Aldous hafði séð. áð- ur en hún þaut inn í tjaldið, sagði meira en orð. Hún hafði ekki orðið fyrir vonbrigðum um það. sem í gröfinni var, því að hún hafði þekkt bæði úrið og hringinn. og þessir munir höfðu birt henni fortíðina á nýjan leik með sama óhugnaði og slangan í hringnum hefði verið lifandi og spúð á hana eitri. Hann hafði einnig séð það, að andúð hennar á þessum hlutum var annað og meira en ótti. Hún var hatur og viðbjóður. Hann undraðist ekki gleði hennar af því að vita, að fortíðin var um garð gengin. Sú staðreynd, að Mortim- er Fitz Hugh lá undir þessari steinaþyrpingu. var henni fyrir- heit um nýtt líf. Nú reis sól þeirra beggja. Hann hafði beðið og vonað, að þessi stund rynni upp, og nú komst aðeins ein hugsun að — Jóhanna var frjáls. Gröfin hafði verið lyikillinn að fangaklefa hennar. Allt í einu fann hann að undar leg rósemi færðist yfir hann. Frá þessari stundu var réttur hans til þess að berjast fyrir Jóhönnu, vernda hana og verja, óskoraður. Vissan um þetta veitti honum nýj an styrk og áræði. Hann forðaðist , að trufla hana á þessari stundu. iHún varð að fá "áðrúm til bess að jafna sig. Aldous ákvað að láta, sem atburðir þessa morguns væru honum fjarri huga Hann blístraði glaðlega og fór að taka saman farangurinn og koma honum í klyfjar þær, sem Pinto skyldi bera Hann sá þá, að Dónaldi hafði verið svo nær gætinn að taka með sér í nesti ríkulegan miðdegisverð. Þann málsverð mundu þau snæða neðar í dalnum, þegar bessi rauði múli væri í hæfileeri fjarlægð Hann var að Ijúika við klyfjabúnaðinn og blístraði enn glaðlega, þegar Dónaldi kom aftur frá gröfinni. Aldous leit á hann, þagnaði sið- an skyndilega og spurði lágt: — Hvað er að, Dónaldi? Þú ert náfölur eins og þú sért sjúkur. — Þetta var leiðindaverk, Joh- nny. Aldous kinkaði kolli og hvísl- aði: — Já, ég veit það, en við megum ekki láta hana verða vara við andúð okkai Vertu nú glað- legur í bragði, og síðan skulum við búast til ferðar héðan sem skjótast. Við snæðum síðan mið- degisverð neðar í dalnum. Þeir höfðu nú hraðar hendur, unz allt var til ferðar búið, nema tjaldið, sem fella burfti og leggja saman ofan í milli klyfja á Pin- to. Aldous blístraði glaðlega, með- an hann lagði á hestana, en stund arfjórðungur leið. án þess að Jó- hanna kæmi út úr tjaldinu, og þeir vildu ekki trufla hana. — Ég vil ekki ónáða bana, Dón- aldi. Hvað eigurn við að gera? Við verðum að taka eitthvað til bragðs. Nú slekk ég eldinn. Enn liðu tíu mínútur, og þeim varð tíðlitið til tjaldsins, en Jó- hanna birtist ekki. — Eigum við að höggva nokk- ur tré? I — Eða fara í kött og mús. Allt í einu brakaði í grein að baki þeim, og þeir litu snöggt við. Þar stóð Jóhanna í tíu skrefa fjar- lægð. I —Hamingjan góða, Jóhanna. Ég hélt, að þú værir inni í tjald- inu. sagði Aldous ráðvilltur. Hann fagnaði bví að sjá rósaman og glaðlegan svip hennar og gleymdi nú öllum fyrri ásetnungi um að vera ekki nærgöngull við hana. — Ég smeygði mér undir tjald- ckörina, sagði bún. — Og fór í stutta gönguferð en nógu langa tii þess að verða vot * fæturna. — Og nú er eldurinn dauður. — Hverju skipta votir fætur núna. sagði bún. Dónaldi var þegar byrjaður að kippa upp tjaldhælunum, og J6- hanna gekk hægt til Aldousar. Hann horfði í augu hennar og reyndi að lesa hug hennar, og nú vissi hann, að það var til- ætlun hennar, að honum tækist það. Orð þau, sem hann hafði á- kveðið að láta ósögð, brutust nú yfir varir hans. — Þú ert ekki lengur hrædd, Ladygray? Það, sem þú óttaðist, er . . dáið, lauk hún setningu hans. — En þú, Aldous, hver er hugur þinn til min? Virðist þér, að ég sé siðblind kona? — Það mundi mér aldrei koma í hug, sagði hann með þunga. Hún lagði hör.dina á hand- legg hans. — Viltu ganga með mér spölkorn — út i sólskinið. Við skulum ganga fram á gruud- ina og horfa út á vatnið. Þar ætla ég að segja þér ofurlítið um sjáifa mig, ofurlítið, sem ég hef aldrei sagt neinum — allt um mig — og hann. Hann svaraði engu, en þau gengu hljóð brott án þess að segja Dónalda frá því. Þegar þau komu þangað, sem vatnið blasti við, tók Jóhanna loks til máls: — Þú heldur ef til vill, að þetta þarna inni í gilinu veki skefingu mína, en það er öðru nær. Ég mun ætíð bugsa um þennan stað, einkum vatnið hérna, á svipaðan hátt og Dón- aldi um hellinn sinn. Það er þó HLJÓÐVARP Föstudagur 7. marz ?.00 Morgunútvarp Veðurfregnii Tónleikar 7. 30 Fréttir Tónleikar 7.55 Bæn 8.00 Morgunleikfimi. 12.00 Hádegisutvarp Dagskráin Tónleikar 12.15 Tilkynningar 1225 Fréttir og veðurfregnir Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna Tónleikar. 14.40 Við, sen» heima sitjum 15.00 Miðdegisútvarp Fréttir t'iikynningar. Létt lög: 16.15 Veðurfregnir. Tónverb eftir Schubert 17.00 Fréttir ísienzk tonlist. 17.40 ÚtvarpssiKi. oarnanna: „Palli og Trvggur" eftir Emanuei íienningsen 18.00 Tonjeikai rilkynntngar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá Kvöldstns. 19.00 Fréttii Tilkvnningar 19.30 Etsi á naugi Tómat tvarlsson og Björn Jóhannssoi' fjalla um erlend málefni 20.00 Korsöngur- Ottenberg karla kórinn svngur svissnesk lög Söngstjórí v-aui Poster. 20.30 I s.iónht-.idingu Sveinn sæmundsson ræðir við Gei> (iislaeoti flugstjóra um flug ti» Bíafra. 21.00 Carneva, op 9 eftir Robert Schumann. 21.30 Útvarpssagan: „Albin“ eftir Jean Giono. 22 00 Fréttir 22.15 VeAurÞcjnu Lestui P<ti»siusálma (27) 22.25 Konungai Moregs og bænda höfðingjai Gunnai oenediktsson rithöf undur flytur tíunda frásögn þátt únn og hinn síðasta. 22.45 KvölihHótnleikar: Frá tón- teikum sj,ni- - ”l'iiómsveitar íslanrf* 4áskó>abíój kvöld ið áðui 23.35 F'étii stuttu málL Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.