Tíminn - 01.04.1969, Blaðsíða 9
SÆtEMUDAGUR 1. april 1969.
TIMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Pramkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Rltstjórar: Þórarlnn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, J6n Helgason og indriði
(D. Þorsteinsson. FUBtrfii ritstjómar: Tómas Karlsson. Auglýs-
tngastjóri: Steingrtmur Gislason Ritstjómarskrifstofur 1 Mdu-
hdsinu, simar 18300—18306 Skrifstofur: Bankastrætl ?. Af-
greiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523. ASrar skrifstofur
simi 18300 Áskriftargjald fcr. 150,00 á mán tnnanlands —
f iausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda bi.
Viðurkenning
Frumvarpi Ólafs Jóhannessonar og fleiri Framsóknar-
manna um atvinnumálastofnun, fjárfestingu og gjald-
eyrisnotkun hefur verið vísað til ríkisstjómarinnar.
Stjómarsinnar ákváðu þessi málalok, en stjómarand-
stæðingar vildu, að frv. yrði að lögum.
Þau em ekki mörg mál stjómarandstöðunnar, sem
sýnd er sú viðurkenning að vísa þeim til ríkisstjómar-
innar, en í því felst það, að þau fjalli um málefni, er
þarfnist nánari athugunar. Yfirleitt em mál stjómar-
andstöðunnar felld eða svæfð. Gagnrýni Framsóknar-
manna á skipulagsleysi og glundroða efnahagsmálanna,
hefur loks borið þann árangur, að stjómarsinnar em
famir að játa, að þar sé verulegra bóta þörf.
Þessi viðurkenning kom einnig fram í nefndaráliti
meirihluta fjárhagsnefndar í efri deild, en þar segir
svo um þann þátt frv., er fjallaði um fjárfestinguna:
„Um ráðstafanir þær, sem frv. gerir ráð fyrir að gerð-
ar verði í fjárfestingarmálum, gegnir hins vegar tals-
vert öðra máli. Allri fjárfestingu, sem einhverja þýðingu
hefur, er í rauninni þegar „stjórnað“ í þeim skilningi,
að í hana verður ekki ráðizt, nema til komi leyfi eða fyr-
irgreiðsla í einni eða annarri mynd frá einhverjum opin-
berum aðila. Eru engar líkur á því, að hér verði breyt-
ing á 1 náinni framtíð. Meiri hluti gerir sér vel ljóst, að
sú víðtæka stjóm, sem hið opinbera þegar hefur á þess-
um málum, er ekki svo vel samhæfð og skipulögð, að
tryggt sé, að sú fjárfesting, sem þjóðarbúskapurinn má
telja mikilvægasta hverju sinni, sitji í fyrirrúmi fyrir
öðmm. Að því hefur þó verið unnið með margvíslegu
móti í tíð núverandi ríkisstjómar að koma þessum mál-
um í betra horf. Má þar nefna bæði hinar almennu fram-
kvæmdaáætlanir og áætlanir um uppbyggingu atvinnu-
vega í einstökum landshlutum, sem nú er unnið að. Fyr-
ir þessu þingi liggur einnig frv. um skipulagningu fram-
kvæmda á vegum hins opinbera, og um s.l. áramót var
komið á fót atvinnumálanefndum í einstökum kjördæm-
um ,og er þar að nokkru komið til við móts við hug-
myndir, sem í frv. eru settar fram. En samt sem áður
er þörf frekari aðgerða í þessum málum. Meiri hl. telur
að vísu hæpið, að stofnun, sem skipuð er á þann hátt,
sem frv. gerir ráð fyrir, þannig að Alþingi og ríkisstjóm
getur þar engin áhrif haft, sé falið svo víðtækt vald sem
lagt er til samkvæmt frv. Engu að síður emm við þeirr-
ar skoðunar, að æskilegt sé í þessum efnum sem víð-
tækast samstarf milli stjórnvalda og stéttasamtaka og
annarra almenningssamtaka, er málin varða. Allar til-
lögur, sem í þá átt hníga, teljum við því athugunar-
verðar og leggjum samkvæmt því til, að frv. verSi vfs-
að til ríkisstjórnarinnar."
Það var hyggt á þessari röksemdafærslu, að frv. Fram-
sóknarmanna um atvinnumálastofnun var vísað til rík-
isstjómarinnar. Þótt hún túlki málin hvergi nærri rétt,
felzt samt 1 henni viss viðurkenning, sem ekki ber
að vanmeta. Stjórnarsinnar em hættir að mæta með
hæðnisorðum baráttu Framsóknarmanna fyrir stjóm á
fjárfestingu og gjaldeyrisnotkun, eins og þeir gerðu,
þegar fyrst var minnzt á hina leiðina. En betur má, ef
duga skal.
Ehi vissulega er þessi áfangi þó allgóð hvatning, því að
hann sýnir, að jákvæður málflutningur eins og sá, sem
Framsóknarflokkurinn hefur haldið hér uppi, hlýtur
alltaf viðurkenningu að lokum. Þ.Þ.
Halldór E. Sigurðsson. alþm.:
Leggjast framkvæmdir í þjóð-
brautum og landsbrautum niður?
Eitt af þeim málum, sem
verður til meðferðar á Alþingi
er það kemur saman að loknu
páskaleyfi, er Vegaáætlun fyr-
ir árin 1969—1972.
f jafnstóru og strjálbýlu
landi sem íslandi, er fylgzt
með aðgerðum í sam-
göngumálum af miklum áhuga
að vonum. Það skiptir fólkið
í landinu miklu, hvort fram-
kvæmdir eru að verulegu
marki í vegamálum, eða ekki.
Af tvenns konar ástæðum er
þessi áhugi sérlega mikill nú.
Það er vegna samgöngubóta og
af atvinnulegum ástæðum. Ef
núverandi atvinnuástandi verð
ur ekki mætt með auknum
verklegum framkvæmdum hins
opinbera, þá verður atvinnu-
leysi hér á landi í sumar. Auk
in vegagerð gæti dregið úr at-
vinnuleysi t.d. að einhverju
leyti hjá skólafólkinu. Hvaða
boðskap flytur þingsályktunar-
tillagan um Vegaáætlun þar
um, eins og frá henni er geng-
ið af hálfu ríkisstjórnarinnar?
Eins og aðrar skýrslur og
greinargerðir, er frá vegamála
stjóra koma, er í greinargerð
þingsályktunartillögu um Vega
áætlun ýmsan fróðleik að
finna. Meðal þeirra upplýs-
inga, er þar koma fram, er að
ólagt er 457,8 km. af vegum í
flokki þjóðbrauta, það er á
aðalleiðum á milli landshluta,
ólagðir vegir í landsbrautum
eru 1766 km og af hraðbraut-
um eru ógerðir sem hraðbraut-
arvegir 286,5 km og alls eru
95 brýr ógerðar á þjóðvegum.
Af þeim fáu atriðum, sem
hér er drepið á, er augljóst,
að verkefni í vegagerð á ís-
landi eru mikil ennþá, þó að
mikið hafi verið gert. Kostn-
aður við þessar framkvæmdir
myndu skipta mörgum millj-
jörðum þó að miðað sé við nú-
gildandi verðlag.
Fjármagn til vegagerða.
Ég hefi áður gert grein fyr-
ir því í ræðum og riti, að allt
fram undir 1960 lagði ríkis-
sjóður meira fé til vegagerðar
í landinu en þær tekjur námu,
er hann hafði af umferðinni.
Hins vegar hefur það verið svo
á síðustu árum, að ríkissjóður
hefur haft svo hundruðum
milljóna skiptir í hreinar tekj-
ur af umferðinni. Tekjustofn-
um vegasjóðs hefur hins vegar
verið ætlað það hlutverk, að
standa undir öllum lcostnaði
við vegagerð í landinu. Alþingi
hefur verið örlátt við núver-
andi valdhafa um hækkun á
tekjustofnum til vegagerðar.
Það hefði verið réttlátt, ef
valdhafarnir hefðu ekki látið
hlut ríkissjóðs eftir liggja. Það
hafa þeir hins vegar gert þess
vegna og vegna endurtekinna
gengisbreytinga er fjárhag
vegasjóðs svo komið, sem kom-
ið er.
Fjármál vegasjóðs.
Vegasjóður skuldar við síð
ustu áramót 520 millj. króna.
Auk þess eru skuldir vegna
Halldór E. Slgurðsson
kísilgúrvegar 44,9 millj króna,
sem vegasjóður verður e. t. v.
að annast greiðslu á. Hér er
um að ræða fjárhæð, sem er
hærri en eins árs tekjur sam-
kvæmt vegaáætlun.
Ef þingsályktunartillaga um
Vegaáætlun verður samþykkt
frá Alþingi óbreytt, eins og
hún liggur fyrir nú, verðlag
væri óbréytt á áætlunartíma-'
bilinu, Iánsheimild notuð og
annað gengi eftir, eins og nú
er áætlað, yrði staða vegasjóðs
í lok Vegaáætlunartímabilsins
þessi:
Eftirstöðvar
af skuldum
f. f. árum kr. 371,2 millj.
Lán tekin
á áætlunar-
timibilinu — 700, —
Eftirstöðvar af
láni kísUgúr-
vegar — 35,1 —
Skuldir samt. kr. 1106,3 millj.
Þessar staðreyndir um fjár-
hag vegasjóðs í lok áætlunar-
tímabilsins eru uggvænlegar.
Tveggja ára tekjur vegasjóðs
nægðu ekki til að greiða lánin
og vexti af þeim á næsta Vega
áætlunartímabili, þó að verð-
lag væri óbreytt og tekjur eðli
legar, hvað þá ef andi núver-
andi ríkisstjórnar svifi yfir
vötnum fjármálanna, og verð
á erlendum gjaldeyri hækkaði
yfir 100% á tímabilinu eins
og gerðist nú á tæpu ári, svo
skuldahali vegasjóðs lengdist
um ca. 300 millj. kr. eða jafn
vel meira við það, sem á síð-
asta vegaáætlunartímabili varð
145,7 millj. króna. Flestum
mun hrjósa hugur við að horf-
ast í augu við svo hrikalega
mynd af afkomu vegasjóðs. og
enn fleira kemur til en nú er
talið, ef litið er á þann boð-
skap, er Vegaáætlun flytur.
Farmkvæmdafé til lands-
brauta og þjóSbrauta.
Eftirfarandi tafla sýnir fjár-
veitingar til framkvæmda
þjóðbrautum og landsbrautum
árið 1968 og eins og gert er
Þjóðbrautir 31,8 31,8
Landsbrautir 22,4 22,4
1969:
Þjóðbrautir 17,7 38,1
Landsbrautir 17,5 26,8
1970:
Þjóðbrautir Í4 21,3 40,4
Landsbrautir 19,1 28,4
1971:
Þjóðbrautir 22,3 42,5
Landsbrautir 20,9 29,9
1972:
Þjóðbrautir 23,5 42,5
Landsbrautir 21,5 29,9
Eius og þetta yfirlit sýnir
vantar 71,7 miUjóna króna fjár
veitingu svo að notagildi fram-
kvæmdafjármagnsins yrði sama
og þess fjár var, er til fram-
kvæmda fór 1968, og þótti þó
engum um of, eða 31%.
Hliðstæður samanburður á
fjárveitingum til brúargerðar
Iítur þannig út:
1968
1969
1970
1971
1972
50.1
39.8
41.2
46.8
48,5
50.1
63,5
65.1
66,7
66,7
Hér vantar 85,7 miUj. kr. svo
að notagildið verði hið sama
og 1968, eða 22,5%.
Það mun ölljim ljóst vera
hvert stefnir með framkvæmdir
í þjóðbrautum og landsbrautum
og reyndar hraðbrautum líka,
með slíkri tiUögugerð, sem hér
er lagt til. Þar er stefnt á
aldir frekar en áratugi um fram
kvæmdir á lausn þein-a verk
efna sem fyrir hendi eru, þó að
miðað sé við að breytingar á
verðlagi og tekjur haldist í hend
ur. Slíka tUlögugerð getur þjóð
in ekki sætt sig við af hendi
ríkisstjórnarinnar á sama tíma
sem ríkissjóður er Iátinn henda
hundruðum milljóna króna af
tekjum al umferðinni tU ann-
arra þarfa.
Ráð til úrbóta.
Það fyrsta sem við verðum
að gera kröfu tU nú og með
engu móti má víkja frá, er að
framkvæmdafé til þjóðbrauta
og landsbrauta verði eigi minna
á áætlunartímabilinu að nota
gildi til, en það var árið 1968.
Þetta verður að gerast með
þeim hætti, að ríkissjóður greiði
þær 75,6 millj kr. af vöxtum
og afborgunum þeim, er vega
sjóði er ætlað að greiða á áætl
unartímabilinu oe greiði auk
þess ril vegasjóðs mismun kr.
81,8 millj. Þær fjárveitingar
sem ríkissjóðui mun greiða um-
fram bað sem ætlað er, eru
Framhaid a bls. 15
ráð fyrir að þær verði næstu
fjögur árin samkvæmt þ;ngs-
ályktunartiUögu um Vegáætl-
un. Ennfremur sýnir hún hvaða
fjárhæð yrði að vera livert ár
fyrir sig, ef notagildið ætti að
vera það sama og það var ár-
ið 1968:
Fé til fram- Með sama
kvæmda notag. og ’68
1968: miUj. kr. miUj. kr.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
J