Vísir - 20.09.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 20.09.1977, Blaðsíða 11
VISIR Þriðjudagur 20. september 1977 11 kaldara sem von er til. Þeir eru á gigtarþinginu sinu, læknarnir og kannski f inna þeir til gigtarfloga i vestangarranum. Sú var að minnsta kosti tiðin, að gigtar- skrattinn fylgdi.veðrunum, kom jafnvel á undan þeim sem fyrir- boði. En þá voru húsin okkar lika mikið til óupphituð, lek og óvist- leg, enda mátti segja, að i sveitunum væri þá gigtarþing árið um kring. Vestanvindurinn blandar sér í iþróttamálin á Nes- kaupstað og skorar þar sigur- mark i fótbolta. Það er ekki i fyrsta skipti sem hann hrósar sigri. Rdska frumsýnir i dag kvikmyndina sina um Ólaf lilju- rós og huldukonurnar. Vel á minnst ef huldufólk er ennþá til þá er það ábyggilega búið að fá iþróttadelluna og gónir á knatt- spyrnu i sjónvarpinu sinu um all- ar helgar. Það hefur nefnilega alltaf gert allt eins og við i mannabyggðum. í dag hefur Ólafur okkar framsóknarrós ákveðið að reisa tvö fangelsi og jafnvel hið þriðja á Akureyri til að halda jafnvægi i (tugthús)- byggö landsins. Talningu er að ljúka i Noregi, kratarnir unnu. Við nánari athugun unnu hægri- menn. Miðvikudagur 14. september. Við nánari athugun unnu kratarnir i Noregi, eftir að týndum umslög- um hafði verið kippt ofan Ur hill- um. í dag er lægðin gengin fram hjá okkur og reyki leggur beint upp I loftið I höfuöborginni og sól- in skín en loftið er kalt og laufin eru alltaf að sölna i görðunum. Stofnar og rætur mergsjúga þau og bUa sig sem best undir f rostin i vetur. Svo er best að losa sig við laufin sem fyrst til þess aö þau hjálpi ekki stormunum að lim- lesta trén i vetur. Réttireru i full- um gangi og milljón sauðfjár er nú að ganga sin siðustu spor. Náttúran er miskunnarlaus en leggurskepnunum þó þá likn með þraut að vita ekki örlög sin fyrir eins og hinn áhyggjufulli herra jarðarinnar gerir, til dæmis Schleyer hinn þýski. Fimmtudagur 15. septemberÞað er bjart og kyrrt i Reykjavik, tveggja stiga hiti i lofti klukkan 3 um nóttina, en þegar liður á dag- inn, fer hann að þykkna upp með suðaustananda. Kannski fer nú að hlýna ef hæðin yfir austurlandi þokaðist suður yfir Bretlandseyj- ar eða Norðursjó, en lægðir stað- næmdust við Suður-Grænland. Sh'ku þrýstifari fylgir oftast blitt og hlýtt veður hjá okkur með vindum frá Evrópu, jafnvel frá sólarströndum Spánar. Kannski finnum við rommlykt ef við hnus- um í landsuður. í sólskininu norður af okkur er landhelgis- gæslan að athuga hafisinn. Hann ætti reyndar enginn að vera á þessum árstíma. En á Vest- fjarðamiðum reynist vera tals- verður slæðingur sem gerir sig liklegan að reka yfir loðnuslóðir. Á þessu ári hefur annars sama og enginn hafis komiö upp að landi, og vitanlega gleður það undir- ritaðan sem spáði isleysi I fyrra- haust. Þetta er niunda árið sem hann spáir um is. Einu sinni mis- tókst honum illa það var 1972 þeg- ar illa leit út haustið á undan en þrálátir suðaustanvindar um veturinn sneru dæminu við. Við sliku segist spámaðurinn reyndar ekki geta neitt gert, hann verði alltaf að reikna með meðalvind- um yfirárið og ef það bregðist, þá fari spáinivaskinn.En sem betur fer hefur vindafarið verið nálægt meðallagi öll hin árin nóg til þess að spáin hefur verið sæmileg i átta skipti, mikill Is þegar hann átti að vera og litill þegar honum var ætlað það. Svo sjáum við til, hvað verður hægt að reikna út úr Jan Mayen-hitanum I sumar og haust um horfur fyrir næsta ár. Föstudagur 16. september.NU er vindurinn orðinn hlýrri meö suð- austan áttinni, 10 stiga hiti, að- eins dropar, skýjað að mestu eins og oftast er i þessu Evrópulofti, en sér þó i himinbláma ööru hvoru. 1 dag er ég að kenna landafræðistúdentunum um himinblámann. Hvað veldur hon- um? Af þvi er dálitil saga. Við at- hugum fyrst sólskinið sem fossar hvitt inn i gufuhvolfið. Auk þess er útfjólublátt sólskin, sem er ósýnilegt og með afar stuttum bylgjum, styttri en 4 tiuþúsund- ustu úr millimetra. Þá er inn- rauða sólskinið sem er lika ósýni- legt, en með lengri bylgjum en 7.5 tiuþúsundustu úr millimetra. Sýnilega ljósið er sem sagt þarna ámillibylgjustystu geislarnireru bláir en þeir bylgjulengstu rauðir og svo allir regnbogans litir þar á milli en saman mynda þeir hvitt ljós. Þegar kemur inn I gufuhvolf- ið,rekst ljósiðá atóm loftsins sem sundra geislunum aðnokkru leyti til allra átta, bæði út í geiminn og til jarðar. Heiði himinninn verður sem sagt dálitið lýsandi. En viti menn. Atómin sundra miklu meira bylgjustystu bláu geislun- um en þeim bylgjulengri rauðu. Þess vegna sýnist himinninn lýs- andi blár. Geislarnir sem brjótast i gegn beint frá sól, innihalda þvi meira rautt ljós en eðlilegt er, sólin verður rauðleit og allt sem hún skin á, ský og jöklar einkum þókvölds og morgna, þegar geisl- ar þurfa að brjótast lengri leið gegnum loftið. — Mikil er bú- sældin nærri þvi of ipikilþegar við erum búnir að veiða mun meiri þorsk en hyggilegt er talið. Annan daginn i röð koma 2000 tunnur sildar á land. Vilhjálmur Þ. er áttræður i dag, glaöur og áhugasamur eins og fyrr, og skoðarnú Frakkland I haustbliðu, leitandi og fordómalaust. Laugardagur 17. september. Enn er Evrópuvindurinn i algleym- ingi, þoka i lofti og úðavottur hiti vel i meðallagi. Rigning hefur ekki fallið þessa viku svo teljandi sé, nema i loftbelgslægðinni á mánudag og aðfaranótt þriðju- dags, en þá duttu lika 17.4 milli- metrar Það nægir samt til meðal- lags fyrir vikuna. Sólskinið reyn- istlika hafa veriö i meðallagi eða vel það, en hitinn er 1.1 stigi lægri en hann á að sér á þessum árs- tima. En hitaveitan okkar frá Evrópu sýndi engin bilunarein- kenni um helgina, og vonandi verður næsta vika hlýrri. Reykjavikurveður vikuna 11. til 17 september 1977 Drkoma Hiti Sólskin Dagur mm gr.C. klst Sunnud. 11 0.0 7.8 2.5 Mánud. 12 0.4 8.7 0.0 Þriðjud. 13 17.4 7.2 4.1 Miðvikud. 14 0.0 5.6 8.5 Fimmtud. 15 0.0 6.8 8.5 Föstud. 16 0.0 8.9 1.3 Laugard. 17 0.0 9.0 3.2 Meðaltal 2.5 7.7 4.0 1931-1960 2.4 8.8 3.6 íeikreglur lýðrœðisins eiga að gilda víðar en á vettvangi stjórnmálanna Dreifing va Ids Þessar umræður um kosninga- skipan og stjórnarskrá sýna okk- ur þó, að almenningur er vel vak- andi um stjórnskipuleg réttindi sin. Menn vita, að lýðræðið grundvallast á valddreifingu og valdjöfnun. Varðveizla frelsisins krefst þess, að samþjöppun valds, sem nota má til þv.ingunar, sé eytt eins og frekast er kostur með þvi að draga úr völdum einstakra manna, dreifa völdum meðal margra og innleiða nauðsynlegt aðhald. Þetta þekkja menn gjörla. Lýöræði í atvinnulífinu En gerum við okkur nægilega skýra grein fyrir þvi, að leik- reglur lýðræöisins þurfa ekki ein- ungis að ná til stjórnmálasviðsins heldur einnig atvinnulifsins, ef lýðræðinu á ekki að vera ógnað. Margir viröast álita, að stjórn- mál og efnahagsmál séu tvennt ólikt og aðskiliö. Frelsi einstak- lingsins sé stjórnmálalegt viöfangsefni en störf hans i atvinnulifinu viðfangsefni hag- fræðinnar. Þvi sé hægt að blanda saman, svo vel fari, ólikum hag- kerfum og stjórnkerfum. Þetta er rangt. Einn kostur Þeir, sem aðhyllast lýðræði, sem stjórnskipulag eiga einungis einn kost, þegar velja á lýðræðis- þjóöfélagi hagskipulag: Hið frjálsa markaðshagkerfi. Ástæðan er einfaldlega sú, að þetta er eina hagskipulagiö sem samrýmist lýðræðinu og gengur hvorki i berhögg viö né tak- markar með haftareglum það frelsi, sem lýöræöinu fylgir. Frjálst efnahagslif er þannig hluti af almennum mann- réttindum, hluti af lýðræðinu, og sjálfstætt markmið i sjálfu sér á sama hátt og málfrelsi og önnur mannréttindi. Nokkur dæmi úr daglega lifinu ætti að gera okkur þetta ljóst. Hér gilda átthagaf jötrar Lönd, sem meina ibúum sinum erlend ferðalög og búferla- flutninga af pólitiskum ástæöum eru talin skerða lýöræðisleg réttindi Ibúa sinna. Frjálsir is- lenzkir fjölmiðlar hafa harðlega gagnrýnt þá fangabúöastefnu, sem einkennir kommúnistariki A- Evrópu og er það vel. Spurningin er hins vegar, hvort ekki sé timabært að við Islend- ingar litum svolitið i eigin barm. Ferðalög og búferlaflutningar Islendinga eru ekki bannaðir á sama hátt og í þessum löndum heldur torveldaðir með þeirri haftastefnii, sem rekin er i gjald- eyrismálum. Ef við berum okkur saman við hin lýðfrjálsu lönd Vesturálfu sem við viljum gjarnan láta skipa okkur á bekk með, komumst við ekki framhjá þeirri staðreynd að hér rikja beinlinis átthagafjötrar i þessum efnum. Ef ekki væri hér mjög virkur svartur markaður með erlendan gjaldeyri, sem að sumra áliti veltir árlega einum til tveimur milljörðum króna, kæmu þessir fjötrar berlega I ljós. Rökin fyrir hafta- kerfinu vandfundin Rikjandi höft i þessum efnum og varðandi erlendar lántökur og fjármagnsflutninga hafa veriö réttlætt vegna svokallaðs skorts á erlendum gjaldeyri. En þessi skortur er bein afleiðing haft anna. Ef verzlun með erlendan gjaldeyri væri frjáls og verð er- lendra gjaldmiðla miðaðist við það að jafnvægi rikti i utanrikis- viöskiptum og fjármagnsflutn- ingar og gjaldeyrir til feröalaga væri auðkeyptur mundi þetta breytast. öll skil á gjaldeyri mundu snar- batna, eftirlit með gjaldeyris- skilum mundi reynast óþarft og viðskiptakjör og gjaldeyrisstaöan mundi batna. Rökin fyrir rikjandi haftakerfi eru þvi vandfundin. Þaö sem mig undrar mest er, að svo viröist sem fjölmargir háttsettir islenzkir stjórn- málamenn trúi því raunverulega, að haftastefnan þjóni þeim til- gangi að treysta gjaldeyrisstööu og neiti að horfast i augu við staö- reyndir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.