Vísir - 20.09.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 20.09.1977, Blaðsíða 12
Valsmenn fengu sinn í morgun! Pútternum stolið frd Nicklaus! — Og hann tapaði fyrir keppinaut sínum koma í heimsókn í haust! Siöasti knattspyrnuleikur keppnistimabilsins hér á landi verður háður 3. október n.k., en þá mætast unglingaiið tsiands og VVales skipuð leikmönnum 16-18 ára I fyrri leik sinum i Evrópu- keppni unglinga, og fer leikurinn að likindum fram á Meiavellin- um. Siöari ieikur þjóðanna fer svo fram ytra mánuði siðar. Að sögn Lárusar Loftssonar unglingaþjálfara Knattspyrnu- sambands Islands mun Island tefla fram nýju liði i þessum leikjum frá þvi sem var er tsland tók þátt i úrslitakeppni Evrópu- keppni unglinga i Belgiu á siðasta vori. Verða aðeins tveir leikmenn sem léku i Belgiu i landsliðshópn- um nú, hinir koma úr 14-16 ára liðinu sem hefur keppt talsvert undir merki Islands bæöi i sumar og i fyrra. gk-. Hin heimsfrægi golfleikari Jack Nicklaus varð fyrir óskemmti- legri reynslu i Englandi á dögun- um, en þá henti það að einhver gerði sér litið fyrir og stal pútternum hans i miðri keppni. Keppnin sem Nicklaus var að taka þátt i var ReiderCup keppn- in, sem er á milli bestu atvinnu- manna Breta og Bandarikja- manna. Leikiö hafði verið I tvo daga og leiddu Bandarilcjamenn með 7,5 vinningum gegn 2,5 . Hvort það hefur verið illska út i velgengni Bandarikjamanna i keppninni eða bara að einhverj- um hefur langað svo mikið að eignast pútterinn hans Jack Nick- laus, þá var pútterinn horfinn þegar byrjað var 3. keppnisdag- inn. Nicklaus hélt þó áfram með varapútter, en það sást strax að hann kunni ekki allskostar við hann, og svo fór að hann tapaði fjórum fyrstu holunum fyrir and- stæðingi sinum og tapaði siðan með 0:1 samtals. En þetta kom ekki að sök, Bandarikjamennirnir höfðu nokkra yfirburði i keppninni og unnu samtals 12,5:7,5. gk-. Enn fjölgar þeim körfuknatt- lciksmönnunum bandarisku sem munu leika hér I 1. deildinni I vet- ur, og i morgun kom einn þeirra til landsins, Rich Hochenos sem mun leika með Val i vetur. Hockenos er 24 ára að aldri, 193 cm á hæð og hvitur á hörund eins og þeir tveir sem hingað eru komnir á undan honum, til IS og KR. Hann er bakvörður. Siðastliðið keppnistimabil lék Hockenos i 1. deildinni i tsrael með liðinu EPBL en áður fyrr stundaði hann nám i Bandarikj- unum bæði i „College” og háskóla og lék þá körfuknattleik við góðan orðstir. Þegar hann var i „college” (sam s.varar menntaskóla hér á landi) náðihann svo langt að vera orðaður við úrvalslið úr öllum þeim skólum i Bandarikjunum, en varð naurúlega af þvi að kom- ast i liðið. Að sögn Adrew Piazza sem þjálfar KR i vetur og leikur með liðinu er Hockenis mjög sterkur leikmaður sem styrkir Val geysilega i vetur, en þeir verða að öðru leyti með óbreytt lið frá i fyrra. „Við eigum von á okkar manni á laugardaginn” sagði Guðmund- Lilleström hótar Docherty lögsókn ur Hagalin hjá Körfuknattleiks- deild Þórs þegar við ræddum við hann i gærkvöldi. „Hann heitir Mark Christensen og er 25 ára gamall og 198 cm á hæð og leikur yfirleitt sem fram- herji. a Hann var i Kanada á siðasta ári og gerði það gott þar, komst með- al annars i „All-Canadian” úr- valsliðið sem er skipað þeim 5 bestu þar i landi hverju sinni.” Það segir meira en mörg lýs- ingarorð þvi eins og flestir vita er Kanada komið i hóp bestu körfu- knattleiksþjóða heimsins og þeir voru framarlega á Ölympiuleik- unum á siðasta ári. Christensen er menntaöur sem þjálfari og mun þjálfa Þórsliðið og leika með þvi. Guðmundur Hagalin vildi þó taka það fram að það væri enn ekki 100% öruggt að Christensen kæmi norður en þó mætti telja það nokkuð vist. Þeir eru heldur betur I fréttunum þessa dagana, leikmenn Manchester United og fyrrum þjálfari þeirra er þeir unnu ensku Bikarkeppnina f fyrra, Tommy Docherty. Nú hefur Unidetliðinu verið vfsaö úr Evrópukeppni Bikarmeistara og Lilleström hótar Docherty iögsókn vegna samningsrofs. UEFA rak United Óskar Semundsson sem sigraði f golfmótinu á Nesvellinum um helgina með verðlaunin, golfsettiö sem Jack Nicklaus skyldi eftir hér á landi f fyrra, splunkunýtt sett af dýrustu gerö. Júlíus Júlfusson sem varö annar er lengst til vinstri. Hinir eru frá vinstri Helgi Jakobsson (góövinur Nicklaus) Jón Þ. Hallgrfmsson sem varð þriðji og Jóhann Ó. Guðmundsson sem fór holu i höggi I keppninni. Ljósm. Einar — Eftir að hann hafði rofið nýgerðan samning við félagið og róðist til Derby County Tommy Docherty sem á laugardaginn undirritaöi þriggja ára samning við enska 1. deildar- liðið Derby hafði aöeins þrem dögum áður undirritaö tveggja ára samning við norska liöið Lilleström. „Docherty skrifaði undir hjá okkur á priöjudaginn og eftir það tók hann I höndina á mér og sagði að sig hlakkaði til að koma til okkar. Hann hefur ekki talað við neinn úr stjórn félagsins um að rifta samningnum. Okkur skilst að hann muni ekki koma til okkar og viö munum leita aðstoðar lög- fræðings okkar vegna brots Dochertys á samningi við okkur,” sagöi Ivar Hoff formaður Lille- ström í viðtali við fréttastofu Reuters þegar hann var spurður um þau ummæli Dochertys I breska sjónvarpinu að Lilleström hefði losað sig undan samningum. En i því viðtali sagði Docherty að hann hefði haft samband við forráðamenn Lilleström og þegar hann hefði sagt þeim frá málsat- vikum hefðu þeir þegar fallist á að ógilda samning hans viö félag- iö. Colin Murphy sem var fyrir- rennari Docherty hjá Derby mun að öllum likindum verða aöstoöarmaður hans. — BB Zbigniew aftur með Zbigniew Kuaczamarek frá Póilandi sem sigraði f léttvigt i lyftingakeppni Ólympfuleikanna á siðasta ári aöeins til þess aö láta siðan hirða af sér verðlaunin vegna þess að hann stóöst ekki lyfjapróf eftir keppnina, verður aftur i sviðsljósinu á morgun. Þá tekur hann þátt í sínu fyrsta móti eftir OL, en nú stendur yfir Heimsmeistarakeppnin i lyfting- um I V-Þýskalandi og keppni I þyngri flokkunum fer senn aö hefjast. Það eru ekki bara þeir Tony Knapp og félagar hans i lands- liðsnefnd sem eigai erfiðleikum með lið sitt fyrir leiki i forkeppni HM i knattspyrnu. Skotar eiga að leika gegn Tékk- um f Glasgow á miðvikudaginn, ákaflega þýðingamikinn leik, og þeir eiga í talsverðum erfiöleik- um með lið sitt. Manchester United leikmaður- inn Martin Buchan meiddist i leik United gegn Chelsea um helgina og verður ekki með. Þá er vafa- samt að Evertonleikmaðurinn Bruce Rioch geti verið með vegna meiðsla og sömuleiðis varnar- maðurinn sterki frá Manchester City, Willie Donachie. Walesmenn Hjaltnes „fórnardýr' ókveðinna aðgerða! - AKVEÐNAR KOMA llugsanleg lyfjanotkun is- lenskra iþróttamanna komst i sviösljósið á dögunum er læknir einn hér i borg gaf út yfirlýsingu þess efnis að Islenskur iþrótta- maðursem kom inn á sjúkrahús til meðferðar heföi tekiö lyflð Anabole Steroider. Ekki er ætl- unin að vikja að þvf máli hér, en þess tná geta að mikið hefur verið rætt um þetta mái í Nor- egi að undanförnu, ekki sist vegna þess að einn frægasti frjálsiþróttamaöur Norðmanna, kringlukastarinn Knud Hjaitnes var dæmdur fyrir að hafa notað AÐGERÐIR NORSKU ÍÞRÓTTAFORYSTUNNAR TIL AÐ í VEG FYRIR NOTKUN ANABOLE STEROIDER þetta lyf. En Norðmenn hafa gert meira en að tala um málið, _og það er fróðlegt fyrir okkur islendinga að lita á samþykkt norska iþróttaþingsins sem haldið var i mai 1976, en þar voru sam- þykktar reglur til að stemma stigu við fyrirhugaðri notkun norskra fþróttamanna á þessu lyfi, og var Hjaltnes „fórnar- dýr” þessarar samþykktar norska iþróttaþingsins. A þinginu i mai 1976 var sam- þykkt að rannsaka norska iþróttamenn: 1. A viðurkenndum norskum meistaramótum. 2. Þegar norskir iþróttamenn fara til keppni á erlendum vett- vangi. 3. A ólikum timum frá ári til árs, og er þá gert ráð fyrir að rannsóknin komi algjörlega á óvart. Akveðið var að undir þetta skyldu falla þeir iþróttamenn sem stunda eftirtaldar iþróttir: Körfuknattleik, hnefaleika, frjálsar fþróttir, Ishokký, júdó, róöur, sund og hraöhlaup á skautum. En það er ekki nóg aö taka iþróttamennina i rannsókn, það þarf einnig að sjálfsögðu að vinna úr þeim sýnum sem tekin eru, og þá vandast málið. Það er nefnilega ekki nema einn maður i heiminum i dag sem hefur þekkingu og tæki til þess að rannsaka sýnin. Sá er prófessor Arnold Beckett við University of London. Það var á rannsóknar- stofu hans sem sýnin frá ólympiuleikunum i Montreal á siðasta ári voru rannsökuð. gk Það eru fleiri en Tony Knapp í vandrœðum! Þaö má sjá á þessu að það eru viða vandræði hjá forráðamönn- um landsliöa að koma saman sin- um sterkustu liðum fyrir hina áriðandi leiki i forkeppni HM. —gk-. úr Evrópukeppni — Manchester United rekið úr Evrópukeppni Bikarmeistara vegna skrílslúta úhangenda liðsins í Frakklandi á dögunum Sifelldur yfirgangur og slagsmálaæði áhang- enda enska knatt- spyrnuliðsins Manchest- er United hefur nú loks- ins hitt þá sjálfa, eða öllu heldur leikmenn upphahaldsknatt- spyrnuliðsins þeirra. Manchester United hefur verið visað úr Evrópukeppni Bikar- meistara i knattspyrnu vegna óláta stuðningsmanna liösins á leik þess gegn frönsku Bikar- meisturunum St. Etienne. Þeim leik lauk með jafntefli 1:1 og benti flest til þess að United tæk- ist að sigra I siðari leiknum á heimavelli siðum ‘ogkomast þar með áfram i keppninni. En svo verður þó ekki, þvi i gær dæmdi Knattspyrnusamband Evrópu — UEFA — United úr keppninni vegna skrilsláta áhangenda liðsins i Frakklandi á dögunum,enþákomuþeiraf stað slagsmálum á vellinum fyrir leik United og St. Etienne. Flytja varð 33 á sjúkrahús og á annað hundrað voru handteknir. „Þetta er furðulega ákvörðun, leikmenn United eru drengilegir mótherjar og þeir eiga ekki að liða fyrir framkomu áhangend- anna” sagöi aðalstjarna St. Eti- enne — Dominique Rocheteau — en markvörður liðsins og fyrir- liði var á öðru máli: „Þrátt fyrir að leikmenn United séu heiðar- legir mótherjar, þá held ég að UEFA hafi gert rétt”. gk—. — Bandarískir körfuknattleiksmenn streyma nú til landsins — Þór fœr að öllum líkindum mann ó laugardag ) Hinn bráðefnilegi spretthlaupari úr Armanni Guöni Tómasson á fullri ferð I keppni á Laugardalsvellinum i sumar. (Visismynd Einar) Guðni hljóp ó 11.2 sek. í Svíþjóð! — Sem er fróbœr órangur hjá pilti sem er aðeins 14 ára Guðni Tómasson sem er aðeins 14 ára náði frábærum árangri i 100 metra hlaupi á frjáls- iþróttamótisem fram fór i Karlstad i Sviþjóö um helgina. Þar keppti Guðni ásamt þrem öðrum islenskum keppendum I Kalankaleik- unum og sigraði hann i 100 metra hlaupinu sem hann hljóp á 11,2 sekúndum. Þetta er nýtt glæsilegt piltamet, en eldra metið sem var 11,6 sekúndur átti Sigurður Sigurðsson einnig úr Armanni. Þessi árangur Guðna er nýtt Kalankamet og aö sögn fróðra manna gæti þarna einnig um heimsmet verið aö ræða i hans aldursflokki. Þá sigraði Stefán Stefánsson úr 1R í hástökkskeppninni — hann stökk 1,90 metra sem einnig er nýtt leikjamet. Stefán hefur áður stokkið sömu hæö, en það var á meist- aramótinu þar sem hann varð Islandsmeist- ari. Guðni varö svo annar i langstökki þar sem hann stökk 5.94 metra og Stefán varð annar i 100 metra grindahlaupi — hljóp á 14,9 sekúndum. 1 undanrásum gerði Stefán enn betur — hljóp á 14,7 sekúndum. Tvær stúlkur kepptu einnig á þessu móti, íris Grönfeld úr Kópavogi sem varö fjórða i spjótkasti — kastaði 38,48 metra og hún varö svo tiunda i langstökki — stökk 5.03 metra. Rut ólafsdóttir FH varð sjötta i 100 metra hlaupi sem hún hljóp á 13.0 sekúndum slétt- um og hún keppti svo f langstökki og stökk l þar 4,76 metra. _BB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.