Vísir - 16.10.1977, Blaðsíða 6

Vísir - 16.10.1977, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 16. október 1977. VISIR komið inn i sali Alþingis. Þar var komin fram tillaga um aö banna þessa Olympiuiþrótt hér á landi. tþróttagrein sem nýtur vinsælda um allan heim, og hef- ur sýnt sig i þvi að vera holl og fögur iþrótt þar sem meiðsl þátttakenda eru i algjöru lág- marki.” Birgir:,,Þaðáttuséraldrei stað nein meiðsl sem hægt er að kalla þvi nafni, og greiðslur úr slysasjóði iþróttamanna vegna hnefaleika voru i algjöru lág- marki. Ég man eftir þvi að Björn R. Einarsson hljómlistar- maður meiddist einu sinni á fingri og fékk peninga úr sjóðn- um vegna atvinnu sinnar, og maður að nafni Alfons Guð- mundsson fékk bætur úr sjóðn- um á röngum forsendumt haföi meiðst i handboltaleik. Ég tók saman greiðslur úr slysasjóðn- um og við vorum þar i næst neðsta sæti; aðeins badminton- menn fyrir neðan okkur.” Þorsteinn: ,,Og ef það kom fyr- iraðmaður sem æfði hnefaleika notfærði sér kunnáttu sina úti i bæ, þá átti sá hinn sami von á þungum refsingum, og var jafn- framt útilokaður frá æfingum og keppni. En hvað um það. Tillaga þeirra Kjartans Jóhannssonar og Björns Fr. Björnssonar var komin inn i Alþingi, og þar var hún afgreidd sem lög án margra mótatkvæða.” Guðmundur: ,,Ég held að það hafi spilað inn i hjá tþróttafor- ustunni i landinu og beinlinis or- sakað það hvað hún beitti sér litið i þessu máli okkur til stuðn- ings, að það gætti vissrar af- brýðissemi vegna glimunnar, sem var ekki jafnvinsæl og okk- ar iþrótt. En hvað fengu þeir i staöinn?. Jú, menn réðu bara til sin júdókennara og hófu að iðka júdó. Þaö er sko ekki hnefaleik- unum að kenna að gliman er ekki vinsæl hér á landi. Það er heldur ekkert skemmtilegt að sjá 60 kg ,,rind- il” hangandi utan á 110 kg. manni i glimunni. Það sem glimuforustan þar þarf að gera, er að koma á flokkaskiptingu. En þaö get ég sagt, og mæli fyrir munn okkar allra að við unnum okkar iþrótt af heilum hug. Starf okkar mótaðist i sönnum iþróttaanda til heilla fyrir félög okkar og æskuna i landinu.” Þorsteinn:,,Iþróttin var bönnuð án þess nokkur rannsókn færi fram á þeim rógi að þetta væri hættuleg iþrótt. En það alvar- legasta við þetta allt saman var e.t.v. það að Alþingi var þarna að fara inná verksvið ISt. Til þess höfðu alþingismennirnir enga heimild.” Birgir: „Þetta var ekkert annað en brot á stjórnarskránni og á almennum mannréttindum, og við ætlum okkur aö berjast fyrir þvi næstu ár að þessi ólög verði endurskoðuð. Svo ósvifnir voru þeir jafnvel, að þeir bönnuðu okkur aö eiga nokkurn hlut sem hægt væri að nota við iðkun hnefaleika.” Þorsteinn: ,,Ég fór i mál við rikisvaldið vegna atvinnumissis þvi ég vann mikið við þjálfun og fór auk þess fram á að fá bætur vegna dýrra áhalda sem ég hafði keypt vegna kennslu minnar við hnefaleika. Ég fékk jú skaðabætur vegna áhaldanna, en tap mitt vegna atvinnumissisins var einskis metið.” • — Eigum viö eftir að sjá hnefaleika leyfða að nýju á ts- landi? Þorsteinn: ,,Ef Alþingi ætlar að starfa eftir lýðræðislegum hug- sjónum svara ég já. Og það veit ég með vissu aö þúsundir ts- lendinga biða með óþreyju eftir að fá að iðka þessa iþrótt.” ‘ Guðmundur: ,,Ég er bjartsýnn á aö svo verði. Ef við ættum fleiri menn á Alþingi eins og Al- bert Guðmundsson sem skilur eðli iþrótta og vill æskunni vel, þá yröu hnefaleikar stundaöir hér á landi aftur.” Birgir: ,,Ég tek undir með Guö- mundi og ég vona að með batn- andi mönnum á Alþingi þá verði hnefaleikaiþróttin leyfð aftur hér á landi. Og ég vona þá að Alþingi skipti sér ekki oftar af málefnum Iþróttasambands tslands.” „Hnefaleikarnir voru vinsœlasta íþróttin" Þannig var umhorfs I Hálogalandshúsinu þegar keppt var þar Ihnefaleikum. Avallt var troðfullt hús, og áhorfendur sem fylttu húsiðskemmtu sér ávallt konunglega. Þessimynd er frá tslandsmótinu 1944. Þeir Stefán Magnússon (t.v.) og Kristmundur Þorsteinsson (t.h.) eigast við, en Peter Wigelund er hringdóm- ari. — Hvenær var fyrst farið að iðka hnefaleika hér á landi? Guðmundur: „Fyrsta tslands- mótið fór fram á gamla Mela vellinum 1936 að viðstöddu miklu fjölmenni. Áður hafði verið keppt og sýnt að segja má óslitið siðan 1928. En fyrsta viðurkennda Islandsmótið fór fram 1936, og þá urðu tslands- meistarar þessir: I fluguvigt kepptu þeir Guðbjörn Jónsson (þekktur sem knattspyrnuþjálfari i dag) og Alfreð Eliasson (forstjóri Flug- leiða) og sigraði Alfreð. Guðmundur Arason og Hallgrimur Helgason kepptu i léttvigt og sgiraði Hallgrimur. I millivigt voru fjórir keppendur, Stefán Bjarnason (yfirlögregluþjónná Akranesi), Lúðvik Nordgulen, Halldór Björnsson og Sveinn Sveinsson sem sigraði. í létt-þungavigt kepptu Öskar Þórðarson og Ingvar Ingvarsson og sigraði Ingvar. í þungavigt kepptu Aðalsteinn Þorsteinsson (Spánarfari) og Vilhjálmur Guömundsson sem sigraði. Þetta voru semsagt fyrstu tslandsmeistararnir i hnefaleikum á tslandi. Eftir þetta mót varð nokkurt hlé á tslandsmótum, eða allt fram til ársins 1943. Það kom smálægð i þetta hjá KR og 1R, en Armenningarnir æfðu stift og voru einir keppenda i tslands- mótinu 1943. Siöan var keppt óslitið allt fram til þess tima aö hnefa- leikarnir voru bannaðir hér á landi 1956, og þátttakendur frá 1R, KR og Armanni kepptu i öll- um þeim mótum.” — V,oru margir sem æfðu hnefaleika á þess- um árum? Birgir: „Okkur vantaöi ávallt húsnæði, þvi alla tið voru marg- ir á biðlista hjá félögunum, menn sem ekki komust að á æf- ingum. En það hafa samt örugglega verið 500—600 manns sem iðkuðu þetta að staðaldri.” Þorsteinn: „Það er óhætt aö segja aö það hafi hver smuga verið nýtt á æfingunum”. — Og nóg að gera við þjálfunina? „Blessaöur vertu já já. Við höfðum bankastjóralaun, enda var mikið æft og það fór mikill timi i þetta”. — Þegar keppni hófst að nýju i islandsmótinu 1943, var þá keppt í gamla Há loga la ndshúsinu? Birgir: „Nei, 1943 var keppt i tþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar, en 1944 var fyrst keppt i Hálogalandshúsinu. Ég minnist þess að þá seldust allir miðar upp á hálftima, og forráöamenn mótsins urðu hreinlega að fara i felur fyrir kunningjum sinum og öðrum sem vildu fá miöa. — Og þegar keppnin hófst þurftum við lögregluaðstoð til að halda þeim sem ekki höföu fengiö miða frá húsinu. Svona var áhuginn þá.” — Hvar stóðu íslenskir hnefaleikamenn á þess- um árum gagnvart erlendum keppendum, getulega á ég við? Þorsteinn: „Við fengum á þess- um árum hingaö upp bæði danska og norska keppendur, og svo fór aö okkar menn unnu þá nær undantekningarlaust. Og það kom meira að segja fyrir að erlendu gestirnir voru eins og „flugur” i höndunum á okkar bestu mönnum. Einnig áttum við gott sam- starf við hermenn á Keflavikur- flugvelli, og þar sigruöum við einnig nær alltaf. Það má segja að okkar bestu menn hafi verið frambærilegir til keppni hvar sem var, en við höfðum bara ekki fjármagn til að senda keppendur til útlanda.” Guðmundur: „Arið 1951 og 1953 komu hingað til lands tveir frá- bærir hnefaleikamenn. Það voru þeir Leif Hansen sem keppti i veltivigt, og Bjarni Lingos sem keppti i létt-þunga- vigt. Þeir voru báðir á þessum árum Evrópumeistarar i sinum þyngdarflokki. Leif Hansen keppti hér við Björn Eyþórsson og vann eftir mjög skemmtilegan leik og mikla keppni, og Jens Þórðar- son sem keppti við Lingos veitti honum einnig mikla keppni.” — Var hnefaleika- iþróttin iðkuð mikið úti á landi? Birgir: „Ekki var það mikið, en á tsafirði voru nokkrir góðir keppendur og einnig var fengist dálitið við þetta á Akranesi. Rikharður Jónsson knatt- spyrnumaður var t.d. mjög efnilegur hnefaleikamaður. En áhuginn var ávallt fyrir hendi; það leyndi sér ekki er sýningarflokkar fóru út á land og héldu sýningar þar. Allstaðar var yfirfullt og mikil stemning. Einu sinni kom t.d. sýninga- flokkur til Siglufjarðar, og þar voru haldnar þrjár sýningai; ávallt fyrir troðfullu húsi. Þá var 'unnið á vöktum i „Bræðslunni” og það þurftu all- ar vaktirnar að komast og þvi dugðu ekki minna en þrjár sýn- ingar. Það er óhætt að segja, að frá árinu 1943 og allt þar til iþróttin var böúnuð 1956, hafi hnefa- leikaiþróttin verið vinsælasta iþróttagreinin hér á landi.” Arið 1948 kom hingað til lands Otto van Porat, en hann hafði orðið ólympiumeistari. Porat sýndi I Austurbæjarbió ásamt Guðmundi Arasyni, og er myndin tekin af þeim að sýningu lokinni. Guðmundur er til hægri á myndinni. Birgir Þorgilsson. Birgir var um árabil i fremstu röð hnefa- teikamanna hér á landi og gegndi auk þess ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Hnefaleikaráðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.