Vísir - 16.10.1977, Blaðsíða 7
VISIR Sunnudagur 16. október 1977.
7
Hrafn Jónsson. „Hrafn var sterkastur þungavigtarmanna
okkar um árabil” sögöu viömælendur okkar.
Hér berjast þeir f hringnum Bjarni Lingos frá Noregi og Jens
Þórðarson (t.h.) Þrátt fyrir að Norömaöurinn væri Evrópumeistari
þegar hann kom hingað veitti Jens honum haröa baráttu I gamia
Hálogalandshúsinu.
„Banni yrði ekki
tekið vel heima"
— Rstt við bandarískan hnefaleikakennara
Jack Karie: „Furöulegt aö
banna hnefaleika”.
„Mér finnst þaö furöulegt aö
þið skulið ekki ieyfa hnefaleika
á islandi”, sagði Jack Karie,
Bandarikjamaöur, sem dvaldist
hér á landi á dögunum. Karie er
giftur isienskri konu og dvaldi
hér i' rúmiega mánaöartfma i
heimsókn, og okkur gafst timi
til að ræöa við hann.
Heima i Arizona i Bandarikj-
unum veitir Karie forstöðu helj-
armiklum iþróttabúöum fyrir
unglinga þar sem um 3000 piltar
á aldrinum 7-18 ára fá tilsögn i
flestum greinum iþrótta.
„Það er tvimælalaust hnefa-
leikaiþróttin sem er vinsælust”,
sagöi Karie. „Okkur hefur lika
gengið mjög vei i þeirri iþróttog
frá okkur hafa komið margir
snjallir hnefaleikmenn sem
hafa getið sér gott orö og t.d.
orðið Ol-meistarar.
Ég er viss um að þvi yrði ekki
tekið þegjandi heima i Banda-
rikjunum ef þessi vinsæla iþrótt
yrði bönnuð, enda væri slikt að
minu matimeira en litiö vitlaus
ákvörðun, og ég á erfitt með að
skilja hvers vegna fþróttin var
bönnuð hér á landi.
Hnefaleikar eru alls ekki
hættuleg iþrótt, og það meiðast
mun færri i henni en öðrum
iþróttum sem viðæfum þar sem
ég starfa. Enda er útbiínaður
þeirra sem reyna með sér orð-
inn svo fullkominn. Allir hafa
t.d. sérstaka höfuðhjdlma og
sérstakan útbúnað til að verja
tennurogandlit.Og viö leggjum
á það mikla áherslu aö þroska
meö unglingunum iþróttaanda
frá upphafi.
Ég þykist geta séð það á vaxt-
arlagi og hreyfingum islenskra
krakka og unglinga að þeir gætu
náð langt i hnefaleikaiþróttinni
með réttri þjálfun, og ég er þess
fullviss að hnefaleikar yrðu vin-
sæl og mikiö iðkuð iþróttagrein
yrðu þeir leyföir hér á landi aö
nýju”. — gk.
HHKBBðll ::
“ I H ’
HNEFALEIKAR EKKI
BANNAÐIR Á
NORÐURLÖNDUM
Árið 1966 skipaöi Norð-
urlandaráð sérstaka
nefnd sem skyldi athuga
hvort banna skyldi hnefa-
leika á Norðurlöndunum.
I Dagblaðinu Vísi 6. janú-
ar 1967 var skýrt frá
gangi málsins, og ber
greinin yfirskriftina:
„Hnefaleikar verða
ekki bannaðir á Norður-
löndum" og fer greinin
hér á eftir:
"Ahugamenn um hnefaleík á
Norðurlöndum hafa undanfarna
mánuði beðiö með óþreyju eftir
áliti sérstakrar nefndar sem
Norðurlandaráð skipaði til þess
að athuga hvort banna bæri
þessa iþrótt á Norðurlöndum.
Isiand hefur þegar bannaö
hnefaleika, varð fyrst til þess i
heiminum og svo undarlegt sem
það kann að sýnast, þá hefur
engin þjóð fetað i fótspor okkar,
enda nokkuð undarleg sjónar-
mið sem lágu að baki þvi banni
og málið raunar litt kannað.
Nefndin sem rannsakaði
hnefaleikamálið hefur nú kom-
ist að niðurstöðu eftir mjög
miklar rannsóknir, en fjölda-
margir læknar voru kallaðir til
starfa fyrir nefndina i þvi skyni
að rannsaka meiðsl og annað af
völdum hnefaleika. Siðasti
nefndarfundurinn var haldinn
um miðjan desember og er það
álit nefndarinnar að ekki beri að
leggja bann við þessari iþrótt
frekar en öðrum.
Er það álit hennar aö rann-
sókn lokinni að meiösl þau sem
hljótist af hnefaleikum séu sist
meiri en þau sem iþróttamenn
htjóti i öörum greinum.
Blom Hansen, ráðuneytis-
stjóri i innanrikisráöuneyti
Dana sagði við blöðin fyrir
nokkru: „Við i nefndinni höfum
komist að raun um það eftir
mikia vinnu að það er alls ekki
svo ýkja hættulegt að stunda
hnefaleika. Tala óhappa i þess-
ari iþróttagrein er mjög lág. Að
sjálfsögðu get ég ekki sagt neitt
nánar um skýrsluna tii Norður-
landaráðs, en hún er langt frá
þvi tilbúin og verður ekki birt
fyrr en eftir nokkra mánuði.”
„Of hœttulegt til að
geta kallast íþrótt"
— Segir Kjartan Jóhannsson lœknir sem flutti tillögu um það á
Alþingi að banna iðkun og keppni í hnefaleikum hér ó landi
Flutningsmenn tillög-
unnar á Alþingi 1956 sem
bannaði iðkun og keppni í
hnefaleikum á islandi
voru þeir Kjartan
Jóhannsson og Björn Fr.
Björnsson. Kjartan, sem
er starfandi héraðslæknir
i Kópavogisvaraði spurn-
ingu okkar um hvað hefði
fyrst og fremst legið til
grundvallar því að þessi
tillaga var borin fram.
„Það sem fyrst og fremst lá
að baki flutningi tillögunnar var
vaxandi ásókn og grimmd
þeirra manna sem iðkuðu þessa
iþrótt. Þeir þurftu oft að sýna
kunnáttu sina á saklausum
meðborgurum sinum, og ef þeir
voru við öl, þá kom oft til alvar-
legra átaka þessara manna.
Það var eins og þjálfun þeirra
yki árásarhneigð þeirra. Að
minu mati eru hnefaleikar of
hættulegir til að geta kallast
iþrótt.
Mesta afrekið i hnefaleika-
hringnum var að slá and-
stæðinginn i rot, helst strax i 1.
eða 2. lotu. Þótt sá sem rotaður
var, slyppi við hættuleg meiðsli
eða jafnvel dauða af högginu
sem hann fékk var þó mjög
hættulegt fyrir meðvitundar-
lausan mann að falla i gólfið eft-
ir þungt rothögg.
Jú, það er rétt að það gengur
hægt að banna þessa iþrótt
erlendis, og ástæðan er fyrst og
fremst sú að þar spila peningar
svo mikið inn i iþróttina, að
erfitter að eiga við þetta. Gifur-
legir fjármunir eru i gangi i
sambandi við keppnina, veðmál
og fleira, og það eru fyrst og
fremst fjárhagsástæður fyrir
þvi að þetta hefur ekki verið
bannaö viða.
Þetta mál hefur oftsinnis
komið i umræðu i enska þinginu,
og landlæknir i Noregi hefur
talsvert reynt til að fá hnefa-
leika lagða niður. Ég hef heyrt
að atvinnuhnefaleikar hafi verið
lagðir niður i Belgiu, og rætt
hefur verið um að gera það
sama bæði i Noregi og i
Sviþjóð.”
— Nú var skipuð nefnd á veg-
um Norðurlandaráðs til að
kanna það hvort hnefaleikar
væru hættuleg iþrótt og hvort
skyldi banna þá. Nefndin skilaði
þvi áliti að iþróttin væri ekki
hættuleg, og ekki skyldi stefnt
að þvi að leggja hana niður.
„Mitt álit á þessu er aðeins
það að þeir menn sem skipuðu
þessa nefnd hafi ekki kynnt sér
málið nógu vel. Þegar ég flutti
tillöguna i þinginu hafði ég við-
að að mér magni af upplýsing-
um, enda fór það svo að það
varð enginn til að tala á móti
frumvarpinu.
Þetta hafði jú verið rætt yfir
kaffibolla oft, og komu margar
skrýtnar athugasemdir þar
fram. Ein þeirra var sú að
hanskarnir sem keppendur not-
uðu hlifðu keppendum við
meiðslum, en þar er farið með
algjöra vitleysu. Hanskarnir
voru fyrst og fremst til þess að
hlifa hendi þess sem sló, til þess
að hann gæti slegið andstæðing-
inn fastar”.
CANDY 290 SILENT
U ppþvotta vél
í mjög háum
gæðaflokki
Hér kynnum við nýja og fullkomna gerð af Candy
uppþvottavélum og viljum m.a. benda á eftirfar-
andi kosti:
★ HávaBalftil, enda mjög vandlega einangruð.
★ Stillanleg fyrír heitt eða kalt vatn.
★ HurBir og þvottahólf úr ryðfrfu stáli.
★ Gufueyðir breytir gufunni jafnóðum aftur í vatn.
7 gagnleg þvottakerfi
★ Rúmar auðveldlega stœrstu matardiska og háa
★ Kröftugur vatnsþrýstingur f neSra hólf-
inu, þar sem pottar og pönnur eru þvegn-
ar, en minni þrýstingur f efra hólfinu,
sem diskar, botlar og glös eru þvegin.
HaS 85(82), breidd 60, dýpt 60.
VERÐ KR. 149.590
(afborgunarskilmálar)