Vísir - 16.10.1977, Blaðsíða 15

Vísir - 16.10.1977, Blaðsíða 15
VISIR Sunnudagur 16. október 1977. 15 staðarrétt. Réttað er síðan næsta dag, þ.e.a.s. laugardag. Siðan fer sunnudagurinn i að huga að fénu, draga út það sem fer i sláturhús og fleira. Þar sem ekkert lá fyrir var ég settur beint i kartöfluupptekt, og var ég i þvi fram undir sex. Var siðan skroppið suður i Illuga- staðarétt, til að athuga úrtining. Reyndust þar vera sex kindur frá Þverá. Við erum rétt komnir til baka þegar gagnamenn renna i hlað. Við reynum að setja nestiskass- ann (sem verður liklega notaður i 5 næstu göngur, það var svo mikið i honum) upp á kerru og þá er ekkert að vanbúnaði að leggja af stað. Heldur var vegurinn nú slæmur en Fnjóskdælir eru lik- lega einir um það á landinu að vilja ekki neinar endurbætur á þeim vegi sem þeir þurfa að nota. Þeir eru ekkert spenntir fyrir að fá Akureyringa eða Reykvikinga hingað, það er nógur átroðningur- inn samt. Það er gagnkvæmur rigur á milli vestur og austurheiðar- manna og spinnast oft all- skemmtilegar umræður yfir borðinu i Heiðarhúsum. En held- ur var dauft yfir mönnum þarna. Það voru helst Fagrabæjarbræð- ur og Tryggvi á Hallgilsstöðum sem sögðu eitthvað, mest bara smá skot. Svo það var bara fariö snemma að sofa, i góðu. Næsti dagur Djöfull var manni kalt þegar maður vaknaði,' þó var maður i prjónabrÓk, flik sem maður hefur ekki farið i árum saman. Heldur hef ég verið lúpulegur þvi Jón i Fagrabæ spyr hvort mér sé kalt. ,,Nei, nei, þetta er bara hrollur”. Klukkan er um sex þegar við höfium matast og leggjum af stað. Þegar við komum að Ey- vindará eru 3 settir út og eiga þeir að smala svokallaða Eyvindarár- dali og vera komnir niður með féð um hádegi. Um hálfátta erum við komnir i hlað á Brettingsstöðum. Þar hittum við þá sem komu með hestana og Sigurð „sumarbónda” á Brettingsstöðum. Erum við þar kyrrsettir um tima i kaffi. En að lokum leggjum við af stað. Hesta- mennirnir fara norður út og smala svo kallaðan Bakka. Við erum þrir sendir á tveim jafn- fljótum að smala Brettingsstaða- dalina. Var reiknað með að hesta- mennirnir væru komnir til baka með féð um 11. Loks birtast þeir um hálf eitt. Höfðu þeir tafist við nokkrar óþægar kindur. Siðan gengur reksturinn mjög vel að Eyvindará og erum við komnir þangað um þrjú. Veðrið er eins og best verður á kosið, og landið skartar svo sannarlega sinu fegusta. Matarkassinn þungi er tekin niður af kerrunni og mat- ast. Það tilheyrir þá að ræða um féð. List þeim svona þokkalega á það, ekki meir. Þetta er tæplega meðalár, en þó voru mjög vænir dilkar innanum. Meðan við mötuðumst slógust hundarnir eins og þeir væru vit- lausir. Hundurinn Jakob stóð vist fyrir þessu og var hann að lokum settur upp á bilþak svona til þess að koma kyrrð á. Meðan sólin var sleikt og fæðan melt, voru sagðar gamlar gangnasögur, m.a. þegar Páll i Veisluseli var staddur i svartaþoku uppi á Brettings- staðadal og vissi af lambi sem var þarna einhversstaðar. Það var vonlaust verk að hafa það uppi svo hann setttist á stein og jarmaði. Allt i einu kemur lambið hlaupandi út úr þokunni og lendir beint i fangið á honum. Erlingur á Þverá skipuleggur siðan hvernig eigi að ganga að Heiðarhúsum. Okkur er raðað i Snemma beygist krókurinn brekkuna og þeir efstu ganga fremst en neðst er svo reksturinn. Hundlaus. Þvi hundarnir sem áttu að vera þar stungu af og dvöldu með einhverjum sem gengu ofar. Annars er þetta ákaflega þreyt- andi gönguleið vegna þess hve hliðin er giljótt. Hver smáspræna hefur grafiö sér hyldjúpt gil, þannig aö þú ert rétt kominn upp úr einu gilinu þegar annað blasir við. Þetta getur verið þreytandi til lengdar. Allt gekk þetta þó stórslysalaust fyrir sig og var komið að Heiðarhúsum um hálf átta. Og voru smalarnir orðnir hásir af hundleysinu. Eftir að hafa matast hrundi ég útaf þrátt fyrir miklar áætlanir um að vera vakandi ef i hart færi milli austur og vesturheiðarmanna. En sú rannsóknarblaðamennska sem ég stundaöi næsta morgun til að komast að þvi hvað hefði gerst um kvöldið gaf heldur litið bita- stætt. Menn höfðu farið snemma að sofa og haldið friðinn. Reyndar fór meirihluti austurheiðar- manna heim um nóttina, og var hent gaman að þvi að enginn þeirra var giftur, en þeir giftu vildu heldur vera i Heiðarhúsum um nóttina. Hvernig nú sem stendur á þvi. Föstudagur. Það var vaknað um sex, og eftir að við höfðum matast var okkur deilt niður i hliðina. Ég átti að ganga næst efstur. Jón i Fagrabæ átti að ganga ofar, og var ekkert slegið af á leiðinni upp. Þetta var sko engin Keflavikur- ganga, ég var gersamlega búinn þegar upp kom. En um leið og maður fór að ganga þvert, og út- sýnið..... ég fyrirgaf það að senda mig svona hátt upp. Við Syðra-Höfðagil erum við komnir um hádegi en þar koma Skarðsmenn á móti og standa fyr- ir. Þverárfjall tekur þar við og nokkru innar við eyðibýlið Þúfu er girðing upp á fjalltopp sem stoppar fjárhópinn. Það er gert svo þær renni ekki niður i byggð og einnig mætast þarna austur og vesturheiðarmenn. Og munaði litlu aö það færi illa þvi austur- heiðarmönnum hafi seinkað vegna þeirra sem fóru heim (vatn á myllu vesturheiðarmanna) og var féð eitthvað ókyrrt við girð- inguna. Allt i einu stekkur nokkur hópur kinda yfir Arbugsá sem rennur þarna við girðinguna og ko.staði það allnokkra fyrirhöfn að ná þvi aftur. ______ Siðasta spölinn aö Þverá gekk maður af gömlum vana, og voru nokkrar kindur alveg að niðurlot- um komnar. Enda var steikjandi hiti og sól og voru gangnamenn farnir að fækka fötum. Um kaffi- leytið vorum við komnir i hlað á Þverá, og var drukkið kaffi á ó- löglegum hraða þvi það var verið að rétta i Gljúfrárrétt i Höfða- hverfi. Mesta fjörið var búið þeg- ar við komum þannig að þar var ekki höfð löng viðdvöl. Um kvöldið var siðan farið i sund að Stóru Tjörnum og var ég vinsamlegast beðinn um að þvo mér áður en ég færi i laugina. Réttir Ég held að það sé útbreiddur misskilningur að göngur og réttir séu einhverjar fyllirissamkomur. Allavega sá ég ekki vin nema einu sinni i allri ferðinni og var það i rassvasa á einhverjum aðkomu- manni. Annars var byrjað aö rétta um niu og var þvi lokið um þrjú. Var vafamál hvort væri meira af mannfénaði eða kvikfénaði eða hverjir væru að elta hverja. Voru bændur ánægðir með heimtur, en féð var ekki nema i meðallagi vænt. Fljótlega upp úr hádegi fóru fyrstu fjárrekstrarnir heim á leið. Miklir annrikisdagar liðnir og aðrir fara i hönd. UTAVER— LITAVER —; LITAVER — LITAVER GOLFTEPPI STOPP Glœsílegt úrval Keramik VEGGFLÍSAR ítalskar og spœnskar Glœsilegir litir GÓLFDÚKUR Vynil gólfdúkur Allar tegundir VEGGFOÐUR Vynil veggfóður Nýir litir MALNING OG MALNINGARVORUR fró öllum helstu framleiðendum landsins Magnafslóttur veittur LÆKKAÐ LITIÐ VIÐ f LITAVERI - ÞAÐ HEFUR ÁVALLT BORGAÐ SIG Hreyfilshúsinu — Grensásvegi 18 Sími 82444 LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITA.VER LITAVER LITAVER — LITAVER ^tÍTAVER — LITAVER

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.