Vísir - 28.10.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 28.10.1977, Blaðsíða 3
vism Föstudagur 28. október 1977 3 teskeiðin sýnd þrisvar um helgina Sýningar hefjast á ný nú um helgina i Þjóöleikhúsinu eftir hlé þaö sem varö á starfsemi leikhússins vegna verkfalls BSRB. Fyrstu sýningarnar veröa á leikriti Kjartans Ragnarssonar Týndu te- skeiöinniá föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Seldir aögöngumiöar frá fimmtudeginum 13. okt. gilda á föstudagssýninguna. Leikrit Kjartans haföi veriö sýnt nokkrum sinnum fyrir verk- fall viö afbragösgóöar undir- tektir og ágæta aösókn. Verkfalliö haföi talsverö áhrif á vinnuáætlun og skipu- lag leikhússins, eins og fram kom f viötali viö Þjóöleikhús- stjóra í þessum þætti i sföustu viku. Meöal þeirra breytinga sem veröa af þessum sökum er aö hætta veröur viö sýn- ingar á Nótt ástmeyjanna, sem sýna átti nokkrum sinn- um á stóra sviöinu. Er sýning- um því lokiö á þvi leikriti. Gullna hliöiö veröur tdciö aftur til sýninga og veröur fyrsta sýningin á miöviku- dagskvöld, 2. nóvember. Nokkrarbreytingar hafa oröiö á hlutverkaskipan f sýning- unni. Gunnar Eyjólfsson hefur tekiö viö hlutverki óvinarins, enkerlingu og Jón bónda feika sem fyrr þau Guörún Stephen- sen og Helgi Skúlason. örfáar sýningar verða á barnaleikritinu Dýrunum I Hálsskógi og veröur næsta sýning á sunnudag kl. 15. Er það 53. sýningin á þessu vinsæla verki. Þóra Friðriksdóttir f hlutverki sinu i Týndu teskeiðinni. Fyrstu sjúklingarnir eru komnir i sjúkrarúmin i langlegudeiidinni fyrir aidrað fóik, sem er tii húsa i Ilafnarbúðum. En það standa enn mörg rúm tóm, þvi hjúkrunarfólk vantar tii starfa. Fyrstu sjúklingarnir komnir í Hafnarbúðir Hin margumrædda lang- legudeild fyrir aldrað fólk í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu hef ur tekið til starfa, og eru fyrstu sjúkl- ingarnir komnir þangað inn. Lengi hefur staðið til að opna deildina og allt verið tilbúið til þess. En erfiðlega hefur gengið að fá hiúkrunarfólk til starfs, og starfsemin strandað á því. Nú er búið að koma þvi máli i lag a.m.k. aö einhverju leyti. Starfsfólk með full réttindi hefur fengist, en um tima var um það rætt að fá ófaglært fólk til starfs svo hægt yrði að taka deildina i notkun. Þvi meiður hefur ekki tekist að fá nema litinn hluta af þvi starfs- fólki sem með þarf til að hægt sé að reka deildina eins og vera ber. Eru þvi aðeins örfáir sjúklingar komnir inn i Hafnarbúðirnar, en vonast er til að fleira starfsfólk fáist á næstunni þannig aö rekst- urinn komist i eðlilegt horf. —klp Land og mannvirki — eru meginviðfangsefni Benedikts Gunnarssonar á Kjarvalsstððum Borgarafundur SÁÁ ó Akureyri Samtök áhugafólks um áfengis- vandamáliö — SAA — efnir til almenns borgarafundar I Borgar- bfó á Akureyri á morgun, laugar- dag. Þar munu Hilmar Helgason formaöur SAA, Pétur Sigurösson alþingismaöur og Steinar Guömundsson kynna framtiöar- áform og stefnu samtakanna. Fundarstjóri veröur Gisli Jóns- son menntaskólakennari. 1 lok fundarins veröur fyrirspumum svaraö. Fjölmargir Akureyringar hafa gerst félagar i SAA ■ og hafa um 10% bæjarbúa gengiö i samtökin sem er mun meira en lands- meöaltal. Nú munu 5% lands- manna hafa innritast i SAA og stööugt bætast fleiri viö. — SG. ,,Ég fjalla mikið um land, þar sem mannanna verk koma inn á. Þaö sem er nýtt hjá mér núna er að maðurinn er aðeins farinn að gægjast inn i myndirnar,” sagði Benedikt Gunnarsson myndlistarmaður, þegar Visir ræddi við hann á Kjarvaisstöð- um, þar sem hann opnar sýn- ingu á verkum slnum á laugar- daginn kl. 16. Benedikt stundaöi listnám á árunum 1945—1953 i Reykjavfk, Kaupmannahöfn, Paris og Madrid. Hann hefur kennt viö Myndlista- og handlöaskóla íslands og er nú lektor i myndlist viö Kennaraháskóla tslands. Hann hefur haldiö fjölda einkasýninga og auk þess tekiö þátt i mörgum samsýning- um innanlands og utan. Málverk eftir hann eru m.a. I Listasafni Islands, Listasafni ASl og einkasöfnum viða um heim. A undanförnum árum hefurhann unniömikiö aövegg- myndum og skreytingum, nú siöast að gerö glugga Kefla- vikurkirkju. Þótt flestar mynda Benedikts séu af landslagi og mannvirkj- um er sjaldan hægt að þekkja fyrirmyndirnar. ,,Ég foröast eftirlíkingar,” sagöi hann. FALKINN Ný frábær hljómplata meö Mannakorn, enn betri en sú fyrri. Á þessari plötu eru tíu ný lög eftir Magnús Eiríksson og allir textar utan eins, eru eftir hann. Ertu orðinn óskrifandi? Ef svo er ekki geturðu haft samband við umboðsmann Visis AKRANES: Stella Bergsdóttir, Höföabraut 16, s: 93-1683 AKUREYRI: Deóthóra Eyland, Viöimýri 8, s: 96-23628 BLÖNDUÓS: Siguröur Jóhannsson, Brekkubyggö 14, s: 95-4235. BOLUNGARVÍK: Daði Guðmundsson, Hliöarstræti 12, s: 94-7231. BORGARNES: Guösteinn Sigurjónsson, Kjartansgötu 12, s: 93-7395 EGILSSTAÐIR: Páll Pétursson, Arskógum 13, s: 97-1350 ESKIFJÖRÐUR: Herdis Hermóösdóttir, Strandgötu 41, s: 97-6321 EYRARBAKKI: Eirika Magnúsdótfir, Búöargeröi, s: 99-3368 DALVIK: Sigrún Friöriksdóttir, Guöabyggö 13, s: 96-61258 GERÐAR, GARÐI: Anna Mary Pétursdóttir, Sjávargötu, s: 92-7118 GRINDAVIK: Edda Hallsdóttir, Efstahrauni 18 GRUNDARFJÖRÐUR: öm Forberg, s: 93-8637 HELLA: Auöur Einarsdóttir, Laufskálum 1 HVAMMSTANGI: Siguröur H. Þorsteinsson, Kirkjuvegi 8, s: 95-1368 HVERAGERÐI: Asgeröur Sigurbjörnsdóttir, Heiðmörk 45, s: 99-4308 HVOLSVÖLLUR: Kristján Magnússon, Hvolsvegi 28, s: 99-5137 HÚSAVIK: Sigriöur Pétursdóttir, Brávöllum 3 IIÖFN HORNAFIRÐl: Birna Skarphéöinsdóttir, Garöabrún 1, s: 97-8325 ÍSAFJÖRÐUR: Úlfar 'Agústsson, Versluninni Hamborg, s: 94- 3166 KEFLAVIK: Agústa Randrup, Ishússtig 3, s: 92-3466 ÓLAFSFJÖRÐUR: Jóhann Helgason, Aöalgötu 29, s: 96-62300 ÓLAFSVIK: Ivar Baldvinsson, Vallholti 18, s: 93-6388 PATREKSF JÖRÐUR: Björg Bjarnadóttir, Sigtúni 11, s: 94-1230 MOSFELLSSVEIT: Stefania Bjarnadóttir, Arnartanga 53, s: 66547 NESKAUPSTAÐUR: Birgir Agústsson, Breiöabliki 6, s: 97-7139 RAUFARHÖFN: Elin Karlsdóttir, s: 96-51180 REYDARFJÖRÐUR: Dagmar Einarsdóttir, Mánargötu 12, s: 97-4213 SANDGERÐI: Helgi Karlsson, Vallagötu 21, s: 92-7595 SAUÐARKRÓKUR: Gunnar Guöjónsson, Grundastig 5, s:95-5383 SELFOSS: Báröur Guömundsson, Tryggvagötu 7, s: 99-1955 og 99-1335 SKAGASTRÖND: Karl Karlsson, Strandgötu 10, s: 95-4687 SIGLUFJÖRÐUR: Matthias Jóhannsson, Aöalgötu, s: 96-71489 STOKKSEYRI: Eyjólfur Óskar Eyjólfsson, Hamrahvoli, s: 99-3276. STÖÐVARFJÖRÐUR: Sigurrós Björnsdóttir, s: 97-5810 STYKKISHÓLMUR: Siguröur Kristjánsson, Langholti 21, s: 93-8179 VESTM ANN AEY JAR: Helgi Sigurlásson, Brimhólabraut 5, s: 98-1819 ÞORLAKSHÖFN: Frankli'n Benediktsson, Veitingastofunni Þorlákshöfn s: 99-3636

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.