Vísir - 28.10.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 28.10.1977, Blaðsíða 4
c Föstudagur 28. október 1977 VISIR VIÐA LEYNIST FISKUR UNDIR Demanta- vinnslan bjargaöi S-AfríkU/ þegar gullið brást. STEINI Sérfræðingur i stjórnvis- indum heldur þvi fram i nýrri bók sinni, að Bandarikin hafi knúið Suður-Afriku til fylgis við stefnu sina i Ródesiumálinu með þvi að braska meö gull á heimsmarkaðnum. Bill Johnson, kennari i stjórn- visindum við Oxford-háskóla, fullyrðir, að Suður-Afrika — mesti gullframleiðandi heims — hafi rambað á barmi gjaldþrots fyrir þessa sök. Johnson, sem áður var há- skólakennari i Suöur-Afriku, fjallar i bók sinni um stöðu S-Afriku, og leitast við að svara spurningunni, sem birtist i bókartitlinum: „Hversu lengi kemst Suður-Afrika af?” Þessi 326 blaðsiðna bók kom út á vegum MacMillan, forlags- ins i S-Afriku núna i vikunni, en hefur verið fáanleg i Vestur-Evrópu. Bókin þykir sérstaklega athyglisverð fyrir umfjöllun Johnsons á þeim styr, sem staðið hefur um stjórn Suður-Afriku, stefnu hennar i kynþáttamálum og stuðning við Ródesiustjórnina. Kemur Johnson inn á það, að Bandarikjastjórn hafi 1975 og 1976 af ráðnum húg orsakað stórkostlegt verðfall á gulli á heimsmarkaðnum með þvi að selja af eigin birgðum og telja alþjóða gjaldeyrissjóðinn á það sama. Segir bókarhöfundur, að til- gangurinn með þessu hafi'veriö sá, að skapa Suður-Afriku slikan efnahagsvanda, að stjórn landsins léti af stuðningi sinum við Ródesiustjórn og þvingaði hana til þess að fallast á tillögur Henry Kissingers (1976) um lausn á vandamálum Ródesíu. Fyrrum voru Ródesia og S-Afríka óaðskiljanlegir bandamenn, en gullið þvingaði stjórnina i Pretorlu inn á aðra stefnu. 1 Washington hafa William Simon, fjármálaráðherra, og aðrir embættismenn stjórnar- innar þráfaldlega borið á móti þessu. Þeir halda þvi fram, að tilgangurinn með sölu á gull- birgðum hafi einfaldlega verið sá, að sporna gegn auknum inn- flutningi á þessum dýra málmi. Þessi ráðstöfun hafi verið gerð til þess að draga úr „gullæð- inu”, sem flestir bjuggust við, að fylgja myndi afnámi banns- ins i janúar 1976, þegar banda- riskum borgurum leyfðist i fyrsta skipti eftir 45 ár að versla með gull. En Johnson segir i bók sinni: „William Simon virtist staðráð- inn i að sætta sig við ekkert minna en að krossfesta gull- námuiðnað Suður-Afriku. — Þvi meira, sem Washington þrengdi að Pretoriu, þvi meir þrengdi Pretoria að Salisbury”. 1 ársbyrjun 1975 hafði gull- verðið verið komið upp i 200 dollara únsan, sem er það hæsta, sem það nokkru sinni hefur komist i. Þegar komið var fram i ágúst 1976, var gullverðið á markaðnum i New York fallið niður i 100 dollara únsan. „Þetta var vel falið vopn”, skrifar Johnson. „Það voru næsta fáir, sem komið gátu auga á tengslin milli gull- brasksins á mörkuðum i Zurich og London og svo hinsvegar þess sem var að gerast i dipló- mataheiminum. — Samtimis þessu beittu svo Bandarikin áhrifum sinum til þess að letja lánveitingar til Pretoriu”. Hann bætir þvi við i bók sinni, að Rússar, sem stóðu frammi fyrir óhagstæðum viðskipta- halla gagnvart Vesturlöndum, höfðu miklar áhyggjur af verð- falli gullsins. í júni 1976 veittist Moskvustjórn að braski Banda- rikjamanna á gullmörkuðum,- og itrekaði að eini öryggi grundvöllur alþjóða gjaldeyris- kerfisins hlyti að vera gull. Reyndust Rússar bestu vinir Suður-Afriku i þessu vanda- máli. Eins og menn minnast af fréttum, þá sótti Ian Smith for- sætisráðherra Ródesiu Genfar- ráðstefnuna að tillögu Kissing- ers, en hún hófst 28. október 1976. Um framtiðarhorfur Suður-Afriku tiltekur Johnson, að S-Afrika hafi hallast æ meir að Israel sem bandamanni. Þessi tvö riki eiga sér sameigin- lega hagsmuni i demanta- versluninni. Slipaðir demantar eru 50% af heildarútflutnings- verðmætum Israels. Mestur hluti þeirra fara á Bandarikja- markað, og eru undirstaða við- skipta USA og tsraels. En ísraelsmenn fá 85% demanta sinna frá S-Afriku og Namibiu, þótt það fari ekki hátt. 1 gegnum þessa demantaverslun hafa Israel og S-Afrika tengst sterk- um böndum. T.d. hefðu Her- kúles-herflutningavélar ísraels- manna leyfi til þess að fljúga og lenda i S-Afriku eftir árásina frægu á Entebbe, ef þannig hefði æxlast. Um ályktanir sinar I bókinni klikkir Johnson loks út með þvi,að „vissulega fari margt fram, sem ekki blasi við al- menningssjónum, og liða muni mörg, mörg ár, áður en almenn- ingur fái að vita sannleikann þap um”. 29.10.77 KIWANISHREYFINGIN Á ÍSLANDI Gleymum ekki geósjúkum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.