Vísir


Vísir - 10.11.1977, Qupperneq 5

Vísir - 10.11.1977, Qupperneq 5
Nýjasti skriðdreki Rússa, T-72, var sýndur opinberlega i fyrsta skipti á sextiu ára byltingarafmælinu á mánudaginn. Hann er vopnaður sjálfvirkri 115 mm. fallbyssu sem hægt er að skjóta af á ferð, með mikilli nákvæmni, eftir Laser-geisla miðunartækjum. i von um að komast efst á popp-vinsældalistann er nú plötuútgáf ufyrirtæki í Bandarík junum fyrir hæstarétti með beiðni um að fá leyfi til að gefa út á kasettum, segulbandsupp- tökur af samtölum Ric- hards Nixons við ýmsa menn, meðan hann var forseti. Það eru hinar svonefndu Watergate-upptökur sem þarna er um að ræða. For- setinn hafði jafnan segul- band í gangi þegar hann var að spjalla við menn á skrifstofu sinni. VISIR Fimmtudagur 10. nóvember 1977 Á Nixon rétt lagavernd ge andlegri kvöl Bítlarnir fá minnismerki í Liverpool koiiuo um 1 pi UUdUUUMUO oy myndastyttu. Ein tillagan um myndastyttu er á þá leið að félagarnir fjórir verði þar hálfir menn og hálfir hestar, á palli sem snýst i hringi. Svo á að leika lög þeirra undir hringsólið. Dauða- refsing í Stærsti stjórnarand- stöðuflokkur Danmerkur, Framfaraflokkur Mogens Glistrup, hefur lagt fram frumvarp um að dauða- refsing verði tekin upp í landinu að nýju. Dauðarefsingin á þó aðeins að ná til hryöjuverkamanna sem með ofbeldisverkum sinum hafa myrt fólk eða stofnaö þvi i lifs- hættu. Dauðarefsing var afnumin i Danmörku áriö 1932, en þó voru nokkrir striðsglæpamenn teknir af lifi eftir aö landið var frelsað undan oki nasista. Eftir miklar og harðar deilur hefur nú borgar- stjórnin i Liverpool skipt um skoðun og ákveðið að reisa Bitlunum minnis- merki i miðborginni. Borgarstjórnin fékk gifurlegar skammir hvaðanæva Ur heim- inum þegar hún fyrir nokkrum vikum taldi ástæöulaust að heiðra Bítlana meö þessum hætti. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hvernig þetta minnismerki á að lita út. Uppástungur hafa ÍSRAEL KVEÐST ÁFRAM MUNU HEFNA ÁRÁSA ísraelska stjórnin varaði við þvi i morgun að ef gerðar yrðu fleiri eldflauga eða stórskota- liðsárásir á ísrael, mundi það einnig leiða til frekari hefndarað- gerða af þéírra hálfu. Stjórnin sagði mark- lausar fréttir um að loft- árásirnar á Libanon hefðu verið gerðar á þorp þar sem aðeins bjuggu óbreyttir borg- arar. Talið er, að yfir hundrað manns hafi farist i loftárásúm israelska flughersins, sem gerðar voru i hefndarskyni fyrir eldflaugaárás á ferðamannabæinn Nahariya. Þar biðu þrir bana og fleiri særð- ust. Stórskotalið tók einnig þátt i þessum hefndaraðgerðum og er talið að það hafi einkum verið stórskotahriðin sem varð óbreytt- um borgurum að bana. Þrátt fyrir neitanir Israels- manna hafi fréttamenn i Libanon skýrt frá þvi að þeir hafi séð lik óbreyttra borgara, þar á meðal kvenna og barna. Palestinuarabar eiga búðir þarna i grenndinni og það var að þeim sem isralesku árásunum var beint. ísraelska stjórnin sagði að stjórnvöld i Libanon og Sýrlandi ættu mikinn hluta ábyrgðarinnar vegna þessara atburða. Herir þeirra væru allt i kringum búðir Palestinumanna og þeim væri i lófa lagið að hindra árásir þeirra á tsrael. Þessar upptökur áttu Richard Nixon, fer hann á „Topp-10" listann? storan þátt í því að hann hrökklaðist úr embætti. Lögfræðingur forsetans fyrrverandi segir að það muni valda honum miklum hugarkvölum ef kasettu- salan yrði leyfð og hann gæti átt á hættu að heyra upptökurnar í hvert skipti sem hann opnaði sjónvarp eða útvarp. Lögfræðingur plötuút- gefandans segir hinsvegar að Nixon hafi engan rétt á lagalegri vernd gegn þeim andlegu þjáningum. Skelfir hryðjuverka- manna skotinn í fótinn Sérlegur fulltrúi banda- rikjastjórnar I baráttunni gegn hryðjuverkamönnum var lagöur inn á sjúkrahús með skotsár á fæti, sfðast- liðið þriðjudagskvöld. Fulltrúinn Hayward Is- ham hafði reynt aö elta uppi tvo menn sem ætluðu að ræna hann þegar á hann var skotiö. Hann var við góöa liöan i morgun. Embætti hans var stofnað fyrir skömmu þegar Banda- rikjastjórn sá ástæðu til að hafa sérstakan fulltrúa sem hefði yfirumsjón meö bar- áttu gegn hryðjuverkamönn- um. Kafnaði í olíugeymi Austur-Þýskur verkamaður kafnaði í olíugeymi vélar sem hann hafði skriðið inní til.að reyna að f lýja til Vestur-Þýskalands. Vélin sem notuð er til að framleiða plastik mót var keypt frá austur-þýsku fyrir- tæki. Verkamaðurinn virðist hafa verið viö aö pakka henni niður og notaö tæki- færið til aö skriða oni geyminn. Lögreglan i Kaufbeuren i Vestur-Þýskalandi, segir aö hann hafi liklega skriðið i geyminn i lok september siðastliðins en ekki var tekið utanaf vélinni fyrr en siðast- liðinn þriðjudag. • • Onnur rísa- leiðsla frá Alaska Carter forseti hefur gefið endanlegt samþykki sitt til samstarfs við Kanada um að ieggja 7680 kilómetra gas- leiðslu frá Alaska til miðvesturrikja Bandaríkj- anna. Leiðslan á að kosta fjórtán milljarða dollara og Carter sagði að þetta sé mesta mannvirki sem hingaðtil hefur verið lagt útf vegna orkumála. Lagningu leiðslunnar á aö ljúka snemma á árinu 1983 og hún á að flytja 3,6 mill- jarða kúbikfeta af gasi á dag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.