Vísir - 10.11.1977, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 10. nóvember 1977 VISXR
VÍSIR
utgcfandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð-
mundur G. Pétursson.
Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson.
Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón
Arngrímsson, Jón Oskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Olafsson, Óli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi
Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar: Siöumúla 8. Símar 82260, 86611.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14. Sími 86611 7 línur
Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi,
innanlands.
Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö ,
Prentun: Blaöaprent hf.
Breyttar aðstœður
Fjármálaráðherrann, Matthías Á. Mathiesen, boðaði
óvinsælar ráðstafanir i fjárlagaræðu sinni síðastliðinn
þriðjudag. I sjálfu sér er það þverstæða, en eigi að siður
rétt, að helsta gagnrýnin, sem ríkisstjórnin hefur sætt,
er i þvi fólgin að hún hafi gert helst til of lítið af svoköll-
uðum óvinsælum ráðstöfunum.
Sannleikurinn er sá, að verðbólguvandinn er að magn-
ast á nýjan leik fyrir þær sakir, að ekki hefur tekist að ná
samstöðu um nógu ákveðnar og víðtækar aðhaldsað-
gerðir. Stjórnmálamenn og hagsmunaforingjar hafa oft
á tíðum litið svo á, að slíkar ákvarðanir væru ekki best til
þess fallnar að auka á vinsældirnar, og fyrir þá sök hafa
þær ekki verið teknar í nægjanlega ríkum mæli.
Á hinu afmarkaða sviði ríkisf jármálanna hefur náðst
talsverður árangur á síðustu tveim árum. Hlutfall ríkis-
útgjalda miðað við þjóðartekjur hefur lækkað frá því
sem áður var og tekist hef ur að stöðva hinn stórkostlega
hallarekstur rikissjóðs, sem hófst á vinstri stjórnar
árunum og tók einnig til fyrsta f járhagsárs núverandi
rikisstjórnar.
Nú eru hins vegar komnar upp allt aðrar aðstæður en
voru fyrir hendi, þegar undirbúningur var hafinn að
gerð þess fjárlagafrumvarps, sem liggur fyrir þinginu.
Útlistun á þvi frumvarpi er því ekki mál dagsins, heldur
hitt, hvað gera þarf í þvi skyni að koma í veg fyrir nýja
kollsteypu í efnahagsmálum í líkingu við þá, sem tekin
var 1974. Þessar aðstæður kalla á miklar breytingar frá
ýmsu þvi, sem ráð er fyrir gert í f járlagafrumvarpinu.
I f járlagaræðu sinni benti f jármálaráðherra réttilega
á, að launasamningarnir síðastliðið sumar og þeir samn-
ingar, er nýlega voru gerðir við opinbera starfsmenn
hafi farið fram yfir þau mörk, sem efnahagsbatinn gaf
tilefni til. Yfirlýsing af þessu tagi þýðir í raun og veru
það eitt, að ekki er unnt að standa við þessa samninga,
eigi að stefna í jafnvægisátt.
Vinstri stjórnin lagði á sínum tima fram frumvarp,
sem gerði ráð fyrir, að nýgerðir kjarasamningar yrðu
ógiltir að hluta. Slíkar aðgerðir eru óvinsælar, en erfitt
er að sjá, hvernig þær verða umflúnar við ríkjandi að-
stæður. En alvarlegar aðhaldsaðgerðir á þessu sviði
kalla einnig á viðtækar ráðstafanir í sömu veru.
Fjárlagafrumvarpið byggir á hækkun skatta á næsta
ári, bæði tekjuskatta og óbeinna skatta eins og bensín-
gjalda. Þetta eru mjög varasöm áform eins og nú horfir
og ekki sist, ef takmarka þarf nýgerða kjarasamninga.
Ekki er því ósennilegt, að ríkisstjórnin verði að hverfa
frá bensíngjaldshækkuninni og skjóta vegagerðarbylt-
ingunni á frest. Niðurskurður og aðhald á öðrum sviðum
er einnig óhjákvæmilegt til þess að mæta útgjaldaaukn-
ingu og koma í veg fyrir beinar skattahækkanir.
Launamálin eru á hinn bóginn ekki eini verðbólugvald-
urinn í þjóðfélaginu. Rætur hennar liggja miklu víðar og
dýpra. Endurreisnaraðgerðir í efnahagsmálum þurfa
t.a.m. að miða að því að koma í veg fyrir þensluáhrif
sveiflna í sjávarútvegi. Ráðstafanir í þá veru hljóta að
haldast í hendur við aðhaldsákvarðanir í ríkisf jármálum
og peningamálum.
En þessar aðstæður sýna, að f járlagafrumvarpið þarf
að taka miklum breytingum í meðförum þingsins. Að-
stæður hafa breyst svo verulega á síðustu mánuðum, að
hjá því verður ekki komist. Það hefur aldrei tekist aö
koma i veg fyrir hækkun frumvarpsins í þinginu enda
ekki verið gerðar tilraunir í þá veru. Nú hvílir hins vegar
sú skylda á stjórnarf lokkunum að koma í veg fyrir frek-
ari hækkun fjárlaga en frumvarpið gerir ráð fyrir.
Fjármálaráðherra boðaði í fjárlagaræðunni itrasta
aðhald í útgjöldum til þjónustu og framkvæmda. Við-
brögð þingsins verða prófsteinn á það, hvort þingmenn
þora að leggja til atlögu við efnahagsmeinsemdina með
svokölluðum óvinsælum ráðstöfunum.
Guðlaugur, rektor: Stórslys að kalla þetta háskóla.
„í HÁSKÓLANUM
ERU MENN SEM
GETA GERT GAGN
— sögðu hóskólamenn þegar Verk-
frœðistofnunin nýja var kynnt
Það má segja að þótt
Verkfræðistofnun Há-
skólans verði ekki
formlega til fyrr en
einhvern næstu daga
hafi verið byrjað að
leggja drög að henni á
árum siðari heims-
styrjaldarinnar.
Þá torvelduðust leið-
ir til erlendra háskóla
og þvi var stofnuð sér-
stök verkfræðideild við
Háskóla íslands sem
skyldi annast kennslu
til bráðabirgða, að svo
miklu leyti sem hægt
væri.
Ekki var verkfræöideildin þó
lögð niöur I strlöslok heldur bætt
smdmsaman viö hana þannig aö
loks var hægt aö ljúka náminu
hérheima og Utskrifuöust fyrstu
verkfræöingarnir voriö 1974.
Breytingin frá verkfræöideild
yfir í Verkfræöistofnun felst
einkum I þvl aö hlutverk
stofnunar er — jafnframt
kennslunni — aö stunda viötæk-
ar rannsóknir á sviöi tækni- og
verkvlsinda.
A fundi meö fréttamönnum, i
gær, sagöi Guölaugur Þorvalds-
son, háskólarektor, aö Háskól-
anum hafioftveriö legiö á hálsi
fyrir ónógar rannsóknir. Rann-
sóknir séu nauösynlegar til að
tryggja gæöi kennslu I viökom-
andi grein, auk þeirrar prakt-
Isku þýöingar sem þær hafi á
framfarir I greininni.
Rektor kvaöst ekki vilja hafa
mörg orö um þá erfiðleika sem
rannsóknarstarfsemi fylgdu,
vegna fjármagnsskorts og aö-
stööuleysis, en sagöi þaö mis-
munandi eftir greinum hvernig
gengi aö fá fé og aöstööu til að
stunda rannsóknir.
Bæöi hann og talsmenn Verk-
fræöistofnunarinnar töldu þó
ástæöu til nokkurrar bjartsýni
um rannsóknarstörf hennar.
Hún heföi þá sérstööu umfram
margar aörar greinar aö árang-
ur skilaöi sér yfirleitt fljótt og
þaö væri alltaf auöveldara aö fá
fé og aöstööu til aö stunda rann-
soknir.
Rektor kvaö þaö álit sitt aö
þaö heföi veriö meiriháttar slys
aö þýöa oröiö „universitas”
sem.Háskóli, þaö gæfi alranga
hugmynd um tilgang hans.
„Oröiö þýöir „vlöfeömi”,
sagöi hann. „Háskóli er alrangt
nafn sem gefur til kynna aö sú
stofnun eigi aö raöa niöur og
ákveöa hvaö er ööru ofar”.
Menn sem geta gert
gagn.
Talsmenn Verkfræöistofnun-
arinnar á þessum fundi meö
fré^tamönnum voru þeir Einar
B. Pálsson, Geir Gunnlaugsson,
Valdimar K. Jónsson og Sigfús
Björnsson.
Þeir voru allir harla ánægöir
meö tilurö sinnar stofnunar og
bjartsýnir á framtlö hennar.
Þeirsögöu aö þótt variö væri til
hennar fé gæti hun skilaö góöum
hluta þess aftur meö ýmsu móti.
Sem dæmi voru nefndar
tölvuvigtar þær sem frystihúsin
eiga nú aö fá. Meö þvi aö hag-
nýta þá tækniþekkingu sem hér
er til ætti aö vera hægt aö spara
milljónatugi, miðaö viö hrein
kaup á tækjunum erlendis frá.
„Margir virðast halda aö há-
skóli sé hæli fyrir menn sem
vilja vera I friöi, skilja ekki aö
hér eru menn sem geta gert
gagn”.
Allir Háskólans menn, á
staönum, voru sammála um
nauösyn þess aö hinar ýmsu
greinar hans og stofnanir séu
sem nátengdastar atvinnullfinu
og ööru sem er aö gerast I land-
inu. Þvi aöeins aö svo sé takist
honum aö þjóna hlutverki sinu.
—ÓT