Vísir - 10.11.1977, Síða 11
m
vism Fimmtudagur 10. nóvember 1977 11
NÝTT SETUMANNAÆVINTÝRI
Vithjálmur Hjálmars-
son
„En skyldi Vilhjálmur
verða hræddur? Best gæti ég
trúað að þessum piltum takist
ekki aðplata sveitamanninn”.
Sverrir Hermannsson
„Má ég spyrja háttvirtan fyrstasjálfkjörinnsetufræðing og etýmólóg Sverri llermannsson: úr
hverju mynduðust orðin hundur og köttur? Og hvernig og úr hverju er myndað orð einsog seta?”
inni býr sér til bjór einsog hver
getur torgað úr efnum sem fást i
hverri matvörubúð, og hefur til
þess lögleg bruggtæki sem lika
fást á hverju strái. Annaö dæmi
er hið skylduga karp á Alþingi,
sem oft vill taka á sig form sjúk-
legrar vanstillíngar, útaf réttrit-
un. Mér er sagt að þingmaður
nokkur sem ég þó slst vil lasta,
Sverrir Hermannsson aö nafni,
hafi á siðasta Alþingi naldið ræð-
ur i 40 klukkustundir útaf bók-
stafnum z, þaraf tvær nætur I röð
frá þvi klukkan 10 að kvöldi og
frammá fótaferðatima að morni.
Eftir þvi sem mér er sögð sagan
sat aðeins einn þingmaður þetta
ræðuhald til enda, Magnús Torfi
Ólafsson, og hlustaði brosandi
allan tlmann, enda einn mestur
geðprýðismaður á þingi. Ég leyfi
mér aö óska hinum einkennilega
alþlngismanni Sverri Hermanns-
syni, sem heldur laungu ræðurnar
um z, til hamingju aö hafa sllkan
mann að áheyranda sem Magnús
Torfa.
Jæa, nema það er af sem áður
var að þessi þýski bókstafur lægi
ónotaður I stafrófinu einsog þegar
ég var I skólum. Kanski á hann
eftir einusinni enn aö draga hæst-
virt Alþlngi inni ljóslausa kofann
Bakkabræðra, en eitt vona ég þó
til guðs, og það er að hann komist
aldrei inni barnaskólann á Mjóa-
firði.
Ég man þá daga 1941, I miöri
heimsstyrjöldinni siðari, þegar
þessi sálarbilun kom upp á Al-
þingi. Aökallandi vandamál og
lifsspursmál þjóðarinnar voru
lögð á hilluna dögum og vikum
samfleytt. Sjálft heimsstriðið var
altieinu orðið einsog veikur ómur
af blikktrommusóló utanúr Eff-
ersey. 1 sambandi viö setuna var
einnig til umræðu afnám
„wimmeriséringar” á Islend-
ingasögum i þá daga, en svo var
nefnd hin óvinsæla stafsetning
sem Wimmer nokkur, danskur,
hafði búið til á bækur þessar
handa okkur. ömurlegt var aö
horfa á þingmenn leggja nótt við
dag, æðandi og æpandi i þingsöl-
um útaf þessu béaða þýska hljóð-
tákni,- z, hlusta á lækna, sýslu-
menn, útgerðarmenn, kaupfé-
lagsstjóra og bændur tútna út af
bræði og umhverfast af taugaæs-
ingi, og tala sig dauða, að mestu
án þess að neyta svefns og matar,
alt útaf þessum eina bókstaf.
Nauösyn þess að halda staf-
setningunni eftir Wimmer á is-
lenskum fornritum var kanski að
sumu leyti skiljanleg; en ég
sleppi allri þeirri röksemdafærslu
hér. Aö þvi er setu snertir vita all-
ir sem vita vilja, að það ,,ts”-
hljóð sem setan táknar hefur ekki
verið til á islensku frá þvi land
bygðist. Þetta hefur verið dauður
stafur einsog c og q. Sverrir þing-
maður Hermannsson verður að
fara til Þýskalands til að heyra
þetta hljóö; en þar getur hann
lika heyrt það allan daginn. Mætti
ég leýfa mér að segja til dæmis
um getuleysi Islendinga til að
bera hljóðið rétt fram, að þaö
kostaði vin minn, Islenskan
óperusaungvara, stöðu hans i
Vin, þegar hann átti i þýöingar-
miklu óperuatriði aði sýngja um
undurfagra stúlku orðin „das
reizende Mádchen”; þá varö hon-
um svo á i messunni eftir margra
ára nám, að hann saung „das
reisende Madchen” i staðinn, og
var rekinn. Þetta vona ég aö komi
aldrei fyrir skemtikraft einsog
Sverri Hermannsson. Þetta
þýska ,,ts” sem setan táknar er
hljóð sem aldrei verður myndaö I
islenskri túngu. Það er eitt af
þeim mörgu blisturshljóðum i
þýsku sem verka á okkur einsog
óhljóð, en eru sögð komin I þýsk-
una úr slavneskum túngum ein-
hverntima i fyrndinni. Afturá-
móti er Islenska s-hljóðið óþekt i
þýsku, og væri verðugt verkefni
fyrir duglegan hugsjónamann
einsog Sverri Hermannsson aö
Magnús Torfi ólafsson
„Eftir þvi sem mér er sögð
sagan sat aðeins einn þing-
maður þetta ræðuhald til
enda, Magnús Torfi Ólafsson
og hlustaði brosandi allan tim-
ann, enda einn mestur geð-
prýðismaður á þingi”.
boða þjóðverjum hið islenska ess.
Hitt er annaö mál að þar sem is-
lenska stafrófið er upprunalega
gert eftir útlendum stafrófum,
hefur þaö nokkra bókstafi sem
eru þarflausir hér, td c og q fyrir
utan setuna; en nafniö á bók-
skömm, hlýtur að geymast sem
aumur blettur á islenskri réttar-
sögu um aldir.
Ég sé að setumenn hafa feingið
einhver kennivöld, sem eru þó svo
klók að þegja um nöfn sln, til að
setja saman „lærðan” rökstuön-
íng fyrir lögvernd setu, hvurn
sem kynni að eiga aö hræða með
þvi, vonandi ægir það ekki hinum
austfirska búhöldi Vilhjálmi
Hjálmarssyni sem er sómi þings-
ins. Ef þetta þvogl kemst I gegn
gæti það vel átt eftir að hræða
einhver börn frammi timanum
sem eiga eftir að fæöast. En
skyldi Vilhjálmur verða hrædd-
ur? Best gæti ég trúað aö þessum
piltum takist ekki að plata sveita-
manninn.
Aðeins örfáar athugasemdir aö
lokum. Mér varð gripiö ofani ein-
hverskonar hálfopinbera seturit-
smið eftir setumanninn Sverri
Hermannsson á dögunum, þar
sem þingmaöurinn heldur þvi
fram að það sé nauðsynlegt að
kenna börnum setu svo þau skilji
rót og uppruna Islenskra orða.
Þau visindi sem þingmaðurinn
á við munu vera sú fámenn sér-
grein i málvlsindum, kölluð
etýmólógia, það er að segja upp-
runafræði oröa, orösifjafræði.
Leyfist mér að spyrja, hvurn
fjáran varðar Sverri Hermanns-
son um uppruna orða? Og þó svo
væri, hversvegna þá endilega
þeirra einna orða þar sem hægt er
að koma z fyrir? Upprunafræöi
oröa er reyndar sérstæö visinda-
grein, allir vita það, en aungum
manni með fullu viti dettur I hug
að fara að troöa sllku i barna-
skólabörn; enda hefur stagl af
slikum toga frekar stefnt i átt til
þess að gera islendinga mállausa
i þessari kynslóö, helduren hitt.
Að minstakosti, sá sem rennir
gagnrýnum augum yfir dagblöð-
in, einsog þau eru skrifuð núna,
mun fljótt komast að þvi að það
sem hrjáir þessa menn er eitt-
hvaö alt annað en skortur á lær-
dómi i etýmólógiu. Fyrir nú utan
sem orðsifjaleg stafsetning hlýtur
að vera nokkurskonar fermál
hrlngsins. Svona viövaningshug-
myndir i málfræöi á ekki að þurfa
að ræða. Má ég spyrja háttvirtan
fyrsta sjálfkjörinn setufræöing og
etýmólóg Sverri Hermannsson:
úr hverju mynduöust orðin hund-
ur og köttur? Og hvernig og úr
hverju er myndað orö einsog
seta? Og hver er upprunaleg
mynd orðsins fifl? Og umfram
alt, hver væri að bættari þó hann
vissi þetta? Enn ein spurning: af
hverju eiga börn endilega að vera
að skifta sér sérstaklega af upp
runafræði orða I sambandi viö z?
Varla eru þó öll orð upprunalaus
nema þau sem hafa z. Að hvaða
stafrófinu og löggilda notkun
hans séráparti? Og I annan stað,
hver er réttarhugmynd þeirra
manna sem vilja að allir bókstaf-
ir i islenska stafrófinu skuli vera
ólögverndaðir — og réttarfræði-
lega óskilgreindir — nema seta?
Og hvenær varö Alþingi islend-
inga aö akademiu sem hefur það
hlutverk að passa hvaöa bókstafi
islendingar skrifi eða skrifi ekki?
Hversvegna slá réttritunarregl-
um samanvið refsilöggjöfina? A
núna lfka að leggja einhverja vel
útilátna tukthúsun við, ef menn
skrifa ekki setu, einsog i fyrra
skiftið þegar þessi galskapur var
á feröinni i tið Jónasar á Hriflu?
Af hverju má ég ekki skrifa ná-
kvæmlega þá stafi sem ég vil?
Það er lesenda minna, en ekki Al-
þingis, aö dæma um hvort þeim
Hkar sá texti sem ég skrifa. Meö-
al annarra orða fer ekki að verða
timi til kominn að hætta að skrifa
stafinn y, sem I 5-600 ár hefur
ekki táknað annað hljóð en ein-
falt i-hljóð i islensku?
túngumáli er Sverrir Hermanns-
son að leita þegar hann vill fyrir-
skipa i barnaskólum sérstaka
upprunarannsókn á orðum meö
ts-rót? Ég mundi i hans staö læra
þýsku, þar sem nóg er af svona
blístrandi óhljóðum. Og þá er
komið að mjög miðlægri spurn-
ingu i þessari forheimskun mál-
fræðilegra viðvaninga: hvernig
er hægt með lagasetningu á Al-
þingi að plokka einn bókstaf útúr
1 æsku minni var bókstafurinn
z varla þektur nema i sjón og al-
gerlega látinn eiga sig I þeim
skólum þar sem ég gekk um dyr;
og þegar ég kvaddi 46a bekk
Mentaskólans 1919 var aðeins
einn maöur i þvi fyrirtæki sem
þurfti viö og við að muna eftir
þessum bókstaf og það var Zoéga
rektor. Þaö er þvi von mér finnist
I meira lagi skrýtiö ef ég á nú i
annað sinn á ævinni að lifa þá
ömurlegu sjón að sjá menn upp-
tendrast á^Alþingi til að setja lög
útaf notkun þessa bókstafs. Fyrra
sinnið var 1941. Eftir þess árs z-
lögum var ég dæmdur til fángels-
isvistar, minnir mig, en i háar fé-
sektir að öðrum kosti; og svo var
forleggjari minn Ragnar Jónsson
og prentari okkar Stefán
Ogmundsson. Það er athyglisvert
aö við vorum dæmdir fyrir að
prenta þennan bókstafekki«f text-
um þeim sem við gáfum þá út,
þarámeðal Hrafnkötlu og
Laxdælu.
Skapbrestir þessarar kæru
þjóðar viröast einatt vera helsti
erfiðir til þess hún fái haldiö hér
uppi lögriki og siðuðu mannfélagi
svo i lagi sé. 1 blöðunum hérna
sjást dögum oftar merki þess hve
pexnáttúran er ofarlega I þéssu
fólki, einkum útaf titlingaskit. Oft
er vigahugur I mönnum og seint
virðist tilamunda séð fyrir end-
ann á þeim stælum sem þessar
háttvirtu mömmur okkar á
Alþingi hafa uppi um hvort viö
megum fá okkur glas af bjór — þó
allir viti að þúsundum manna hér
á landi, þarámeðal farmönnum,
er heimilt samkvæmt lögum aö
flytja inn þann bjór sem þeir vilja
og þurfa, og afgángurinn af þjóð-
LAXDÆLA SAGA
HAI.I.DÖR KIL.JAN LAXNESS
OAF ÚT
MED 1.ÖGSKIPAÐRI STAFSETNINGU
ISLF.NZMA RlKISINS
REYKJAVÍK ishi
RAGNAR JÓNSSON. STEFÁN ÖGMl.’NDSSON
Titilblað Laxdæluútgáf-
unnar 1941
„Það er athyglisvert að við
vorum dæmdir fyrir að prenta
þennan bókstaf EKKl itextum
þeim sem viö gáfum þá út,
þarámeðal Hrafnkötlu og
Laxdælu”.
stafnum, seta, höfum viö feingiö
að láni úr grisku. Ef nógu mikill
ofstækismaður kæmist inn á Al-
þingi gæti hann áreiöanlega meö
einni litilli 40 klukkustunda ræöu
taliö suma þingmenn á að fara að
skrifa c og q núna, bókstafi sem
Guðbrandur hólabiskup og þeir
karlar feingu frá þjóðverjum i
kaupbæti með siöbótinni.
Þvi miður uröu málaferlin, sem
hafin voru útaf stafsetningarlög-
gjöfinni „móti Kiljan” 1941, til
þess að snúa hlægiíegum skripa-
látum I harmleik, sem ekki siður
var mér dapurleg reynsla en hinu
háa Alþingi; enda er mér ekki
kunnugt um að þesskonar hneyxli
hafi áður gerst I sögu þeirrar
stofnunar. Stafsetningarlögin
sem Alþingi haföi sett „móti Kilj-
an” voru semsé dæmd dauð og
ómerk af Hæstarétti. Mér er
ókunnugt um annað dæmi þar
sem Hæstiréttur landsins hafi
með dómi lýst lög frá Alþingi i
heilulagi marklaust plagg. Slikur
hnekkur, mér liggur viö aö segja
Halldór Laxness ,
skrifar: