Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 2
18 — Alþýðublaðið 50 ára Frysfikistur 130 lítra 170 lítra 250 lítra 350 lítra 450 lítra 600 lítra Verð og stærðir við allra hæfi. í Kaupmenn - Kaupfélög Munið NIÐURSUÐUVÖRUR MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN AÐEINS VALIN HRÁEFNI ORA-VÖRUR í HVERRIBÚÐ ORA-VÖRUR Á HVERT BORÐ Niðursuðuverksmiðjan ORA h.f. Kársnesbraut 86. — Símar 41995 — 41996 lengur. Af efni blaðsins fyrstu ár- in ber langmest á pólitískum greinum, sumum skrifuðum und ir nafni, en fleiri nafnlausum. Margar þessara greina eru framhaldsgreinar, birtast í tveimur, þremur eða jafnvel enn fleiri blöðum. Talsvert er um fréttir í blaðinu, bæði inn- lendar og erlendar, en þeim er ekki slegið upp, yfirleitt sagð- ar í mjög stuttu máli og ber- sýnilega reynt að láta þær taka upp sem minnst rými. Glöggt dæmi um þessa meðhöndlun frétta má sjá í blaðinu haust- ið 1929, en þá hafði það kom- ið út í heilan áratug. Þetta haust var framið morð í Reykjavík, en það er atburð- ur sem núna hefði tvímæla- laust kallað á stóra fyrirsögn á forsíðu. En frá þessum atburði er sagt í stuttri eindálka frétt á 2. síðu blaðsins, þar sem til- tölulega lítið ber. á henni. Raunar verður nokkur breyt ing á uppsetningu blaðsins fyrstu árin, þótt ekki sé um neina byltingu að ræða. En með tímanum fer að verða meira um að tvídálka fyrir- sagnir séu settar yfir einstak- ar greinar eða fréttir, og 6. apríl 1920 gerist sá einstæði atburður að á forsíðu blaðs- ins er þriggja dálka fyrirsögn þ. e. fyrirsögn sem nær yfir síðuna þvera. Fréttin undir þesari óvenjulegu fyrirsögn fjallaði um stj órnarskipti í Dan mörku og sigur dönsku verka- lýðshreyfingarinnar í verk- fallsbaráttu, sem hafði staðið yfir þar í landi. Þá breytti það einnig svipmóti blaðsins að nokkru, að snemma árs 1921 er farið að setja framhalds- sögu blaðsins á aðra dálka- breidd en almennt var notuð, og var hún prentuð jafnbrotin neðantil á síðu. Framhaldssög- ur höfðu verið í blaðinu frá byrjun, en þangað til höfðu þær verið undir eindálka fyr- irsögnum innan um annað efni. Þessi breyting mun hins veg- ar hafa staðið í sambandi við það, að nú var farið að gefa sögurnar út sérprentaðar eftir að þær höfðu birzt í blaðinu og var fyrsta sagan sem þann- ig var gefin út Ævintýri eftir Jack London. Síðan voru aðr- ar framhaldssögur einnig sér- prentaðar, þar á meðal Tarz- an-sögurnar sem Alþýðublaðið hóf birtingu ó í ársbyrjun 1922 og urðu mjög vinsælar á næstu árum. Ólafur Friðriksson var rit- stjóri blaðsins til haustsins 1922, og mun ósamkomulag innan flokksins hafa valdið því að hann lét þá af störfum. Áð- ur hafði Ólafur að vísu horfið frá blaðinu um þriggja vikna skeið haustið 1921, er átökin út af rússneska drengnum stóðu sem hæst. Ólafur hafði beitt blaðinu talsvert til að rökstyðja mál sitt í þessari deilu, en miðstjórn flokksins samþykkti, að hún liti svo á að málið væri „einkamál Ólafs Friðrikssonar, en ekki flokka- mál.“ Var formaður Alþýðu- flokksins, Jón Baldvinsson, Ólafur Friðriksson Jón Baldvinsson Ilallbjörn Halldórsson skráður ritstjóri blaðsins frá 22. nóvember til 5. desember, en síðan Hallbjörn Halldórs- son til lil. desember, en þá tók Ólafur við ritstjórninni að nýju. Hallbjörn Halldórsson tók aftur við blaðinu haustið 1922, þegar Ólafur hætti, og var rit- stjóri þess samfleytt til órs- loka 1927. Snemma á rit- stjórnartíma hans breytti blað ið um prentstað. Það hafði frá byrjun verið prentað í Guten- berg, sem þá var rekin af sam- eignarfélagi prentara, en í árs- byrjun 1923 hófu prentarar verkfall, sem varð ærið lang- vinnt. í tæpan mánuð, frá 7. janúar til 3. febrúar, kom Al- þýðublaðið út fjölritað og að- eins tvær síður að stærð að jafnaði. En 4. febrúar koirn blaðið út prentað á nýjan leik, þótt prentaradeilunni væri enn ekki lokið. Var skýrt frá þvi í blaðinu að tveir prentarar hefðu tekið á leigu prentsmiðju Hallgríms Benediktssonar á Bergstaðastræti 19 og hefðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.