Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 12
28 — Alþýðublaðið 50 ára Jónas Guðmundsson Hannibal Valdimarsson Helgi Sæmundsson Það er hæpið að nýliðin saga geti talizt saga. Þess vegna mun ég hér á eftir aðeins stikla á stóru og enga tilraun gera til að rekja samhangandi sögu. Enn erum við flestir hérna meg in grafar sem áttum þátt í að koma blaðinu út þessi ár, og okkur blaðamönnum er eigin- legt lengivel að sjá þetta allt með augum þátttakandans. Máður losnar seint við blaða mennskurua, a. m. k. alveg. Hér er eitt þeirra starfa sem mað- ur tekur heim með sér á kvöld in og vaknar upp við á morgn- ana, ekki einasta vegna þess að vinnutíminn er jafnan óákveð- inn, heldur miklu fremur af hinu að þetta starf verður svo stór hluti af manninum sjálf- um. Það kennir ekki aðeins á- kveðin vinnubrögð sem iðkuð eru í ákveðnum vinnutíma heldur setur það mót á líf manns. Blaðamaður venst á að vera alltaf að taka eftir, spyrja, búast við hinu óvænta, hafa augun alltaf hjá sér. Fyrir blaðamanni stendur heimurinn aldrei kyrr, allt er í sífellu að taka á sig nýjar myndir. Þess vegna er engin ástæða til að láta sér leiðast, og þess vegna er ástæðulaust að taka hlutina of alvarlega: sumt sem menn hrópa húrra fyrir er nefnilega blöff, sumt sem lítils er virt ekki svo slæmt eftir allt sam-, an. Þegar stórviðburðir gerast bíður fólk eftir að því séu sögð tíðindin. En fréttamaðurinn fer á stúfana að ná í tíðindin. Hann er í því hlutverki að fara á vettváng og taka þátt í því sem er að /gerast. Eitt er það sem beinlínis verður að kallast einkenni Al- þýðublaðsins, og það er að vera sí og æ að skipta um ritstjóra. f minni tíð á þessu blaði hafa ritstjórarnir verið átta eða jafn vel níu. Ástæðan er að sumu leyti pólitísk veðrabrigði, öðru leyti ágreiningur um úrræði og stefnu í rekstri fátæks blaðs. En hins má með gleði minnast að þetta hafa allt verið hinir ágætustu menn. Mörg fýrstu árin af þessu 20—25 ára tímabili var Stefán Pjetursson ritstjóri einn. f árs- byrjun 1953 tók Hannibal Valdimarsson við og gegndi rit stjórastarfi framí september 1954. Þá var Haraldur Guð- mundsson ábyrgðarmaður blaðs ins um nokkurra vikna skeið en svo tók við Helgi Sæmunds- son. Síðari hluta árs 1958 kom Gísh J. Ástþórsson og var ráð inn ritstjóri ásamt Helga, og frá og með ársbyrjun 195.9 bætt ist Benedikt Gröndal við í hóp inn og voru þeir þrír ritstjór- arnir allt árið 1959, en í árs- lok hætti Helgi. Gísli hætti 1963, en Gylfi Gröndal kom í hans stað. Gylfi hætti svo snemma árs 1967 og var Bene- dikt einn til ársloka er Kristj- án Bersi Ólafsson var ráðinn ritstjóri. Á yfirstandandi ári hætti svo Benedikt, en Sighvat ur Björgvinsson • var ráðinn í hans stað. Þetta er myndarleg skrá yfir góða menn, og má með sanni segja að Alþýðublaðið hafi ekki vanhagað um ritstjóra þessi ár, stundum kannski meiri hörgull á öðru! Sömuleiðis má benda á að það Alþýðublað hafi heldur ekki verið á neinu nástrái með blaðamenn. Það hefur sannar- lega allan þennan tíma verið athafnamesta ( blaðamanna- smiðja landsins. Hér er ekki úr vegi að minn- ast þess er ungir menn komu á blaðið og vildu gerast blaða- menn. Iðulega vantaði menn, og því var reynt að fiska upp efniléga stráka. Fyrst var að 'J vita hvaða menntun þeir hefðu, hversu,; V.el þeir vsg^vi. að ; s&r. því blaðamaður verður að vera þokkalega menntaður. Oft fá- um við blaðamenn slæma ofaní gjöf fyrir villur sem okkur henda, við erum taldir sér- fræðingar i að gera vitleysur. En þeir sem að finna vita ekki hve gífurlega mikils kunnug- leika á mörgum sviðum starfið krefst á stundum og hve auð- velt er að gera mistök þegar verður að hafa hraðann á. Þá verður maður að komast að raun um hversu liðlega nýlið- inn skrifar móðurmálið, og stundum má fara nærri um það með því að hlusta á hann segja frá, því það mál sem hann tal- ar mun hann skrifa í blaðið, a. m. k. er frá líður og skólábóka íslenzban er farin að flagna utanaf honum. Að síðustu þarf að ganga úr skugga um hvort hann er kappgjarn og harður af sér við vinnu, hann verður að hafa töluverða snerpu og töluvert þol. Þetta val okkar á Alþýðu- blaðinu hefur víst ekki tekizt illa, því við getum verið stolt- ir af því að á flestum blöðum og fréttastofnunum landsins eru margir ágætir blaðamenn sem hafa hlotið sína fyrstu skól un á Alþýðublaðinu. Þeir eru sínu gamla blaði til sóma með því að standa sig vel í sínu nýja starfi. Lengi hefur Alþýðublaðið leitazt við að gera nokkur skil hinum skoplegu hliðum mann- lífsins. Baksíðan er frægt dæmi um það nokkur undanfarin ár, með frægum karakterum einsog afa, táningi og Filipíu frænku en Lómur, Skúmur, Kankvís og áðrir spéfuglar ortu. Eg spyr engan um leyfi til að upplýsa áð Lómur er Gestur Guðfinns- son, Skúmur Kristján Bersi, en Kankvís var Axel heitinn Ben- édiktsson. B-aksíðugreinina sem gj-arnan var kallaður „bakstur“ skiptust menn á að rita. En fyrirrennari allra þessara sjentilmanna og stórvirtoastur yið skopið var Loftur Guð- mundsson rithöfundur. Hann réðst til Alþýðublaðsins 1947 og var þar í ellefu ár. Eitt af verkum hans á blað- ■inu var að skrifa Brotna penna. Það var gamandálkur og brá Loftur sér í gervi ýmissa all- sérkennilegra • persóna. Þeirra voru fþqÁtœgastar .Filipi^s Eesag son hreppst j., mektarmaður í sinni sveit, vel að sér í forn- um sögum og sagði hvert ein- asta orð í fúlustu alvöru, og atómskáldið Leifur Leirs, oft- ast fullur og alltaf blankur. Þá má nefna íþróttagarp'inn Vöðv- an Ó Sigurs sem alltaf var að láta íslenzkar íþróttahetjur vinna stórsigra útí löndum, líka þegar þær töpuðu. Og það var fjarri því að hann færi svo liðlega með íslenztoa tungu sem hreppstjórinn. i Loftur skrifaði þennan dálk í sex ár, og minnir mig að hann væri orðinn ærið þreyttur á þessum persónum sínum að þeim tíma liðnum, enda hrein undur að hann skyldi þola þær svo mörg ár. Einsog kunnugt er gaf Loft- ur út úrval úr ljóðum Leifs Leirs árið 1951. i Frá því Alþýðuhúsið var byggt hefur það verið aðset- ur blaðsins. Lengi framan af var það í þremur hornherbergj um á annarri hæð, en haustið 1951 var flutt yfir í vesturend ann á sömu hæð yfir prent- smiðjunni. Það þótti mikið hag ræði. Húsnæðið var ekki að- eins miklu rýmra, heldur var þá hægt að hafa beint sam- band við prentsmðjuna, en áð- ur þurfti að hlaupa með öll handrit út og innum sömu dyr og fólk gekk um er sótti dans leiki í Ingólfs Café. Kostaði það stundum allt að því handa- lögmál að komast inn í prent- smiðjuna ef margir biðu við dyrnar. ) Alþýðubiaðið var átta síður þartil það var stæktoað uppí tólf í stjórnartíð Helga Sæ- mundssonar á árinu 1,957. Síð- an gerbreytti Gísli J. Ástþórs- son því og stækkaði það uppí sextán síður. Þetta var þó ekki eina stækkunin, því sunnudags blað hafði það gefið út annað slagið. Alþýðuhelgin undir rit stjórn Gils Guðmundssonar kom út um tíma meðan Stefán Pjetursson var ritstjóri og síð- ar var Sunnudagsblaðið gefið út undir ritstjórn Ingólfs Kristjárissonar, Gylfa Gröndal, Högna Egilssohar og Kristjáns Bersa Ólafssonar. '. Þá tók Alþýðublaðið fyrir 20 árum upp þann vana að gefa út sérstakt Sjómannadagsblað, . helgað sjómann,astéttinni og Þarsem allra leið liggur... ... hafa Almennar tryggingar haslað sér völ!. Félagið hefur starfað á onnan aldarfjórðung og jafnan leitast Við að uppfylla þarfir íslenzk'ra tryggingartaka. Hvers konar tryggingu þurfið þér? Líftryggingu, slysatryggingu, heimilis- tryggingu, húsatryggingu, bifreiðatryggingu og tryggingar á atvinnu- rekstri? Öflugt trýggingafélag í hjarta borgarinnar veitir yður alla nauðsynlega fyrirgreiðslu og óbyrgð. Alroennar tryggingar, sími 17700. Trygging er nauðsyn. MENNAR TRYGGINGAR Í PÐSTHÚSSTRÆTI S SlMI 17700

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.