Vísir - 19.11.1977, Side 10
10
VÍSIR
Utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson(ábm)
Ólafur Ragnarsson j
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund
ur Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Árni Þórarinsson
Blaöamenn: Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón óskar Hafsteins
son, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Magnús Olafsson, Oli Tynes, Sigur
veig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi
Kristjánsson Ljósmyndir: Jón Einar Guðjónsson, Jens Alexandersson.
Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611, 7 linur.
Áskriftargjald kr. 1500 á mánuöi
innanlands.
Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Mistökin viðurkennd
i þessari viku náðist sá merki áfangi, að raforkukerfin
norðanlands og sunnan voru tengd saman. Norðlending-
ar fá nú raforku frá Landsvirkjunarsvæðinu og eiga
erfiðleikar þeirra i þessum efnum nú að heyra sögunni
til. Hér er óneitanlega um merkan áfanga að ræða í raf-
orkuframkvæmdum.
Athyglisvert er hins vegar að rafmagninu var ekki
hleypt norður með hátiðlegri athöfn í likingu við þá sem
fram fór þegar byggðalinan var opnuð án rafmagns
milli Norðurlands og Vesturlands. Sannleikurinn er ein-
faldlega sá að þessi merki áfangi í raforkumálum
varpar svo skýru Ijósi á þau alvarlegu f járfestingarmis-
tök sem gerð hafa verið við Kröflu, að stjórnvöld geta
ekki efnt til opnunarstands með hefðbundnum hátiðar-
ræðum.
Þegar orkuy f irvöld tóku ákvörðun um að reisa Kröf lu-
virkjun var þvi haldið fram af þeirra hálfu, að raforku-
vandræði Norðlendinga væru svo mikil, að óhjákvæmi-
legt væri að 60 til 70 MW stöð gæti hafið framleiðslu
siðari hluta árs 1976. Vegna þessa var ákveðið að semja
um kaup á aflvélum og byggja stöðvarhús áður en Ijóst
væri hvaða orku mætti fá til raforkuframleiðslu við
Kröf lu.
Þegar i upphafi var á það bent af hálfu Orkustofnunar
að óvarlegt væri að semja um kaup á aflvélum áður en
frekari vitneskja lægi fyrir um orkuna. Þessi aðvörun
var send stjórnvöldum áður en kaupsamningar voru
undirritaðir. Orkuyfirvöld tóku hins vegar áhættuna
þrátt fyrir þessa viðvörun.
í annan stað var á það bent að því færi víðsf jarri að
Norðlendingar þyrftu 70 MW raforkuver fyrir árslok
1976. Raforkuverð frá slikri stöð yrði margfalt hærra en
frá öðrum orkuverum fyrir þá sök að á næstu árum yrði
ekki markaður nema fyrir lítinn hluta raforkufram-
leiðslunnar.
Borgarstjórinn i Reykjavík, Birgir isleifur Gunnars-
son svaraði fyrirspurn um þetta atriði frá Davíð Odds-
syni borgarfulltrúa vorið 1976. Þar kom fram, að búast
mætti við talsverðri hækkun á raforkuverði til Reykvík-
inga ef kostnaði við framleiðslu Kröf luraf magnsins yrði
dreift á alla landsmenn. Framkvæmdastofnunin komst
siðar að þeirri niðurstöðu að Kröf lurafmagnið yrði tvö-
falt dýrara en á Landsvirkjunarsvæðinu og var þá ekki
reiknað með þeim miklu gufuöflunarörðugleikum, sem
nú eru komnir upp.
Loks kom það fram áður en Kröfluvirkjun var
ákveðin, að hinn bráði raforkuvandi Norðlendinga yrði
leystur á hagkvæmastan hátt með lagningu byggðalín-
unnar. Það verk var hins vegar dregið á langinn en hef ur
nú verið lokið og telst til meiriháttar áfanga í raforku-
málum.
Sérfræðingar á þessu sviði hafa nú sýnt fram á, að
engin þörf er fyrir raforku frá Kröflu næstu f jögur árin
en þá þarf að hagnýta hana i þágu Austfirðinga. Fái
þeir hins vegar virkjun af loforðalista ráðherra, mun
liða enn lengri timi þar til þörf er á Kröf luraf magni.
Orkuráðherra segir hins vegar i viðtali við Vísi öndvert
við sérfræðingana að þörf sé á Kröflurafmagni 1979.
Þessi fullyrðing felur eigi að siður i sér viðurkenningu á
því að ekki var þörf á Kröf luvirkjun 1976 eins og haldið
var fram þegar báðar af Ivélarnar voru keyptar í einu án
þess að orkuöflunarmöguleikar væru athugaðir.
Þetta er í fyrsta skipti sem orkuyfirvöld viðurkenna
opinberlega að ástæðuiaust var með öllu að ráðast með
slikum látum i virkjun Kröf lu sem gert var. Kröf luvirkj-
un er þvi eitt alvarlegasta dæmið um mistök í opinberri
fjárfestingu á síðari árum og eitt Ijósasta dæmið um
árangurslausa minnisvarðapólitik. Hún hefur þegar
kostað landsmenn mikla peninga og á eftir að verða dýr-
keyptari. Þó að gufuöf lunin hefði tekist var eigi að síður
um f jármálaævintýri að ræða.
Laugardagur
19. nóvember 1977
VISIR
NÆSTI MENNTA-
MÁLARÁÐHERRA
VERÐI SJÁLF-
STÆÐISMAÐUR
Bókasöfn þarf mjög að efla í skólunum, og notkun þeirra i skólastarfinu.
sviðum. Metnaður er ekki alinn
upp i nemendum sem skyldi.
Þeir læra hvorki að bera 'virð-
ingu fyrir sjálfum sér né öðrum.
Allir eiga að fljóta gegnum kerf-
ið, enginn má skara fram úr og
enginn má falla á prófum. 1 9.
bekk fá nemendur bókstafi, sem
fæstir vita hvað tákna.
Nemendur eiga rétt á þvi að vita
hvað að baki er. Heilbrigður
metnaður og samkeppni skaðar
engan.
Kommúnistar og
menntakerfið
Margir hafa orð á þvi hve
vinstri sinnaðir kennarar eru
orðnir. Einkum er þetta áber-
andi i greinum, sem snerta
þjóðfélagið og þjóðfélagsgerð-
ina beint þ.e. samfélagsfræði.
Kennarinn á að hafa i hávegum
hlutleysi visindanna. Hann á að
leiða fram staðreyndir, en ekki
sleppa annarri hlið málanna.
Aberandi margir kommúnistar
virðast sækja svokallaða félags-
visindadeild Háskóla Islands.
Kennarar þar eru upp til hópa
kommúnistar og flokksbundnir
Alþýðubandalagsmenn. Þetta
ætti i sjálfu sér ekki að skipta
máli ef þeir hefðu hlutleysis-
regluna i heiðri.Svo er þó ekki ,
mikið gildismat er i námsbók-
arvali við deildina, túlkun
námsefnis og verkefnavali
nemenda. Eru menn svo hissa á
þvi að þetta fólk sé með áróður
gegn rikjandi þjóðskipulagi i
sinni kennslu?
Sinnuleysi
Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðismenn hafa verið of
sinnulausir i þessum málum.
Róttæklingar hreiðra um sig i
menntakerfinu, ala á óvild
nemenda i gerð lýöræðisins og
búa til alls konar gervilýðræði
og kenningar. Margir góðir
sjálfstæðismenn hafa látið i sér'
heyra um þessi mál en nú þarf
að hefja sókn og stefna að þvi
markvisst, að sjálfstæðismenn
taki við menntamálum i næstu
rikisstjórn.
Sá málaflokkur, sem hvaö mest áhrif hefur á framtlð hverrar
þjóðar eru menntamálin. 1 skólakerfinu er lagður grundvöllur að
skoöunum einstaklingsins á fjölmörgum málum. Heimilis-
fræðsla tiðkaðist hér á landi um langan tima, og almenn mennt-
un almennings var mjög litil. Nú hafa skólarnir tekið við þessu
hlutverki. Þátttaka foreldra i námi barna þeirra virðist fara
siminnkandi. Foreldrar þekkja ekki það námsefni, sem börnum
er boðiö upp á. Þeir hafa takmarkaða aðstöðu til aö setja sig inn i
það. Að visu hefur örlaö á námskeiðum fyrir foreldra t.d. I stærð-
fræði. Það nýja námsefni, sem nú er verið að færa inn I skólana
er litið sem ekkert kynnt fyrir almenningi. Námskrár berast
aðeins i hendur kcnnara. Þegar um svo róttækar breytingar er
að ræða, sem nú hafa dunið yfirværi þaö ekki óeðlilegt að allar
námskrár væru prentaðar I einni heild, eða útdráttur úr þeim, og
send heim meö nemendum til aö auka innsýn foreldra I skóla-
starfiö.
Blandaöir bekkir
Sú stefna hefur verið tekin
upp i grunnskólanum, að blanda
bekki, þ.e. að hafa i einum og
sama bekk nemendur með mjög
mismunandi námsgetu. Þetta
er talið lýðræðislegra einkum
gagnvart þeim nemendum, sem
eiga i námserfiðleikum. 1 lögum
um grunnskóla hefur verið gert
ráð fyrir aukinni aðstoð við
þessa nemendur. Mun eitthvað
vera um það i lægri bekkjum
grunnskólans, en hins vegar
skortir framkvæmdir i efri
bekkjunum. Grundvallar-
forsendur þess að blanda i bekki
er að fækka i þeim jafnframt.
Einn kennari getur aldrei annað
sem skyldi 25-30 nemendum
með mismunandi námsgetu.
Aðstaða og laun kennara eru
slik i dag, þrátt fyrir launa-
hækkanirnar nýlega, að i raun
geristlitið til breytinga. Mest er
jafnan rætt um þá nemendur,
sem lakastir eru i námi, hvernig
þeim skuli hjálpa. Hinn hópur-
inn er ekki siður mikilvægur,
sem skarar fram úr. Fræði-
menn hafa bent á, að þeir standi
sig hvað sem á dynur. Þetta má
vera rétt að vissu marki.
Hversu miklu meira mætti e.t.v.
kenna þeim en nú er gert vitum
við ekki. Hætt er þó að hjá nem-
anda, sem kemur læs i skóla 6
ára gamall, að það skapist
námsleiði við að hlusta á stafa-
kennslu i heilan vetur. Þessi
börn eiga einnig sinn rétt.
Bókasöfn þarf mjög að efla i
skólunum, og notkun þeirra i
skólastarfinu. Það er ekki nóg
ao eyoa miiljónatugum i bækur
fyrir skólana, ef þær eru ekki
notaðar. Kennarar þurfa að fá
námskeið i notkun safnanna.
Þannig gætu bókasöfnin orðið
veruleg stoð kennara einkum
hvað snertir að beina nemend-
um með mikla námshæfileika til
starfa þar. Dýrkun á meðal-
mennsku viröist rikja á flestum
/* .—V
Linda Rós Michaels-
dóttir segir i grein
þessari/ aö dýrkun á
meðalmennsku virðist
rikja á flestum sviö-
um. Metnaður sé ekki
alinn upp í nemendum
sem skyldi og þeir læri
hvorki aö bera virö-
ingu fyrir sjálfum sér
né öðrum. Allir eigi aö
I fljóta í gegnum kerfið
I og enginn megi skara
I fram úr.