Vísir - 19.11.1977, Síða 20

Vísir - 19.11.1977, Síða 20
VÍSIR 20" litsiónvarpstœki fró ^ími 86611 jr Opiö virka daga til kl. 22.0« GUNNARI ASGEIRSSYNI er vinningurinn í Sunnudaga kl. 18-22 smáauglýsingahappdrœtti Visis. Dregið mánudag Það er ekki sama hvort verðlagsbœtur eru í krónutölu eða prósentu: Sumir fá þrefaldar verð- lagsbœtur verkafólks í ASÍ Launþegar innan Al- þýöusambands (slands fá nú um mánaðamótin verðbætur, sem sam- svara 9.319 krónu hækkun mánaðarlauna. Frá sama tíma fá opinberir starfs- menn verðlagsbætur, sem nema 9.63%, en ekki ákveðinni krónutölu eins og hjá ASl. Af leiðingin er sú, að opinberir starfs- menn fá yfirleitt fleiri krónur i verðlagsbætur. Kauplagsnefnd sendi frá sér i gær tilkynningu um útreikning á verðbótum, sem koma eiga á laun, samkvæmt kjara- samningum, frá 1. desember næstkomandi. Verðbótavisitalan er 1. desember 1977, að viðbættum verðbótaauka, samtals 114.02 stig. Hækkunin frá 1. september s.l. er 9.63%. I kjarasamningi ASl-félag- anna er gert ráð fyrir, að hvert stig verðbótarvisitölu gefi ákveðna krónutölu i verðlags- bætur, þ.e. 930 krónur. Sam- kvæmtþvi eiga laun ASl-manna að hækka um 9.319 krónur á mánuði 1. desember. 1 kjarasamningum opinberra starfsmanna er hins vegar gert ráð fyrir þvi, að verðlagsbætur komi sem sama hundraðstala, eða prósenta, á öll laun. Þetta þýðir, að laun þeirra hækka vegna verðlagsbótanna um 9.63% 1. desember. Séu dæmi tekin af handahófi, þá þýðir þetta að 125 þúsund króna mánaðarlaun opinberra starfsmanna hækká vegna veröbóta ujn 12 þúsund krónur, 160 þúsund króna laun um ca. 15 þúsund, 200 þúsund króna mánaðarlaun um ca. 19 þúsund, 230þúsunda laun um ca. 22 þús- und, og 280 þúsund króna mánaðarlaun um 26-27 þúsund krónur á mánuði. Hæstu mánaðarlaun rikisstarfsmanna i BSRB eru 288.521,00. Á sama tima eru verðbætur allra innan ASt 9.319 kr,—ESJ. Ekkert heyrist í þeim þýska! Hvorki Ti Ikynningar- skyldan né Landhelgis- gæslan höfðu haft fregnir af þýska siglingakappan- um Axel Szudaee, sem hélt frá Siglufirði í fyrrinótt og ætlaði að sigla vestur fyrir Horn og til Reykjavíkur að talið var. Er við höfðum samband við Landhelgisgæsluna og Tilkynn- ingarskylduna hafði ekkert heyrst i þeim þýska, sem fyrir nokkrum dögum birtst skyndi- lega á hinum þriggja tonna báti sinum á Siglufirði. Hafði hann þá siglt einn sins liðs frá Noregi til Islands, og þótti mörgum þaö glæfraför á svona litlum báti og um þetta leyti árs. Siglfirðingar reyndu að fá hann ofan af þvi að sigla fyrir Horn, þar sem veður var heldur leiðin- legt, er hann lagði af stað i fyrri- nótt. En sá þýski var ákveðinn i að fara hvað sem hver segði. Eina sambandið sem hann hefur haft á siglingu sinni er við stöð i Þýskalandi, en við hana talar siglingakappinn, sem er fyrrverandi atvinnuflugmaður, einu sinni á dag. Ef ferð hans fyrir Horn hefur gengið að óskum er taiið liklegt að hann hafi rennt sér inn á ein- hvern fjörð fyrir vestan, eða þá haldiö áfram og skjóti upp koll- um i höfn við Faxaflóa um eða eftir helgina.... —klp— Einum af gámum varnarliösins ýtt inn um skut Bifrastar Igær. Ljósm. Vfsir Heiöar Baldursson. „EÐLILEGT AÐ VIÐ KEPPUM VIÐ EIMSKIP UM FLUTN- INGA FYRIR VARNARLIÐIÐ" — segir Þórir Jónsson, stjórnar- formaður skipafélagsins Bifrastar ,,Við höfum engan samning gert við varnar- liðið um flutninga. Bif- röst er aðeins sá aðili sem flytur varninginn", sagði Finnbogi Gíslason, fram- kvæmdastjóri Skipa- félagsins Bifrastar, í við- tali við Vísi. Eru þessir flutningar nokkur tiðindi þvi þótt ekki séu til neinir lokaðir samningar þar um, hef- ur Eimskipafélag islands ann- ast nær alla flutninga varnar- liðsins á sjó, undanfarin ár. Það eru Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari og Magnús Ar- mann, sem eru milligöngumenn á milli Bifrastar og varnarliðs- ins. Þeir hafa tilskilin leyfi til að semja um flutninga fýrir það. Þórir Jónsson, stjórnarfor- maður Bifrastar, sagði nokkuð vfst að um einhverja frekari flutninga fyrir varnarliðið yrði að ræða og það kæmi i ljós á sin- um tima. Þórir sagði að það væri ósköp eðlilegt að Bifröst og Eimskipa- félagið væru keppinautar um þessa flutninga. Varnarliöið hefði siöur en svo á móti þvi að fleiri en einn aðili annaðist þessa flutninga. „Þeir eru lika með töluvert af farartækjum sem þeir þurfa að flytja fram og aftur svo það er ekki nema eðlilegt að þeir vilji prófa svona skip”, sagði Þórir. Reksturinn í fullan gang Að sögn Finnboga Gislasonar, verður bilaskipið að likindum ekki leigt til útlanda á næstunni, heldur verður það i flutningum til og frá tslandi. Skipið sagði hann að hefði aðeins verið leigt hingað til, þar sem það fylgdi kaupsamningnum, að fyrri eig- andi fengi afnot af þvi um 5 mánaða skeiö. Hafnaraðstaða fyrir skipið verður tilbúin i Hafnarfirði um áramótin, eins og Visir skýrði frá i gær, en þangaö til veröur aö sæta sjávarföllum við uppskipun bilanna. Við réttar aðstæður er hægt að aka bilun- um á land. Bilaskipið verður i föstum áætlunarferðum til meginlands- ins frá þvi snemma næsta vor og þá skapast góðir möguleikar fyrir ferðamenn aö fara utan með bila sina. Siglt verður til Felixtowe og Rotterdam og auk þess til þeirra hafna sem þörf er á i hverri ferð. — SJ/—OT. Prófkjör Sjálfstœðis- flokksins um helgina: Kosið verður á sjö kjörstöðum Kjósendur I prófkjöri Sjálf- stæöisflokksins eiga aö kjósa i þvi kjörhverfi, þar sem þeir áttu lög- heimiii 1. desembcr siöastliöinn. Kjörstaðir verða opnir á 7 stöð- um i dag og á morgun, en á einum stað á mánudaginn. Þeir verða opnir kl. 14-19 um helgina á eftir- töldum stöðum: t KR heimilinu v/Frostaskjól fyrir Nes- og Melahverfi. t Grófinni 1 fyrir Vestur- og Miðbæjarhverfi. Templarahöllinni við Eiriks- götu fyrir Austurbæjar-, Norður- mýrar-, Hliða- og Holtahverfi. Samkomusal Kassagerðarinn- ar v/Kleppsveg fyrir Laugarnes-, Langholts-, Voga- og Heima- hverfi. Valhöll, Háaleitisbraut 1, fyrir Háaleitis-, Smáibúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Kaffistofa verksmiðju Vifilfells Stuðlahálsi 1 fyrir Arbæjarhverfi og aðra Reykjavikurbyggð utan Elliðaáa. Seljabraut 54, 2. hæð, fyrir Breiðholtshverfin. Þá verður á mánudaginn opinn kjörstaður i Valhöll kl. 15.30 til 20.30. — ESJ. Eldur í mótorhjólo- verkstœði Eldur kom upp i mótorhjóla- verkstæði við Hverfisgötu 72 i gærdag, á sjötta timanum. Var verið að gangsetja mótorhjól þegar neisti hrökk i opið bensin- ilát. Slökkviliðið kom strax á staðinn og réði niðurlögum elds- ins fljótlega. Þegar eldurinn kom upp brenndist maður illa á hendi, og var hann fluttur á slysadeild. —EA Helgarblaðið fylgir Vísi í dag!

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.