Vísir - 04.12.1977, Blaðsíða 3
VISIR Sunnudagur 4. desember 1977.
3
Hreinn dauðadómur
yfir félagsstarfinu"
— segir Bárður Guðmundsson, Selfossi
,,Ennþá er megniö af
þessu skuld.ir", sagði
Bárður Guðmundsson,
formaður knattspyrnu-
deildar UMF Selfoss þeg-
ar hann var spurður
hvernig þeir austanf jalls-
menn brúuðu bilið milli
kostnaðar og tekna.
..Ferðakostnaðurinn hjá okk-
ur var á siðasta ári um tæpar 2
milljónir. Tekjurnar sem inn
komu á heimaleikjunum voru 37
þúsund fyrir sumarið og á úti-
velli 152 þúsund. Við fáum siðan
dálitinn styrk frá sveitarfélag-
inu en afgangnum verðum við
að sjá fyrir sjálfir. Við höfum
haldið bingó, happadrætti og
dansleiki. Annars eru dansleik-
irnir hættir að vera sú tekjulind
sem þeir voru — kostnaðurinn
er orðin jafnmikill innkomunni.
Við höfum lika selt auglýs-
ingaspjöld við völlinn, en allt
þetta segir ekki mikið.
,.Það gefur auga leið að þegar
90% af starfsemi forráðamanna
deildarinnar fer i að halda einu
liði á floti þá er það hreinn
dauðadómur yfir öllu félags-
starfi. Þetta kemur niður á
yngri flokkunum og reyndar
sjálfu annarardeildarliðinu þvi
ekkert er hægt að gera fyrir það
nema koma þvi á milli staða.
Það getur ekkert félag starfað
við svoleiðis aðstæður.
,,Við höfum veit þessum mál-
um fyrir okkur eins og vonlegt
er og komist að þeirri niður-
stöðu að einna vænlegast sé
annað hvort að skipta annari
deildinni i tvo riðla eða þá að
fjölga verulega i henni og skipta
i fleiri riðla eftir landshlútum"
,,En eitthvað verður að gera,
það er áreiðanlegt".
Tekjurnar 5 prósent
af því er Valur fékk
— segir Þorkell Hjörleifsson, Ármanni
,,Alveg djöfullega",
var svar Þorkels Hjör-
leifssonar, formanns
knaffspyrnudeildar Ár-
manns þegar hann var
spurður hvernig þátttak-
an í annari deild kæmi
niður á félaginu.
„Allur starfskraftur og allir
peningar fara i að fjár-
magna þetta ævintýri. Beinn
ferðakostnaður i sumar
var tæp 1800 þúsund og við
þá tölu má bæta miklu, —
svo sem fyrir þjálfara, — leigu á
iþróttaaðstöðu og þess háttar.
Beinar tekjur af leikjunum voru
hinsvegar 250 þúsund en það
mun vera um 5% af þvi sem
annað Reykjavikurfélag, Valur,
fékk fyrir sina leiki i sumar.
Það er mikið búið að velta
fyrir sér hvernig hægt sé að
leysa þennan vanda. M.a. hefur
verið talað um að skipta deild-
inni i tvo riðla. en það held ég
verði illframkvæmanlegt. Leik-
irnir veröa of fáir þegar liðin
eru bara fimm. Það hefur lika
verið talað um að skattleggja
fyrstu deildar liðin. en ég held
að eina leiðin sé að KSl mýndi
einhverskonar sjóð tii að
styrkja þetta. Þetta er annars
voðalegt vandamál. En eins og
er þá er varla standandi i
þessu."
Stöðug vinna 12 manna
að fjórmogna þetta"
— segir Júllus Jónsson, Reyni Sandgerði
,, Við erum með 10 til 12
menn sem stöðugt vinna í
að fjármagna þetta"
sagði Júlíus Jónsson,
gjaldkeri knattspyrnu-
deildar Reynis í Sand-
gerði þegar hann var
spurður um kostnaðinn.
„Ferðakostnaðurinn hjá okk-
ur siðastliðið sumar var tæpar
tvær milljónir, sem er að sjálf-
sögðu hrikalegt. Við erum með
sérstaka fjaröflunarnefnd i
gangi og hún starfaði það vel á
siðasta ári að þetta bjargast
allt saman.
Það er hins vegar rétt að taka
tillit til þess að við vorum þarna
á okkar fyrsta ári i annari deild
og áhuginn þvi mikill. Hvað
hann endist lengi yeit maður
aidrei.”
Reynir stóð sig bærilega i
annardeildarkeppninni i fyrra
og var aldrei i verulegri fali-
hættu. En starfið i yngri flokk-
unum?
„Það má náttúrulega reikna
með að eitthvað verði að útund-
an þegar alltf nýst um að redda
málum . árínarardeildarliðsins.
En auðvitað reyna allir eins og
hægt er til að láta þetta ekki
koma niðurá unga fólkinu”.
Barist um boitan i leik IBV og Þórs frá Akureyri I annari deild í
fyrra.
„Kostnaðurinn
ofboðslegur"
— segir Freyr Bjarnason, Völsungi
,,Þeffa hefur gengið
hingað til með allskonar
sníkjustarfsemi og styrk
frá bæjarfélaginu", sagði
Freyr Bjarnason, for-
maður knattspyrnudeild-
ar Völsungs á Húsavik.
„Kostnaðurinn er ofboðslegur
en við gerum allt sem mögulegt
er og þannig tekst okkur þetta.
Við erum með allskyns fjáröflun
i gangi — dansleiki, bingó og
þess háttar. Þannig náum við
inn þeim kostnaði sem viö þurf-
um að axla i sambandi við aðra
deildina.
„Þetta hlýtur nú að koma aö
einhverju leyti niður á yngri
flokkunum, en við höfum samt
sent þá alla i tslandsmót. Og þar
er skipulag Ijómandi hjá móta-
nefnd KSl
Það sem mér finnst verst er
þó hvað iþróttahreyíingin virð-
ist úrræðalaus i sambandi við
fjáröflun. Sjáðu til dæmis
Itauða krossinn með kassana
sina. Hann þénar að mig minnir
30-40 milljónir á ári hverju á
kössunum. Það þarf ekki gáfaö-
an mann til að sjá hvað slik upp-
hæð gæti gert fyrir t.d. knatt-
spyrnusambandið.
Nú eru allstaðar að spretta
upp þessi sjónvarpsspil, sem
fólk borgar fyrir að leika i.
Þetta er oftast i eigu einkaaðila,
en þetta er tæki sem félagsskap-
ur eins og KSt gæti svo hæglega
fengið stöðugar tekjur af.”
„Þá gætu þeir kannski létt að-
eins undir með okkur i félögun-
um.”
„Héldum dansleiki
þriðju hverja helgi
á síðasta ári" ^
— Segir Gylfi Baldvinsson, Reyni Áskógsströnd
,,Nei, það er ekki hægt
að segja að við værum
neitt sérlega óánægðir
með að hafa fallið niður í
þriðju deildina", sagði
óylfi Baldvinsson, for-
maður knattspyrnudeild-
ar Reynis á Árskógs-
strönd.
„Það var eiginlega óvart sem
við fórum upp i aðra deild og við
erum búnir að fá það út úr veru
okkar þar sem við ætluðum okk-
ur. Þetta var eiginlega meira af
gamni gert en alvöru.”
„Kostnaðurinn við þetta er
lika svo gifurlegur^ að segja má
að mun meiri vinna fari í að
halda þessu gangandi en í aö
æfa og leika knattspyrnu. A
siðastliðnu árjhéldum við hérna
til dæmis'' lY dánsleiki, sem er
þriðja hver helgi á öllu árinu.
Þetta er náttúrulega stanslaus
vinna.
Það er byrjað snemma á vet-
urna að hugsa fyrir sumrinu og
endar ná ekki saman fyrr en
rétt fyrir áramót.”
„Þetta hefur verið voðalega
erfitt”.
Tveir tsfirbingar i undarlegum stellingum I ieik á Laugardals-
vellinum við Þrótt.
„Leikmennirnir unnu í
útskipun á freðfiski"
— segir Ólafur Þórðarson, ó ísafirði
„Kostnaður okkar við var tæp þrjár og hálf
að leika i annarri deild milljón", sagði ólafur
Þórðarson. formaður
knattspyrnuráðs ísa-
fjarðar í samtali við
Helgarblaðið.
„Þar af er um tvær og hálf
ferðakostnaður. Það merkilega
er hinsvegar að viö komum út
úr sumrinu með um 860 þúsund i
tekjuafgang, þannig að þetta er
hægt leggi menn nógu mikið á
sig”.
„Strákarnir sem leika i liðinu
þénuðu um 800 þúsund meö þvi
að vinna i akkorði við útskipun á
freðfiski, þeir seldu einnig blóm
um páskana og unnu þar dágóð-
an skilding. Við geíum út aug-
lýsingablöð, höldum böll og
skemmtanir. Viö erum lika svo
lánsamir að fólkið i bænum og
fyrirtæki styðja vel við bakið á
okkur.
,,En vinnan við'að halda þessu
gangandi er að ganga fram af
okkur”.
„Ég er á þvi að hafa sex liö i
deilduhum og hafa þá fyrstu,
aöra og þriðju deild. en svo
landshlutakeppni i fjórðu deild-
inni.” —GA
• •••••••••»••••••••••••••••••••• •••••