Vísir - 04.12.1977, Blaðsíða 14
Sunmidagur 4. desember 1977. VISIR
SAKAI'OAL
Ungfrú Emily Steel var mætt stundvíslega að venju
kl. 9/15 fyrir hádegi i kjallaraíbúðinni í Fulham í
London til að ynna af hendi sína reglubundnu fimrn
klukkustundahreingerningarvinnufyrir leigjanda íbúð
arinnar, Ungfrú Olive Young. Árið var 1922. Hún opn-
aði útidyrnar með lykli. Það kom henni ekki sérstak-
lega á óvart að svefnherbergisdyrnar voru lokaðar
því vinnuveitandi hennar svaf oft frameftir. Það kom
henni ekki heldur á óvart að sjá karlmannsfrakka/
trefil og hanska á borðinu í litlu setustofunni.
William Brown, yfirlögreglufor-
ingja hjá Scotland Yard, vissi
nafn þess manns sem nauðsyn-
legt var að taka til yfirheyrslu.
Þær upplýsingar gaf ungfrú
Steel. En morðinginn hafði lika
gerst svo djarfur að skilja nafn-
spjaldið sitt eftir i skápnum i
setustofunni. Á það var prent-
að: Hr. Ronald True, og hand-
skrifað þar fyrir neðan: ,,23,
Audley Street, W.l" Nafnið var
rétt. en heimilisfangið reyndist
falsað.
1 þessum kringumstæðum
hefðu flestir morðingjar reynt
að láta sig hverfa og farið huldu
höfði. En það átti ekki við Ron-
ald True. Hann hegðaði sér
þannig að engu var likara en
hann væri vitandi vits að skilja
eftir sig slóð.
I leigubilnum sem ungfrú
Steel hafði séð hann stiga upp i,
fór hann til klæðskera i
Coventry Street. rétt hjá Picca-
dilly Circus, og keypti sér harð-
kúluhatt, kraga og bindi, og
brún jakkaföt fyrir tæp 17 sterl-
ingspund.
Flugslys
Tvífarinn
l’ngfru Steél var nefnilega
ekki okunnugt um starfa vinnu-
veitanda sins. Hann var elsta
atvinnugrein i heimi, eins og
sagt er. Olive Young, 25 ára að
aldri og hét réttu nafni
Gertrude Yates, var vændis-
kona úr ..fremur háum verð-
flokki", eins og siðar var sagt.
Margir viðskiptavinir hennar
yoru tastir „kúnnar", sem
höfðu eliii á að bjóða henni út að
borða og vörðu siðan með henni
nóttinni i staðinn.
Cngfrú Steel lét þvi aðkom-
una ekkert á sig fá og fór inn i
eldhus til að elda sjálfri sér
morgunverð. Hún veitti þvi at-
hygli að i tepotti voru dreggjar
af tei sem enn var volgt, og tvo
boila og undirskálar vantaði i
eldhússkápinn. Það virtist þvi
ljóst að ungfrú Young og gestur
hennar höfðu verið á ferli i ibúð-
inni fyrir ekki löngu siðan.
Ungfrú Steel var nvbúin að
skella bjúgunum i pottinn og var
á leið aftur inn i setustofuna til
að laga til þegar hún sá mann
birtast skyndilega hjá svefnher-
berginu. Hún þekkti hann strax.
Það var True, majór sem hún
hafði séð hálfum mánuði áður i
ibúðinni með ungfrú Young.
Hann var myndarmaður, hár
vexti. með dökkt sléttgreitt hár
og snvrtilegt yfirskegg. Hann
ávarpaði Steel iágt, og eins og i
trúnaði:
,.Ekki vekja ungfrú Young",
sagði hann. ,,Viö vorum seint á
fótum i nótt og hún sefur værum
blundi. Eg sendi bil eftir henni
um tólf leytið”.
Ungfrú Steel hjálpaði majórn-
um i írakkann og fékk i staðinn
rausnarlegt þjórfé. Úr kjallara-
tröppunum sá hún hann veifa i
leigubil og aka niður Fulham
Road.
Þegar hún var komin aftur
inn i ibúðina bankaði hún létt á
svefnherbergisdyrnar. Hún
fékk ekkert svar og fór inn.
James Milne, algreiðsiumað-
ur i fatabúðinni. tok eftir þvi að
buxur True voru með stóran
blóðblett að framanverðu.
Honum til mikillar undrunar
sagði True til útskýringar:
„Þetta er eftir llugslys. Ég er
fíugmaður i Marseillesfluginu
og brotlenti i morgun.”
True.fór i nýju fötin og bað
Milne að pakka þeim blóðugu
inn lyrir sig. Þegar hann tæmdi
vasa þeirra sá Milne að True
opnaði litið skartgripaskrin,
sem i voru armbandsúr og
perlufesti. Þetta og þeir pening-
ar sem hann hafði notað i búð-
inni höfðu tilheyrt Olive Young.
Fra klæðskeranum hélt hann
á rakarastofu, bað um klippingu
og rakstur, og spurði hvort hann
mætti skilja böggulinn sinn eftir
smástund, þvi hann þyrfti að
Yændiskona af „vandaðri sort-
inni” — Olive Young, réttu nafni
Uertrude Yates.
True hinsvegar: „Það var leit.t
að ég skildi hafa sagt þér að
fara i gærkvöldi, þvi að ég var
ekki i ibúðinni nema 20 minútur
og skildi þar við konu og karl i
rifrildi”. En honum virtist alls
ekki i mun að láta sig hverfa.
Þeir tóku einn af vinum hans i
bilinn, fóru á langan rúnt um
borgina og enduðu loks i
skemmtihöllinni i Hammer-
smith.
Hún var siðasti áfangastaður
Ronald True sem frjáls manns.
Lögreglan hefði elt hann uppi
með hjálp leigubilastöðvarinn-
ar og rétt.fyrir kl. 10 um kvöldið
gengu fjórir lögreglumenn
hijóðJ.ega inn i stúkuna i leik-
húsinu. þar sem True og vinur
lians sátu.
Albert Burton, lögregluforingi
tók þéttingsfast i True og skip-
aði honum að koma út á gang-
inn. Þar var leitað á honum og i
rassvasanum fannst hlaðin
skammbyssa. Er hann var
ákærður fyrir morðið á Olive
Young, þóttist hann ekkert við
það kannast, en sagði samheng-
islausa sögu um að hann hefði
umrædda nótt séð „hávaxinn
mannhlaupa eftir Fulham Road
i áttina frá Finborough Road.”
Þetta var sú fyrsta af mörg-
um furðusögum sem Ronald
True átti eftir að segja lögregl-
unni. Og þegar réttarhöldin yfir
honum hófust i Old Bailey 1. mai
1922 var ljóst að True var annað
hvort geðklofi eða reyndi að
leika geðklofa. Hegðun hans
vikurnar fyrir morðið hafði lika
verið sérkennileg, svo ekki sé
meira sagt.
Ein sagan sem hann hafði
sagt vinum sinum var á þá leið,
að einhver maður vendi komur
sinar á bjórstofur og klúbba i
West End, likti eftir sér á allan
hátt og notaði nafnið Ronald
True. Þessi maður gæfi við-
stöðulaust út gúmmitékka sem
móðir hins raunverulega True
yrði siöan að ganga i ábyrgð
fyrir.
Saga Ronáld True
Af þessum ástæðum þóttist
hinn „raunverulegi” Ronald
True þurfa að ganga með
skammbyssu sem hann mund-
aði af mikilli gleði hvenær sem
var, jafnvel i návist ókunnugra.
Hann hampaði lika byssukúlum
sem höfðu verið hánnaðar sér-
staklega með það fyrir augum
að valda mjög upprifnum, tætt-
um sárum. Þótt undarlegt sé
trúðu flestir kartmannanna sem
skreppa yfir götuna. Hann kom
ekki aftur að sækja pakkann og
lögreglan fékk hann i hendur
siðar.
Næst hélt True til veðlánara i
Wardour Street i Soho. Þar lagði
hann fram tvo af hringum Olive
Young og fór fram á 70 punda
lán i staðinn. Afgreiðslumaður-
inn, Herbert Elliot, að nafni
sagði að það væri,fáránleg upp-
hæð" og bauð 25 pund á móti.
True gekk að þvi þegar i stað.
Síðasti rúnturinn
Þá fór Ronald True að Prince
of Wales leikhúsinu i C.oventry
Street að hitta lcigubilinn sem
hann hafði haft á sinum snærum
siðustu fimm daga og rúntaði i
um Lundúnaborg ásamt vinum
sinum. Bilstjórinn var alltaf sá
sami. Luigi Mazzola, að nafni.
Nóttina áður hafði Mazzola ekið
True til heimilis Olive Young,
að 13a Finborough Road i Ful-
ham og True hafði sagt að skiln-
aði: „Ég verð hér i nótt. Hittu
mig á morgun kl. 11”.
Þegar þeir nú hittust sagði
«mSk,
i baðherberginu
Rúmið var mannlaust, en er
hún tók sængurfötin frá komu i
ljós tveir koddar n.iður eftir
miðju rúminu, alþaktir blóði.
Undir dúnsænginni var köku-
kefli. Skúffurnar i snyrtiborðinu
voru dregnar fram, og ljóst var
að einhver hafði verið að
gramsa i þeim. Ungfrú Steel
fór skiljanlega ekki að verða um
sel. Hún gekk að skáp nálægt
rúminu, sem hún vissi að Olive
Young geymdi skartgripi sina i.
Nokkrir af verðmætari gripum
hennar voru horfnir.
Þá var aðeins eitt herbergi
eftir, — baðherbergið. Og þegar
hún opnaöi baðherbergisdyrnar
titrandi af ótta sá Emily Steel
vinnuveitanda sinn liggja nær
allsnakta á gólfinu, höfuðið
hræðilega barið og kramið. Við
lögreglurannsókn kom reyndar
i ljós að hún hafði ekki aðeins
verið barin til dauða heldur
hafði gráfum klút verið troðið
upp i munninn með sliku afli að
tungan hafði lagst tvöföld aftur.
Þá hafði belti af innislopp verið
hnýtt fast um háls henni.
Nafnspjaldið
Lögreglan, undir stjórn
Hún kom að vinnuveitanda sfn-
um hroðaleg myrtum — Emily
Steel.
TVÍFARI
RONALDS TRUE