Vísir - 04.12.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 04.12.1977, Blaðsíða 13
VISIR Sunnudagur 4. desember 1977. Viðtal: Páll Pálsson Myndir: Jens Alexandersson Ein elsta hljómsveitin i poppinu er hljómsveitin Haukar. Hafa þeir löngum þótt ein mesta stuöhljómsveit sem troöiö hefur upp á sviöi gegnum árin. Mun þaö einkum vera vegna hressilegrar fram- komu og liflegs lagavals, sem þeir hafa áunniö sér þann titil. Þrátt fyrir langan starfsaldur er tiltölulega stutt síöan Haukar hófu aö gleöja aödáendur sina meö þvi aö gefa út plötur, en þaö var fyrst árið 1975 aö út kom tveggja laga plata, .þrjú tonn af sandi, sem náði miklum vinsældum. i fyrra kom siöan fyrstá langspil þeirra og hét það „Fyrst á röngunni...” A dögunum kom annaö langspiliö sem heitir ,,...svo á réttunni”. Mun næsta plata þeirra þvi sennilega heita Tjútt, tjútt, tra la la o.s.frv. i tilefni nýju plötunnar hitti Helgarblaöiö Gunnlaug Melsteö, forystuhaukinn, aö máli i þvi skyni aö fræöast örlitiö um þessa merku hljómsveit og afstööu hans til tónlistarlifsins i dag. Rafn Jónsson. Sú útgáfa Hauka gerði plötuna Fyrst á röngunni.. Síðastliðið vor hættu aftur allir nema ég. Þá fær bandið á sig núverandi mynd með endur- komu Svein Arve og Berta + Valgeir Skagfjörð og Ingólf Sigurðsson. Nýlega hætti Valgeir og Guðmundur Benediktsson kom i staðinn. Af þessu má sjá að mannaskipti i Haukum eru tið, enda mun Guðmundur vera Haukameð- limur nr. 65. Ég tel ekki örar mannaskiptingar slæmar. Þær lifga hljómsveitina fremur en hitt. Flugið hafið — Hver er ferill hljómsveit- | arinnar, svona i stuttu máli? Gunnlaugur: Það mun hafa I verið i byrjun siðasta áratugs sem Haukurinn hóf sig til flugs. Stofnandi hljómsveitarinnar var Helgi Steingrimsson. Ég treysti mér nú ekki til að rekja | ferilinn fram til ’69, en það var þá sem ég slóst i hópinn. Þá | voru i Haukum, auk Helga, Guðmundur Ingólfsson, kona | hans Helga Steinþórsdóttir og Ólafur Bachmann trymbill, sem kom úr Mánum. Við spiluðum aðallega i gamla Sigtúni, eða allt fram til ársins 1971. Þá hættu Guðmundur, Helga ög Óli. 1 þeirra stað komu svo Engil- bert Jensen og Sveinn Guðjóns- son og hljómsveitin flutti sig yf- ir á Röðul, þar sem við lékum um skeið. A timabilinu sem við spiluð- um i Sigtúni þurfti He!gi að taka sér fri um mánaðartima. Var þá Svein Arve fenginn til þess að leysa hann af. Siðan fór Svein til Noregs til þess að gegna eins árs herþjónustu en hann er norskur rikisborgari. Áður en hann fór hafði það orðið að sam- komulagi að hann héldi áfram með okki^r þegar hann kæmi aft- ur. Berti hættir siðan ’72 og fer i Trúbrot. bá kom Rafn Haralds- son til sögunnar. Það var þá sem við byrjuðum að spila á fimmtudögum og sunnudögum i Klúbbnum, en þar vorum við fastráðnir i nokkur ár. Það var mjög skemmtilegt timabil. Helgi hættir Nú, svo kom að þvi að Helgi hætti eftir að hafa verið ein 12 ár með Haukum og stofnar umboð- skrifstofuna Demant. Um sama leyti yfirgaf Sveinn Guðjónsson einnig bandið. Þetta er árið ’75. Þá fengum við Kristján Guðmundsson pianóleikara, sem nú er i Póker. Þannig skip- uð starfaði hljómsveitin þar til i júli i fyrra, en þá hættu allir nema ég. Ég var ekkert á þeim buxunum að hætta, svo ég fékk til liðs við mig þá Magnús Kjartansson, Rúnar Þórisson og Plata á næsta ári — Nú eru Haukarnir með langan starfsaldur að baki. Hvers vegna farið þið svona seint út i hljómplötuútgáfu? Gunnlaugur: Það var lengi búið að standa til að gera plötu, áður en við létum loks verða af þvi. Ástæðan er tviþætt, annars vegar höfðum við einfaldlega svo mikið að gera i spila- mennskunni að við máttum ekki vera að þvi, en hins vegar var ekki komið almennilegt stúdió til landsins svo við hefðum þurft að gera hana erlendis. En strax og Hljóðriti var settur á laggirn- ar fórum við af stað. Þess má geta hér i leiðinni, að við erum þegar byrjaðir að huga að gerð annarrar plötu sem við vonum að komi á markaðinn næsta vor. Fólkinu snúið við Rœtt við Gunnlaug Melsteð um tónlistarlíf — Nú hlýtur margt að hafa á daga ykkar drifið, — geturðu sagt okkur einhverja „Hauka- sögu”? Gunnlaugur: Þvi er ekki að neita að ýmislegt hefur skeð, bæði skemmtilegt og náttúrulega leiðinlegt lika, þvi „bransinn” er ekki alltaf dans á rósum. Það væri örugglega hægt að skrifa margar bækur um það. Ég get t.d. sagt frá einum túr útá landsbyggðina sem var dálitið sérstakur. Þetta var þeg- ar Helgi Steingrims var meö Haukum. Við réöumst i það stórvirki að kaupa okkur sendi- ferðabil, sem var að sjálfsögðu skirður Haukurinn og var þetta okkar fyrsta ferð á honum. Bil- stjórinn okkar var ekki af verra taginu, Halldór nokkur sem kunnur er fyrir akstur sinn i þeirri iþrótt sem kallast Rallý. Hann ók t.d. elsta bilnum i sið- ustu keppni og þótti undrum sæta að hann skyldi komast klakklaust i gegnum hana og örugglega ekki á annars færi en hans. Nú, það þarf ekki að spyrja að þvi, auðvitað bilaði Haukurinn. Við vorum á leiðinni til Ólafsvikur og billinn gafst upp i Borgarfirði. Það tók nokk- uð langan tima að lappa upp á skrjóðinn og gera hann ökufær- an á ný, þannig að við mættum ekki á staðinn fyrr en klukkan var langt gengin i eitt. betta sama kvöld var einnig dansleik- ur á Hellissandi og þegar við vorum að koma til Ólafsvikur mættum við fjöída fólks, sem var nú orðið úrkula vonar um Haukaball og var af þeim sök- um á leiðinni út á Hellissand. Við snérum fólkinu við og þaö endaöi með þvi aö við spiluðum fyrir fullu húsi til fjögur um nóttina. Eftir ballið varð smá hasar, rúður brotnar o.þ.h. sem gerði það að verkum að þar var ekki haldið ball um nokkurra mánaða skeið. Haukurinn skil- aöi okkur siðan heilum á húfi i bæinn, aðallega vegna vasklegrar framgöngu Dóra bil- stjóra. ur dansað og sungið undir. Það er af sem áður var að dansleikir voru nánast hljómleikar. Það er t.d. mikill munur á tónlistar- smekk menntaskólanema þegar þeir sitja heima i herberginu sinu eða eru á balli. Heima hlusta þeir á Billy Cobham, en á . böllum ræður Chuck Berry rikj- um. Afturámóti er það stað- reynd að aðstaðan fyrir hljóm- sveitir hefur aldrei verið jafn slæm og hún er i dag. Diskótek- unum fer sifellt fjölgandi, með- an stöðum sem bjóða uppá hljómsveitir fækkar að sama skapi. Þetta á sérstaklega við um unga fólkið i dag. Það er bókstaflega enginn staður sem býður þvi upp á lif- andi tónlist. Það er m.a. ein orsökin fyrir ástandinu á Hallærisplaninu. Þetta stafar af þvi að það er ekki hægt aö græða eins mikið á þvi og fullorðna fólkinu. Okkur þykir þvi mjög leiðinlegt að sjá aðeins framan i unglingana á sveitaböllum að sumrinu þegar þeir stunda ein- hverja vinnu. Ég væri fylgjandi þvi að komið yrði upp stöðum fyrir ungt fólk á aldrinum 17-20. Það hefur orðið einna verst út- undan i skemmtanalifinu. A slikum stöðum mætti gjarnan framreiða létt vin eða bjór. Ég tel að það yrði til þess að minnka áfengisbölið, þvi að for- boðnir ávextir freista mest og þvi fer sem fer. Hvernig var það t.d. ekki með Adam og Evu? — Viltu segja eitthvað i lok- in? Gunnlaugur: Ég vil aðeins, fyrir hönd Hauka, þakka lands- mönnum fyrir góða mætingu og skemmtun á Haukafögnuöum undanfarandi ára. Sjáumst i góðu stuði i framtiðinni, þvi Haukurinn mun að sjálfsögðu halda áfram að svifa yfir land- inu um ókomin ár. Í/&/M Haukar: Aftari röö f.v. Engilbert Jensen, Sveiii Arve Hovland, Ingólfur Sigurösson. Fremri röö f.v. Gunnlaugur Melsteö, Valgeir Skagfjörö. Valgeir er nú nýhættur og er Guömundur Benediktsson kominn i hans stað (Ljósm. Björgvin Páisson) Aöstööuleysi. — Hvaða álit hefur þú á bransanum i dag? Gunnlaugur: Ef hljómsveit ætlar sér að hafa sæmilega afkomu af spilamennsku, verð- ur hún fyrst og fremst að spila fyrir fólkið. Dansleikjamórall- inn hefur breyst gifurlega uppá siðkastið. Góðar stereogræjur eru nú almenningseign og fólk stúderar nú tónlist aðallega af plötum. Þegar það kemur svo á ball vill það tónlist sem það get- Haukurinn sem bilaöi I Borgarfiröi meö Randver nýgifta I farar. broddi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.