Vísir - 15.12.1977, Blaðsíða 5
vism Fiifimtudagurinn 15.
desember 1977
Cyrus Vance, utanrikisráöherra USA, sést hér á tali viö Moshe Dayan, starfsbróður sinn I tsrael, þegar
Vance kom þar við á ferð sinni um Austurlönd nær, en þá var ákveöin heimsókn Begins forsætisráð-
herra til Washington. — Vance er nú staddur f Sýrlandi, þar sem hann ræðir Idag við Assad, forseta.
IUMAR BtGIN
Á NÝJUM fRlth
ARTILIÖGUM ?
Búist er við þvi að
Carter Bandarikjafor-
seti varpi i dag ljósi á,
hversvegna Menachem
Begin forsætisráðherra
ísraels fór fram á
skyndifund við hann um
málefni Austurlanda
nær.
Begin kom til New York I gær
með öðrum israelskum embættis-
mönnum, og hefur ferðalag
þeirra vakið hugmyndir um að
tsraelsstjórn lumi á nýjum frið-
arhugmyndum, sem hún vildi i
skyndi bera undir Carter.
israelski -forsætisráðherrann
sagði, áður en hann fór frá Tel
Aviv, aö upp væri komið vanda-
mál — sem hann lýsti ekki nánar
— er krefðist yfirvegunar Cart-
ers.
Carter efnir til blaðamanna-
fundar i dag, þar sem hann mun
fjalla um komu Begins og fund
þeirra á morgun.
Washington-ferð Begins vilja
menn setja i samband við fundinn
sem hófst i Kairó i gær að boöi
Sadats Egyptalandsforseta. tsra-
el, Bandarikin og Sameinuðu
þjóðirnar eiga fulltrúa á þeim
fundi. En Sýrland, Jórdania og
Sovétrikin neituðu að þiggja
fundarboð Sadats.
Cyrus Vance utanrikisráðherra
Bandarikjanna er á feröalagi
milli sex Arabarikja og kom I gær
til Saudi-Arabiu frá Sýrlandi en
til Sýrlands kom hann frá ísrael.
Eftir viðræöur hans við ráða-
menn i Riyahd létu fylgdarmenn
hans hafa eftir sér, að Begin for-
sætisráðherra kynni að vera fá-
anlegur til þess aö skila aftur
mestu af hernumdu svæöunum.
í leit að nýjum orkulausnum
Sammála um að
frysta olfuverð
Fréttir frá Bahrain
herma að Saudi Arab-
ia, íran og nokkrir
bandamenn þeirra inn-
an samtaka oliusölu-
rikja (OPEC) hafi
fengið þvi fram komið,
að verð á oliu verði
ekki hækkað 1978.
Reuter-fréttastofan telur sig
hafa góðar heimildir fyrir því aö
leiðtogar Saudi-Arabiu hafi full-
vissað Bandarikjastjórn um að
á OPEC-fundinum i Caracas
næsta þriðjudag muni olluverð-
ið ekki verða hækkað.
Þaö er talið, að andstæöingum
olluverðhækkunar hafi aukist
fylgi innan OPEC. Að Saudi
Arabia og íran geti nú reitt sig á
stuðning Kuwait, Qatar og ann-
arra rlkja við Persaflóa til að
sporna gegn tillögum um verð-
hækkun.
Frá írak hefur kvisast aö olíu-
málaráöherra íraks hafi ákveð-
iðaösækja ekki OPEC-fundinn I
Caracas I mótmælaskyni viö aö
nokkur OPEC-rlki skuli búin aö
taka höndum saman um afstöðu
sina til verðhækkunar. Sagði
hann að slíkt ætti aö ákveðast á
fundinum og ekki fyrr. — Irak
mun þó ekki hundsa fundinn al-
veg heldur senda lægra setta
embættismenn.
Brezhnev
sig vanta
Fjarvera Brezhnevs
forseta Sovétrikjanna á
mikilvægum þingfundi i
gær, vakti hjá mörgum
ugg um að eitthvað al-
varlegt hafi hent sov-
éska leiðtogann en hann
hefur ekki verið við fulla
heilsu siðustu árin.
1 sovéska þinginu eru til um-
ræðu fjárlög næsta árs þar sem
lœtur
leiðtogar Sovétríkjanna hafa á
liðnum árum notað tækifærið til
þess að árétta stefnu stjórnarinn-
ar I efnahagsmálum og hvaða
framleiðslugrein lögð skuli á-
hersla næsta áfangann. En
Brezhnev lét sig vanta I gær.
Ennfremur var aflýst fundi,
sem fyrirhugaður var á morgun
með honum og Willy Brandt,
fyrrum kanslara V-Þýskalands.
Þykir það sömuleiðis benda til
þess, að Sovétleiðtoginn sé alvar-
lega forfallaður.
Brezhnev verður 71 árs gamall
næsta mánudag.
Lenco
Lenco
ER PLOTUSPII.ARI
HiRofSwitzerland FYRIR ÞA VA'NDLÁTU
unriai S$jó£eiióóp/i h.f.
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 - 105 REYKJAVÍK
Vinsamlegast sendið mér
L-833DD
Um hann er talað af þeim sem gera kröfur
til tækni og tóngæða. í tæknitimaritum er
um hann skrifað sem sérstaka nýjung á
markaðnum.
Hann er:
„Beindrifinn" með elektroniskum stöðvunarrofa sem
jafnframt lyftir arminum þegar platan er búin. Hral
stillir + 4%. Nýtfsku gormabúnaður sem kemur
fyrir hristing.