Vísir - 15.12.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 15.12.1977, Blaðsíða 13
vism Fimmtudagurinn 15. desember 1977 „Reyiri oð skrvfd sœmðega sögu" segir Gísli J. Ástþórsson, rithöfundur, i tilefni af útkomu sjöttu bókar sinnar ,,Tilgangurinn var nú bara að reyna að skrifa sæmilega sögu", sagði Gísli J. Ástþórsson rit- höfundur og blaðamaður en Vísir hafði samband við hann út af nýútkom- inni skáldsögu hans Fífu. „Það eru nógu margir um það að frelsa heim- inn", sagði Gísli. „Við skulum láta þá um bað. KápusiOa bókarinnar Bókin er eins og gengur búin að vera tvö til þrjú ár í smíðum. Það er engin sérstök kveikja að sög- unni nema það sem mað- ur hefur kynnst í gegnum starf sitt við blaða- mennsku og auglýsingar. Það er ekki hlaupið að því að segja frá efni bókar- innar i stuttu máli. Rauði þráðurinn er að benda á allskonar látalæti og sýndarmennsku manna sem þeir rísa ekki undir. Ég reyni að draga þarna fram nokkrar týpur, lög- gillta snillinga á ritvellin- um eða sem skulu vera snillingar hvort sem þeir hafa nokkurntíma lyft penna eða ekki". Fifa er sjötta bók Gisla. A6ur hafa komið út eftir hann bæði skáldsögur, smásagnasafn og barnabók. Fyrirhugað er að sjónvarpið sýni leikrit eftir hann seinna i vetur en unnið er að gerð þess nú. „Ég er nú ekki með neitt sérstakt i augnablik- inu en ég vona að að ég geti snúið mér að einhverju af> viti eftir jólafarganið”, sagði Gisli er hann var spurður að þvi hvað Gisli J; Ástþórsson tæki við næst. Fifa er gefin út af Almenna bókafélaginu og er 202 bls. að stærð. A bókarkápu segir m.a.: „Skáldsagan Fifa er háðsk nú- timasaga, ádeilusaga og ástar- saga. Hún segir frá Fifu ráð- herradóttur, sem neitar að ger- ast þátttakandi i framakapp- hlaupi föðursins Ekur umborg ina á skellinöðru á óleyfilegum hraða, gengur i lið með upp- reisnaræsku, vinnur ýmis konar erfiðisvinnu, — allt andstætt þvi sem faðirinn hefði kosið. Svo verður Fifa ástfangin og gengur þá að málum ástarinnar með sama lifsþróttinum og öllu öðru, sem henni þóknast að taka sér fyrir hendur”. —KS Stimplagerð Félagsprentsmiðjunnar hf Spítalastíg 10 — Sími 11640 73 Bifreiðaeigendur athugið Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu^ Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum ávallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hag- stæðu verði. STILLJNG HF. Skeifan 11 simar 31340-82740. »v Smurbrauðstofan ÍJ BJORNIIMN Njólsqötu 49 ~ Simi li!05 KKHHHHHKKKHKHKKKKHHK Athugíð verðin hjá okkur! VERÐ AÐEINS KR. 39.000, HÚSGAGNA VGNA-J val verzlunarmiðstöðinni við Nóatún Hótúni 4 Sími 2-64-70 KHHHHHHHHHHHHHHHHHKH 'HAALEITIi SELJENDUR lótið skró eignina hjó okkur. Lögmenn ganga fró öllum samningum >1516 FASTEIGNASALAi HÁALEITISBRAUT 68 AUSTURVERI 105 R SÖLUSTJÓRI: HAUKUR HARALDSSON HEIMASÍMI 72164 GYLFI THORLACIUS HRL SVALA THORLACIUS HDL OTHAR ÖRN PETERSEN HDL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.