Vísir - 15.12.1977, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdarstjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjorar: Þorsteinn Pálsson (ábm)
Olafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guómundsson.
Umsjón með Helgarblaöi: Árni Þórarinsson.
Frettastjóri erlendra frétta: Guómundur Pétursson.
Blaóamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guójón Arngrimsson,
Jonina AAichaelsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes,
Sigurveig Jonsdóttir, Sæmundur Guðvinsson.
Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jon Einar Guójónsson.
utlit- og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson.
Auglysinga- og sölustjóri: Pall Stefansson.
Dreifingarstjori: Sigurður R. Petursson.
Auglýsingár og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiósla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 8661 1 (7 linur)
Askriftargjald kr. 1500 á mánuói innanlands.
Verð i lausasölu kr. 80 eintakiö.
Prentun: Blaðaprent.
í vegvillum
Kerfiö, sem svo er kallað, hefur lengi verið eitt vin-
sælasta ádeiluefni þeirra, sem taka þátt f þjóðmála-
umræðum. Gagnrýnin á kerfið er bæði gömul saga og
ný. Sumum finnst kerfið vera of viðamikið og öðrum
að það sé of seinvirkt. Loks er því stundum haldið
fram, að borgararnir séu í raun ekki jafn settir
gagnvart kerfinu, hvað sem Ifður umsvifum þess og
seinagangi.
Þó að almenn gagnrýni af þessu tagi byggi stundum á
sleggjudómum, hefur hún að ýmsu leyti við rök að
styðjast. Á síðari árum hefur einnig verið á það bent,
að pólitísk stefnumótun hafi í raun og veru færst út úr
Alþingi og inn i kerfið. Bæði þingmenn og embættis-
menn hafa sætt gagnrýni fyrir vikið. Augljóst er, að
þingið stendur á ýmsan hátt höllum fæti gagnvart sér-
fræðingakerfinu.
Þingmenn hafa brugðist dálítið kynlega við þessum
nýju aðstæðum. I stað þess aðef la áhrifavald Alþingis
hafa þeir lagt áherslu á að hasla sér völl í kerfinu.
Stof nanir eru búnar til í þessu skyni og pólitískir eftir-
litsmenn stjórnarf lokka ráðnir þar til forstöðu án þess
að störf in séu auglýst, svo sem gera ber að réttum lög-
um.
Framkvæmdastofnun rikisins er skýrasta dæmið
um stofnun sem sett er á fót beinlínis í þeim tilgangi
að koma pólitiskri stefnumótun inn í kerfið. En þing-
mannanefndum hefur jafnvel verið falið að annast
opinberar framkvæmdir. Kröflunefnd er sennilega
áþreifanlegasta dæmið þar um. Þar er búin til fram-
kvæmdastofnun vegna einnar virkjunar til þess að
koma þingmönnum inn í kerfið.
Sú þróun, sem átt hefur sér stað í þessum efnum, á
ekkert skylt við þær þingkjörnu nefndir, sem settar
eru yfir ýmsar opinberar stofnanir. Á þær ber miklu
fremur að líta sem eftirlitsnefndir af hálfu þingsins
með stofnunum og fyrirtækjum. Slíkar nefndir eru
mjög eðlilegur þáttur í stjórnkerfinu.
Að svo miklu leyti, sem þingið hefur brugðist við
þeim breyttu aðstæðum, er hér hafa verið gerðar að
umtalsefni, sýnist það vera á villigötum. Lausnin er
örugglega ekki fólgin i þviað búa til kommisarakerfi í
stjórnsýslunni. I raun og veru er þetta lausn hafta-
kerfisins, sem á sér formælendur fáa og er í mörgum
tilvikum undirrót spillingar.
Stjórnkerfið þarf hins vegar að gera skilvirkara og
sveigjanlegra þannig að þingmeirihluti á hverjum
tíma eigi hægar um vik að koma fram nýrri pólitískri
stefnu. En fæstum dylst að áhrifamáttur stjórn-
kerf isins gagnvart Alþingi hef ur gert það að verkum,
að stjórnarskipti leiða sjaldnast til þeirra breytinga,
sem hin pólitísku umskipti gefa tilefni til.
Eitt af brýnustu málunum i þessu sambandi er að
taka upp nýjan háttvið skipun embættismanna. Koma
þarf við meiri hreyfanleik i kerfinu þannig að emb-
ættismenn verði færðir á milli starfa með ákveðnu
millibili. Skipulagsbreyting af þessu tagi er ekki svo
mjög flókin, en hún getur verið mjög erfið í fram-
kvæmd. En hvað sem því liður er full ástæða til
að huga að breytingum í þessa veru i því skyni að
koma í veg fyrir stöðnun í kerfinu.
Þá mætti f jölga þeim mönnum, sem ráðherrar geta
tekið með sér inn í ráðuneytin meðan þeir fara með
völd. I því sambandi kæmi til álita að skipaðir yrðu
raunverulegir aðstoðarráðherrar í hverju ráðuneyti,
er settir væru yfirráðuneytisstjóra. Núverandi að-
stoöarmenn ráðherra hafa mjög óljósa stöðu í ráðu-
neytunum og eru of fáir, þegar ráðherrar hafa með
höndum fleiri en eitt ráðuneyti.
Alþingi ætti að huga að breytingum f þessa veru
miklu fremur en að stefna að því að koma upp
kommisörum í öllum skúmaskotum kerfisins. £
Fimmtudagurinn 15. desember 1977
VÍSIR
/Vaknaði við að
Þaö var undarieg sjón sem
mætti Visismönnum þegar þeir
nálguöust Stokkseyri i gær-
morgun. Hraunsá sem er rétt
vestan viö þorpiö og streymir
undir brú á veginum niöur i sjó
haföialveg breyttum stefnu. Nú
var þaö sjórinn sem streymdi
upp á ósinn og meö þeim af-
leiöingum aö flæddi yfir veginn
og um margra ferkílómetra
svæöi fyrir ofan hann.
i þorpinu sjáifu var þang á
götum og i húsagöröum og allt
lauslegt á rúi og stúi. Og fjórir
bátar sem nokkrum klukku-
stundum áöur lágu viö Stokks-
eyrarbryggju voru nú stór-
skemmdir, þrir uppi fjöru og
einn upp á bryggjunni.
„Þetta geröist svo skyndilega
og gekk svo fljóttyfir aö þaö var
engin leiö aö bjarga neinu”,
sagöiPáli Bjarnason, hjá Hraö-
frystihúsinu á Stokkseyri I sam-
tali viö Visi, en hann var einn
sjónarvotta aö atburöunum þar
i gærmorgun.
„Um klukkan korter fyrir niu
i morgun, áöur en ég fór til
vinnu, leit ég niöur fyrir frysti-
húsiö og yfir höfnina og þá var
allt meö kyrrum kjörum þar.
Þaö var ekkert mjög hvasst en
flóöhæöin var mildl.
Sföan um þaö bil fimmtán
minútum seinna, klukkan niu,
kemur mikil fylling með þeim
afleiðingum aö þrir af þeim
fjórum bátum sem lágu þarna
lentu uppá bryggju. Þeir sátu
þar góöa stund en rak siöan
smátt og smátt upp i fjöruna.
Eirin er þó enn á bryggjunni.
Þaö var algjörlega ófært um
bryggjuna, þegar þetta stóö
yfir. Hún var alveg á bólakafi.
Og varnargaröurinn hérna rétt
Páli Bjarnason.
fyrir austan var meira og minna
á kafi lika.”
„Ég held að þaö mundi ekki
hafa breytt neinu þó aö menn
hefðu verið um borö i bátunum
— þetta gerðist svo skyndilega
og gekk svo fljótt yfir aö ekkert
var i rauninni hægt aö gera.”
Bátarnir þrir sem eru upp i
fjöru eru frá Stokkseyri, en sá
sem situr á bryggjunni er frá
Eyrarbakka. Hraöfrystihúsið
og hreppurinn eiga I samein-
ingu tvo þeirra, Hástein AR 8 og
Vigfús Þórðarson AR 34 og
Hraðfrystihúsið á þann þriðja
Jósep Geir. Eyrarbakkabátur-
inn sem geymdur var á Stokks-
eyri af öryggisástæöum heitir
Bakkavik.
„Allir eru þeir mjög mikið
skemmdir” sagöi Páll og meira
eöa minna liðaöir i sundur. Þeir
fóru uppá bryggjuna, niður af
henni aftur oe veltust svo um i
Tómas lýsir átökunum fyrir blaöamanni og Páli Bjarnasyni.
Varnargaröurinn liggur á viö og dreyf um túnblettinn
M MI
Vélgrafa sem staöiö haföi viö varnargaröinn varö fórnarlamb flóösins. Þaö gróf undan henni þar sem
hún stóöog togaöi hana niöur I fjöru. Grafan er um sjö tonn á þyngd oger talin ónýt.