Vísir - 15.12.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 15.12.1977, Blaðsíða 11
Texti: Guðjón Arngrímsson Myndir: Jens Alexondersson rjótið buldl ó húsveggnum' grjótinu i fjörunni. Radarar og fleira eru horfnir af þeim og siglutréð mölbrotið á einum. Ef þeir eru ekki ónýtir eru þeir það mikið skemmdir að marga mánuði tekur að gera við þá.” „Á þessum þrem bátum sem gerðir voru út héðan voru 10 menn á vetrarvertið sem þýðir að 30 menn missa þarna atvinn- una. Stokkseyringar eiga alls átta báta en fjórir þeirra eru alltaf gerðir út frá Þorlákshöfn vegna þess að þeir eru of stórir til aö komast að bryggju hér á Stokkseyri. Einn er i slipp og siðan eru þrir skemmdir hér uppifjöru. Vart þarf aö taka það fram að þetta hefur glfurlega slæmar afleiðingar fyrir þorpiö. „Ég tel að það hafi fyrst og fremst verið flóðhæðin sem olli þvi að svona fór”, sagöi Páll. „Veðrið var ekki neitt afskap- lega slæmt og hefur oft verið verra. En elstu menn hér segja aö annaö eins flóð og þetta hafi ekki komið siðan 1925. Bátarnir voru bundnir niður og vir var strengdur úr þeim yfir I varnargarðinn til að koma i veg fyrir að þá ræki uppi fjöru. Þetta hefur bara kubbast i sundur.” „Þaö hefur ekki orðið veru- legt óhapp hérna siöan 1967, en þá eyðilagöist einn bátur, annar skemmdist mikið og tveir litil- lega i slæmu veðri. En siðan varnargarðurinn kom fyrir fimm eða sex árum hefur ekkert gerst. Og i fyrra var bryggjan hækkuð um einn metra en það kemur ekki meira að gagni en raun ber vitni”. En fleira skemmdist en bátarnir þó tjónið hafi sennilega orðið mest á þeim. Vegurinn aö bryggjunni er gjörsamlega horfinn, varnargarðurinn sem liggur með suöurströndinni á löngum kafla er illa farinn. Það hefurbrotnaðúr honum á mörg- um stöðum. 1 sumum húsum flæddi inn i kjallara og hjá hon- um Tómasi Karlsyni sem býr I húsinu Hafsteini rétt austan viö kirkjugaröinn haföi oliutankur færst um 70 metra úr stað. Bill sem stóð við bilskúr rétt hjá hafði farið sömu leiö ásamt miklu magni af grjóti úr varnargaröinum. „Ég vaknaði við mikinn dynk” sagði Tómas, „og hélt fyrst að eitthvað i húsinu hefði dottið en svo gerði ég mér grein fyrir aðþað var grjót úrvarnar- garðinum sem buldi á veggnum. Og þegar ég leit út sá ég bara grængolandi sjó sem gekk uppá þaká húsinu. Ég er alveg undr- andi að rúðurnar skyldu ekki brotna i öllum látunum. En það er alveg vist að ef þær heföu látið undan hefði húsið fyllst af sjó. — Varst þú i húsinu á meðan? — Já við létum okkur nú hafa það. Og svo var nóg að gera við að ausa úr kjallaranum. Það var nú ekki mikið sem fór i hann en nóg til að maður þurfti að ausa”, sagði Tómas. Vestar I þorpinu hafði sjórinn tekið heilan vegg úr veiðarfæra- geymslu og grafið undan vél- gröfu með þeim afleiðingum að hún er talin ónýt. En best er að láta ljós- myndirnar sem Jens Alex- andersson tók á Stokkseyrii gær tala sinu máli. —GA Það er eins og bátarnir hafi flúið upp úr sjónum. vism Fimmtudagurinn 15. desember 1977 Bflskúrinn viö húsiö Hástein. Billinn og oliutankurinn sem greina má hægra megin viö skúrinn stóöu þar sem mennirnir standa til vinstri á myndinni. Bilskúrinn er sjálfur dældaöur eins og sjá má. Veiöarfærageymsla f eigu Hólmsteins sf. var svona útleikin. Ein hliðin á húsinu var einfaldlega ekki á þvf lengur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.