Vísir - 21.12.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 21.12.1977, Blaðsíða 8
8 - i FREEPORT-KLÚBBURINN NÝÁRSFAGNAÐUR Afgreiðsla pantaðra aðgöngumiða að nýársfagnaði Freeport-klúbbsins, verður i dag og á morgun, miðvikudag og fimmtu- dag, að Frakkastíg 14B, (áður SÁÁ) kl. 15-18 báða dagana. Simi 1-28-02. Borð verða frátekin fyrir þá sem þess óska, á sama stað og sama tima. Freeportfélagar eru beðnir að athuga, að forgangur þeirra til aðgöngumiða rennur út á fimmtudagskvöld. Á Þorláksmessu, milli kl. 13-15 verða ósóttar pantanir seld- ar þeim SÁÁ-félögum, er óskað hafa að taka þátt i þessum nýársfagnaði. Afgreiðsla á sama stað og FREEPORT-KLÚBBURINN NÝÁRSNEFND áður. Höfum opnað flottustu GULLFISKABÚÐINA á íslandi i Fischersundi GRJÓTAÞORPI Simi 11757. Sú næst flottasta er enn opin á SKÓLAVÖRÐUSTÍG 7 Gullfiskabúðirnar Lóðaúthlutun - Reykjavík Reykjavikurborg mun á næsta ári, 1978, úthluta lóðum aðallega á eftirgreindum stöðum: a. Fjölbýlis- og raðhús á Eiðsgranda. b. Einbýlishús i Breiðholti III, Hólahverfi. c. Einbýlis- og raðhús i Breiðhoiti II, Seljahverfi. Umsóknareyðubiöð og allar upplýsingar um lóðir til ráð- stöfunar svo og skipulags- og úthlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, alla virka daga kl. 8.20-16.15. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 10. janúar 1978. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Borgarstjórinn i Reykjavik. VÍSIR Dlaöburöarfólki óskast! Búðir Efstasund Skúlagata Þórsgata Leifsgata Fell 1 L....... Nes 2 Skjólin Bergstaðastrœti Borgþórugötu Sóleyjargata Álfheimar Safamýri 1 Þriðjudagur 20. desember 1977 VTSIR A þessum árstíma stynja margir yfir tómum buddunum og jólavíxlar eru hjá ýmsum eina bjargráðið— það er að segja ef hægt er að fá þá. Er það að vonum því ef frá eru talin sumarleyfin, eru jólin útgjaldasamasti tími ársins. En hvað skyldu þá jólin kosta? Visir kannaði verðá ýmsum þeim vörum, sem helst eru keyptar fyrir jólin og samkvæmt niður- stöðum þeirrar könnunar skyldi enginn undrast féleysi fólks eftir vertiðina þá. Guðjón Guðjónsson verslunar- stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands i Glæsibæ aðstoðaði okkur við að safna saman öllum þeim matvæl- um, sem þarf i veislumatinn. Við völdum rjúpur sem aðalrétt á að- fagnadagskvöld, hangikjöt i jóla- dagsmatinn og lambahrygg til annars dags jóla. Guðjón sagði raunar, að margir hefðu ódýrari mat á aðfangadagskvöld og sér- staklega hefði hann orðið vart við að ungt fólk keypti kjúklinga til að hafa það kvöldið. Að öðru leyti taldi hann innkaupin hjá okkur vera fremur hófleg. Þrátt fyrir það reyndist veislumaturinn kosta tæpar 27 þúsund krónur. Bækur eru vinsælar jólagjafir en á jólabókamarkaðlnum eru ekki margar bækur sem kosta undir fjögur þúsund krónum. Rafmagnstæki eru þó dýrari jólagjafir. Mfnútugrill og rafmagns- pönnur kosta frá 15 þúsund til 35 þúsund krónur. t Blómavali fengum við upplýs- ingar um kostnað við skreyting- ar. Þær voru hafðar i lágmarki og aðeins miðað við jólatré, litið skreytt, og einn bakka með borð- skrauti. Aðventukrans var ekki tekinn með i reikninginn. Jólatréð var af ódýrustu gerð en starfsmaður Blómavals sagði að dýrari trén væru öll uppseld. Eðalgrenitrén af vinsælustu stærð kostuðu 7.900 og 8.900 krón- ur. Virðist fólk ekki hafa sett það fyrir sig, þvi 17. desember voru þau öll seld. Eins sagði hann að dýrustu gerðir jólatréstoppa væru uppseldar. Danir sparsamari Samtals kostaði jólamaturinn og jólaskrautið um 45 þúsund krónur, Þetta er svipuð upphæð og danska visitölufjölskyldan er talin eyða til alls jólahaldsins og eru þá gjafir meðtaldar. Hér á landi má telja vist að fáar fjölskyldur komast af með minna en 40-50 þúsund krónur til jóla- gjafa. Eru þó laun almennt lægri hér en hjá frændum okkar Dön- um. Loks eru það svo jólafötin. Ef allir meðlimir fimm manna fjöl- skyldu eiga að fá einhverja flik fyrir jólin, er fatakostnaðurinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.