Vísir - 03.01.1978, Síða 4

Vísir - 03.01.1978, Síða 4
c Þriöjudagur 3. janúar 1978 VÍSER 1 c Umsjón: Guömundur Pétursson 1 Flúði kúgunina í Suður-Afríku Donald Woods, ritstjdri, les frásögn sfns eigins blaös nm bannfcr- inguna i október. Honum var bannaö aö koma fram opinberlega, fyrirskipað aö halda sig viö heimili sitt og refsing viö lögö, ef fjöl- miðlar birtu eitthvað eftir hann. Einn af ritstjórum Suöur-Af- riku úr hópi andstæöinga Vorster-stjórnarinnar slapp þaöan úr landi meö ævintýra- legum hætti á gamlársdag. Donald Woods var meöal þeirra sem S-Afríkustjórn I haust bannaöi aö koma fram opinberiega og úrskuröaöi i einskonar stofufangelsi. Honum tókst aö flýja dulklæddum til Lesotho þar sem hann leitaði hælis i breska sendiráöinu. Kona hans og fimm börn sem nutu fulls feröafrelsis fóru meö löglegum hætti yfir landamær- in. Ætlar að skrifa um Biko-málið Hinn 43 ára gamli ritstjóri segist ætla aö byrja hiö fyrsta aö skrifa bók um sinn nána vin, Steve Biko blökkumanna- leiötogann sem lést meö dular- fullum hætti i september af völdum höfuömeiösla sem hann hlaut I gæslu yfirvalda. Bresk yfirvöld hafa boöiö Woods-fjölskylduna velkomna til Bretlands og er búist viö því aö hún haldi svo fljótt sem auðið verður til London. En Lesotho liggur inni I miðri Suður-Afriku og allar flugáætlanir þaðan hafa viðkomu i S-Afriku þar sem Woods getur ekki látið sjá sig án þess að eiga yfir höfði sér hand- töku. Woods verður sennilega að reiða sig á að fá einkaflugvél til þess að fljúga viðkomulaust út fyrir landamæri S-Afriku. Woods sem var ritstjóri „Daily Disþatch” en það blaö hefur verið andsnúið að- skilnaöarstefnu Vorsters og stjórnar hans i kynþáttamálum var spurður hvað hann hygöist taka sér fyrir hendur. — ,,Ég hef ekki gert neina áætlun enn- þá en fyrsta verkið verður að ljúka við bókina um Biko.” Meðan réttarrannsóknin stóð yfir á dularfullum dauða Bikos sem flestir ætla að hafi hlotiö banameiösli sln I pyndingum lögreglunnar, sótti Wendy kona Woods réttarsalinn i Pretoríu og tók niður það sem fram fór. Eins og menn muna þá sýknaði dómarinn lögregluna af öllum sökum vegna dauða blökku- mannaleiðtogans. Það er vitað að nokkrir aðrir höfundar vinna aðgerð bóka um Biko-máliö og hafið einskonar kapphlaup um hver verði fyrst á prent. Woods skrifaði nokkra harð- oröaða leiöara um Biko-málið i sumar og I haust. Þykir það vafalitið vera ástæðan fyrir þvi að hann var bannfærður af yfir- völdum I refsiaðgerðum þeirra gegn svörtum og hvitum andófsmönnum i október. Woods sagði aö meginástæöa þess að hann flúði S-Afriku væri, að „stjórnin gerði mér ókleift að starfa sem blaðamaður og gagnrýnandi stjórnarathafna hennar”. Nú getur hann loks aftur um frjálst höfuð strokið, en fjöl- miðlum i heimalandi hans er bannað að hafa nokkuð eftir honum. Dulbjó sig fyrir flóttann Woods lýsti þvi fyrir blaða- mönnum hvernig hann hafði sloppið undan eftirliti öryggis- lögreglunnar á heimili hans i Austur-London i S-Afriku. Hann hafði litað grátt hár sitt svart limt á sig falskt yfirvaraskegg og tekið ofan gleraugun svo að hann þekktist ekki á flöttanum. Hann lagðist á gólfið i fjöl- skyldubilnum sem kona hans ók að heiman. Hún ók honum út fyrir bæinn og Woods fór á putt- anum til Lesotho. Hann snikti sér far með þrem ökumönnum. „Það var enskumælandi náungi sem tók mig fyrst upp i. Þar sem hann skildi ekki mikið i afrikönsku þóttist ég vera afrik- ani (eins og þeir kallast sem eru afkomendur Búanna) sem skildi litiö i ensku,” sagði Woods. „1 næsta bil þóttist ég vera Astrali og þeim þriðja sagöi ég að ég væri Þjóðverji.” Woods var spunður um Astrala- hlutverkið. — „Náunginn spurði hvað ég hefði fyrir stafni. Ég gerði mér upp sterkan Astraliuframburð og sagði: Það er erfitt að hafa ofan af fyrir sér sem skáld en það er það sem ég er að reyna, skilurðu”. Nánustu vinir Woods þekkja hann aö þvi að vera mikil hermikráka og meöal þeirra sem hann hefur best tök á að herma eftir er John Vorster for- sætisráðherra. Meöan Woods ferðaðist á puttanum fóru Wendy og börnin sem leið lá i gegnum Transkei fyrsta lýðveldið, sem S-Afriku- stjórn úthlutaði blökkumönnum til sjálfstjórnar. Tveim elstu börnunum, 13 og 14 ára hafði verið gert viðvart áður um flótt- ann. Þegar Woods kom að landa- mærunum sem marsast af Tele- ánni varpaði hann af sér jakkanum og synti yfir. Lesotho-megin við landa- mærin snikti hann sér far með Landrover-jeppa embættis- manns til Maseur. Þar spurði hann vegfaranda vegar til breska eða bandaríska sendi- ráðins. Með þvi að það breska var nær, gekk hann þangað og knúði dýra, nokkuð hrakinn og ekki ásjálegur eftir sundið yfir ána. kr. 750 þús. Skipti koma til greina á bíl er þarfnast lag- færingar. Ford Fairlane árg. 1966 kr. 575 þús. Skipti koma til greina á bil er þarfnast lag- færingar. Plymouth Duster árg. 1970 6 cyl, sjálfskiptur, vökvastýri, kr. 1300 þús. Skipti koma til greina. Opel Caravan árg. 1968 kr. 550 þús. ódýr bill. Fjölþætt notkunargildi. .ut Bílasalan Bílagarður BORGARTÚNI 21 Símar: 29480 & 29750. Við seljum alla bila Sifelld þjónusta Sffelld viöskipti. y i AAargir frægír höfundar eru meðal fígúranna í vaxmyndasafni madame Tussaud. Þessi vaxmynd úr safninu er af Agöthu Christie, drottningu leynilögreglusagnanna. — Ljósm. Vísis. ÞAAJ. Gera tilboð i voxmyndasafn Madame Tussaud Tilboð hafa veriö gerð f kaup á vaxmyndasafni madame Tuss- aud I London, þar sem frægustu jafnt sem illræmdustu persónur sögunnar hafa staðið f 200 ár til sýningar, mótaðar i vax. Hlutafélagsstjórnin hefur þó ráðlagt hluthöfum að hafna til- boðum Associated Television, sem vinnur að gerð auglýsingá- mynda, og S. Pearson og Son, sem er útgáfufyrirtæki og ferðaskrifstofa. Tilboð Associated Television er hærra eða 59 pence fyrir hlutabréfið, sem jafngildir 11,5 milljónum sterlingspunda fyrir Tussaud-safnið I heild. Brown Shipley, talsmaður Merchant Bankers, sem er fjár- málaráðunautur hlutafélags- stjórnarinnar, sagði að stjórnin hefði verið á einu máli um, að vaxmyndasafnið ætti að halda áfram að starfa sjálfstætt. En þaö kemur ekki i ljós fyrr en i lok þessa mánaðar, hvort hlut- hafar eru þvi sammála, eða hvort þeir taka öðru hvoru til- boöinu. Fyrirtækiö Tussaud’s byggir rekstur sinn aö mestu á vax- myndasafninu i London, en á þó svipað safn i Amsterdam og fleiri sýningardeildir viðar i Bretlandi. Madame Marie Tussaud var svissnesk og gerði myndir úr vaxi. Frændi hennar og kennari, J.C. Cutius, stofnaði vax- myndasafn i Paris 1780. Tók madame Tussaud við þvi og flutti það til London 1802. Hún lést 1850 og 34 árum siðar var safnið flutt I hús við Marylebone Road i London, þar sem þaö er enn til húsa. Meðal vinsælustu sýningar- deilda safnsins eru þær, sem hafa að geyma konunga og drottningar Englands, og svo hryllingsdeildin, þar sem eru myndir af illræmdustu morð- ingjum og glæpamönnum heims. Stjórnmálafrömuöir og kaup- sýslumenn eru einnig meðal vaxmyndanna, og af þeim siö- arnefndu mætti telja Grade lá- varð, stjórnarforseta Associat- ed Television, sem gert hefur tilboð I safnið. Þegar blaða- menn spuröu lávaröinn um til- boðið núna i vikunni, brá hann á gamanmál og sagði: „Það er til þess aö geta skipt um þessa mynd, sem ég vil kaupa fyrir- tækiö.” Árlega velja gestir safnsins þá myndina, sem þeir annað- hvort dýrka mest aöa hata mest. Þetta siöasta ár var það Jóhanna af örk, sem var i efsta sæti, og sló þá við sir Winston Churchill. — Hitler var i efsta sæti þeirra, sem gestirnir hata eða óttast mest, og i þeim hópi voru Idi Amin marskálkur. Jimmy Carter Bandarikjafor- seti náði fjórða sætinu, jafn Drakúla að atkvæðum. — Liza Minelli var valin vinsælastur skemmtikrafta i safninu, Pablo Picasso vinsælastur listamanna og Churchill og John F. Kennedy dáðastir stjórnmála- menn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.