Vísir - 03.01.1978, Qupperneq 5
Sadat segist
ekki hafa upp
á „fíeira' að
bjóða
,,Hef ekkifleiri tílslakanir aöbjóöa,” segir Sadat sem hittir Carter
Bandarikjaforseta á morgun.
Þjóðarat-
kvœði i
Augusto Pinochet/ for-
seti Chile/ skoraöi á Chile-
búa að sýna föðurlandsást
sína í verki með þvi að
greiða honum atkvæði í
þjóðaratkvæðagreiðslunni
á morgun.
Hershöföinginn ávarpaBi úti-
fund stuöningsmanna sinna i
hafnarbænum Valparaiso i gær-
kvöldi, en þá hafBi veriB kunn-
gert, aö hinn nýi yfirmaöur
öryggismála, Sergio Fernandez,
hefBi úrskuröaö þjóöaratkvæöi
lögmætt.
Fyrirætlun Pinochet hers-
höfðingja um þjóöaratkvæöi vakti
mikla andstööu meöal her-
stjórnarinnar, stjórnmálamanna
og kaþólsku kirkjunnar. Leiddi
hún til þess aö yfirmaöur öryggis-
mála landsins sagði af sér, en
hann haföi úrskuröaö á miöviku-
daginn var, aö ákvöröunin um
þjóöaratkvæöagreiösluna væri
ólögmæt, þvi aö fjórir úr her-
foringjastjórninni heföu ekki
skrifaö undir hana.
Viku eftir að Sameinuöu
þjóöirnar fordæmdu herforingja-
stjórn Chile fyrir brot á mann-
réttindum tilkynnti Pinochet for-
seti, aö efnt yröi til þjóöarat-
kvæöis. Tilkynningin vakti mik-
inn úlfaþyt.
Samherjar Pinochets f her-
foringjastjórninni töldu, aö þetta
væri ekki til neins. Niöurstööum
atkvæöagreiöslunnar yröi mætt
meö tortryggni jafnt heima fyrir
sem erlendis, og eina sem upp úr
heföist væri meiri gagnrýni.
Kirkjunnar þjónar skoruöu á
Pinochet aö hætta við eöa fresta
atkvæöagreiöslunni, þvi aö
stjórnarandstæöingum heföi ekki
gefist ráörúm til aö kynna sinn
málstaö.
Talsmenn sósialista- flokkanna
og flokks kristilegra demókrata,
sem er bannaöur, lýstu þvl yfir,
aö atkvæöagreiöslan heföi ekkert
lögmætt gildi, og hvöttu þeir kjós-
endur til aö greiöa atkvæði gegn
stjórninni.
Eduardo Frei, fyrrum forseti
stjórnar kristilegra demókrata,
veittist harkalega á blaöamanna-
fundi i gær aö ákvöröuninni um
þjóðaratkvæöiö. Sagöi hann aö
kjósendur væru beðnir um aö
jánka tvennu: „Hvort þeir styöji
forsetann I viöleitni hans til aö
viöhalda viröingu og áliti Chile,
og hvort þeir staðfesti - lögmæti
stjórnarinnar? — Sumir gætu
jánkað fyrri spurningunni, en
ekki þeirri siöari,” sagöi hann.
Pinochet sagði stuöningsmönn-
um sinum, aö þaö væri óhjá-
kvæmileg skylda landa hans aö
hefja upp raustina gegn hinu al-
þjóölega samsæri, sem beint væri
gegn Chile og sem ályktun Sam-
Rosolynn spóir
því að kona
verði forseti
Bandaríkjanna
Ætlar að fá Carter
forseta í lið með
sér að þjarma að
ísraelsmönnum
Anwar Sadat Egypta-
landsforseti/ sem ræðir á
morgun við Carter Banda-
rikjaforseta um nýjustu
friðarumleitanir i Austur-
löndum nær, segist ekki
hafa f leiri tilslakanir upp á
að bjóða ísraelum í við-
ræðunum.
Forsetarnir munu hittast á As-
wan-flugvellinum, þar sem Cart-
er hefur viðkomu á morgun á leið
sinni til Parisar frá Saudi Arabiu.
1 viðtali við mexikanska sjón-
varpiö sagði Sadat i gær, að hann
mundi skora á Bandarikjastjórn
aö leggja betur að tsrael að sam-
þykkja rétt Palestinu-araba til
sjálfstæös rikis.
Egyptar urðu uppvægir i sið-
ustu viku, þegar Carter forseti
sagöi, að hann áliti sjálfstætt
Palestinuriki óheppilega lausn.
Sadat forseti sagði, að spurn-
ingin um rétt Palestinu-araba til
sjálfsákvörðunar væri ekki um-
deilanleg. — ,,Ég tel, að heims-
álitið sé alveg á bandi Palestinu-
araba varðandi það atriði.”
Hann kvaðst heldur ekki vera
til samninga um brottflutning
Israelsmanna af hernumdu
svæðunum. — ,,í rauninni er ekki
um að ræða neina eftirgjöf af
hálfu Israelsmanna, þótt þeir
hverfi af arabisku landi, sem þeir
hernámu 1967. Það er hvort sem
er okkar land.”
1 viðtalinu við Sadat kom ekki
fram, hverjar tilslakanir hann
hefði gert i viðræðum við Begin
forsætisráðherra Israels. Né
heldur hefur frést frá tsraels-
mönnum um tilboð Egypta. —
Eina tilslökunin, sem fram hefur
komið ennþá, er sú viðurkenning
á tilveru Israelsrikis, sem fólst i
þvi, að Sadat þáði heimboð Isrels-
stjórnar til Jerúsalem, og *vo
munnlegt loforð, sem Sadat gaf i
ræðu sinni á tsraelsþingi um að
fara aldrei aftur með ófriði á
hendur Israel.
Israelar hafa boðið Egyptum að
skila aftur Sinaieyðimörkinni.
Þeir hafa lagt til, að stofnað yrði
sjálfstjórnarriki Palestinuaraba,
þó undir umsjá Jórdaniu og
israels, á vesturbakka Jórdanar
og á Gazasvæðinu. Þeir hafa boð-
ið, að Jerúsalem yrði undir sam-
eiginlegri stjórn Araba og
tsraela, og að öllum trúarbrögð-
um yrði tryggður aðgangur að
hinni helgu borg.
Rosalynn Carter, for-
setafrú sagði i viðtali í gær
við indverska blaðamenn
að hún teldi að kona ætti
eftir að verða forseti
Bandaríkjanna. Spurning-
in væri aðeins hve langt
væri þangað til.
Forsetafrúin lét annars I ljós
áhyggjur sinar vegna þess hve
þátttaka kvenna I æöri stigum
stjórnmála Bandarlkjanna væri
litil. Benti hún á aö einungis átján
konur ættu sæti I fulltrúadeild
Bandarikjaþings og engin i
öldungadeildinni.
Hún var spurö hvernig hún
hjálpaöi forsetanum manni sin-
um i rikisstjórnarmálum. — „Viö
ræöum stjórnmál. Ég segi álit
mitt á hlutunum nema um sé aö
ræöa hluti sem ég tel mig bresta
þekkingu á. Annars er ég honum
eins og bergmál almennra
viöbragöa þegar viö ræöum málin
I einrúmi.”
,.Hræsnisstuöningur viö alþjóöa samsæriö,” segir Pinochet forseti
Chileum fordæmingu Sameinuöu þjóöanna á mannréttindabrotum
herforingjastjórnarinnar, og leiöir Chiiebúa til þjóöaratkvæöis á
morgun. — Myndin hér fyrir ofan er hinsvegar af Chiiebúum, sem
leiddir eru inn á leikvanginn i Santiago sem pólitiskir fangar, en
þaðan áttu ekki allir afturkvæmt.
einuöu þjóöanna heföi stutt á
hræsnisfullan hátt.
útigöngubanniö, sem veriö hef-
ur i gildi frá þvi I valdaráninu
1973, hefur nú veriö stytt um hálfa
klukkustund til „þess aö tryggja
frjálsa tjáningu þjóöarviljans,”
eins og komist var aö oröi.
Sprengja í
Egyptalands
Starfsmaöur I egypska
sendiráöinu i Bonn fann öfiuga
sprengju i sendiráösbygging-
unni tveim minútum áöur en
hún átti aö springa. Fékk hann
gert hana óvirka i tæka tiö.
Viröist sem sprengjunni hafi
verið varpaö yfir giröinguna
sem umlykur sendiráös-
garöinn og i átt aö oliugeymi.
Heföi örugglega kviknaö i
honum viö sprenginguna sem
heföi orðiö til þess aö auka á
eyöilegginguna bæöi á sendi-
ráöinu og nærliggjandi hús-
um.
Sendiráðsmaðurinn kom
auga á böggulinn þegar hann
átti leiö hjá. Gerði hann
sprengjuna óvirka meö þvi að
kippa kveikjunni úr sam-
bandi.
1 ljós komu I bögglinum tvö
kiló af sprengiefni meö
áletrunum á rússnesku.
Vestur-þýska lögreglan telur
sig ekki vita hverjir að til-
ræöinu standa, en rannsókn
málsins er nú i hennar
höndum.