Vísir - 03.01.1978, Side 7
Þriðjudagur 3. janúar 1978
7
Á bak við myndavél-
ina er enginn annar en
lord Snowdon. Fyrir
framan myndavélina,
þekktustu tiskukóngar
i Frakklandi og um leið
þeir frægustu í heimi,
ásamt toppmódelinu
Dayle Haddon. Árang-
urinn hlýtur að vera
sérstakur og um leið
stórkostlegar myndir,
eða hvað sýnist mönn-
um?
Nú er ljósmyndarinn frægi
annars ekki kallaður lord Snow-
Snowdon eöa Anthony Arm-
strong-Jones eins og hann heitir
Snowdon bak við myndavélina
tískukóngar fyrir framan
Yves Saint Laurent
Undrabarn tiskuheimsins er eitt af þvi sem hann hefur verið kallað-
ur. Nú er hann um fertugt, elskar kindur, konur og tlsku, og
kindurnar gleymdust ekki á myndinni. Þær skreyta reyndar stofu
konungsins. Það gerir múdelið Dayle Haddon hins vegar ekki.
Guy Laroche
Hér bregður hann sér i vals með
sýningarstúlkunni I eldhúsinu
sinu. Það sést ekki mikið af
kjólnum, en hann er úr hvltu
silki og minnir á þriðja áratug-
inn.
Lanvin-
Jules-Francois Crahay
Þau hafa komið sér fyrir úti I
Paris og eru að snæða kaviar,
beint frá Rússlandi. Það var
morgunmaturinn þeirra fylgir
sögunni. Klæðnaðurinn heitir
lika ,,The Caviar Look”.
Emanuel Ungaro
Sýningar hans vekja óhemju at-
hygli og hann er frægur fyrir að
sýna eitthvað sem „sjokkerar”
og hrcinlega byltir. Dayle
Haddon er klædd kjól frá honum
úr efni sem glitrar heil ósköp
„Það verður heimurinn lika að
gera”, segir hönnuðurinn.
Ted Lapidus
Hann er þekktastur fyrir sér-
lega glæsilegan, einfaldan fatn-
að. Sagður meistari á þvi sviði.
Kjóllinn er að sjálfsögðu einn af
þeim sem hann hefur hannaö.
Pierre Cardin
Meistarinn, segja margir um
hann. En sagt er að hann hafi
fengið áhyggjuhrukkur. „Þessi
létti og sportlegi fatnaður minn
hefur orðið til þess að apað er
eftir mér alls staðar I heimin-
um”, andvarpar hann.
Hann virðist þó ekki áhyggju-
fullur þarna.
Pierre Balmain
Konungur klassisks fatnaðar er
hann kallaður. Hann er roskinn
maður en stendur sig ekki siður
en þeir yngri. Hér er það hvitur
kjóll úr silkijersey sem stúlkan
sýnir. Kápan er um leið túrban.
Dior-Marc Bohan
Þau eru að horfa á sjónvarpið. Á
hvað er ekki tekiö fram. En
sjónvarpsklæðnaðurinn er
óneitanlega glæsilegur. Kjóllinn
er úr silkijersey.
Nœstum
oldrei sá
sami
Robert De Niro litur næstum
aldrei eins út i kvikmyndum
sinum. Fljótt á litið virðist þessi
maður ekkert svipaður þessum
ágæta leikara, en það er nú
hann samt. Þarna er hann kom-
inn með skegg i hlutverki slnu i
kvikmyndinni The Deer Hunter,
sem er ein af þeim myndum
sem gerðar hafa verið nýverið
og er verið að gera um striðið i
Vlet-Nam. Við sögðum frá þeim
kvikmyndum hér á siöunni fyrir
skömmu.
don lengur. Anthony Arm-
strong-Jones heitir hann og vill
ekki láta kalla sig annað. Hann
Philippe Venet
Hann er hrifnastur af róman-
tiskum einfaldleika. Með honum
á myndinni er Dayle lladdon I
kvöldkjól frá Venet, þunnum og
fingerðum skreyttum gulli og
liljum. Kjól sem hönnuöurinn
er sjálfur yfir sig hrifinn af.
er skilinn við Margréti prin-
sessu og hittir kóngafólkið litið
sem ekkert.
„Éger kannski ekki finn leng-
ur”, segir hann sjálfur. „En
starfmitter að taka ljósmyndir,
og ég elska það aö gera eitthvað
skapandi. Sá sem ekki fær tæki-
færi til að skapa eitthvaö, deyr
hægt og hægt inni i sér”.
Þessar myndir sem við birt-
um hér hafa þótt meðal þeirra
mest spennandi sem „Snow-
don” hefur tekið. Og þaö eitt er
nokkuð vist, að ekki ættu allir
ljósmyndarar eins greiðan aö-
gang að þessum toppkörlum i
Paris og hann.
Áður en Anthony Armstrong-
Jones hitti Margréti var hann
orðinn vel þekktur sem góður
ljósmyndari. Hann hefur tekið
myndir af ýmsum stórstjörnum *
ogstöðum hvar sem er i heimin-
um.
Einn daginn er hann I Af-
riku og heyrist frá honum i
Astraliu. Hann hefur tekið
myndir af Britt Ekland, Peter
Sellers, Rolling Stones, Bitlun-
um og óteljandi fleiri.
En viðfangsefniö að þessu
sinni er að draga fram persónu-
leika þessara frægu tiskuhönn-
uða.
!i
Tiskupermanent - klippingar og blástur
(Litanir og hárskol)
Munið snyrtihornið
Mikið urval
af lokkum
Gerum göt
i eyru.
Ný og
sársaukalaus
aðterð.
Hárgreiðslustofan
LOKKUR
Strandgötu 1-3 (Skiphól)
Hafnarfirði. sími 51383.