Vísir - 03.01.1978, Side 8

Vísir - 03.01.1978, Side 8
Hressingarleikfimi fyrir konur Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 5. janú- ar 1978 í leikfimisal Laugarnesskóla. Nýtt 8 vikna námskeið fyrir byrjendur hefst sama kvöld kl. 21.45 Innritun og upplýsingar i sima 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari Þriöjudagur 3. janúar 1978 VISIR Útvegsmenn vestra horma „einstœða skammsýni" Suðurnesjamanna Fundur i Útvegsmannafélagi Vestfjarða, haldinn 30. desem- ber siðast liðinn, lýsti furðu sinni á viðbrögðum útvegs- manna á Suðurnesjum vegna útgáfu á reglugerð sjávarút- vegsráðuneytisins um veiðar i þorskanet i vetur. Er i ályktun fundarins hörm- uð ,,sú einstæða skammsýni sem birtist i þvi að Útvegs- mannafélag Suðurnesja skuli telja ástæðulaust að taka þessa reglugerð til eftirbreytni og verður ekki séð hvernig draga á úr sókninni i þorskstofninn ef viðbrögð útvegsmanna i öðrum landshlutum yrðu hin sömu þeg- ar samdráttaraðgerðir snerta þeirra hagsmuni”. 1 ályktuninni er minnt á að allar samdráttaraðgerðir hafi til þessa mætt fullum skilningi hagsmunaaðila. Nefna vest- firskir útvegsmenn sem dæmi nýlokið 12 daga þorskveiðibann er sennilega hafi bitnað harðast á vestfirskri linuútgerð. Að lok- um segir orðrétt: „Treystir fundurinn þvi að skipstjórnarmenn og sjómenn á Suðurnesjum láti ekki hafa sig til þess að brjóta löglegar ákvarðanir stjórnvalda eins og þeir eru nú hvattir til, enda þótt það snerti hagsmuni þeirra i bili. Gæti slikt haft þær af- leiðingar fyrir sjávarútveginn að úr þvi yrði aldrei bætt. Að lokum átelur fundurinn harðlega órökstuddar dylgjur og svigurmæli i garð sjávarút- vegsráðherra i sambandi við þetta mál og telur að hann hafi gætt fyllsta réttlætis i sinu erfiða starfi og lýsir yfir fyllsta trausti honum til handa.” — SG/EKG Bolungarvík Hitaveita Suðurnesja formlega tekin í notkun: Iðnaðarráðherra veitir hér heitu vatni inn á dreifikerfið fyrir Kefiavfk og Njarðvfk.Við hllð hans stendur Jóhann Einvarðsson.stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja. • Ljósm. — Heiðar. Heildarkostnaður 520 milljónir króna Hitaveita Suðurnesja var formiega tekin i notkun s.I. föstudag með þvi að Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra hleypti vatni inn á dreifikerfi hita veitunnar. Athöfnin fór fram við skrifstofuhús Njarð- vikurbæjar að viðstöddu fjöl- menni. Að athöfn lokinni var farið rfélagsheimilið Stapa þar sem ávörp voru flutt. Hitaveita Suðurnesja er sam- eign rikisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum. Eignarhlutur rikisins er 40% en sveitarfélaga 60%. baö eru vart liðin þrjú ár siðan fyrsti fundur fyrirtækisins var haldinn og nú er langt kom ið að leggja dreifikerfi fyrir svæðið. Aðveituæð frá Svartsengi til Njarðvikur er að mestu lokið og er það stærsta verk Hitaveitu Suður- nesja, sem boðið hefur ver- ið út i einum áfanga og er heildarkostnaður áætlaður um 520 milljónir króna. Lokið er byggingu húss yfir fyrsta hluta varmaorkuvers og hefur iðn- aðarráðuneytið heimilað Hita- veitu Suðurnesja að reisa 2ja megavatta orkuver við Svarts- engi. Fyrihugað er að afkasta- geta orkuversins verði orðin fullnægjandi fyrir byggðarlögin á Reykjanesi, fyrir utan Kefla- vikurflugvöll, á þessu og næsta ári. Stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja er Jóhann Ein- varðsson, bæjarstjóri i Kefla- vik. Gunnar Thoroddsen sagði i ávarpi sinu að framkvæmdir við Hitaveitu Suðurnesja væru ævintýri likastar og allt hefði gengið eins og best væri á kosið og aðstandendum fyrirtækisins til sóma. — KS Jóhann Einvarðsson flytur ávarp. Ljósm. Heiðar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.