Vísir - 03.01.1978, Side 10
10
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdarstjóri: Davíð Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm)
Olafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Gudmundsson.
Umsjon með Helgarblaði: Arni Þorarinsson. 1
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson.
Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjon Arngrimsson,
Jonina Michaelsdottir, Kjartan L Palsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, *
Sigurveig Jonsdottir, Sæmundur Guðvinsson.
iþrottir: Ðjörn Blöndal. Gylfi Kristjánsson.
Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson.
Útlit- og honnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson.
Auglysínga- og sölustjóri: Pall Stefansson.
Dreifingarstjori: Sigurður R Petursson.
Auglysingar og skrifstof ur: Siðumula 8. Simar 86611 og 82260.
Afgréiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 1500 á mánuði innanlands.
Verð i lausasölu kr. 80 eintakiö.
Prerrtun: Blaðaprent.
Fyrir kosningar
eða á eftir?
Formenn stjórnmálaf lokkanna hafa lengi haft þann
sið að skrifa áramótagreinar i blöð sin og gera þar
upp pólitíska reikninga liðins árs og lýsa verkefnum á
því nýja. öðrum þræði verður því að líta á þessar
greinar sem stefnuyf irlýsingar, og að því leyti valda
þær nokkrum vonbrigðum að þessu sinni.
Einna athyglisverðust er þó sú yfirlýsing ólafs
Jóhannessonar viðskiptaráðherra, að ríkisstjórnin
eigi að beita sér fyrir viðeigandi viðnámsaðgerðum
gegn verðbólgu fyrir kosningar. Hann segir réttilega í
þvi sambandi, að þeim verði ekki með góðu móti skot-
ið á frest.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eftir kjarasamningana
á liðnu ári hafa bent til þess að hún vildi leysa aðsteðj-
andi vanda með skammtíma ráðstöfunum, en láta sið-
an kjósa um tillögur að varanlegum endurreisnarað-
gerðum í efnahagsmálum. Með því móti gætu stjórn-
arflokkarnir gengið með óbundnar hendur til kosn-
inga.
Yfirlýsing ólafs Jóhannessonar verður hins vegar
ekki skilin á annan veg en ríkisstjórnin eigi að hans
áliti að hef jast handa um varanlegar aðgerðir til þess
að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum áður en geng-
ið verður til kosninga. Ríkisstjórnin myndi þá sam-
eiginlega standa og falla með þegar teknum ákvörð-
unum.
Vel má vera að það sé klókt fyrir Framsóknarf lokk-
inn að tefla hina pólitísku refskák á þennan veg. Hitt
skiptir þó meira máli, að brýnt er að draga ekki
varanlegar ráðstafanir á langinn. Gálgafresturinn
eykur aðeins erfiðleikana eins og á sannaðist 1974,
þegar stjórn ólafs Jóhannessonar gat ekki tekið á
vandamálunum. Við erum enn að súpa seyðið af þeirri
ringulreið, er þá varö.
ólafur Jóhannesson hefur á hinn bóginn engar hug-
myndir fram að færa, hann boðar enga stefnu. Það
gerir Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins,
ekki heldur. Stef numörkun i þessum efnum er helst að
finna í greinum Geirs Hallgrímssonar forsætisráð-
herra og Magnúsar Torfa ólafssonar.
Báðir benda þeir Geir Hallgrimsson og Magnús
Torfi á mikilvægi þess að nota Verðjöfnunarsjóð sem
tæki til hagsveiflujöfnunar. En bæði núverandi og
fyrrverandi ríkisstjórn hafa notað sjóðinn til þess að
viðhalda innlendri þenslu. Endurreisn Verðjöfnunar-
sjóðs er eitt af grundvallaratriðunum í viðnámsað-
gerðum gegn verðbólgu.
Þeir boða einnig aðhaldssemi i f járfestingarmálum.
En einmitt í þeim efnum er brotalöm, sem á veruleg-
an þátt i verðbólguvandamálinu. Við höfum fjárfest
of mikið og borið of lítið úr býtum. Ríkið hefur sjálft
lagt stærstu lóðin á vogarskálarnar að þessu leyti eins
og t.d. Kröf luvirkjun er til marks um.
Rikisstjórnin hefur þegar gert ráðstafanir til þess
að koma i veg fyrir greiðsluhalla ríkissjóðs á þessu ári
og draga úr erlendum lántökum. En Magnús Torfi
ólafsson bendir með nokkrum rétti á að ganga þurfi
lengra í þessum efnum til þess að fá verulegan
greiðsluafgang i því skyni að lækka óreiðuskuldir
ríkissjóðs viö Seðlabankann.
Þó að hér sé ekki um itarlega stefnumörkun að ræða
er Ijóst, að vikið er að veigamiklum atriðum. Flokks-
formennirnir tala hins vegar allir með tæpitungu um
gengisfellingu krónunnar, nema Lúðvík Jósepsson,
sem hafnar henni með öllu. En vandséð er hvernig
komast á hjá gengisfellingu eins og málum er komið
nema stórauka skattheimtu til þess að styrkja at-
vinnuvegina.
Þriöjudagur 3. janúar 1978
VISIR
Saga Reyðar-
fjarðarhöndl
unar
Helgi Skúli
Kjartansson skrifar.
1 11 ' v i .
Einar Bragi Sigurösson: Eski-
fjaröarkaupstaður, forsagan,
upphaf byggðar og frihöndlunar
(Eskja, sögurit Eskfirðinga II.
bindi). Byggðarsögunefnd Eski-
fjarðar 1977.
ESKJA er safnrit um
byggðarsögu Eskifjarðar, en
þetta annað bindi er eins manns
verk meira að segja töluvert
stórvirki i islenzkri sagnfræði.
Bókin er löng, yfir 400 mjög
drjúgar siður og afar efnisrikt.
Einar Bragi hefur kannað
óhemjumagn heimilda, flestra
óprentaðra og dregur fram i si-
fellu nýjar og nýjar upplýsingar
meðan bókin endist.
Eins og höfundur tekur fram i
eftirmála, lesa menn slika bók
varla i lotu (nema ritdómarar!)
Ég ræð lesendum að byrja á
kaflanum um konungsverzlun-
ina siðari sem er einna véiga-
mesti hluti bókarinnar. Þar er i
mjög löngu máli sögð 18 ára
saga Reyöarfjaröarverzlunar
upplýsingar sóttar i skjalasöfn
islenzkra embættismanna,
verzlunarstjórnarinnar og
stjórnarskrifstofa i Kaup-
mannahöfn og haldið til haga
smáu sem stóru, þannig að
þolinmóður lesandi gerist
nákunnugur lifi, starfi og við-
skiptum i hinum örsmáa danska
kaupstað á Otstekk við Reyðar-
fjörð og þeim persónum sem
þar koma við aögu. Einar Bragi
lætur heimildirnar sem mest
tala sjálfar tengir þær og skýrir
með asalausu rabbi, spyr litt
stórra sagnfræðilegra spurn-
inga en lætur hvert atvik njóta
óskiptrar athygli meðan það
gerist.
Það er torleikin höfundar-
iþrótt að gæða slikt fróðleiks-
kornasafn lifi. En Einari Braga
er sú list léð. Hann er mætavel
skrifandi og nosturskenndur
áhugi hans á heimildunum og
ráðgátum þeirra smáum sem
stórum, getur hæglega hrifið
með þann lesanda sem gefur sér
tóm til að sökkva sér niður i frá-
sögnina.
Að bókarlokum er kafli um
hina misheppnuðu tilraun til að
stofna kaupstað á Eskifirði eftir
lok einokunar. Hann er e.t.v.
með mestu sagnfræðisniði i bók-
inni og heimildir sýnilega
dregnar saman af mikilli elju. I
fyrri hluta bókar eru raktar
heimildir um Hólmastað i
Reyðarfirði frá þvi á miðöldum,
um nokkra bæi við Eskifjörð og
ábúendur þeirra, og um
Reyðarfjarðarverzlun fram til
<sm
1774. Hér nýtur frásagnaraðferð
höfundar sin öllu miður en
siðar. Heimildir eru of strjálar
og sumar vandtúlkaðar til þess
að kveikja samfellda, lifandi
sögu og þá verður annarlegt að
leggja svo áþekka áherzlu á stór
atriði og smá sem hér er gert.
Einar Bragi vinnur i þessari
bók úr heimildum sem ég þekki
ekki og get þvi ekki fullyrt um
meðferð hans á þeim. En við
lestur virðist heimildavinna
hans og röksemdafærslur yfir-
Jeitt traust. Bókin er einkanlega
fróðleiksnáma, en um leið birtir
hún einkar glögga þjóðlifsmynd
frá timanum fyrir og um Móðu-
harðindi og það frá nýstárlegum
sjónarhóli þar sem er hið
danska verzlunarþorp.
1 bókina er valinn mikill fjöldi
mynda sem gaman er að. Henni
fylgja rækilegar skrár og i viö-
bæti nokkrar meginheimildir
um jarðir og Ibúa á Eskifirði.
Allur ytri búnaður bókarinnar
er góður nema að nokkuð er um
sýnilegar prentvillur sem eru
meinlausar i sjálfum sér en
vekja ótta við duldar prentvillur
sem geta verið skæðar i riti af
þessu tagi.
Helgi Skúli Kjartanssor
LEIGJANDINN
En ísland, þin börn hafa enn ekki þjóð sinni
brugðizt,
og aldrei i bráðustum háska frá sæmd þinni vikið.
Og þau munu enn verja hugrökk þinn heiður og
frelsi
gegn hvers konar voða, sem ógnar þér — nógu
mikið.
En biðjum þess einnig, að aldrei megi það hendá,
að andi þeirra og sál iáti fyrirberast
i slævandi öryggð hins auðsótta veraldargengis.
Nei, önnur og stærri' skal sagan, sem hér á að
, gerast.
(Tómas Guðmundsson 1964)
1 raunalega langan tima vor-
um við leigjendur annarra og
máttum sæta þvi að óviökom-
andi menn hefðu i hendi sinni að
ráðstafa húsi þvisem var okkar
heimili. Þaö var þvi stór stund
þegar við urðum sjálfir eig-
endur að húsinu. Við stofnuðum
félag, Húseigendafélagið og
kusum stjórn til að sjá um
rekstur hússins og samstarf við
aöra húseigendur. Siðan sner-
um við okkur aö þvi aö rækta
garðinn okkar — með okkar eig-
in blómum.
Einn góðan veðurdag neydd-
umstvið tilaö horfast i augu við
þá staðreynd að hinu nýfeigna
og dýrmæta öryggi okkar var
ógnaö. Ef ekki yrðu gerðar
ráöstafanir þvi til varnar, gæt-
um viö hugsanlega misst húsið.
Okkur bauðst
leigjandi
Vandinn leystist með þvi að
okkur bauöst leigjandi sem
hafði hag af þvi að búa þar sem
húsiö okkar var staðsett. Og þar
sem tilvist hans minnkaði til
muna likurnar á að við misstum
húsiö geröum við samning sem
báöir gátu unaö við aö óbreytt-
um forsendum.
Leigjandinn fékk forstofuher-
bergi sem var innangengt úr inn
i vistarverur hússins. Hann kom
sér vel fyrir og lét steypa að-
keyrsluna að bilskúrnum, þvi
hann notaöi hana undir sinn bil
og þótti bagalegt að hafa hana
ekki steypta. Hann vildi reynd-
ar lika steypa götuna sem viö
búum við og giröa lóöina. En þá
fannst okkur hann vera farinn
að misskilja hlutverk sitt — og
okkar. Við vorum húseigendur
en hann leigjandi. Auk þess var
nærvera hans farin að setja
meiri svip á heimiliö en okkur
þótti hæfa.
Múrað upp i
dyrnar
Viö létum þvi múra upp i
dymar sem lágu frá herbergi
hans inn til okkar en geröum
þess i staö á herbergið útidyr
svohann gætifarið leiöar sinnar
og viö okkar, án þess að leiöir
skærust nema óverulega. — Það
var þá helst við innkeyrsluna.
Eftir sem áður höfðum við
gagnkvæman hag af samningi
okkar og var sambúðin að heita
mátti snurðulaus. Enda öll inn-
byrðis samskipti i lágmarki og
hvor aðili um sig sýndi skilning
á viðhorfum hins.
Eftir þvi sem timar liöu tóku
hibýli okkar og umhverfi
stakkaskiptum. Við f Húseig-
endafélaginu unnum stórvirki á
húsinu okkar. En þetta kostaði
allt mikið fé og rekstur heimilis-
insvar oröinn svo umfangsmik-
ill að illa gekk að láta enda ná
saman. Einnig vorum við komin
iskuld viö aðra húseigendur. Þó
var enn eftir að steypa götuna
og var það mörgum Ibúum
hússins mikill þyrnir I augum.
Sumir þeirra voru ófæddir
þegar samningurinn var gerður
við leigjandann en höfðu nú náð
þeimaldri aöþeir höfðu I nokk-
ur ár haft atkvæöis- og tillögu-
rétt þegar kosið var um fram-
kvæmdastjórn i Húseigendafé-
laginu.