Vísir - 12.01.1978, Blaðsíða 9
9
VISIR Fimmtudagur 12. janúar 1978
Amin gof okkur
brottfararieyfi7'
Rœtt við
Önund
Jóhannsson,
flugstjóra,
sem lenti ó
Entebbe með
fyrsta
ísraelann sem
þangað hefur
komið siðan
órósin frœga
var gerð
Boeing þota frá
Arnarflugi sem er i
áætlunarflugi fyrir af-
riska flugfélagið Kenya
Airways fékk á dögun-
um fyrirvaralausa
skipun um að lenda á
Entebbe flugvelli i Ug-
anda. Þotan var á leið-
inni frá Lusaka i Sam-
biu til Nairóbi i Kenya.
Onundur Jóhannsson flug-
stjóri, átti ekki annarra kosta
völ en að hlýða þessari skipun.
Önundur var i stuttri heimsókn
til Islands i gær og Visir spurði
hann um þetta ævintýri.
„Vegna stjórnmálaerfiðleika
milli Tanzaniu og Kenya fá
flugvélar frá Kenya ekki að
fljúga yfir Tansaniu. Við erum
með áætlunarflug til Lusaka
þrisvar i viku og þá verðum við
að taka á okkur krók yfir Ug-
anda.”
„I þessari ferð vorum við að
koma frá Lusaka og áttum eftir
um tiu minútna flug framhjá
Entebbe en þangað áttum við
ekkert erindi,” og ætluðum að
yfirfljúga eins og venjulega.”
,,En svo fékk ég allt i einu
fyrirskipun frá flugumferðar-
stjóranum á Entebbe um að
lenda þar samstundis. Ég bað
um skýringu og vildi fá að vita
hver gaf þessa fyrirskipun en
fékk engin svör við þvi.’
önundur Jóhannsson, flugstjóri.
,,Nú það varekkium annað að
ræða en hlýða og strax og við
lentum dreif að okkur hermenn
og flugvallarstarfsmenn. bá
loks var mér sagt að flugher Idi
Amins forseta væri með um-
fangsmiklar heræfingar i
grendinni.”
Sveittur ísraelsmaður
„Það voru allir drifnir út úr
vélinni bæði farþegar og áhöfn
og vegabréf farþeganna voru
skoðuð, þóttég skilji nú ekki til-
ganginn með þvi. Okkur létti þó
mjög þegar það gekk vel fyrir
sig og allir fengu að fara. Sér-
staklega var einn farþeginn
okkar feginn en það var fyrsti
Israelsmaðurinn sem lenti á
Entebbe siðan landar hans
komu þar i „heimsókn” til að
sækja flugránsgislana.”
Þetta tafði okkur i eina þrjá
tima en þá fengum við að fara i
loftið aftur og halda ferðinni
áfram. Við sáum aldrei neina af
herþotum Amins og þetta er i
fyrsta skipti sem við höfum
orðið fyrir þessu. Þeir hjá
Kenya Airways sögðu reyndar
að Amin hefði sjálfur gefið okk-
ur brottfararleyfi en ekki feng-
um við að berja forsetann aug-
um.”
„Hvernig er annars að vinna
niðri i Kenya?”
„Það er alveg sérlega gott.
Við erum þar með f jórar áhafn-
ir og flestir flugliðanna eru
islenskir. Flugfreyjurnar eru
hinsvegar frá Kenya Airways.
tslendingarnir eru allir mjög
ánægðir með dvölina þarna
enda er loftslag eins og best
verður á kosið og vinnuaðstaða
góð.”
„Við verðum þarna að
minnsta kosti út marsmánuð,
samkvæmt samningnum við
Kenya Airways. Eftir það tekur
við samningur við Möltu um
áætlunarflug þaðan.”
—ÓT
VfSIR
Llaöburóarfólk
óskast!
Bergstaðastrœti
Lindargata
Höfðahverfi
Laugarteigur
8, h ^
UMBOÐSMAÐUR
ÓSKAST
á HVSAVÍK
VÍSIR
SIMI 86611
Bílasalan
HöfóatunílO
s.18881 &18870
„Fyrr mó
nú aldeilis
fyrrvera"
Engin höft ó
innflutningi ó
sykri og
rúgmjöli EN
Innflutningur not-
aðra bíla hóður
leyfum eftirleiðis
Takmörkin eru
óþreifanleg
Höfum til sölu : Allar teg. bíla
Allt er tilbúið
Toppliðið í Bílagarði sér um
Þjónustuna
■ Sifelld: Þjónusta
I® Sifelld: Viðskíptí
Bilasalan Bilagarður
BORGARTÚNI 21
Símar: 29480 & 29750.