Vísir - 12.01.1978, Blaðsíða 23

Vísir - 12.01.1978, Blaðsíða 23
HÆTTUM AÐ AMAST VIÐ VEIÐ- UM FÆREYINGA HÉR VIÐ LAND! Örn hringdi: Vinir vorir Færeyingar standa okkur allra þjóöa næst. Þaö er ekki nema sjálfsagt aö leyfa þeim aö veiöa innan land- helgi okkar i einhverjum mæli. Afli þeirra er hvort sem er þaö litill að það skiptir okkur engu máli. Okkur stafar hætta frá stórþjóöunum og efnahags- bandalögum en ekki frá smá- þjóðum. Margir hafa verið aö kvarta yfir þessum fáu tonnum sem Færeyingar veiða hér við land. En ég vil benda á aö fiskveiði- samningar okkar viö þá eru gagnkvæmir og viö fáum að veiða innan þeirra landhelgi. Eins og ástand mála er nú er betra fyrir smáþjóðir aö standa saman. Islendingar og Færeyingar eiga margt sameiginlegt og samskipti okkar mættu vera meiri bæði stjórnmálaleg og menningarleg. En um fram allt hættum að amast viö veiöum Færeyinga! Röskur og ábyggilegur sendill óskast nú þegar hluta úr degi. Sími 19150 Ferðist erlendis á eigin bifreið ■oft ná börnin að bera trén um hverfin. Hvað á að gera við gömlu jólatrén? Félag ísl. bifreiðaeigenda hyggst skipuleggja 3-4 f jögurra vikna ferðir til Rotterdam í sum- ar. Bifreiðarnar verða fluttar með m/s Bif- röst til Rotterdam en farþegarnir fara þangað flugleiðis. Brottför verður um miðjan júní/ júli og ágúst. Þeir sem áhuga hafa á ferðum þessum/ hafi sambandi við skrifstofu F.I.B. sem veitir nánari upplýsingar. Félag ísl. bifreiðaeigenda Skúlagötu 51 simi 29999. Jóna hringdi: Nú eru jólin liðin og menn i óða önn aö taka niður jólaskrautiö og jólaljósin og borgin tekur á sig hversdaglegan blæ á ný. Eitt er það sem vefst fyrir mér alltaf að loknum jólum en það er að losna við jólatréð. Það er of stórt til að það sé hægt að troða þvi ofan i ruslatunnuna og ef maður leggur það við hliðina á tunnunni má alveg eins búast viö þvi að það verði komið á fleygi- ferð um hverfið. Það er greinilegt að fleiri eiga við þetta vandamál að striða. Margir leysa það á einkar óskemmtilegan hátt en það er aö henda þeim fram af svölunum og láta þau siðan eiga sig. Þetta finnst mér vera hinn mesti sóða- skapur. Ég hef verið að velta þvi fyrir mér hvort borgaryfirvöld eigi ekki að leysa þennan vanda og veita borgurum svipaða þjónustu og gert er á vorin þegar lóða- hreinsun stendur yfir og starfs- menn borgarinnar koma og losa fólk viö alltdraslið. Það væri gott ef einhver vildi svara þessu. Hjá Hreinsunardeild Reykja- vikurborgar leituðum við svara hjá Pétri Péturssyni verkstjóra. Hann sagði að þeir væru vanir að taka trén um leiö og tunnurnar væru losaðar, þó það væri kannski ekki beint i þeirra verka- hring, ef þau væru sett við hliðina á tunnunum. Hins vegar væru börnin oft á undan þeim að taka tréin og við þvi gætu þeir ekkert gert. En þar sem sorpgeymslur eru getur fólk sett tréin þa r inn og verða þau þá tekin af Hreinsunar- deildinni. Húshjálp Stúlka óskast til aðstoðar við heímilishald á góðu heimili. Vinnutími t.d. frá kl. 9-2, eða eft- ir samkomulagi. Aðeins rösk og myndarleg stúlka kemur til greina. Góð laun í boði. Tilboð merkt: Heimilisaðstoð, sendist blaðinu fyrir 16. janúar. Bifreiðaeigendur athugið Nýkomnir hemlavarahlutir í amerískar bif- reiðar. Vinsamlegast vitjið pantana. STILUNG HF.t keifan 11 simar ,31340-82740. visn a raiuu nu Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að Visi. Nafn Heimilisfang Sveitarfél./Sýsla Simi Nafn-nr. s. k*i & I ;1 Síðumúla 8 P.O.Box 1426 101 Reykjavík SIMI 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.