Vísir - 30.01.1978, Side 8
Bílprófun Visis: Lada Sport:
Þeir komu fyrir tuttugu árum,
gömlu, góðu rússajepparnir, og i
skjóli skrýtinna tollaákvæöa nutu
þeir þeirra forréttinda, að vera
einu jepparnir, sem höföu upp á
eitthvert pláss að bjöða, án þess
að vera fokdýrir.
Næsta bylting varð bandarisk:
Broncó-æðið árið 1966, og
frægðarsól rússajepppanna dofn-
aði.
En nú eru rússarnir komnir
af tur. að visu mun minni en áður,
en nú er það gerð þeirra og tækni-
leg hönnun, sem gerir þá liklega
til að höggva strandhögg á ný.
Biltæknilegur viðburður
FiatCampognolaer eini jeppinn,
sem mér er kunnugt um, sem er
meö heilsoðið, sjálfberandi hús
og óháða f jöðrun á öllum hjólum.
Range Rover er eini jeppinn, sem
hefur gormafjöðrun á öllum hjól-
um, Range Rover og ýmsir amer-
iskir jeppar eru með
Quadra-track, þ.e. mismuna
drif á milli fram- og afturdrifs,
sem hægt er aö læsa.
Range Rover og margir amer-
iskir jeppar eru likir fólksbilum i
útliti og i innréttingu.
En Lada Sport, hinn nýi rúss-
neski smájeppi er hinn eini, sem
er búinn öllum fyrrtöldum nýj-
ungum, að þvi undanskildu, að
hann er ekki með óháða f jöðrun á
afturhjólum. Hingað til hafa
austantjaldsþjóðir verið á eftir
vestrænum þjóðum i bilasmiði, en
með Lada-jeppanum hafa Sovét-
menn skyndilega skipaö sér i for-
ystusveit i biltækni, og hafa
greinilega verið námfúsir læri-
sveinar Itala, sem veitt hafa vest-
rænni tækniþekkingu austur fyrir
tjald.
I grein á bilasiðu Visis snemma
i haust var því spáð, að
Lada-jeppinn yrði bill ársins 1978
á íslandi. Eftir að hafa reynslu-
ekið þessum bil við fjölbreyti-
legar aöstæður á vegum og veg-
leysum, er óhætt að slá þvi föstu,
að fátt getur komið i veg fyrir
sigurgöngu þessa bils hér á landi.
Að visuerekkihægt aðsjá fyrir
nú, hvort hann verði haldinn ein-
hverjum barnasjúkdómum, en
leynist engir alvarlegir gallar i
bilnum, á hann vafalaust bjarta
framtið, þrátt fyrir haröa sam-
Stærstu kostirnir eru tveir: Hiö
lága verð og svo, að hann er með
heilsoðið hús og enga grind. A
venjulegum jeppum stelur grind-
in miklurými, þar sem hún skag-
ar niður úr bflnum, og hvað hæð
snertir, fara svo sem 15-25 senti-
metrar til spillis. Væri
Lada-jeppinn með grind, væri
hann annað hvort 15 sentimetrum
kviðsiðari eða heildarhæð bilsins
15 sentimetrum meiri. Auk þess
er minni hætta á, að húsið liðist og
t.d. afturhurð skrölti. Gallarnir
eru tveir: Meiri söngur berst frá
hjólunum upp i bilinn á möl.
1 Lada-jeppanum er hávaðinn
frá hjólunum 84 desibel á malar-
vegiá70 km hraða, eða svipaður
og i venjulegum fólksbilum, en
meiri en i ýmsum jeppum, t.d.
Broncó, þar sem hávaðinn er að-
Lada og Bronco: stuttir og breiðir og háir, góðir á ósléttu landi með
hryggjum og hólum, börðum og skorningum.
keppni af hálfu Subaru og þeirra
jeppa, sem fyrir eru, og væntan-
lega ekki siður hins nýja Simca
Rancho, sem er miklu rúmbetri
billogöllu mýkri, en hefur aðeins
drif á framhjólum.
Þróuð hönnun
Litum þá nánar á kosti og galla
hins nýja jeppa.
eins 79 desibel. Vélarhljóðið er i
háværara lagi, 78 desibel á mal-
biki, og upp i 90 desibel, ef hún er
þeytt. Enn má telja, aö á venju-
legum jeppum er hluti af fjöðrun-
inni á ósléttu landi fólginn i
sveigju grindarinnar, en á
Lada-jeppanum verða gormarnir
að s já um þetta allt, en þeim tekst
það býsna vel.
Þú sparar tugþúsundir króna
ef þú lætur endurryðverja bifreiðina reglulega
Ódýr ryðvörn sem aöeins tekur 1 til 2 daga
Rydvarnarskálinnsigtúni5-simM94oo
1. SPRAUTUN:
Fyrst er þunnu ryðvarnarefni (Tectyl 153B) spraut-
að í öll samskeyti, brot og suður, en það hefur mjög
góða eiginleika til að smjúga inn i staði þar sem
mest hætta er á ryðskemmdum. Þetta efni er einnig
sett inn í hurðir, lokuð rúm, vélarhús o.fl.
2. SPRAUTUN:
Eftir að sprautun 1 er lokið, er sprautað þykkara
ryðvarnarefni (Tectyl 125) á staði, þar sem meira
mæðir á, svo sem allan undirvagn og bretti.
3. SPRAUTUN:
Að lokum er sprautað gúmmímassa innan í bretti og
á alla viðkvæma staði undir bílnum til frekari hlífðar
ryðvarnarefninu og til einangrunar.
ÞURRKUN:
Að sprautun lokinni heldur bifreiðin áfram á lyftunni
inn í þurrkskáp, en þar er ryðvarnarefnið á bif-
reiðinni þurrkað með heitum loftblæstri.
ÞVOTTUR:
Að lokum er bifreiðin þrifin að utan jafnt sem innan.
Fyrst er hún úðuð með hreinsiefni og síðan spraut-
uð með vatni, þannig að Tectyl og önnur óhreinindi
á lakki skolast burt.
ÞURRKUN:
Eftir nákvæman þvott, er bifreiðinni ekið í lyftu inn í
þurrkskáp og þurrkuð með 60—70° heitum loft-
blæstri. Þetta er eitt af þeim grundvallaratriðum,
sem nauðsynlegt er að framkvæma, til að ná sem
bestum árangri gegn ryði og tæringu, þ. e. að bif-
reiðin sé bæði hrein og þurr þegar ryðvarnarefni er
borið á.
Verklýsing á ryövörn
ÞVOTTUR:
BORUN:
Þegar bifreiðin er orðin þurr, er henni ekið úr
þurrkskápnum. Síðan eru boruð 8 mm göt til að
koma ryðvarnarefninu Tectyl í öll holrúm og á þá
staði, sem nauðsynlegt reynist með hliðsjón af þar
til gerðu plani, sem til er yfir flestar tegundir bif-
reiða. — Öllum slíkum götum, sem boruð hafa
verið, verður lokað eftir sprautun á snyrtilegan hátt
með sérstökum plasttöppum.
Óhreinindi á undirvagni og annarsstaðar eru
þvegin burt með upplausnarefni og heitu vatni (sem
hefur þrýsting allt að 130 kg/cm2). Kemur það í veg
fyrir að óhreinindi geti leynst í undirvagni eða hjól-
hlífum.