Vísir - 30.01.1978, Side 10
10
Mánudagur 30 . janúar 1978.
‘ utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pólsson óbm.
Ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð
mundurG. Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn:
Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jónína
Michaelsdóttir, Katrín Pólsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Öli
Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Utlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, AAagnús Ölafsson.
Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8
símar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 1700 ó
mónuöi innanlands.
Verö i lausasölu
kr. 90 eintakiö.
Prentun
Blaöaprent h/f.
Uppstokkun
bankakerfisins
Olaf ur Jóhannesson viðskiptaráðherra hef ur boðað að
hann muni leggja fyrir alþingi frumvarp að nýjum
bankalögum. l frumvarpinu munu vera fá önnur ný-
mæli, sem markverð teljast, en reglur um herta endur-
skoðun i bönkunum. Er það léleg eftirtekja að loknum
miklum undirbúningi.
Væntanlegt frumvarp ríkisstjórnarinnar að nýrri
bankalöggjöf verður því hvorki fugl né fiskur. í raun og
veru mun það litlu sem engu skipta, hvort það verður
f lutt eða ekki. Það mun ekki breyta illa sköpuðu banka-
kerfi og í engu hrófla við fjárfestingarlánasjóðunum,
sem sannarlega eru allt of margir og illa skipulagðir.
Endurflutt frumvarp Lúðvíks Jósepssonar um nýja
viðskiptabankalöggjöf er miklu merkilegra og miðar um
margt að nauðsynlegri uppstokkun í bankakerfinu.
Frumvarpið er samið á grundvelli álits bankamála-
nefndar, undir forystu dr. Jóhannesar Nordals, sem á
sinum tíma skilaði skýrslu með tillögum um róttækar
breytingará öllu bankakerf inu, viðskiptabönkum, spari-
sjóðum, innlánsdeildum og f járfestingarlánasjóðum.
i vinstri stjórninni varð ekki samkomulag um breyt-
ingar á bankakerfinu. Stjórnarflokkarnir þrír þorðu
ekki af hagsmunalegum ástæðum að brjóta kerfið upp.
Skömmu áður en vinstri stjórnin sprakk, vorið 1974, lagði
Lúðvik Jósepsson frumvarpið f ram á alþirigi, þó að ekki
haf i náðst um það samstaða, en það var leikur í innbyrð-
is refskák stjórnarflokkanna á þessum tíma.
Nú hefur þetta frumvarp verið lagt fram að nýju.
Margt bendir til að endurflutningur þess sé, sem fyrc
fremur þáttur i hefðbundinni flokkspólitískri refskák en
málefnalegt framlag af hálfu f lutningsmanns til endur-
skipulagningar bankakerfisins. Eigi að síður ber að
fagna f rumvarpinu, þvi að það miðar að nýrri skipan
bankakerfisins sem er hálfgerður óskapnaður.
Stjórnarf lokkarnir mættu gjarnan hressa lítið eitt upp
á andlitið fyrir kosningar. Uppstokkun bankakerfisins
gæti verið einn þáttur i þeirri pólitísku hressingarleik-
fimi, sem þingmenn þurfa nú að leggja aukna rækt við.
Stjórnarþingmenn ættu t.d. að nota meirihlutaaðstöðu
sina til þess að vísa viðskiptabankaf rumvarpi Olaf s Jó-
hannessonar frá og ræða síðan alvörubreytingar á
grundvelli þess frumvarps sem Lúðvík Jósepsson hefur
nú endurflutt.
Megingallinn við bankakerf ið er skipting þess eftir at-
vinnugreinum. Atvinnuvegaskiptingin skapar of mikla
áhættu við dreifingu lánsfjármagnsins. Sveifla niður á
við i einni atvinnugrein getur hreinlega kippt stoðunum
undan rekstri viðkomandi banka. Þetta hefur að nokkru
leyti gerst hér að því er útveginn varðar.
Landsbankinn er nánast eini bankinn;sem hefur nokk-
urn veginn eðlilega dreifingu útlána eftir atvinnugrein-
um. Frumvarp Lúðvíks Jósepssonar gerir á hinn bóginn i
samræmi við tillögur bankamálanef ndar dr. Jóhannesar
Nordals, ráðfyrirað Otvegsbankinn og Búnaðarbankinn
verði sameinaðir. Með því fengist banki álika stór og
Landsbankinn með viðunandi dreif ingu lánsf jár milli at-
vinnugreina.
Þó að varasamt sé að fækka bönkum um of vegna
valddreif ingar er nauðsynlegt að vinna að sams konar
uppstokkun á hlutafélagabönkunum. Enn fremur er
brýnt að sameina f járfestingarlánasjóði, sem á ýmsan
hátt eru dragbítará arðsemi atvinnuvegaf járfestingar.
Endurskoðunarfrumvarp Ólafs Jóhannessonar, við-
skiptaráðherra, leysir ekki þann vanda sem við er að
etja á þessu sviði. Óhjákvæmilegt er að stokka kerfið
upp eins og það leggur sig. En ef að líkum lætur dagar
þetta mál uppi i þinginu eins og algengast er þegar um
er að ræða viðfangsefni sem skipta máli.
VÍSIB
Náttúruverndarróð leggst gegn virkjun Dynjandisár:
VILL AÐ
FJALLFOSS SÉ
,,utsýni til fossins fyr-
ir botni Dynjandisvogs,
af þjóðleiðinni noröan
Arnarf jarðar, gerir hann
að eftirminnilegu nátt-
úrufyrirbæri hverjum
þeim er þá leið fer. Fag-
urt umhverfi hans eykur
enn á reisn hans. Hugsan-
leg skerðing þessa vatns-
falls og umhverfis þess
er því augljóslega mikið
tjón fyrir alla sem unna
náttúru landsins og þeim
dýrgripum sem hún
geymir." Þessi kafli er úr
greinargerð um afstöðu
Náttúruverndarráðs til
virkjunar Dynjandisár í
Arnarfirði. Fossinn sem
um ræðir er Fjallfoss og
leggst Náttúruverndar-
ráð gegn þvi að vatnsfall
Dynjandisár við Fjallfoss
verði virkjað.
í stuttu máli telur Nátt-
úruverndarráö að vernd-
argildi Fjallfoss og þýð-.
ing hans sem náttúru-
vættis sé meiri en
hugsanlegur efnahags-
legur ávinningur af virkj-
un hans. Telur ráðið, að
íslendingar hljóti að hafa
efni á aö friða hann og
eftirláta hann afkomend-
um sinumtil ráðstöfunar í
samræmiviðþá lifsskoðun
sem siðar kann að ríkja.
í greinargerð Náttúru-
verndarráðs segir, að
fossinn muni ekki skaðast
i útliti eins mikið og búast
mætti við. Hins vegar
verði óhjákvæmilega
umtalsverðar breytingar
á hinni náttúrulegu um-
gjörð fossins af völdum
beirra mannvirkja sem
verðiþarmuni rísa og jarð-
rasksvið byggingu þeirra,
þó að gætt verði ýtrustu
varfærniog allt gert til að
fela framkvæmdir sem
mest.
Jafnframt segir í
greinargerðinni, að áætl-
aður kostnaður við um-
rædda virkjun sé hár
miðað við ýmsa aðra
kosti til virkjunar i land-
inu og fullt eins öruggt að
útvega Vestf irðinga-
fjórðungi raforku með
öðrum hætti, t.d. með
tengingu við landskerfið
með línu frá Hrútafirði til
orkuveitissvæðis Mjólk-
árvirkjunar.
Enn fremur segir, að í
viðræðum við heima-
menn og i opinberum um-
ræðum, sem að vísu hafi
veriö takmarkaðar, hafi
ekki verið lagt kapp á að
fá þessa virkjun og f lestir
sem hafi tjáö sig um mál-
ið hafi talið óhæft að taka
fossinn til virkjunar.
— KS
HAGFRÆÐINGURI
(Jtlt'iidir hagfræúiugar eru ekki
fólk ifréttumá islandi eins og t.d.
leikkonan E. Taylor og danska
kóngafólkið. Fer vel á þvi —
landsmenn hafa ekki undan að
fylgjast meö síöustu afrekum is-
lenskra hagfræöinga.
Fyrir fimm eða sex árum
þekkti hinn almenni lesandi lik-
Íega aöeins þrjá útlenda hagspek-
inga. Flestir höföu heyrt Karls
Marx gelið aö góöu eöa illu og
enski hagf ræöi ngurin n J.M.
Keynes var svo vel þekktur, að
nokkur fjöldi manna gat lesiö úr
stöfunum J.M. Eoks könnuðust
margir við J.K. Galbraith, sem
lengi var kennari við llarvard-há-
skóla, cn hann hefur unnið þaö
einstæða afrek að skrifa metsölu-
hækur um efnahagsmál (sbr. þó
Kommúnistaávarpiö eftir Marx
og Engels ).
Friedman og
Keynes
A þessum árum höföu sárafáir
islendingar heyrt getið unt
bandariska hagfræöinginn Milton
Friedman. t'að átti þó fyrir
Friedman karliaö liggja aö veröa
frægur á Fróni og reyndar lika i
heimspressunni. Að visu kom
þcssi Irægð nokkuö seint: einu
eöa tveimur árum áöur en hann
fór á eftirlaun hjá Chicago-há-
skóla, en hann var kennári þar
árin 194(i-197(>, eftir að liann haföi
lokiöölium meiri háttar visinda-
störfum og um svipaö leyti og
fræðistörf hans tóku aö sæta
nokkurri gagnrýni meöal færustu
hagfræðinga i liópi skoöana-
bræðra.
Ileimsveröbólga siöustu ára og
wElm ísCSÍV £ m§
iWii
Bandariskir róttxklingar segja að Fricdman og allir aðrir sem
styðja markaösbúskap og kapitalisma bcri ábyrgö á ógnar-
stjórninni i C'hile.
Dr. Þráinn Eggertsson,
lektor, skrifar hér um hag-
fræðinginn Milton Fried-
man, sem hlaut Nóbelsverð-
laun i grein sinni áriö 1976.
Vinstri sinnar liafa mjög
beint spjótum sinum gegn
Friedman og telja hann
ábyrgan fyrú' ógnarstjdrn-
inni'í Chile. Friedman fór
þangað i fimm daga fyrir-
lestrafcrö 1975
Þráinn segir aö flestir
borgaralegu- hagfræðingar
taki mörgu i kenningum
Friedmans meö varúö og
segist sjálfur vera í þeim
hópi.
V____________________________/
mikiö atvinnuleysi er ekki i sam-
ræmi við kenningar Keynes.
Þessari atburöarás haföi Fried-
man hins vcgar spáð, og stjarna
hans reis i horgaralegum fjöl-
miölum. \instri pressan á hins
vegar heiðurinn af þvi að gera
hann að superstar, illræmdri að
vísu. Einlægir lesendur viröast nú
trúa þvi, að Friedman sé sjálfur
vondikarlinn iheimi hagfræðinga
og láir þcim það enginn.