Vísir - 07.03.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 07.03.1978, Blaðsíða 3
3 m vism Þriðjudagur 7. mars 1978 ÁTTA MANNS HUNDR- AÐ ÁRA OG íLDRI HÉR Á LANDI Nú eru á lífi hér á landi átta manns hundrað ára og eldri. Elst núlifandi Islendinga er Halldóra Bjarnadóttir á Blönduósi en hún varð 104 ára um miðjan október. Elsti núlifandi karlmaðurinn er 101 árs. Færri en eitt hundrað Is- lendingar hafa náð hundrað ára aldri á þessariöld. Karlmenn eru miklu færri en konur i þessum hópi eða færri en tuttugu af þess- um eitt hundrað einstaklingum. Meðalævi kvenna er 77,5 ár en karla 71,6 ár. Þessar upplýsingar koma fram i Fréttabréfi um heil- brigðismál, sem Krabbameins- félagið gefur út. Hæstum aldri náði Helga Brynjólfsdóttir i Hafnarfirði en hún var 106 ára og hálfnuð með 107. árið, þegar hún lést, i desember árið 1953. Kristján Jóhann Jónsson i Lambanesi i Fljótum i Skagafiröi hefur orðið elstur karla hérlendis á þessari öld. Hann lést i desem- ber árið 1959 og var þá 104 ára. —KP Ljóðakórinn í stað Dómkórsins „Við höfum fengið Ljóðakór- kórinn hætti að syngja þar. inn til að aðstoða okkur við Kórinn sendi safnaöarnefnd- guðsþjónustur i kirkjunni, og inni bréf þess efnis að hann hina ýmsu organista”, sagði hætti störfum meðan óbreytt Hjalti Guðmundsson, dóm- ástand rikti hvað varðar mál kirkjuprestur, þegar Visir innti Ragnars Björnssonar, dóm- hann eftir hvernig tónlist væri organista, en honum var vikið háttað i kirkjunni, eftir að Dóm- úr starfi i byrjun febrúar.-KP. Bornakór á kirkjukvöldi í Laugarnessókn Næstkomandi miðvikudag 8. mars, kl. 20.30 verður kirkjukvöld iLaugarneskirkju. Að þessusinni mun Barnakór Oldutúnsskólans i Hafnarfirði syngja nokkur lög undir stjórn Egils R. Friðleifs- sonar. En eins og kunnugt er hef- ur þessikórtekiðþátt i norrænum söngkeppnum og staðið sig með afbrigðum vel. Ræðumaður á kirkjukvöldinu verður Guðmundur Ingi Leifsson, námsstjóri. Fjallar hann um efn- ið: Neyð náungans. Guðmundur Ingi hefur sérmenntun i uppeldis- fræðum og hefur starfaö að skóla- rannsóknum. Einnig hefur hann unnið mikið að kristilegum æsku- lýðsmálum, bæði i KFUM og á vegum þjóðkirkjunnar. Organisti kirkjunnar, GUstaf Jóhannesson, mun einnig leika á orgel kirkjunnar eitt verk eftir Joh. Seb. Bach. ÁREKSTRAMET! Talið er að árekstrar hafi aldrei orðið fleiri i Reykjavík á einum degi en þeir urðu á föstu- daginn var. Þá urðu alls 52 árekstrar á götum borgarinnar og er ekki vitað til þess að þeir hafi orðið svo margir áður. t öll- um árekstrunum var um að ræða tvo bila sem ientu saman, nema i einum, þegar fjórir bílar rákustá.Ekkivarvitaðum nein alvarleg slys i þessum árekstr- um. — EA llla búnir bílar ollu vandrœðum Það olli töluverðum vandræð- um á vegum, að fólk lagði óhikað upp í ferðir á bilum sem voru iila búnir til vetraraksturs. Lentu töluvert margir i erfiðleikum fyr- ir ofan Hafnarfjörð, á leiðinni austur fyrir fjall og i Mosfelis- sveit. Arnkell Einarsson, vegaeftir- litsmaður, sagði Visi aö bilarnir hefðu eiginlega valdiö jafnmikl- um erfiðleikum og snjórinn. í gær var búið að opna veginn austur um Þrengsli, og verið að hreinsa af vegum i grennd við Selfoss. Hellisheiðin var ófær. Fært var fyrir Hvalfjörð, upp i Borgarfjörð, og stórum bilum fært um Holtavörðuheiði. — OT. opnar fyrir norðan „öll okkar snjóruðnings- tæki eru búin að vera i gangi dag og nótt siðan á iaugar- dagsmorgun,” sagði Páll Þorsteinsson, hjá vegagerð- inni á Sauðárkróki, i morgun. ,,0g það er ennþá verið aö. Það er nú búið að opna aliar aðalleiðirog veriðað aðstoða með mjólkurflutninga og annaö inn dalina. Snjórinn er misjafn- lega mikill á hinum ýmsu stöðum, sums staðar eru miklir skaflar enautt á milii. Langmestur var snjórinn á Siglufjarðarleiðinni, en hún er nú opin.” —ÓT. Davíð varpaði sprengju ó EFTA-fundi: Davið Scheving með stafla af bókum sem hann hafði með sér á EFTA-fundinn og hafa að geyma upplýsingar um opinberan stuðning i EFTA-löndum. Með honum á myndinni eru framkvæmdastjór- ar Féiags Islenskra iönrekenda, Haukur Björnsson og Pétur Sveinbjarnarson. (Visism. JA.) „SUMIR FULLTRÚANNA URÐU ÆFIR EN TILLAG- AN VAR SAMÞYKKT „Sumir fulltrúanna i nefnd- inni urðu alveg æfir þegar ég lagði fram tillögu okkar og ræddi hana. Ég nefndi allar teg- undir af styrkjum sem EFTA löndin veita iðnaði sinum, og sérstaklega reiddist sænski full- trúinn og sagði þetta helbera vitleysu. Það sljákkaöi þó I hon- um þegar ég rak i hann sænska handbók um styrkina og hvern- ig ætti að sækja um þá”, sagði Davið Scheving Thorsteinsson á fundi með fréttamönnum I gær. Tillagan, sem Davið flutti á fundi ráðgjafanefndar EFTA i nóvember siðast liðnum og vis- að var til undirnefndar um efna- hags-og félagsmál, var tekin til umræðu i efnahags- og félags- málanefndinni á föstudaginn var i Sviss. I tillögunni var gert ráð fyrir þvi að rannsókn færi fram á stuðningsaðgerðum hins opinbera, i EFTA- og EBE- löndum, til iðnaðarins. Þessi opinberi stuðningur hef- ur verið mjög i felum, en ýtir i raun og veru allri frjálsri sam- keppni til hliðar. Davið sagði, að island væri eina landið sem ekki hefði tekið upp slikar stuðnings- aðgerðir og ekki væri neinn möguleiki á að gera það. Stuðn- ingurinn i nágrannalöndum okkar hefur stórspillt sam- keppnisaðstöðu okkar og Félag islenskra iðnrekenda segir, að einhliða/ timabundin frestun tollalækkunar samkvæmt samningum við EFTA og EBE sé þvi fyllilega réttlætanleg. Tillagan sem Davið lagði fram og samþykkt var efnislega á fundi efnahags- og fé'->gs- málanefndar er stór sigur fyrir baráttu islenskra iðnrekenda sem fram til þessa hafa staðið einir i baráttunni fyrir eðlilegri samkeppnisaðstöðu okkar. Lagt er til við ráðgjafanefnd EFTA, að hún mæli með þvi við EFTA- ráðið að safnað verði upplýsingum um rikisaðstoð og annan opinberan stuðning innan EFTA. Rannsóknin skal beinast að öllum tegundum opinberra styrkja og stuðningsaðgerða til sérstakra greina iðnaðar, svo og til útflutningsiðnaðar. Á grundvelli þess efnis sem safnað verður ber að rannsaka, hvort og i hve miklum mæli þessar styrktaraðgerðir hafi áhrif á og trufli frjálsa sam- keppni og séu þannig i andstöðu við anda Stokkhólmssamnings- ins sem lagði grundvöllinn aö EFTA. Næst verður málið tekið upp i ráðgjafanefnd EFTA i næsta mánuði og ef það kemst þar i gegn fer það fyrir ráðherrafund EFTA sem haldinn veröur i mai. „Við höfum opnað þetta mál á alþjóðavettvangi og það hefur vakið verulega athygli. Ég vona að árangurinn verði eftir því”, sagði Davið Scheving Thorsteinsson, formaður Félags islenskra iðnrekenda. —SG GEYMIST IKÆLI hreinn appelsinu cafi ER ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.