Vísir - 07.03.1978, Side 7

Vísir - 07.03.1978, Side 7
vism Þriðjudagur 7. mars 1978 Fjöldahandtökur í Zaire Sextiu og sjö liösforingj- ar og tuttugu og fjórir ó- breyttir borgarar hafa veriö handteknir fyrir samsæri, sem beindist gegn Mobuto Sese Seko, forseta Zaire, eftir því sem Azap-fréttastofan í Kins- hasa greindi frá í morgun. Mennirnir verða dregnir fyrir rétt á morgun. Mobutu forseti sagði i viðtali við fréttastofuna, að þarna hefði ekki verið um að ræða nein bylt- ingaráform, heldur hryðjuverka- áætlanir, sem erlendir aðilar hefðu staðið að. Hann sagði, að allt frá 1976 hefðu þrjú erlend riki unnið að þvi að spilla liðsforingjum hersins, og hefði verið ætlunin að vinna skemmdarverk á mannvirkjum i Zaire, eins og vatnsaflsvirkjun- inni i Inga, leiðslunni milli Matadi-Kinshasa, og á sendiráð- um. Mobutu sagði, að herinn hefði á dögunum gengið milli bols og höf- uðs á uppreisnarmönnum i Band- undu. Fjórtán foringjar uppreisn- armanna voru handteknir, dregn- ir fyrir herrétt, dæmdir til dauða og teknir af lifi. ■ : Ifllll® " Nóðu sambandi við Skylob Stjórnendur geimferða- stöðvarinnar á Canaveral- höfða hafa loks náð sam- bandi við Skylab-geim- rannsóknarstöðina, sem þeir misstu stjórn á fyrir f jórum árum. bessi 85 smálesta geimstöð, sem fyrrum hýsti þrjár áhafnir geimfara hefur stöðugt misst Teikning af Skylab-geimstöð- inni, þar sem bandariskar áhafnir dvöldu hvað lengst úti i geimnum. 200 vitni í réttar- höldum lœknisins Mario Jascalevich, læknir, sem ákærður hef- ur verið fyrir að hafa myrt fimm sjúklinga sína, fyrirtólf árum, með örvaeitri S-Ameríkuindí- ána, er ekkert annað en fórnardýr afbrýðisamra starfsbræðra sinna, eftir því sem lögfræðingur hans og verjandi segir. Verjandinn sagði fyrir réttinum í gær, að ungir og metnaðarfullir læknar vildu gjalda skjólstæðingi hans rauðan belg fyrir gráan, þar sem hann hefði verið byrjaður að rannsaka tíð dauðsföll sjúklinga þeirra. Hinn fimmtugi læknir er sakaður um að hafa myrt fimm sjúklinga á Riverdale-sjúkrahúsinu, þar sem hann er yfir- skurðlæknir. Sækjandi segir, að tor- trygginn starfsbróðir Jascalevich hafi fundið „curare"-eitur o g sprautu í skrifborðs- skúffu hans skömmu eftir hin dularfuliu dauðs- föll. Kvaðst sækjandi ætla að leiða fram 200 vitni i málinu, og mundu sum þeirra ber þe 3, að Jascalevich hefði verið fjárvana um það leyti, sem morðin eru sögð hafa verið_f ramin. meiri hæð, en menn höfðu búist við. Eru menn farnir að reikna út að með sama áframhaldi rekist hún á jörðina árið 1980. G e i m v i s i n d a m e n n á Canaveralhöfða vilja reyna að færa geimstöðina utar i geiminn á nýja braut, en að öðrum kosti ná leifum hennar heilum til jarð- ar. Sendistöð geimferðastofn- unarinnar bandarisku á Bermúda sendi Skylab merki i gær og átti það merki að setja stjórntæki stöðvarinnar i gang. Tók þá geimstöðin að senda upplýsingar til baka og stóð sending i tvær minútur. Siðan ekki söguna meir. Þyrlu- slys Einn af miðstjórnarmönnum austur-þýska kommúnistaflokks- ins, Werner Lamberz, fórst i þyrlu sem brotlenti hjá Tripóli, höfuðborg Libýu, i gærkvöldi. Farþegar og áhöfn þyrlunnar fór- ust allir, alls eliefu menn. Lamberz var þarna i heimsókn, sérstakra erinda, á vegum Erich Honeckers, leiðtoga austur-þýska kommúnistaflokksins. Voru þrir Þjóðverjar aðrir i för með hon- um. Lamberz var sérfræðingur i málefnum Austurlanda nær. Hann var siðast á ferðinni á þess- um slóðum i desember, þegar hann heimsótti ungkommúnista i Suður-Jemen og Eþiópiu. Tokyo hristist í tvœr mínútur Kröftugur jarðsk jálfti fór um meirihluta Japans i morg- un og þar á meðal höfuðborg- ina, Tokyo. Engar fréttir hafa borist af meiðslum á fólki eða spjöllum á mannvirkjum. öflugasti kippurinn mældist 7.8 stig á Richterkvarða, en mesti þrótturinn var úr skjálftanum, þegar hann náði landi. Hafði hann átt upptök sin i Kyrrahafi. — Stærstu byggingar i Tokyo hristust i tvær minútur samfleytt. Mynd órsins Táragas-ógnin var þessi frétta- mynd kölluð, en hún var tekin I Suður-Afriku af blökkumönnum á flótta undan táragasáhlaupi Iögreglunnar. Fólkið hafði efnt til mótmælaaðgerða til að and- mæla bágum kjörum og aðbún- aði i nauðungarbúðum, sem þvi hafði verið smalað i. — Myndina tók Leslie Hammond frá Höfða- borg og fékk hún fyrstu verð- laun sem „Fréttamynd ársins” I alþjóðlegri samkeppni frétta- ljósmyndara. Útbreiddasta uppsláttar- bókin ÍSLENSK FYRIRTÆKI er útbreiddasta fyrirtaekjaskrá landsins, innanlands og utan. Hún er notuð af stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja og öðrum sem þurfa að hafa aðgang að ítarlegum og aðgengilegum upplýsingum þegar þess gerist þörf. Sláið upp í ÍSLENSK FYRIRTÆKI og finnið svarið. ÍSLENSK FYRIRT/SKI Ármúla 18. Símar 82300 og 82302

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.