Vísir - 07.03.1978, Page 8

Vísir - 07.03.1978, Page 8
Þriðjudagur 7. marz 1978. VÍSIR Gullæöið greip hinn veikgeöja" vlsindaniann og hann safnaði þvi saman gráðugum fingrum Meðan Kirby þjálfar sig Hvernig verður styttan? Það hefur endanlega verð samþykkt að gerð verði stytta af Bítlunum og henni komið fyrir í Liverpool. Um tíma var það mjög umdeilt og , eldri embættismenn í Liverpool voru mjög á móti því að þeir John, Paul, Ringo og George skreyttu bæinn. Hugmyndin var borin upp í október og mun nú komast í f ramkvæmd. Það á aðeins eftir að ákveða hvernig styttan á að líta út. Fjórir hafa þegar lagt f ram tillögur sínar en þær á eftir að ræða. Þá hef ur sú hugmynd nú komið f ram að i safni bæjarins verði komið upp sérstakri Beatlesdeild. Vildi verða njósnori Peter Falk, eða Columbo eins og hann heitir i sjónvarp- inu, sótti um starf hjá CIA löngu áöur en hann gat sér frægö fyrir leik. Hann var þá rúmlega tvitugur og átti sér þann draum að veröa njósn- ari. „Eg imyndaði mér að njósnarar lifðu sérlega spenn- andi og rómantisku lifi”, segir hann. En hann fékk ekki tæki- færi til að sannreyna það. Hann sótti um, en þeir hjá CIA kærðu sig ekkert um liðs- aukann og Falk var visað á dyr með þeim tilmælum að hann leitaði sér að starfi ann- ars staðar. Eftir það sneri hann sér að leiklistinni, og sér hann varla eftir þvi I dag. Hann er sagður hæst launaða sjónvarpsstjarna i heimi i dag. Ali orðinn rœðismaður Fréttir herma að Muhammed Ali hafi nú verið útnefndur ræðismaður Bangladesh i Chicago Hann gefur sig allan að starfinu og kveðst ætla að kynna Bangla- desh hvar sem hann fer. „Næst þegar ég boxa til þess að vinna heimsmeistaratit- ilinn aftur ætla ég að biöja blaðamenn um að kynna mig sem Bangladeshmann. Ég hef nú þénað 59 milljónir dollara frá þvi að ég gerðist atvinnu- maður i hnefaleikum. Nú hef- ur Guð veitt mér nóg, ég þarf ekki meiri peninga. Ég tek þá ekki með mér I gröfina.” Umsjón: Edda Andrésdóttir

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.