Vísir - 07.03.1978, Síða 11
vism Þriðjudagur 7. mars 1978
11
Árós og
gagnárás i
snjónum í
New York
mjög, og stórhættulegt að aka hér
um annrikisstundir dagsins.
Ef til vill höfum við gott af þvi
að hugsa jákvætt heim og þið
heima gott af að heyra frá okkur
á timum verðbólgu og gengis-
hruns. Þó að við, aumingja náms-
fólkið, fáum stóra skelli við hið
óstöðvandi gengissig krónunnar,
þá eru margir ósammála skáld-
inu Sigurði A. Magnússyni þar
sem hann segir i einni bóka sinna,
að Leifur Eiriksson hafi fundið
Ameriku og verið svo „smekk-
laus” að týna henni aftur. I svona
tiðarfari finnst mörgum að heima
sé best.
— Hrafn.
far haft á hugarfar okkar Islend-
inganna hér? Jú, það verður að
segjast, að hugurinn er oftar
heima og við finnum fleiri já-
kvæða hluti við gamla Frón. Þar
ber margs að geta en við verðum
þó að byrja á að hrósa húsunum,
jarðhitanum og betra rafveitu-
kerfi. Ekki má heldur gleyma þvi
að heima eru fjarlægðir á milli
vina og vandamanna allar styttri
og bókakostur oft rismeiri en ger-
ist á heimilum hér.
Snjórinn er einnig lakari hér og
ekki auðvelt að nota hann i snjó-
hús, snjókerlingar, eða að hnoða
úr honum bolta. Aksturshæfni
Bandarikjamanna i snjó er lakari
namnefndin ?
að endurvekja og viðhalda ýms-
um þáttum þjóðlegrar menning-
ar. Þeir sáu þá eina leið út úr
vandanum að hrekja kellu burt.
Tóku þeir það til bragðs að flytja
likin af þeim Vietnömum sem
drepnir voru inn á lóð konungs-
hallarinnar og hrúga þeim upp
fyrir framan glugga drottningar .
Jafnframt skýrðu þeir henni frá
þvi að þeir myndu halda áfram að
hlaða þennan hrauk þar til annað
hvort gerðist: Kossamer flytti úr
höllinni eða höllin yrði kaffærð i
likum.
Að búa til syndasel
Þessi ófagra saga hefur verið
mér hugstæð siðan fréttir tóku að
berast um áramótin af landa-
mæradeilum Kambodjumanna og
Vietnama. Ég fæ nefnilega ekki
betur séð en að Rauðu Khmerarir
séu að leika sama leikinn og sú
stjórn sem þeir börðust hetjulega
gegn i fimm löng og blóðug ár,
semsé að notfæra sér blundandi
hatur þegna sinna i garð Viet-
nama i þvi skyni að beina athygli
þeirra frá vondu stjórnarfari
heimafyrir.
Nú er ég alls ekki genginn til
liðs við krossferð Elinar Pálma-
dóttur gegn stjórnvöldum i
Kambodju. Hins vegar hef ég
engar heimildir fyrir þvi að i
Kambodju riki nú paradis á jörð.
Þvert á móti virðist mér margt
hafa farið þar úrskeiðis og stefna
stjórnvalda hin skuggalegasta'.
Finnst mér það að vonum sárt þvi
ég dáist að þeim hetjuskap sem
þessi þjóð og leiðtogar hennar
sýndu i baráttunni gegn Banda-
rikjunum og leppum þeirra.
Hvað segja samningar?
Það kemur fram i fréttaskeyt-
um frá Vietnam að Kambodju-
menn hafi stundað skæruhernað
fyrir innan landamæri Vietnam
frá þvi nokkrum dögum eftir
frelsun Pnom Penh i april 1975.
,En úr því að þeir Óli og Svarthöfði bera
velferð þeirra þjóða sem byggjo
Vietnam og......."
Vietnamar segjast hafa þagað yf-
ir þessu i lengstu lög meðan þeir
reyndu að koma á samningum við
Kambodjumenn um landamærin.
Það hafi hins vegar borið litinn
árangur og slitnaði alveg upp úr
viðræðum i april i fyrra.
Um landamæri rikjanna gildir
samningur sem frelsissamtök
þjóðanna gerðu með sér árið 1970.
Þá var sæst á það til bráðabirgða
að gildandi landamæri væru i
heiðri höfð þar til sigur væri unn-
inn á Bandarikjamönnum og tóm
gæfist til að endurskoða landa-
mærin. Eftir að Bandarikjamenn
voru á braut en landamæraskær-
ur hófust komu þjóðirnar sér
saman um að skipa nefnd em-
bættismanna til að leysa deiluna
og ákveða landamærin i eitt skipti
fyrir öll. Þessi nefnd starfaði
fram i april 1977 þegar Kam-
bodjumenn neituðu að taka þátt i
starfinu lengur. Siðan stigmögn-
uðust átök á landamærunum og
segja Kambodjumenn að
Vietnamar hafi hafið „árásar-
strið á kambodisku landssvæði” i
september.
Ótrúlegar ásakanir
Ef maður ber saman frásagnir
striðsaðila af átökunum og gagn-
kvæmar ásakanir þeirra fer ekki
hjá þvi að maður taki málstað
Vietnama. Það sem Kambodju-
menn halda fram er einfaldiega
of ótrúlegt. Að eigin sögn hafa
þeir varið landamæri sin með
góðum árangri frá þvi skærurnar
hófust en samtimis halda þeir þvi
fram að Vietnamar séu komnii;
langt inn fyrir þessi sömu landa-
mæri! Þeir hafa haldið þvi fram
að „útlendingar af evrópskum
uppruna” (les: Sovétmenn)
berjist með Vietnömum. En þetta
skýtur ansi skökku við þá
staðreynd að Vietnamar hafa
margfalt fjölmennari og öflugri
her og þyrftu þess vegna ekki að
þiggja neina aðstoð. Auk þess má
nefna að i striði gegn tveimur
stórveldum, Frökkum og Banda-
rikjamönnum, höfnuðu Vietnam-
ar alla tið liðsstyrk erlendis frá.
Kambodjumenn segja að
Vietnamar ali með sér stórveldis-
drauma, likja hernaði þeirra við
innrás Hitlers i Tékkóslóvakiu
1938 og segja að þeir stefni að þvi
að innlima þá i indókinverskt
sambandsriki. Þessi hugmynd
kom fram árið 1951 en var þegar
hafnað og hefur henni ekki verið
hreyft siðan. Einnig halda
Kambodjumenn þvi fram að
Vietnamar vilji knýja fram
stórfelldar breytingar á stjórn-
inni i Kambodju, þ.e. stuðla að
valdaráni. Vafalaust yrðu
Vietnamar þvi fegnir ef velvilj-
aðri menn kæmust til valda i
Pnom Penh, en, en erfitt er að
átta sig á hvort þeir hafi eitthvað
gert til þess að svo mætti verða.
Hins vegar bendir þessi ásökun til
þess að eitthvað sé hæft i fúllyrð-
ingum vestrænna fjölmiðla um að
valdabarátta eigi sér stað innan
stjórnarinnar i Kambodju.
Stórveldaátök?
A Vesturlöndum hafa menn
mjög gert sér mat úr þvi að þarna
eigi sér stað óbeint strið milli
Sovétrikjanna og Kina. Um það
er það að segja að telja má harla
óliklegt að Kinverjar hafi áhuga á
þvi að koma sér upp svo voldug-
um óvini i suðri að þeir þurfi að
stórefla vigbúnað sinn á landa-
mærum Vietnam. Þótt sambúö
Kinverja og Vietnama hafi kólnað
mjög að undanförnu er hún ekki
komin á það stig. Og Vietnamar
eru engir leppar Sovétmanna sem
hlaupa út i strið við nágranna
sina þegar kallið kemur frá
Kreml.
Við sem héldum uppi málstað
þjóðanna i Indókina meðan þær
börðust við Bandarikin hljótum
að hryggjast vegna þessara átaka
bræðraþjóða sem við teljum að
eigi miklu fleira sameiginlegt en
ekki. Við hljótum þvi að taka
undir þá kröfu Vietnama að öllum
hernaðarátökum á landamærun-
um verði þegar i stað hætt og að
hersveitir landanna taki sér stööu
5 km frá landamærunum. þar á
milli veröivopnlaustsvæði. Siðan
komi fulltrúar þjóðanna saman
til fundar og semji um landamær-
in á grundvelli gagnkvæmrar
virðingar fyrir fullveldi og sjálf-
stæði þjóðanna. Aö á þessum fundi
verði gengið frá þvi i eitt skipti
fyrir öll að þjóðirnar geti lifað
saman i góðum grannskap um
alla framtið. Þær eiga ekki annaö
skilið.
Þröstur Haraldsson.
blaöamaður.