Vísir - 20.03.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 20.03.1978, Blaðsíða 15
vism Mánudagur 20. mars 1978 19 Vondu stjúpuna leikur Erna Gisladóttir, en meO henni á myndinni er Þórunn Lárusdóttir. „Einhver hnerrar óskaplega", -dvergurinn Hnerri er i miklu uppóhaldi hjó krökkum í Mosfellssveit Yngstu leikararnir kunna allt leikritið utan- bókar. Byrjað var að æfa leikritið i byrjun janúar. Æfingar stóðu oft fram til klukkan ellefu á kvöldin, en krakkarnir komu oft beint á æfingu úr skólanum klukkan fimm á daginn. „Við urðum fyrir barðinu á flensunni, eins og svo margir aðr- ir og fimm manns voru ekki alveg búnir að ná sér á frumsýningunni, en allt gekk þetta nú vel samt”, sagði Sigriður. ' Leikfélagið hafði tvær „generalprufur” og bauð þá vist- mönnum á Reykjalundi i eitt skiptið, en drengjunum i Tjalda- nesi i annað. „Þegar við vorum að æfa leik- ritið, var svo komið að það var al- veg óþarfi fyrir okkur að taka handritið með, þvi að ef einhver mundi ekki setningu, þá voru það yngstu leikararnir sem gátu leyst úr þvi. Þeir kunnu leikritið allt ut- an að, svo mikill var áhuginn. Yngstu krakkarnir leika héra, en búninga á þá fengum við lánaða hjá Þjóðleikhúsinu, eins og ýmsa aðra hluti”, sagði Sigriður. Afar og ömmur skemmta sér vel „Éghef tekið eftir þvi aðþað er töluvert um að afi og amma komi með krökkunum og þau virðast ekki skemmta sér siður en krakkarnir. Þetta er líka upp- lagður biltúr fyrir fólk sem býr i Reykjavik og svo er hægt að fá sér is i leiðinni”, sagði Sigriður. Næstu sýningar á Mjallhvit og dvergunum sjö verða á skirdag, laugardaginn fyrirpáska og ann- an i páskum — og hefjast þær a 11- ar klukkan þrjú. —KP. Sigrlöur Þorvaldsdóttir, leikstjóri sýningarinnar. „Krakkarnir hér i Mosfellssveit hafa lagt sig eftir aö læra söngv- ana úr leikritinu og oft heyrir maöur hæ, hó hljóma hér úr húsunum, eöa þá aö einhver hnerrar óskaplega, þvi að dvergurinn Hnerri er I miklu uppáhaldi”, sagöi Sigriöur Þor- valdsdóttir leikkona I samtali viö Vfsi. Hún er aö tala um leikritiö Mjallhvit og dvergana sjö, sem nú er sýnt I Hlégarði I Mosfells- sveit. Þaö hefur fengiö mjög góö- ar undirtektir hjá ungum sem öldnum ibúum s veitarinnar. „Þaö hefur verið uppselt á allar sýningar til þessa”, sagði Sigríö- ur. Leikfélag Mosfellssveitar frumsýndi Mjallhvitog dvergana sjö nýlega, en leikritið er byggt á hinu sigilda ævintýri úr safni Grimmsbræðra um Mjallhvit og dvergana sjö. Þýðingu gerði Stefán Jónsson, en leikstjóri er Sigriöur Þorvaldsdóttir. Titilhlut- verkin leikur ungt fólk úr sveit- inni. „Mjallhvit, ekki bita i eplið!” „Það er ákaflega skemmtílegt hvaðkrakkarnirlifa sig inn i leik- ritið. Þeir fylgjast með atriðun- um af lifi og sál og þegar kemur að þvi að Mjallhvit á að bita I eplið sem vonda st júpan gaf henni þá heyrist úr öllum áttum: „Mjallhvit ekki bita i eplið!” Það er greinilegt að stjúpan hefur ekki samúð barnanna en dvergarnir eru skemmtilegir karlar sem þau hafa mjög gaman af enda leika þau þá óspart heima hjá sér og syngja lögin úr leikritinu”, sagði Sigriður. „Annarsvaréguti i Kaupfélagi að versla einn daginn og eins og gengur voru þarnokkrirkrakkar. Þá kom inn kona, sem var með sitt, dökkt hár, og einn krakkinn vatt sér að henni og spurði mjög alvarlegur, hvort hún héti Mjall- hvit. Þetta vakti mikla kátinu i búðinni.” FÆST I LYFJABUÐUM KEMIKALIA HF. Dvergarnir eru mjög guggnir, sem von er, þvi aö þeir halda aö nú eigi Mjallhvit aldrei eftir aö vakna aftur. Fifu-skáparnir eru ný form sem skapa fjölda möguleika og ‘gera innréttingarnar mun aðgengilegri en áður. Auðvelda einnig endurnýjun og breytingar á eldra húsnæði. Ytri fletir Fifu-skápa eru spónlagðir með Lamel-spæni, hnotu, eik eöa gullálmi. I haröplasti getiö þér valið eigin liti. F'ifu-skáparnir eru sérstaklega ódýrir. Kynnið yður verð og gæði. Leitið tilboða. HÖFUM SÝNINGARELDHÚS KOMIÐ OG SKOOIÐ. UPPLÝSINGABÆKLINGAR LIGGJA FRAMMI. HÚSGAGNAVINNUSTOFA AUÐBREKKU 53 SÍMI 4:i820. CSíminn er86611 ^ Hringdu strax Askrífendagetraun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.