Vísir - 20.03.1978, Blaðsíða 28

Vísir - 20.03.1978, Blaðsíða 28
VÍSIR Mánudagur 20. mars 1978 Tveir menn fórust þegar bandarísk flugvél brotlenti á Grœnlandsjökli Tveir menn biðu bana þegar tveggja hreyfla bandarísk flugvél af gerðinni Beechcraft 80-Queen Air fórst á Grænlandi aðfararnótt laugardagsins. Vélin var á leið til Reykjavikur frá Syöri Straumfiröi, en mun hafa lent i mikilli isingu yfir jöklinum og brotlent. Ekki voru aörir um borö en þeir tveir sem létu lifið. —ÓT. Seðlobankinn: f/Við eru bundnir þagnarskyldu" „Viö erum bundnir þagnarskyldu og höfum ekki heimild til aö birta þennan lista. Þaö breytir þvi engu þótt búiö sé aö birta hluta hans”, sagöi Björn Tryggva- son, bankastjóri I Seölabankanum, I morgun. Eftir aö nöfn margra af þeim sem áttu innistæöur I Finansbanken hafa orö- iö opinber, hafa raddir um aö birta eigi allan list- ann oröiö háværari. Þeir aöilar sem hafa listann undir höndum eru hins vegar allir bundnir þagnarskyldu og þvi ekki líkur á aö upplýsingar komi frá þeim. Þaö yröi þvi aö koma til ákvöröun- ar stjórnvalda ef birta á rumræddan lista i heild, ásamt nauösynlegum upplýsingum. —SG. Eggert Haukdal í effsta sœtið á Suðurlandi: Árnesing- ar gengu af fundi Sviptingar urðu á fundi kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna f Suðurlandskjördæmi þegar gengið var frá framboðslista Sjálf- stæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar. Fundur ráðsins á laug- ardaginn byrjaði með því að kosið var á milli Eggerts Haukdals og Steinþórs Gestssonar í fyrsta sætið. Eggert fékk 49 atkvæði en Steinþór 27. Þaö voru Rangæingar, Skaftfellingar og Vest- mannaeyingar, sem fyrst og fremst studdu Eggert, og þegar þessi úrslit voru kunn gengu flestir Ames- ingar af fundinum en þeir eiga 21 mann i kjör- dæmisráðinu. Steinþór Gestsson hélt siöan ræðu og var beiskur yfir þess- um úrslitum. Aö þessum átökum loknum var gengiö frá röðun á framboðslistan- unn og er hann þannig skipaöur: 1. Eggert Haukdal, bóndi Bergþórshvoli 2. Guömundur Karlsson, forstjóri, Vestmannaeyj- um. 3. Steinþór Gestsson, al- þingismaður, Hæli. 4. Siggeir Björnsson, bóndi, Holti. 5. Arni Johnsen, blaða- maöur Reykjavik. 6. Óli Þ. Guðbjartsson, skólastóri, Selfossi. 7. Sigurbjartur Jóhannes- son, tæknifræðingur, Reykjavík. 8. Jón Þorgilsson, fulltrúi. Hellu. 9. Sigurður óskarsson, framkæmdastjóri, Hellu. 10. Steinunn Pálsdóttir húsmóðir, Vik. 11. ólafur Steinsson, garöyrkjubóndi, Hvera- gerði. 12. Gisli Gislason fram- kvæmdastjóri. Vest- mannaeyjum. 1 siðustu alþingiskosn- ingum fékk Sjálfstæðis- flokkurinn 4.050 atkvæði i Suöurlandskjördæmi og þrjá menn kjörna. —SG. Egilsstaðabúar ó móti kaupstað Sú hugmynd að Egilsstaðir ættu að bætasti hópkaupstaða fékk ekki fylgi meiri hluta ibua viö al- menna atkvæöa- greiðslu um helgina. Samkvæmt upplýs- ingum Guðmundar Magnússonar oddvita reyndust 230 á móti kaupstaðarréttindum, 190 voru með. Sjö seöl- ar voru auðir og tveir ógildir. A kjörskrá voru 606. —SG. Einn úrskurðaður í gœsluvarðhald vegna fíkniefna RUmlega tvitugur íslendingur var i laug- ardagskvöld Urskurö- aöur I allt aö 30 daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar fikniefna- máls. —EA. Þaö var allt hvitt yfir aö lita, þegar Ibúar á höfuöborgarsvæöinu vöknuðu f morgun, og má búast viö aö þeir, sem eiga aö sjá um framkvæmd Skfðalandsmóts tslands I nágrenni Reykjavfkur um páskana hafi fagnað snjóföiinu. En of snemmt er aö spá um hvort páskarnir veröa hvítir eöa rauöir á höfuöborgar svæðinu. Þessi mynd er frá höfninni I Hafnarfiröi, en hana tók Magnús Hjörleifsson. „UFSA- OG KARFAVEIÐI EYKST EKKI NEMA ÞORSKVEIÐI VERÐI TAKMÖRKUÐ" — segir Kristjón Ragnarsson, formaður LÍÚ 'Viö höfum talið aö yfir sumartímann eigi aö beina sjávarútvegsmál sem haldin var á Stykkishólmi um sókninni í ufsa og karfa, sérstaklega vegna þess að Þjóð- helgina, kom það fram hjá fiskifræðingum að stórauka verjareru farniraf miðunum", sagði Kristján Ragnars- mætti sókn í þessar fisktegundir. son,formaður Liú, við Visi i morgun, en á ráðstefnu um Kristján sagði að það þyrfti aö gera einhverjar ráöstafanir til þess að menn verði að veiða þess- ar fisktegundir. Meðan frjáls aðgangur væri að þorskinum reyndu menn frekar að veiða hann. Þorskur væri allt aö tvö-- falt verðmeiri miðað viö þunga en karfi og ufsi. ,,Það hefur verið lagt til að á timabilinu júni- september megi þorskafli ekki vera meiri en fjórð- ungur af heildaraflan- um”, sagði Kristján, „Þetta var samþykkt á siöasta fiskiþingi af öllum hagsmunaaðilum i sjávarútvegi. Þannig að nú er beðið eftir undir- tektum stjórnvalda. En ef engar ráðstafanir verða geröar, er ekki hægt að búast við þvi að sóknin I karfa og ufsa aukist.” —KS Fimm árásarmál um helgina Fimm árásarmái komuupp um helgina. A laugardagskvöld lenti tveimur mönnum saman eftir að þeir höfðu verið að skemmta sér I Þjóð- leikhúskjallaranum. Sló annar þcirra hinn í andlitiö og var hann fluttur á slysadeild. Sama kvöld sló maður konu i andlitið I Sig- túni og var hún bólgin eftir. Þrjú önnur mál komu upp, meðal ann- ars eitt i gærdag. Mun þá maður hafa ráöist aö fuliorðnum manni i húsi i borginm og sleg- ið liann. —EA. Hellisheiði lokuð, fœrt um Þrengsli Hellisheiöi lokaöist i gærkvöld vegna snjóa og var enn lokuö I morgun, en hins vegar varaö sögn vegaeftir- litsins fært um Þrengsli, þótt þar væru él. —ESJ. Ölvun og rúðubrot Talsvert var um ölvun i miðborginni á föstudagskvöld og voru meöal annars brotnar þar fjórar rúöur. Ein rúöan brotnaöi þegar 15 ára piltur kýldi annan, þannig aö hann datt á rúöuna. Það var i versluninni London i Austurstræti. Sá sem féll var fluttur á slysa- deild. Þá voru brotnar rúöur I óöali, Garöa- stræti 4 og i Fjarkan- um i Austurstræti. i gærmorgun var brotin rúöa i Nesti viö Elliöaárvog. —EA Fundu poka með tóbaki og bruggefni Komiö var meö stóran piastpoka tii lögreglunnar i Arbæ I gærdag. Haföi pokinn fundist úti á viöavangi og innihéit hann 50 pakka af sigarettum, vindlapakka og tölu- vert af efni sem notaö er til þess að brugga. Var talið aö innihaidiö væri úr innbroti._EA Maðurinn ekki fundinn Magnús Gunnar Kristinsson sem hvarf af Kleppsspitalanum á iaugardagskvöid, er ekki kominn i ieitirnar enn. Þaö var um klukkan hálf átta á laugardagskvöld, sem hann fór af spítaian- um og hófst leit þá um nóttina. Magnús Gunnar er fæddur 1948. Hann er 172 cm á hæö, þéttvaxinn, dökkhæröur, kiæddur bláum jakkafötum, blárri skyrtu og svört- um skóm. —EA. DREGIÐ 1. APRÍL n.k. um hinn glœsilega FORD FAIRMONT Ertu orðinn áskrifandi? órgerð '78, að verömæti 4.1 millj. kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.