Vísir - 05.05.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 05.05.1978, Blaðsíða 14
 Frá hljómleikunutn. Eftir samkvæmi I Hollywood fóru kapparnir f baö í læknum I Nauthólsvfk, og þótti sumum timi til kominn. Um fjögur þúsund og fimm hundruð ungmenni komu í Laugardalshöllina á miðvikudagskvöldið/ til þess að sjá og heyra bresku „Kyrkjarana"/ The Stranglers og is- lensku hljómsveitirnar Póker og Þursaflokkinn og Halla og Ladda. Reyndar tókst ekki sem skyldi með þessa tónleika — að sögn vegna slæmrar framkomu Stranglers-manna. bursaflokk- urinn, sem leika átti á tónleik- unum, gerði það ekki, vegna þess að ekki var timi til að prófa hljómtæki hljómsveitarinnar. Stranglers tóku nefnilega miklu lengri tima til sinnar prófunar, en þeim hafði verið úthlutað. Egill Ólafsson kom fram i byrjun tónleikanna og sagði frá þvi hvernig málum væri komið, en siðan tóku Halli og Laddi við. Hljómsveitin Póker lék svo nokkur lög við ágætar undir- tektir. Að tónleikunum loknum átti aö fara I hóf I Hollywood, en af ein- hverjum ástæðum voru Kyrkjararnir látnir biöa úti i rútu f klukku- tima áöur en hleypt var inn. Köppunum leiddist svo þófiö aö aöeins tveir þeirra létu sjá sig, hinir fóru heim. Á myndinni er trommarinn i rútunni, og ekki alltof hress. Visismyndir BP. En það voru Stranglers sem beðið var eftir. Nokkur ölvun var i salnum, og stemmingin góð, hvort sem það var áfenginu að kenna eða ekki. Hljómsveitin lék aðallega lög af tveim fyrri hljómplötum sin- um — hávaðasamt graðhesta- rokk, sem féll islensku punk- æskunni vel i geð. Nokkrir ungl- inganna mættu með „sikker- heds”nælur i gegnum nef neða kinn, og málaðir tilheyrandi lit- um. Eftir tónleikanna sagði gitar- leikarinn Hugh Cornwell hljóm- sveitarleðlimi ánægða með hljómleikana. „Fólkið virtist skemmta sér vel, við skemmt- um okkur vel og er þá yfir nokkru að kvarta? ” sagði hann i samtali við Visi eftir tónleikana. Fyrr um daginn hafði ný plata Stranglers — „Black and White” verið kynnt fyrir heims- Föstudagur 5. maí 1978 vtsm pressunni i samkvæmi i Skiða- skálanum i Hveradölum. Platan er svipuð tveim þeim fyrri, en virkaði þó öllu betur leikin og vandaðri. Erlendu blaðamennirnir tóku henni vel og sumir spáðu að Stranglers myndu slá i gegn með henni. Ljóst er af tónleik- unum i gærkvöldi að þeir hafa þegar slegið i gegn á Islandi, svo þá er bara restin af heimin- um eftir. I gær var á áætlun að fara á hestbak, en eins og fyrri daginn nenntu Stranglers ekki að taka þátt i leiknum. Gitarleikarinn fór reyndar til Kaupmanna- hafnar i gærmorgun og tromm- arinn fór á bak, en hinir tveir sváfu fram eftir degi. öll hersingin, að undanskild- um tveim eða þrem róturum, hélt siðan áleiðis til Osló siödeg- is i gær. —GA. tslensk ungmenni „filuöu” Stranglers I botn. FASTEIGNASKRA FRA AFDREP 2ja Kerb. íbúðir EINARSNES 2ja herh' risibúð I húsi sem stendur á eignarlóð. Verð kr. 6 millj. MIÐTtJN 2ja herb. ibúð i kjallara. Sérinngangur. Fallegur garður. Verð ca. 6,5 — 7 millj. SAMTCN 2ja herb. kjallaraibúð. Ósamþykkt. Verð kr. 5,5 millj. VATNSTtGUR 2ja herb. ibúð. Skemmtilega hönnuð i þribýlis- húsi. Verð 8,5 millj. 3ja herbergja íbúðir DÚFNAHÓLAR 3ja herb. ibúð á 3ju hæð i 3ja hæða blokk. Stofa, 2 herb. nýjar innréttingar. Steypt bilskúrsplata fýlgir. Verð kr. 12 millj. ASPARFELL 3ja herb. ibúð á sjöttu hæð i háhýsi. Stór bilskúr fylgir, Verð kr. 12,5 — 13 millj. RAUDARARSTÍGUR 3ja herb. ibúð ásamt 6 einstökum herb. i risi. Verð 12 millj. LAUFVANGUR, HAFNARFIRÐI 3ja herb. ibúð á 2. hæð i blokk 2 herb. stofa mikið skáparými. Verð kr. 11,5 millj. útb. 7,5 milH 4ra herb. íbúðir DVERGABAKKI 4ra herb. ibúð á 3ju hæð. Falleg stofa og notaleg ibúð, með stóru aukaherb. i kjallara. Verð kr. 14,5 millj. ÆSUFELL 4ra herb. ibúð á 6. hæð i háhýsi. Frábært útsýni. Litið áhvilandi. Sérstaklega falleg ibúð. Verð kr. 14 millj. KLEPPSVEGUR Stór 4ra herb. ibúð á 1. hæð i blokk. Ibúðin er stofa og 3 svefnherb. Verð kr. 13,5 millj. Skipti á ibúð i Hliðunum eða Norðurmýri koma til greina. Stœrri íbúðir GAUKSHÓLAR 5-6 herb. ibúð á 5. hæð i háhýsi. Fagurt útsýni. Bilskúr fylgir. Verð kr. 17 millj. BUGÐULÆKUR 5 herb. ibúð i fjórbýlishúsi. Skemmtileg ibúð á góðum stað. Verð kr. 16 millj. Raðhús við Engjasel Húsið selst fullfrágengið aðutan, einangrun, gler og miðstöðvarofnar fylgja. Bein sala eða skipti á ibúð. Verð kr. 14 millj. HVERFISGATA 44 28644 Einbýlishús Arnartangi, Mosfellssveit. Einbýlishús á góðum stað i fögru umhverfi. Verð kr. 23 millj. ÞINGHÓLSBRAUT, KÓPAVOGI Einbýlishús á fallegum stað i Vesturbæ Kópa- vogs. Bilskúrsréttur. Verð kr. 20 millj. Akureyri Gerðahverfi endaraðhús á tveimur hæöum, ca. 140 fm 4 stór herb. samliggj- andi stofur, sjónvarpshol. Verð kr. 16 millj. Verslun Litil verslun i hjarta Reykjavikur. Verslað er með snyrtivörur herra, tóbak og túristavörur. Upplýsingar á skrifstofunni. OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR FASTEIGNA Á SKRÁ • • KVOLD’OG HELGARSIMI SOLUMANNS 76970 28644 28645 Skrifstofuhúsnœði 90 ferm. skrifstofuhúsnæði i mið- borg Reykjavikur. Uppl. eingöngu á skrifstofu Afdreps. Iðnaðarhúsnœði 1500 fm. jarðhœð 1500 fm. jarðhæð, vantar til leigu eða kaups i Hafnarfirði. 3 xO a s ÖJD :0 & sz 03 C txD 3. w c o I S

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.