Vísir - 05.05.1978, Blaðsíða 7
vism Föstudag
ur 5. maí 1978
c
Umsjón: Guðmundur Pétursson
J
Suður-Afríka réðst á
bœkistöðvar skœru-
liða í Suður-Angóla
Herlið frá Suður-
Afriku fór i eins dags
árásarleiðangur á
bækistöðvar skæruliða
i Angóla, og hefur það
valdið miklu fjaðrafoki
innan Sameinuðu þjóð-
anna. Þykir iiklegt, að
öryggisráðið verði
kallað saman til að
fjalla um málið.
Yfirmaður herliðs S-Afriku i
Namibiu sagði i gærkvöldi, að
menn hans „hefðu þurrkað út”
bækistöðvar Swapo-skæruliða i
Suður-Angóla i árás, sem stóð
daglangt.
Frétst hefur, að um 700
manna herlið frá S-Afriku hafi
tekið þátt i árásinni og notið að-
stoðar herflugvéla. Herflokkar
frá S-Afriku hafa áður elt
skæruliða yfir landamærin inn i
Angóla, en þetta er i fyrsta sinn,
sem S-Afrikustjórn viðurkennir
opinberlega, að hún hafi staðið
fyrir slikri innrás.
Fréttin af innrásinni barst til
aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna
i gærkvöldi i sama mund sem
allsherjarþingið var að ljúka
umræðum um Namibiu. Varð
uppi fótur og fit. — Utanrfkis-
ráðuneytið i Washington lét i
ljós „þungar áhyggjur” af
þessu uppátæki og krafði S-
Afrikustjórn skýringa á innrás-
ínm
Pieter Botha, varnarmála-
ráðherra S-Afriku, sagði, að
herliðið hefði verið sent til höf-
uðs skæruliðunum, eftir
margendurteknar árásir þeirra
siðarnefndu á skotmörk i Nami-
biu. Kvað hann stjórn sina hafa
verið tilneydda, og lét i ljós von-
ir um, að Swapo léti sér þetta að
kenningu verða.
Rauða h erdeild-
in enn að verki
Hryðjuverkamenn
Rauðu herdeildarinnar
á ítalíu særðu i gær-
kvöldi tvo starfsmenn
rikisverksmiðja i árás-
um, sem gerðar voru á
þá samtimis í Mílanó og
Genúa.
Rauða herdeildin, sem hefur
Aldo Moror, fyrrum forsætisráð-
herra á valdi sinu, héfur valdið
dauða niu manna það sem af er
þessu ári, og sært tiu — i árásum
á lögreglumenn, iðjuhölda og
framkvæmdastjóra.
t gærkvöldi réðust þrir menn
vopnaðir byssum á Umberto
Degli Innocenti, verkfræðing, og
skutu hann i fæturna. Innocenti
var á leið heim til sin frá
Sit-Siemenstelex-verksmiðjunni i
Milanó.
Nær samtimis var ráðist i
Genúa á Alfredo Lamberti, einn
af framkvæmdastjórum stáliðju-
versins Italsiderog hann skotinn.
Hann var ekki talinn alvarlega
særður.
Skömmu eftir árásirnar var
hringt i' ritstjórnarskrifstofur
fréttablaða i þessum borgum og
tilræðunum lýst á hendur Rauðu
herdeildinni.
HVtUSPRAKK
HJÁ BRtZHNlV
Lundúna-
höfn tapar
Bretum var skýrt
frá þvi i gær, að Lund-
únahöfn, sem fyrir
fimmtán árum var sú
erilsamasta i heimi,
sjái nú fram á gjald-
þrot.
Hafnarstjórinn varaði rikis-
stjórnina við þvi, að róttækra.
ráðstafana væri þörf tii þess
að rétta fjárhag hafnarinnar,
og þá meðal annars segja upp
stórum hluta þeirra 9.000
starfsmanna, sem eru á veg-
um hafnarinnar.
Hrikalegur taprekstur hefur
verið á höfninni. Fyrir fimm
árum átti hún 54 milljónir
sterlingspunda i sjóði, sem nú
er uppétinn. Ef áfram heldur
sem horfir verður tapið um 76
milljónir sterlingspunda árið
1982.
Fyrir 15árum var Lundúna-
höfn sú umsvifamesta i heimi,
og störfuðu þar um 30.000
hafnarverkamenn. Gámar og
hörð kröfupólitik stéttarfélag-
anna hafa snúið dæminu við.
Fjögurra daga heim-
sókn Leonids Brezhnevs
forseta Sovétrikjanna til
V estur-Þýskalands
hefur til þessa markast
af mótmælaaðgerðum,
stjórnmálaumræðum,
veisluhöldum og hvell-
sprengingu á hjólbarða
undir bifreið hans.
Hann og Helmut Schmidt
kanslari áttu einnar og hálfrar
stundar fund i gær, og munu
halda áfram viðræðum sinum i
dag. ,
t k völdverðarveislu, sem
Brezhnev var haldin i Bonn i gær,
hvatti hann til alþjóðasamkomu-
lags um bann við framleiðslu nift-
eindasprengjunnar.
Viða mátti sjá spjöld á lofti á
leið Brezhnevs um Bonn i gær. A
þeim gat að lita áletranir eins og
„USSR — þjóðarfangelsi”, eða
„Hættulegur alþjóðlegur hryðju-
verkamaður”. A sumum spjöld-
unum var Brezhnev lýstur ábyrg-
ur fyrir fjöldamorðum i A-Evrópu
og Afriku.
Um 25.000 manna lögreglulið
hafði mikinn viðbúnað vegna
heimsóknar forsetans. Lögreglan
handsamaði nokkra, sem henni
þótti full-aðgangsharðir i mót-
mælunum, og lagði hun hald á
sum spjöldin. A einni mótmæla-
samkomunni kom fram Pjotr
Grigorenko, fyrrum hershöfðingi
sem sviptur var sovéskum rikis-
borgararétti, og flutti hann ræðu.
Þegar ekið var með Brezhnev
eftir „autobahna” (hraðbraut) á
125 km hraða, hvellsprakk annar
afturhjólbarði bifreiðar hans.
Héldu menn i fyrstu að hryðju-
verkamenn hefðu gert árás. 011
bi'lalestin nauðhemlaði og full-
yrða menn, að stórslys hefði hlot-
ist af, ef akbrautin hefði ekki
verið þurr og hemlunarskilvrði
þau bestu.
FYRIR BARNIÐ ÞITT
Savlon baby care
hóðvörn
Danskir fiskimenn loka
höfnum í mótmarfaskyni
Nær fimmhundruð
danskir fiskibátar munu
safnast i innsiglinguna i
Kaupmannahöfn i dag
til að hindra skipaum-
ferð um hana og
mótmæla þannig veru-
legri minnkun aflakvóta
i Eystrasalti.
Leiðtogi bátasjómannanna, Ole
Basse, sagði fréttamönnum i gær,
að um leið og innsiglingunni i
Kaupmannahöfn yrði lokað,
mundu aðrir fiskibátar gripa til
svipaðra aðgerða i sex öðrum
dönskum höfnum.
„Eftir að forsætisráðherrann
hefur neitað að tala við okkur,
höfum við ekki önnur ráö, en loka
höfnunum,” sagði hann.
Bátasjómenn i Danmörku hafa
nú misst stóran hluta af sinum
fyrrifiskimiðum i Eystrasalti eft-
ir útfærslu fiskveiðilögsögu
Sviþjóðar, Austur-Þýskalands,
Póllands og Sovétrikjanna.
Danmörk, sem -er i Efnahags-
bandalagi Evrópu, hefur ekki get-
að samið við þessi riki um undan-
þágur fyrir danska fiskibáta,
vegna þess að EBE hefur ekki
enn komiðsér saman um ákveðna
stefnu i fiskveiðimálum.
Fiskimennirnir dönsku (flestir
fráBornholm) sækjast eftir þvi,
að stjórnin semji um stærri
aflakvóta þeim til handa, eða bæti
þeim með öðrum hætti upp miss-
inn á fiskimiöunum.
Fœst um allt land.
Heildsölubirgðir:
■SUfc.!
Sími 82700.