Vísir - 18.05.1978, Síða 1
Frekari raforkufram-
leiðsla á Svartsengi?
• „Viðrœður hafa farið fram wm það við Landsvirkjwn"
segir stjórnarformaðwr Hitaveitw Swðwrnesja
„Heimamenn gera sér vonir um að geta i framtiðinni orðið
sjálfum sér nógir um raforku en nú hefur hitaveita Suður-
nesja heimild til að framleiða 2 megavött til eigin þarfa. Við-
ræður hafa farið fram við Landsvirkjun um frekari raforku-
framleiðslu, en starfsmenn þar hafa fylgst mjög vel með öll-
um framkvæmdum hér”, sagði Jóhann Einvarðsson, bæjar-
stjóri i Keflavik og stjórnarformaður Hitaveitu Suðumesja, i
samtali við Visi i morgun.
Nýlega var tekinn i
notkun hjá Hitaveitu
Suöurnesja hverfill til
raforkuframleiöslu og
framleiöir hann nú 0,3
megavött. „Annar hverf-
ill veröur tekinn í notkun
um áramótin og þá mun
raforkuframleiðslan
veröa 2 megavött”, sagði
Jóhann.
Raforkuþörf svæöisins
er um 22 megavött. Það
er ósjálfrátt horft á þessa
tölu, en Landsvirkjun
hefur fylgst vel meö öll-
um framkvæmdum hér
og verið er aö kanna hve
mikið er hægt aö leggja á
svæöiö”, sagöi Jóhann.
—KP.
SÓL I MORGUM - SLYDDA SÍDDEGISi
Sólin skein glatt i morgun á höfuðborgarsvæðinu er Ijósmyndari Vísis,
Gunnar V. Andrésson, tók þessa mynd í Sundlaug Vesturbæjar.
Sundlaugin í Laugardal var lokuð i morgun vegna viðhalds,en að sögn
starfsfólks i Vesturbæjarlauginni.var aukning baðgesta þar ekki slik að
orð væri á gerandi. Reyndar mun ekki viðra veltil sólbaða sunnanlands í
dag samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Það er spáð suðvestan
golu með skúrum og slydduéli í Reykjavík og nágrenni og suðaustan
kalda og rigningu með kvöldinu. Hins vegar er nokkuð bjart fyrir austan
og norðaustan.
Dágóð veiði
á stonginai
Jón ögmundsson úr Sjóstangaveiði-
félagi Vestmannaeyja setti í þessa vænu
lúðu á alþjóða sjóstangaveiðimótinu,
sem haldið var á miðunum við Vest-
mannaeyjar um hvítasunnuna. Hann var
liðlega 20 mínútur að draga hana upp á
dekk með sjóstöngina eina að vopni. Er
það vel að sér vikið, því að lúðan var um
50 kíló á þyngd, og var heldur ekkert á
því að koma upp úr sjónum bardaga-
laust.
Viðsegjum nánar frá móti þessu í máli
og myndum á bls. 2 og 3.
-klp/- Vísismynd GS Vestmannaeyjum.
Stefnt að vestfirsku verkfalli 1. júnl:
Samstaða um verfc-
tallsboðun vestra
„Það var algjör samstaða um að I verkalýðsfélögin taki þátt i þvi”, sagði
skora á aðildarfélögin að boða verkfall Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðu-
frá og með 1. júni, og ég á von á, að öll | sambands Vestfjarða, i morgun.
Eftir samningafund
samninganefndar ASV og
vinnuveitenda fyrir
vestan i gær var haldinn
fundur i Fulltrúaráöi
ASV, og þar var ákveöiö
aö hvetja til boöunar alls-
herjarverkfalls á Vest-
fj.öröum frá og meö l.
júni. Þurfa félögin þvi að
boöa verkfall fyrir 24.
mai.
„Þaö gekk ekkert i
samkomulagsátt á
viöræöufundinum i gær”,
sagöi Pétur. „Af hálfu
vinnuveitenda kom fram
ósk um aö fresta öllum
aðgerðum þar til ljóst
væri hvaö gerast myndi i
samningamálunum
annars staöar.Þetta þótti
okkur furöulegt, þar sem
viö töldum, aö samning-
arnir i fyrra heföu brotið
þaö bla’ð, aö ekki væri
ástæöa fyrir annan
aöilann aö visa málinu á
bug aö órevndu", sagöi
Pétur.
—ESJ