Vísir - 18.05.1978, Side 4
4
Fimmtudagur 18. mal 1978 vism
Jólafré
úr
Heiðmörk
Aðalfundur Skógræktarfélags
Reykjavikur var haldinn ný-
lega.
1 skýrslum formanns og
framkvæmdastjóra kom fram
að starfsemi félagsins var mjög
blómleg á siðastliðnu ári.
Höfuð—vettvangur Skóg-
ræktarfélags Reykjavikur, er
sem fyrr útivistarsvæði Reyk-
vik inga, He iöm örk, en þar v ar á
árinu plantað samtals 104340
plöntum, og þar að auki voru
borin á 10 tonn af tilbúnum
áburði. Þessi vinna var fram-
kvæmd af stúlkum úr vinnu-
skóla Reykjavikur, en alls voru
að jafnaði 270 stúlkur aö störf-
um, sem unnu rösklega 41 þús-
und vinnustundir yfir sumarið.
Viða i Heiðmörkinni er nú að
risa vöxtulegur skógur og má
meðal annars benda á Vifils-
staðahliðina en þar eru nú risnir
stórir skógarlundir, þar sem
meðalhæð trjánna nálgast þaö
að vera 4 metrar.
Reykvikingar njóta nú i vax-
andi mæli útivistar i Heiðmörk-
inni, en einnig njóta æ fleiri
heimili þess að prýða stofur sin-
ar um jólin meö islenskum jóla-
trjám vöxnum úr jarðvegi Heið-
merkur, þvi aö nú er svo komið
að i skóglendum Heiðmerkur er
oröin þörf grisjunar og þau tré
sem þar eru felld eru á jóla-
markaði félagsins, en hann var
haldinn i fyrsta sinn fyrir sl. jól.
í önnur svæði var á vegum
félagsins gróðursett svo sem
hér segir: 1 Elliðaárhólma 2000
plöntur á vegum Rafm.veitu
Reykjavikur, i Rauðavatnsstöð
2000 plönturog i Breiðholtshvarf
1000 plöntur og i öskjuhlið voru
ávegum Hitaveitu Reykjavikur
gróðursettar 10580 plöntur.
Heildarvelta félagsins var á
siðastliðnu ári rösklega 35
milljónir króna og varð nokkur
rekstrarhagnaður, i fyrsta
skipti i mörg ár. Nokkrar fram-
kvæmdir eru fyrirhugaðar i
spildu sem félagið hefur fengið
úthlutað ofan Fossvogsvegar,
og látið ræsa fram og er áætlað
að hefjasthanda um skjólbelta-
gerð þar i sumar.
Miklar umræður urðu á
fundinum um þátt áhugamanna
i starfinu og tóku margir til
máls, voru menn sammála um
aðefla þyrfti þáttáhugamanna i
starfinu og var samþykkt tii-
laga þar sem skorað var á
stjórn félagsins að stofna til
nefnda og vinnuhópa úr röðum
félagsmanna um ýmsa þætti
skógræktarstarfsins.
Þrir starfsmenn félagsins,
þeir Reynir Sveinsson, Ólafur
Sigurjónsson og Björn Vi 1-
hjálmsson voru heiðraðir fyrir
að hafa starfað samfleytt i 30 ár
hjá félaginu, en þeir hófu allir
störf hjá þvi árið 1948.
UPPÁKOMA í
AUSTURSTRÆTI
Hljóðfærasláttur og furðulega
klætt fólk mætti vegfarendum i
Austurstræti um miðjan dag i
gær.
Uppákoma þessi var á vegum
Starfsmannafélags Sinfóniu-
hljómsveitarinnar og Félags is-
lenskra leikara en þeir voru að
auglýsa og selja miða á
skemmtun sem þeir standa fyr-
ir i Háskólabióiannað kvöld.
Þar verða sýndir leikþættir,
dans, gamanvisur sungnar, kór-
söngur, og Sinfóniuhljómsveitin
leikur eitthvað létt og skemmti-
legt.
Aliur ágóði af skemmtuninni
rennur í slysasjóð en hiutverk
hans er að aðstoða fóik sem hef-
ur orðið fyrir slysi.
Meðfylgjandi myndir tóku JA
og GVA I Austurstræti I gær.
Þetta er’ann
SIMCA 1100
SIMCA 1100 er einn duglegasti litli fímm manna
fólksbíllinn á landinu, sem eyðir 7,56 1. á 100 km.
SIMCA 1100 kemst vegi sem vegleysur, enda
framhjóladrifínn bíll, búinn öryggispönnum
undir vél, gírkassa og benzíngeymi og er u.þ.b. 21 cm.
undir lægsta punkt.
Þetta er bíllinn sem þú ert að leita að, ekki satt?
Hafið samband við okkur strax í dag.
* CHRYSLER
simca noo 7ff?)K!
ð Vðkull hf.
Ármúla 36 - 84366
Sölumenn Chrysier-sal 83330/83454.