Vísir - 18.05.1978, Síða 10

Vísir - 18.05.1978, Síða 10
10 Fimmtudagur 18. mal 1978 VISIR VÍSIR utqefandi: Reykjaprent h/f Rramkvæmdastjóri: Davíð Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfullfhii: Bragi Gudmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns- son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Otlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. simar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 .Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftarg jaId er kr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. ÞJÓÐERNISRÓMANTÍKIN FLUTT ÚT TIL OSLÓAR Alþýðubandalagið mótaði á sinum tíma þá stefnu í stóriðjumálum að samstarf við útlendinga á því sviði gæti aðeins byggst á meirihlutaeign Islendinga í slíkum fyrirtækjum. Þessi stefna varð að raunveruleika, þegar Alþýðubandalagið fékk stjórn orkumálanna í sínar hend- ur í byrjun vinstri stjórnartímabilsins. Þáverandi orkuráðherra sýndi mikinn áhuga á stór- iðjusamstarfi við útlend stórfyrirtæki. Hann hóf því samninga við bandaríska fyrirtækið Union Carbide um stofnun járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, þar sem ís- lendingar yrðu ekki aðeins orkusel jendur, heldur legðu fram meirihluta hlutafjárins. Þessi stefna var studd ýmsum þjóðernislegum tilf inn- ingasjónarmiðum. Sannleikurinn er þó sá að hagsmunir okkar í stóriðjumálum felast nær einvörðungu í orku- sölu. Við ráðum engu um hráefnisöf lunina höf um ekkert vald á nauðsynlegri tækniþekkingu og erum með öllu áhrifalausir í sölukerfinu. Fyrirtæki þessi eru því jafn háð ákvörðunum erlendra aðila hvort heldur sem við leggjum fram meirihluta eða minnihluta hlutafjárins. Það eina sem hefur gerst er að við höfum fengið út- lendum fyrirtækjum ráð yfir f jármagni, sem við leggj- um f ram. Hin þjóðernislegu tilf inningasjónarmið eru þvi hrein rökleysa í þessu sambandi. ( sjálfu sér skiptir meirihluta aðild okkar að þessum fyrirtækjum því engu máli i þeirri viðleitni að halda atvinnustarfseminni í höndum landsmanna sjálfra nema hvað það er heldur lakara að leggja fram f jármagn fyrir útlendinga til þess að ráða yfir í raun. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í ríkisstjórn tók hann skyndilega upp óbreytta stefnu Alþýðubanda- lagsins í stóriðjumálum. Flokkurinn beitti sér fyrir því að gengið var f rá samningum við Union Carbide og síðar Elkem Spiegerverket á þeim grundvelli, sem Alþýðu- bandalagið hafði markað. Sjálfstæðisf lokkurinn skýrði stef nubreytingu sína með sömu rökleysu og Alþýðubandalagið. Nú eru orku- ráðherra embættismenn og forstöðumenn Islenska járn- blendifélagsins nýkomnir af aðalf undi félagsins og hafa birt tilkynningu um markverð tiðindi, sem þar komu fram. En hvarskyldi aðalfundur þessa íslenska stóriðju- fyrirtækis hafa verið haldinn eftir hina þjóðlegu stefnu- breytingu? Að sjálfsögðu var aðalfundur Islenska járnblendi- félagsins með meirihlutaeign íslenska ríkisins haldinn í Osló, þar sem hin raunverulegu ráð yf ir fyrirtækinu eru. Það liggur í hlutarins eðli aðaðalfundur þessa fyrirtækis skuli haldinn í Osló og stjórnarf undur í Kristiansand og kemur því engum á óvart. En fréttatilkynningin frá þessum aðalfundi í Osló sýnir á hinn bóginn á ofur einfaldan hátt, hversu fávís- leg þessi stefnubreyting í stóriðjumálum var í raun og veru. Meirihlutaeignaraðild íslenska ríkisins hefur ná- kvæmlega engu breytt aðstöðu okkar gagnvart þessu er- lenda stórfyrirtæki. Á þetta hefur að vísu marg sinnis verið bent en það þarf einfalda hluti eins og þennan Oslóaraðalfund til þess að opna augu manna fyrir raunverulegum aðstæð- um í þessu efni. Eftir sem áður eru hagsmunir okkar í samstarfi sem þessu einvörðungu bundnir við raforku- sölu. Engum vafa er undirorpið að stóriðjusamstarfið hefur verið lyftistöng fyrir okkur í orkumálum. Þó að ekki sé ástæða eins og sakir standa að ráðast i ný verkefni á þessu sviði er með öllu ástæðulaust að loka þeim möguleika. En stjórnmálaf lokkar eins og Alþýðu- bandalagið og Sjálfstæðisf lokkurinn mættu gjarnan láta af hinum rómantísku eignaraðildarhugmyndum sem ráðið hafa ferðinni síðustu ár. Fimm stjórnmálaflokkar bjóóa fram á Akureyri við þessar bæjarstjórnarkosning- ar, en i siðustu kosningum voru framboðin aðeins fjögur. Sú breyting, sem orðið hefur á framboðsiistum frá kosn- ingunum 1974, er, að Alþýðu- flokkuriim og Samtök frjáls- iyndra og vinstri manna, sem buðu þá saman fram hafa að þessu sinni lagt fram sinn hvorn iistann. Þaö kjörtimabil, sem nú er að ljúka, hafa aörir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn myndað mcirihluta i bæjarstjórninni og haft saman sex fulltrúa af ellefu. Úrslitin 1974 t bæjarstjórnarkosningun- um árið 1974 voru úrsiit sem hér segir: B-LISTI FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS fékk 1708 at- kvæði og þrjá hæjarfulltrúa kjörna, Sigurö Óla Brynjólfs- son, kennara, Stefán Reykja- lin, byggingarmeistara, og Val Arnþórsson, kaupfélags- stjóra. D-LISTI SJALFSTÆÐIS- FLOKKSINS hlaut 2228 at- kvæði og fimm menn kjörna, Gisla Jónsson, kennara, Sigurð Hannesson, byggingar- meistara, Sigurð Jóh. Sigurðs- son, verslunarmann, Jón G. Sólnes, alþingismann, og Bjarna Rafnar, lækni. G-LISTI ALÞÝÐUBANDA- LAGSINS fékk 695 atkvæði og einn mann kjörinn, Sofffu Guðmundsdóttur, tónlistar- kennara. J-LISTI ALÞÝÐUFLOKKS- INS og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna fékk 927 at- kvæði og tvo menn kjörna: Frey Ófeigsson, lögfræöing, sem er Alþýðuflokksmaður, og Ingólf Árnason, rafveitu- stjóra, sem er Samtakamað- ur- —ESJ. Ingólfur Amason: „Hér þyrfti að risa 20 þúsund manna byggö”- Atvinnumálin alfa og omega „Atvinnumálin eru alfa og omega i þessum kosningum og þjónustuframkvundir á vegum bæjarins. Þaö þarf að ljúka hitaveitunni, halda áfram með gatnagerð, vatnsveitu og hafnarframkvæmdir. Þetta er það vanalega sem fylgir hverju bæjarfélagi”, sagði Ingólfur Árnason rafmagnsveitustjóri efsti maður á lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Ingólfur sagði að þeir vildu stuðla að þvi að iðnaðurinn gæti blómgast. Það væri vaxtar- broddur i skipaiðnaði og vefnaðariðnaði og annar þjón- ustuiðnaður kæmi með vaxandi bæ t.d. byggingariðnaður. Ekki mætti gleyma versluninni þvi hún væri mikilvægur þáttur i at- vinnulifi Akureyringa. Ingólfur taldi að á sem skemmstum tima þyrfti að risa á Akureyri 20 þúsund manna byggð. Það væri eðlileg stærð miðað viö þann landshluta sem Akureyri gæti þjónað sem höfuðstaður. „Égtel fyrsta sætið vera bar- áttusæti”, sagðilngólfur, „og er ósköpraunsærá það. Mér finnst að Samtökin hafi sýnt það með starfi i bæjarstjórn að þau eigi þangað erindi”. Ingólfur hefur setið 1-6 ár i bæjarstjórn Akureyrar, fyrst fyrir Sósialistaflokkinn, síðan fyrir Alþýðubandalagið og svo fyrir samtökin. Hanner fæddur á Akureyri árið 1924 og hefur átt heima þar siðan. —KS „Myndaður verði meirihiuti í samrœmi við úrslit kosninga" „Við leggjum áherslu á lýð- ræðisleg vinnubrögö I bæjar- stjórn, þ.e. að myndaður verði meirihluti i samræmi við niður- stöður kosninga og að hann komi sér saman um stefnuskrá, sem verði gerð almenningi kunn,” sagði Gisli Jónsson, menntaskólakennari, sem skip- ar efsta sæti D-listans. „Af einstökum málum vil ég fyrst nefna nauðsyn þess að vinna áfram aö lagningu hita- veitunnar samkvæmt áætlun og ljúka þvi verki á kjörtimabilinu. í kjölfar hitaveitunnar þarf að leggja bundið slitlag á allar göt- ur bæjarins, en það teljum við, að hægt væri að gera á þremur árum ef vel væri að staðið. Þá leggjum við mikla áherslu áný og betri vinnubrögði skipu- lagsmálum. Okkur finnst, að ekki hafi verið nægilega vel að þeim staðið á yfirstandandi kjörtimabili. Hér er sennilega um að ræða þann málaflokk, sem mest hefur verið vanrækt- ur. Þar þarf að taka upp mark- vissari vinnubrögð, m.a. meö þvi aðráða til bæjarins sérstak- an skipulagsfulltrúa. Sérstak- lega er aökallandi að ganga frá deiliskipulagi miöbæjarins, en dráttur á þvi máli hefur þegar skapað okkur margvisleg vand- l ■ií/, Gisli Jónsson: „Leggjum megináherslu á aö ekki verði myndaður meirihluti i bæjar- stjórn framhjá stærsta flokkn- um”. ræði. Þá erum við á siðasta snúningi með undirbúning nýrra hverfa vegna þess, að skort hefur nauðsynlega skipu- lagsvinnu. Við leggjum áherslu á upplýsingasöfnun i þessu sambandi, sem er nauðsynleg forsenda slikrar skipulags- vinnu, og að framkvæmda- áætlunanefnd verði gerð virkari en verið hefur — en heita má að störf hennar hafi legið niðri þetta kjörtimabil. Ég gæti nefnt ýmis önnur stórmál, svo sem uppbyggingu sjúkrahússins, sem er ekki nema að nokkru leyti á okkar valdi vegna verkefnaskiptingar rikis og sveitarfélaga. Bygging svæðisiþróttahúss hefur lengi verið óskadraumur okkar, en framkvæmdir við þá byggingu ættu að geta gengiö nokkuð eðli- lega i sumar. Það hús á að geta gegnt nokkurn veginn sama hlutverki hér og Laugardals- höllin i Reykjavik. Við höfum lagt til, að gerð verði áætlun um uppbyggingu skiðamiðstöðvarinnar i Hlftiar- fjalli, og verið er að stiga viss skref i þá átt núna. Þetta er mjög mikilvægt verkefni að okkar áliti. Ég tel einnig, að bæjarfélagið þurfi að veita áhugamanna- félögunum meiriaöstoð viðgerð og rekstur iþróttamanhvirkja en verið hefur, svo að sú mikla sjálfboðavinna, sem unnin er innan iþróttahreyfingarinnar, megi nýtast meira til hins innra félagslega starfs.” Hvert er baráttusæti ykkar I þessum kosningum? „Eftir að við tókum upp próf- kjör, sem standa undir þvi nafni, hefur það gerst við tvenn- ar siðustu kosningar, að flokk- urinn hefur bætt við sig einum fulltrúa —bæði 1970ogl974— og höfum við nú fimm fulltrúa i bæjarstjórn. Hins vegar brá svo undarlegavið eftirsiðustu kosn- ingar, að fyrrverandi sam- starfsflokkur okkar óskaði ekki eftir áframhaldandi samstarfi eftir kosningasigur okkar þá, og myndaði siðan meirihluta á annan veg. Við leggjum nú megináherslu á, að ekiri verði myndaður meirihluti i bæjarstjórn fram- hjá þeim flokki, sem kjósendur hafa i tvennum kosningum i röð veitt langmest fylgi. Auðvitað er eina örugga ráðið til þess, að við fáum hreinan meirihluta. Segja má, að það séu draumór- ar einir, ekki sist með tilliti til þess, að sá sigur, sem við unn- um sfðast, var meiri en við átt- um þá von á. Við myndum þvi telja það afrek út af fyrir sig að endurtaka þann sigur, og það er lágmarkið i okkar huga. Ég kann ekki að spá um úrslit kosninga, en hitt mætti koma fram, að siðan farið var að kjósa 11 manna bæjarstjórn i heilu lagi á Akureyri hefur það aldrei gerst i sögunni, að óbreytt fulltrúatala væri milli flokka tvennar kosningar I röð.” Gisli Jónsson erfæddur á Hofi i Svarfaðardal áriö 1925. Hann var fyrst kjörinn I bæjarstjórn Akureyrar árið 1958 og sat það kjörtimabil, en var varamaður næstu tvökjörtimabilin en hefur verið aðalmaður siðan 1970. — ESJ. Hitaveitan gnœfir upp úr „Það er eitt mál sem gnæfir yfir öll önnuren það er hitaveit- an. Ég veit ekki hvort það er hægt að kalla það raunverulegt baráttumál þvi að það er enginn ágreiningur um þá framkvæmd en það er náttúrulega númer eitt hjá okkur”, sagði Freyr Freyr Ofeigsson: „Skipulags- málin mér hugleikin"

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.